Þjóðviljinn - 28.11.1969, Page 4

Þjóðviljinn - 28.11.1969, Page 4
4 SlBA — ÞJÓBV1UT3MN — Föstudagur 28. nóWemlber 1969. — málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Bitstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Slgurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Úlafur Jónsson. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Siml 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasðluverð kr. 10.00. Valkestirnir / Vietnam gandarísku hermennimir komu inn í þorpið kl. " 6 að morgni 1 þyrlum. Þeir ráku alla íbúa þorpsins úr húsum sínum, smöluðu þeim síðan til þriggja staða og tóku þá af lífi með vélbyssum og rifflum... Komust um 15 - 20 lífs af vegna þess að lík þorpsbúa, sem féllu fyrir skothríðinni, féllu ofan á þá og hlífðu þeim... Ég sá mann halda á tveimur litlum bömum, sínu undir hvorri hendi, og ganga til okkar. Þau horfðu biðjandi á okkur. Litla stúlkan sagði „Nei, nei“ á ensku. Þá var allt í einu hleypt af og þau 'voru murkuð niður ... Við útrýmdum öllum ... körlum, konum ... börnum ... það eina sem við skildum eftir lifandi voru hænuungar... Ég gekk um þorpið þegar allt var um garð gengið... Lík kvenna og bama lágu á víð og dreif — þau höfðu öll verið skotin til bana.“ jjetta eru tilvitnanir úr frásögn Morgunblaðsins í gær um fjöldamorðin í Víetnam. Hliðstæðar ógnarlýsingar hafa fyllt fjölmiðlunartæki um heim allan að imdanförnu. Síðan tortímingarstyrj- öldiri í Víetnam hófst hefur almenningsálitið aldrei verið jafn einhuga í afstöðu sinni til þeiiTa( ya.lda- manna sem leitt hafa slíka smán yfir mann- kynið; aldrei fyrr haía áróðuiamenn hins vestur- hefrriska stórveldis staðið jafri borskjaldáðir uppi. Hins vegar hlýtur það að vekja furðu hversu síð- búin viðbrögðin eru, Fjöldamorð þau sem nú er rætt um í Víe'tnam eru engin undantekning, engir einangraðir atburðir. Þannig hefur innrásarstyrj- öld Bandaríkjanna verið háð frá upphafi. Um það eru óræk sönnunargögn, ekki aðeins frá Víetnöim- um, heldur og flrá vestrænum fréttamönnum, ekki sízt bandarískum, sem árum saman hafa vitnað um hliðstæða atburði og þá sem nú er rætt um. í stríðsglæparéttarhöldum þeim, seim stofnun Bertrands Russels beitti sér fyrir, voru rakin óyggjandi sönnunargögn um hundruð því- líkra glæpaverka. En allt of lengi var talað fyrir daufum eyrum; það hefur tekið mörg ár að koma þessarí ógnarlegu vitneskju á framfæri á þann hátt að ekki yrði undan henni vikizt. JJaunair ber einnig að leggja áherzlu á það að sjálf styrjöld Bandaríkjanna í Víetnam hefur borið öll einkenni þjóðarmorðs. Á því er enginn siðferðilegur munur að myrða fölk með vélbyss- um eða kasta logandi benzínhlaupi yfir þorp, jafna borgir víð jörðu með sprengjuárásum eða eyða uppskeru með eitri, svo að hungrið vinni vérk vélbyssunnar. Þessar bardagaaðferðir hafa. verið rökrétt afleiðing af því að í Víetnaim eiga' innrásarherirnir ekki í höggi við neinar einangr- aðar liðsveitir, heldur við heila þjóð. Þess vegna hefur hemaðaraðgerðum Bandaríkjanna verið beitt gegn þjóðinni allri. Ábyrgðina á þeim miljónamorð. um bera ekki þeir veslings menn sam tekið hafa í gikki og þrýst á hnappa, heldur æðstu valdamenn Bandaríkjanna, forsetinn, samráðherrar hans, em- bættismenn og hershöfðingjar. Fátt er lítilmann- legra en þegar þeir reyria nú að firra sig allri óbyrgð. •— m. Slappt brageyra. — Þeir sílspikuðu heyja stríð- ið í Biafra, — Framhjólið á hestinum hans Ella, — Heilbrigð böm og talkennsla. Slappt sýnist mér brageyrað hjá gömlum Sikagfirðingi, þeg- ar hann fer með vísuna: Allt er gott, sem gerði drottinn forðum, en princip þó hann þetta braut, þegar hann bjó til Pétur Gaub Hann spillti innrími seinni hendinganna með því að hafa vísuna svona: en princip þeitta þó hann braut, þegar hann bjó til Pétur Gaut Ég hélt að vísan: ,,Það end- ar verst“ eða „Það fer oft verst, sem byrjar bezt“, væri eftir Pál gamla Vídalín ognú- lifandi mehn heföu litla á- stæðu ’ til að eigna sér hana- Kveðja, Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli, önundarfirði. ★ Ester Steinadóttir skrifar: — Og eíkki fékk Sigurður A- Magnússon að fara til Bi- afra, varla nema von. Ég er líka efins um að Biafrastjóm hefði verið nokkur greiði gerð- ur með því að fá hann. Hann virðist nú hafa samúð með henni, en ég er hrædd um, að hann hefði f 1 jótlega skipt um skoðun, ef hann hefði séð víg- völlinn, og svo hreinskilinn maður eins og hann virðist vera, hefði varla þagað yfir því, sem hann hefði séð- Það er sagt, að 2 þúsund manns deyi dagiega í Biafra, en ekki voru þeir neitt sult- arlegir sendimennimir þaðan, sem komu hingað í sumar, sílspikaðir og velsældarlegir- Það eru þessir menn, sem heyja stríðið og njóta góðs af vistunum, sem fólk um allan heim sendir hinum bágstöddu, en þeir fá að deyja drottni sínurn- Ekki biðja þeir um stríð, — þettá fátæka fólk, sem er aðeins vinmudýr fyrir þá, sem eíga námumar i Bi- afra og . vilja ekki láta þær af hendi. Sigurður Magnússon hefði komizt að raun um þetta, hefði hann farið, og því var það bezt fyrir Biafrastjóm, að hann fór hvergi- Ágæti póstur. Ef ég man rétt minntistu á það í upphafi vega þinna, að þú myndir þrífast vel á góð- um sögum úr borgarlífinu. Bf til vill getur eftir farandi flokkazt undir slíkt, eila vist- arðu það í bréfakörfunni hjá þér. Ég var nýlega á leið til • vinnu minmar með strætis- vagni, sat hnípinn í sæti minu og dró ýsur, þar til ég vakn- aði snögglega við að heyra þetta samtal móður og bams. — Mamma, þegar hestamir bila, fara þeir þá inn á verk- stæði? —1 Nei, nei, elskan mín, þeir bila aldrei-' — En ef mótorinn kilikkar, ha mamma, haaa? — Vertu ekki með þessa vitleysu, hestamir hafa engan mótor- Ekki hefur þú mótor. — Ég er ekki hestur. * — Ég hemdi þér út, ef þú þegir ekki. r- En mamma, einu sinni- bilaði annað framhjólið á hestinum hans Ella, og það varð að láta á það jám. Ég veit ekki hvernig móð- irin svaraði þessari staðhæf- ingu sonar sins, sem hefur verið á að gizfca fimm ára, því að ég þurfti að fara út úr vagninum, en fróðlegt hefði verið að heyra, hvemig hún brást við. Ja er ekki véltækn- in orðin makalaus? Fyrverandi sveitamaður- Bæjarpóstuirinn þakfcarsend- anda kærlega fyrir söguna, cvg vill ítreka að viðlíka efni er mjög vel þegið- Kæri Bæjarpóstur. Sennilega getur þú varla liðsinnt mér, en allt um það, ég ætla að leyfa mér að vekja máls á vamda, sem ég á við að stríða, af þvi að ég veit, að þetta snertir einnig marga aðra- Ég á fimm ára dreng, sem er heilbrigt og eðlilegt bam að öllu leyti, nema hvað hann er mjög seinn til máls. Þegar hann var orðinn þriggja ára gat hann ekki komið út úr sér sklljanlegri setningu, svo að við hjónin leituðum til sér- fræðings til að kanna, hvort allt væri með felldu- Okkur var sagt, að barmið væri í alla staði heilbrigt, og þessi galli væri algengur. En þar sem okkur þótti þetta standa því fyrir þrifum sendum við hann í talkennslu og þar hefur hann verið á amnan vetur- Hann hefur tekið miklum fram- fötum, en talar þó býsna ó- skýrf enn. Við höfum gert tilrauxiir til þass að Sá tryggingamar til þess að greiða þessa kemnslu aö einhverju leyti, því aö bœði við Og aðrir teljum hana nauð- synlega til þess að bamið fái ekki minnimáttarkennd af samneyti við önnur börn- Þetta hefur ekki tekizt. Tryggingam- ar greiða aðeins talkanmslu bama, séu þau talin vangef- in, óheilbrigð andlega, eða heyrnardauf. Somur okkar er hins vegar alheilbrigður að öllu leyti nema þessu og á þeirri forsemdu fáum við enga aðstoð- Að sjálfsögðu viljum við gera allt það sem við teljum bami okkar fyrir beztu, og fjárhagurimn er ekld það slæmur að við trcystum okkur ekiki til þess að greiða tal- kennsluna, enda þótt við séum langt frá því að veira efnuð- Hins vegar er ég þess full- viss, að bammörg hjón með lágar tekjur hafa ekki efni á þvf að kösta þöm sín í einka- tíma sem þessa- Ég fæ ekki séð, hvers vegna heilbrigð böm eru látin sitja á hakanum í þessum efnum. Vitanlega ber hinu opinbera að aðstoða vangefna með ráð- um og dáð og reyna að gera þá sem hæfasta til að lifa í samfélagi okliar- Saxna er að segja um heymardauifa, hvem- ig, sem heilasellumar eru- Ern hvers vegna eru málhölt böm ekW látin sitja við sama borð? Málhelti getur valdið minni- máttarkennd og öðrum álíka- þjáningum, og beinlínis orðið til þess að einstaklingurinn nái aldrei fullum þroska, fái hann ekki nauðsynlega .„in^ðí, höndiun. Móðir. TRÚBROT? Vegna ytfirlýsinga hfljém- sveitarinnar Trúbrots og fleiri hefur Ragnhildur Óskarsdótt- ir lástakona sent blaðdnu eft- irfarandi grein til bdrtingar: Eftir að hafa lesið yfirlýs- ingu á yfirlýsdngu ofan, sem hin vinsæla popphljómsveit .,Trúbrot“ lætiur frá sér fara, varðandi Víetnamifiundinn í Há- skólabíói, verður manni það á aö efast stórlega að sú fróma sveit geti lengur staðið und- ir þessu nýja nafni sem hún sjálf hefur skírt sig, þ.e. trú-. brot. Enda kallaði hljómsveit- in sig „Hljóma" til foma, og ætti að haflda því nafni, þar eð viðreisnin virðist vera fióigin í orðinu tómiu, en af slíkum við- reisntim hefur maður aillt of mikið. Einnig er athyglisvert, að Hlljóanabroit þessi hafa um lang- an aldiur verið ráðnir til að leika fyrir Kanann á Kefilavik- lurfflugvelli, en í samlbandi við stgrf sitt þar, hafa þedr ALDR- EI gefið út neinar yfirlýsingar, aldrei látið það heyrum kunn- ugt, að þeir séu sko aungvtr NATOsinnar; að þeir séu á móti þeirri pólitísku stefnu, sam í oEstæki sínu reynir að réttlæta veru hersins; ekki EITT orð um það, að þeir sem friðarsinnar geri aillt tiíl þess að berjast fyrir friði, mieð því að ledka ljúfilega fyrir hæstbjóð- anda- Svo leika þeir í Háskólabdói á fundi, sem var tiilednkaður Víetnam, (en EKKI, nota bene, þeiim sjáflfujm, þóitt af yfirlýs- ingu þedma sér það helzt að ráða) — og í tilefni ALÞJÓÐ- LEGRA MÓTMÆLA á stríðs- yfirgangá Bandarfkj ann a þar. Þessum mótmæilaaðgerðum fylgdi krafa um skillyrðdslausan brottflLutning bandarísks hers frá Vietnam, sam kunnugt er, — eftir hljómfhitning þann —, sem var reyndar ekkert annað en góð augllýsing á hljómsveit- inni sjálfri, — nú þá, allt í einu er orðið svo bráðnauðsyn- legt fyrir Hljómbrotin að gefa út rækilega yfiirlýsingu varð- andi afstöðu sína. Mikil ósköp, það er gott að vita, að fóilk er ekiki hrætt við að láta skoðan- ir sínar í ljós opinber- lega ■ —, en hvers vegna í ósfcöpunuim hefiur þessi heið- arlega hiljómsveit vamrækit það algjörlega fram til þessa, að gafa út stefnuyfirlýsingu sína í saonbandi við önnur málefni, sem áreiðanlega hafa verið eins mikil hitamál? Þá væri ekki úr vegi að bedna athygli flóflks að því, að á umræddum fundi kom fram önnur hljómsveít, sem á vissu- Jega þökk skillið fyrir flutning sinn þar, og virtust meðlimir þeirrar hljómsveitar ekki vera í neinum vandræðum með að skilja tifligang fundarins og gera sér fyllilega grein fyrir umræðuefninu yfirleitt og hiut- verki sínu þar. Fluttu þeár eitt bezta atriðið á fundinum með Eddu Þórarinsdóttur leákkonu, en það var tónlist með upp- lesitri á Ijóðum eftir Jóhannes úr Kötluim og Arn Jósefsson. Þetta voru Öðmenn, og fannst þeim greinilegia enigin á- stæða til þess að bera fram hjákátlegar afsakanir á undam flutningi eins og Hljómar gerðu, né skrifa barnalegar aithuga- semdir í blöðin, eins og þeir væru að bredða jrfir alvarlega skyssu. Enda vissu Óðmenn vei að hverju þeir gengu, og þurfia) því áreiðanflega ekki á neinum af- sökunum né útskýringuim að haflda í sambandi við framlkoimu sína í Háskólaibíói, setm var í ailla staði frátoær og fullkom- lega í anda fundarins- í athugasemd Hljómimanna segir m.a.: „Var iheðilmum hljómsveitarinnar saigt, að á fundinuim yrði engri póflitík blandað inn í, en rætt um frið aflimennt.“ Hér virðist, sem Hljómar hafi hinn imesta áhuga á, að spjalia um frið aflmennt, án þess þó að vilja gera sér nokkra grein fyrir því, hvernig raiun- veruiega væri hægt að koma honum á, og ásafea í þokkabót harðlega ræðumenn íundarins fyrir að voga sér að benda á nökkrar raunhæfar ledðir í þá átt- Því; ,,Aldeilis annað kom í ljós hjá ræðumönnum sem misnotuðu aðstöðu sína í mál- fflutningi“, edns og saglt var í athugasemd hljómsveitarinnar. Þetta er einna iikast væil Nixons forseta, eftir friðar- umleitunarfund í Pairís! Hann vill hvað ákafast frið, eítir þvf sem sögur hermo, en þá er hann dreginn út í áróður fyrir bröttflutningi hers — og hvað hefur það með frið að gera ??? Mikið lilýtur þeitta fóilk, semj berst íyrir friði í hedminum almiemnt, edns og Nixon og með- limir Hljóma, að vera óihaim- ingjusamt. Það er ailtaf verið að biekkja það og svikja! Ég vifl, hór með biðja Hljóma- brotin að hætta þessu amd- skotans amstri og iðka sitt stófuhjal um- flrið hedrna á Vediinum hjá sér, þar eð þedr viija ALLS EKKERT raunhæift gera í miálinu, og hætba sér ekki oftar á fundi, þar sem ræðuimenn styðja edniarðaega þá augljósu lausn á stríðinu í Ví- etnam, — þ-e. brotttfilutning alls bandanísks herliðs úr landdnu og það tafarlaust. Hvað viðkemur fuiiyrðingu þeirra um að Tékkar sitandi okfcur nær en Víetnamar, held ég að hún sé alveg út í biá- inn. Því ef við viljum taka fyrir þau vandamál sem standa okkur næst, væri ekki úr vegi að taika okkur sjálf sem dæmi. Við erum nefnilega hersetin þjóð, og meðam við genum ekkart til þess að frelsa oktour undan þeirri póilitísku kúgun og því efnaihagsflega ósjálfstæði, sem hersetan hefur í fiör með sér, þá má náttúrlega segja, að siamúðarfundir með öðrum herteknum þjéðum geri lítið gagn- Hsettum því ödiu gaggi um „nærtækur og nærtækari“ en tökum fyrir það sem okfcur er nærtækast og KREIPJUMST ALGJÖRS OG SKILYRÐISLAUSS BROTT- FLUTNINGS BANDARlSKS HBRLIÐS (meö radarstöðvum og ödlu heila draslinu) FRÁ ÍSLANDI! og berjumst fjrrir þessu þax til madkmiðinu hef- ur verið náð. Og vonandi er hljómsveitin Hljómar eikíki það slærn, að hún, sdrtji uppi atvinnulaus þegar Kaninn verður ekki lengur tiH þess að rétta henni bitlinga’ — Róska. /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.