Þjóðviljinn - 24.05.1969, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.05.1969, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÖÐVTkJTNN — Lausawíagur 24. mssd 1969. ROLAND GYLLANDER: HÆTTA jr A FERDUM meir. Aðfferðin var örugglega skipulögð af þér. — Hvaða hálfviti sem var ann- ar en þú hefðdr fleygt horaum út. Martin klóraði sér í höfðinu. Ég hefði átt að amniast þetta sjálfur, erí ég þuirfti eiinmitt að bregða1 mér til Argentínu um það leyti. , — Þið völduð skakkan hálfvita. Ég varð of forvitinn til að geta ráðið við mi.g. Ekki einu sinni hótunarbréfið frá þér kom vit- inu fyrir mig. Já, þetta bréf, — það var svo auðfundið að sá sem skrifaði það átti hægara með að koma fyrir sig orði en Lanin- wood forstjóri. — Ó, ég þakka. — Að ég tali nú ekki um bermihæfileika þínia. Þú ert svo sannarlega frábær þegar þú líldr eftir Lannwood forstjóra í sim- ann. 19 Martin dró tappann úr flösk- unni og hellti í glas. — Fáðu þér einn litinn, froðu- snakkur. Þú ert orðinn þurr í kverkunum. — Eigðu sjálfur whiskýið þitt! Þú hefur ekki borgað það með eigin peningum. — Mér datt í hug að þú segð- ir eitthvað þessu líkt. Þess vegna hellti ég í glas handa sjálfum mér. Hann lyfti því og slokaði í sig innihaldið. Tom góndi á hnakk- ann á honum. — Þú hefðir átt að velja ann- an rithöfund í hiutverk Bennys. — Því þá það? Nóg er hug- myndaflugið hjá þessu afbrigði. Hann sneri sér við. Ófritt and- iitið var kiprað saman í kulda- legt háðsglott. Hann virti Tom fyrir sér en úr tilliti hans varð ekkert lesið; Tom vair enn altek- inn ofsareiði og það fór um hann kuldahrollur öðru hverju. — Þú hefur gert hvert axar- skaftið öðru verra í þessu máli. Martin benti á sófann. — Fáðu þér sæti Be my guest. — Ég vil heldur standa — og ég vildi óska að ég væri með gaddaskó á fótunum. Hugmynd- in um persónuskipti var þín frá upphafi til enda. Það varst þú sem varst logandi hræddur við pð Benny ,.yrði stefnt heim i á áttræðisafmæli frú Maríu; hún hafði áhuga á því sjálf og ég geri mér í hugarlund að hún hafi reynt að fá Sponge höfuðsmann til að hafa upp á honum. Lann- wood forstjóri var ekki sérlega áfram um það; Benny og fjár- dráttur hans kom illa við sam- vizku hans. en svo áfjáður í að halda hinum raunverulega Benny i fjarlægð var Lannwood forstjóri ekki að hann kæmi i kring þess- um hlutverkaskiptum. En það varst þú — heimkoma Bennys kæmi þér skelfilega illa, svo íramarlega sem Lannwood lækn- ir talaði yfir bausamótunum á honum. HARGREIÐSLAN — „Hausamótunum“, sagði Martin dreymandi. — Það er skemmtilega til orða tekið; þú notaðir það talsvert þarna í bók- innd, ef ég man rétt. — f bókinni, já, með myndinni af mér á kápunni — það var hún sem gaf þér hu,gmyndina, ekki Lannwood forstjóra, og það hefði ég átt að skilja fyrir löngu. Tom leit í áttina að bókastofunni. — Það eru bækur í hiUunum hjá þér, hjá Lannwood forstjóra eru þær fullar af gleri og keramik. En hann fékk áhuga á efni bókar- innar, hvemig sem á því slóð — hún fjaUar reyndar líka um persónuskipti. Og svo fékk hann hana lán-aða hjá þér. Það v-ar þess vegna sem hún lá á storif- borðinu ha-ns. — Hann hélt að hann gæti lært eitthvað undir sitt eigið hlutverk i ..persónuskiptunum" eins og þú kallar það. Martin virtist skemmt. Ég reyndi að vara hann við, þetta var ómerkileg frat- bók. en hann vildi endilega lesa hana og svo fór sem fór. — Einmitt. Og þín eigin axar- sköft áttu ekki sízt þátt i þvi. Þú komst upp um þig strax á af- mælisdaginn. þegar þú sagðir mér að frú María kærði sig ekki um gjafir og stjómán væri vön að drekka saman kokkteil fvrir borðhaldið: það gaf au-ga leið að Benny vissi gllf þetta!. Martin glotti og hellti aftur í glas. Hann sagði ekkert. — Og svo var, þér mikið í mun að vera í návist minni allt kvöld- ið. Þú teymdir mig bu-rt úr hús- inu, þú settir Priscillu til höfuðs mér við matborðið ti-1 þess að ég sæti á ákveðnum stað. þú varst ákafur í að ég sæti við borðið hjá þér og félögum þínum á eft- ir og síðan dróst þú mig heim með þér um nóttin-a — í þeim einum tilgangi að forða mér frá Lannwood lækni. Hann átti nefni- lega talsvert vantalað við Benny Thordgren. — Þú hefur au-ga íyrir smá-at- riðum. sagði Mairtin uppörwandi. — Það var auðfundið strax í upphafi að eitthvað var bogið við allt sa-man. Þegar Lannwood for- stjóri bauð mér hlutverk Bennys, þá var framkoma hans fullskipu- lögð. Fyrst kom h-ann fram af kuldalegu yfirlæti til að auka mér vanmetakennd. Siðan sýndi hann mér formálalaust myndin® af Benny og spurði hve-rjum hann líktisf til að gera mig forvit- inn. Þá bauð hann mér fimm þúsund krónur til að mýkja mig. Og síðan kom lygasagan, st.aðfest af bréfi Bennys. Þetta var klók- indalegri tækn-i en ég ba-fði á- stæðu til að ætla honurn seinma Martin leit upp og það kom Ijó-tt blik í djúpstæð augun. — Þú ert svei mér með á nót- unum í dag. — Ég vei t ekki hvort þú hringd- ir yfirleitt frá Lapotski til húsa- meis-tarans á Östermalm. þar sem Lan-nwood forstjóri snaeddi kvöldverð, en það skiptir ekki máli — það varst þú sem fékkst eftirþanka út af því sem ég sagði um bréf frá hótel Atterdag ti-I Lannwoods forstjóra. — En þá stun-dina ga-z-tu ekki kynn-t þér málið, því að Priscilla togaði i þig án a-fláts til að fá þi-g með til Lapotskis. enda vorum við Mona bæði í skrifstofunni. Tom tók pípu síma upp úr vas- anum. Upprifjunin var orðin ró- legri. Ma-rtin dreypti á w-hiskýinu og kinkaði kolli. — Þetta rifj-aðist upp fyrir mér með Atterdag, sa-gði hann. Það var þangað sem Benny og Ull- man og þeir kónar voru va-nir að fara þegar þeir voru að slá sér út d Kaupmannahöfn. Mér da-tt Benny strax í hug. — Og strax og Priscilla var sof-nuð — ga-fstu henn-i kannski svefnlyf? — þá tókstu leigubíl til Eplavíkur og fórst að leita í { skrifstofunni. Cynthia var ný- : farin af stað með frú Maríu og það va-r en-ginn í húsinu. — En bréfið fannstu ekki og svo hringdi síminn. — Og það var kolniðamyrkur. sagði Martin vinigjiamlega. — Þú gleymir rafm-agnsleysinu, er það ekki? En ég var með lítið vasa- j ljós með mér. — Þú varðst forvitinn og sv-a-r- , aðir — með rödd stjúpa þíns! — Hvaða bölvuð ósvifni er 1 þetta. Farðu þér hægt, maðu-r. I Ég sagði bara „ha-Hó“, það þekk- j ir enginn rödd á þvi. Priscilla . þóttist handviss um að það væri pápi gam-li — sem hún hélt að Benny væri að leita að. — Nema hvað. En jægar þú fullvissaðir h-ana um að þú mynd- ir sj-á um aBt s-am-an og hún þyrfti engar áhyggjur að haf-a — þá Iékstu Lannwood forstjóra Kuldablikið kom af-tur í augu Martins. — Það v-ar engum erf-iðleikum bundið fyrir þig að breyta um róm. í eftirhreytunum eftir árs- hátíðina héma heim-a bjá þér tókst þér vel upp þegar þú hermdir eftir hátíða-rræðu Lann- woods forstjóra. Tom hristi höf- uðið. — Það v-ar heimskulegt af þér að sóa hæfileikum þínum í ótíma. — Maður hefur svo fátt að skemmta sér við. — Og svo ákvaðstu samstundis að myrða Benny þegar h-ann kæmi. Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Sími 42240. Hárgreiðsla. Snyrtingax. Snyrtivörur. Fegrurarsérfræðingur £ staðnum. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó L.augav. 18. III. hæð (lyfta) Simi 24-6-J6. Tökum að okkur viðgerðir, breytingar, viðbyggingar, gler- ísetningu og mótauppslátt. Útvegum einn- ig menn til flísalagninga og veggfóðrunar Athugið: Tökum einnig að okkur verk upp til sveita. — Vönduð vinna með fullri ábyrgð. — Sípij 23347. Frá Raznoexport, U.S.S.R. Aog B gæðafiokkar MarsTrading Companyhf Laugaveg 103 simi 1 73 73 SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum sfærðum og gerðum. — Eiiikum hagkvæmar fyrir sveitabæi. sumarbústaði og báta. Varahlutaþjónusta. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa elda- véla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVÉLAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJANSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 — Simi 33069. Perma Hárgreiðslu- og snyrtiatoía Garðsendia 21. SÍMI 33-968. UCeRAUÐKAL - IJMHt A GOTT i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.