Þjóðviljinn - 20.09.1969, Page 4

Þjóðviljinn - 20.09.1969, Page 4
/ 4 SÍÐA — ÞJÓÐVTL/JINN — Laugardaigur 20. septamJber 1969. — málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsife — Otgefandi: Otgáfufélag Plóðviljans. Rltstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.). Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Siguröur V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Framkv.8t)óri: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýslngar. prentsmiðja: Skólavörðust 19. Síml 17500 (5 llnur). — Askrlftarverð kr. 150,00 á mánuðl. — Lausasöluverð kr. 10,00. „HræBshm við Eíta vv ^llar horfur eru á því að ríkisstjómin muni fyrir áramót flytja um það tillögu á þingi að íslend- ingar gerist aðilar að Efta. Þegar umsókn var send á síðasta ári höfðu Bjarni Benediktsson og Gylfi Þ. Gíslason um það stór orð að því aðeins kæmi aðild til greina að ekki yrðu lagðar hömlur á freð- fisksölu íslendinga í Bretlandi, en nú bendir allt til þess að stjórnarflokkarnir ætli einnig að víkja frá þessum fyrirvara, enda hafa þeir í því langa þjálfun að láta bjóða sér allt í samskiptuim við er- lenda aðila. Jafnframt er gripið til þess gamal- kunna ráðs að bjóða landsmönnum upp á fjármuni ef þeir fallist á stefnu ríkisstjórnarinnar í þessu máli, svonefndan norrænan iðnþróunarsjóð með rúmum miljarði króna, sem standi til boða, ef al- þingi fallist á aðild að Efta. Slíkur málatilbúnað- ur er auðvitað ósæmilegur með öllu, og því verð- ur ekki trúað að ríkisstjórnir annarra Norðurlanda geri svo freklega íhlutun um íslenzk innanríkis- mál að forsendu fyrir aðild sinni að slíkri sjóð- stofnun. j^|eginröksemdin fyrir aðild ísiendinga að Efta er sú að þar bjóðist landsimönnum 100 miljóna manna markaður fyrir iðnaðarframleiðslu sína — að vísu í skiptum fyrir aðgang 100 miljóna manna þjóðíélaga að markaði okkar. Engin svör hafa þó fengizt um það hverjar þær iðngreinar eru sem Is- lendingar eiga að geta stundað af þvílíkum yfir- burðum að þær brunl beina boðleið um markaðinn mikla. Um það atriði fást engin svör hversu óft sem spurt er, og engar áætlanir sem mark er tak- andi á hafa verið gerðar uim iðnþróunina. Hitt er vitað og viðurkennt af stjórnarvöldunum að þátt- taka í Efta myndi ríða að fullu iðngreinum og fyr- 'irtækjum sem nú hafa þúsundir manna í þjónustu sinni. Við vitum hverju við sleppum, þótt allt sé í óvissu um það sem við eigum að hreppa. Þó mun það vera ein skýrasta vísbendingin um raunveru- legar hugmyndir ríkisstjórnarinnar, að Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráðherra var í sumar sendur utan til þess að kanna það hvort atvinnurekendur á Norðurlöndum væru reiðubúnir til að stofna dótturfyrirtæki á íslandi, ef landið gengi í Efta. Jðnrekendur eru að vonum uggandi um framtíð sína ef úr þessum áformum verður, og það við- horf mótar nú þegar framtak þeirra. Ingimundur Erlendsson, starfsmaður Iðju, komst m.a. þannig að prði í viðtali sem fulltrúar verklýðsfélaganna í Reykjavík áttu við blaðamenn á mánudaginn var „að verulegur samdráttur hefði orðið í iðnað- inum. Það vantaði fjármagn til þess að kaupa inn hráefni og fleira. Það væri meðal annars hræðsla við Efta sem réði tregðu iðnrekenda til stærri á- taka“. Þannig á ót'tinn við Efta nú þegar þátt í at- vinnuleysinu, þótt óttinn sé aðeins forsimekkur veruleikans. — m. Maður agans í rugluðum heimi Mies van der Rohe nýlega láfinn Mies van der Rohe Víða um heim bera nýlegri byggingar — einkum eí þær eru úr stáli — nokkurt svipmót af Mies van der Rohe. Um hann var sagt, að á tSma rutgl- ings og breytinga hefði bann jafnan getað haldið sánu striki og aldrei hvikað frá sjálfsaga. Hann fann form fyrir nýja möguieika glers og stáls og húsagerðarlistin hefur ekki orð- ið hin sama síðan. Þessi mað- Ur lézt fyrir skömmu í Chic- ago, 83 ára að aldri. Hann gerði sér aldrei grein fyrir því hve frægiur hann var. Hann nú eru sjálfsagður hlutur. Hann velti fyrir sér heo-berg- inu sem éiningu í byggingu og komst að þeirri niðurstöðu að komast mastti af án þess. Þetta sannaði hann i hinum fræga sýningairskála Þýzkalands sem gerður var fyrir alþjóðlega sýningu í Barcelona 1929. Síð- an þá hafa lágar byggingar hans einkennzt af samfelldu þaki. en að innan hefur þeim veirið skipt niður með léttum, oft hreyfanlegum veggjum. Þekktast þeirra er hátiðasal- ur Illinois Institute of Techno- logy, en þar starfaði Mies van der Rohe frá 1938. Hann hafði þá um skeið verið forstöðu- maður hins fræga Bauhaus í Dessau sem Walter Gropius hafði stýrt — en varð að loka þeirri miklu tilraunasitöð vegna afskipta nazista. Mies gerði mikinn fjölda bygginga sem allar einkennd- ust af miklum einfaldleika og nákvæmni. Þegar ekki voru til húsgögn fyrir hinar nýtízku- legu byggingar teiknaði hann sin eigin borð og stóla úr leðri, stáli og gleri — eru þaú verk löngu orðin sígild. Hann sló aldrei af áformum sínum eftir duttlungum þeirra sem pöntuðu 02 hann gerði líka miklar kröfur til þeirra sem settust að í húsum hans. fbúar leiguhúss eins í Chica-go, Seagramhúsið á Manhattan (1958) sem Mies reisti, prðu að sætta sig fyrir fullt og adt við gluiggatjöld þau úr trefjaplasti, sem hann hafði sett fyrir loft- hæðarglugga í íbúðunum. Sjálfur bjó hann í gamaldags- íbúð við gríðarmikla vindla og prýðilegt saln af málverkum Klees. Mies sagði: „Þegar húsa- Hátíðasalur Tækniháskólans í Illinois. Drög að glerháhýsi í Berlín (1919) gerðariist er upp á það bezta snertix hún og lætur í ljósi sjálfa innstu byggingu þeirrar menningar sem hún sprettur upp af. Ég hef reynt að skapa húsagerðariist fyrir tækniþjóð- félagið. Ég hef viljað halda öllu skynsamlegu og kláru — að skapa arkitektúr sem hver maður getur unnið að“. Honum tókst þetta að mjög verulegu leyti. Arkitektinn Philip John- son komst svo að orði um þetta atriði: „Le Corbusier gerir uppfinningar, finnur margt stórkostlegt og eins og Ronchamps býr bann til nýtt form fyrir heiminn áð 'dást að. Mie-s hreinsar og hreinsar til b-ir til hann býr til sjálft for- dæmi bandarísks háhýsis eins og Seagramshúsið. „Mig langar ekki til að vera forvitnilegur. spennandi, mig langar til að vera góður arkitekt" var bann vanur að segja. Ronchamps gerir furðulegri hluti, Guggen- heimssafnið eftir Wright er sérkennilegra miklu — en ef til vill er Seagramshúsið það bezta af þeim öllum“. Með dauða Mies lýkur ex«- hverjum merkilegasta kapítulk byggingarsögunnar. Hann lagði fram þær grundvallarreglur og kröfur sem ekki verður hald- ið undan framar. (Endursagt). sagði einbverju sinni: „Það er I slæmt að vera of frægur. Grísk musiteri, rómverskar basilíkur l og miðaldakiirkjur eru okkur dýrmæt sem siköpunarverk heils tímabils fremur en verk i einstaikra húsameistara. Hver spyr um nöfn þessaira bygg-1 ingamanna?" Mies kallaði verk sitt skinn- og-bein-arikitektúr. Hann fædd- ist áríð 1886 í Aachen i Þýzka- landi, og hlaut aldrei formlega menntun í húsagerðariist, en hann lærði sitthvað af föður sínum sem var múrari. Hann fékk snemma andstyggð á falsi skreytinga og sterka velþókn- un á heiðarleika efniviðarins. Hann velti fyrir sér gleri og árið 1919 teiknaði hann 20 hæða sbrifstofutum úr gleri sem reisa átti í Berlín. og þótt bann væri aldrei smíðaður er hann viðurkennd fyrirmynd hinna miklu skýjakijúfa úr gleri og stáli sem síðar fylgdu. Hann velti fyrir sér stein- steypu og árið 1922 teiknaði hann skrifstofuhús með hin- um ósiitnu gluggaröðum sem Góður árangur af umgengnisherferð Samstarfsnefnd um „Hreint land — fagurt land“ hefur nú til- kynnt að umgengnisherferðinni sé lokið í ár. Árangur herferðar- innar sé ekki lakari en í fyrra og henni verði haldið áfram næsta sumar og þá væntanlega i breyttri mynd. > Þeir aðilar sem að herferð þessari stóðu voru: Félag ísl. bifreiðaeigenda, Ferðamálaráð. Ferðafélag fslands, Hið ísl. nátt- úrufræðifél-ag, Náttúruverndar- ráð ríkisins, Æskulýðssamband Islands Og klúbbamir öruggur akstur. í íréttatilkynningu sem sam- starfsnefndin hefúr sent frá sér segir m.a.: Árangur herferðarinnar í sum- ar er ekkj lakari en í fyrra. Kunnugir menn á fjölförnustu ferðamannaleiðum segja. að mik- ill munur sé á allri umgengni manna frá því sem áður var. Þetta sýnir, að hin slæma um- gengni, sem hefur verið landlæg undanfarin ár úti i náttúrunni, orsakast að mestu leyti af hugs- unarleysi og lítið þarf til að bæta úr. Herferð þesisari mun fram haldið næsta sumar, en þá vænt- anlega í nokkuð hreyttri mynd. því að samstarfsnefnd þessi mun ekki sjá um herferðina að nýju, heldur munu væntanleg Land- græðslu- og Náttúruverndarsam- tök fslands tak,a við starfi sam- starfsnefndarinnar. Samstarfsnefndin þakkar öll- um þeim, er veitt hafa herferð- inni lið, án þeirrar liðveizlu hefðj herferðin verið nafnið eitt. Að lokum biðjum við alla, sem enn hafa áminningarspjöld okk- ar uppi, að taka þau niður og fleygja í næstu ruslatunnu. ÍBUÐ óskast til kaups í Keflavik eða nágrenni. Útborgun allt að 380.000,00 kr. — Tilboð sendist af- greiðslu Þjóðviljans merkt „ÍBÚÐ 1002“. «

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.