Þjóðviljinn - 11.12.1969, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.12.1969, Blaðsíða 6
0 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fiimimttuidaigur 11. desember 1969- Fréttabréf frá Suðureyri Suðuréyiri, 3. des. Samkvæmt bókoun mínum var síðastliðinn nóvembermán- uður sá aflajsœlasti, miðað við- þrjú síðustu ár- Tíðarfar hefði þó mátt vera betra. Hafísinn er líka farinn að trufla sjó- menn hér út af Vestfjörðum. Hann er alltaf viðsjárverður og hættulegur veiðaxfærum og þar af leiðandi eru sjómenn varir og varkárir hans vegna. Eins og sjá má hér að neðan er afli nokkuð misjafn á bát, þótt línulengd sé*jöfn. Sjómenn eru heldur ekki allir jafnheppnir, og það er ekki sama, hvar lín- an er lögð. Skipin eru líka misjafnlaga stór. og þar af leið- andi misjöfn til sjósóknar. Ég hef einhveim tíma sikýrt frá stærð þessara báta, sem héðan róa, og geri það nú hér aftur með meiru. Lesendur hafa þá eitthvað til viðmiðunar: M.s. Ólafur Friðbertsson 193 brúttólestir, skipstjóri Einar Ólafsson, 27 ára. M.s. Sif 91 brúttólest, skipstjóri Gestur Kristinsson 34 ára. M.s. Friðbert Guðmundsson 81 brúttódest, skipstjóri Einar Guðnason, 43 ára. M.s. Björgvin 51 brúttólest, skipstjóri Karl GísJason 37 ára. Allir þessir fjórir bátar róa nú með 170 lóðir hver í róðri. — Svo eru það: M.b. Stefnir 39 brúttólestir, skipstjóri Hafsteinn Sig- mundsson, 30 ára. M.b. Hersir 37 brúttólestir, skipstjóri Ámi Sigmunds- son, 32 ára. Þessir tveir bátar róa með 140 lóðir í róðri. Nú kemur hér aflaskýrsla fyrir nóvembermánuð: Ólafur Friðbertsson 135,0 tonn í 18 róðrum. Sif ................ 132,0 tonn í 18 róðrum. Friðbert Guðmundss. 100,2 tonn í 17 róðrum. Björgvin ............. 82,5 tonn í 15 róðrum. Stefnir .............. 67,9 tonn í 14 róðrum. Hersir ... ........... 43,0 tonn í 10 róðrum og að auki Jón Guðmundsson, 9 tonna bátur, einn maður á: 12,9 tonn í 6 róðrum (lina). Og til fróðleiks og saman- burðar er hér nóvember 1968: Ólafur Friðbertsson 69,4 tonn í 16 róðmm. Sif ................. 72.4 tonn í 18 róðrum. Stefnir ............. 18.7 tonn í 10 róðrum. Draupnir ............. 7,8 tonn i 4 róðrum. Páll Jónsson ......... 9,8 tonn í 4 róðrum. — (Nú Hersir). 8. nóvember 1968 hófust róðr- ar hér eftir 60 daga gjaldmiðils- vandræði, og bátar voru þá smátt og smátt að hefja róðra fram eftir mánuðinum. Þar fyr- ir sésf mismunurinn, ef borfnn er saman meðalafli þá og nú. Ganga með í 33 mánuði Vinna var hér mjög góð ali- an mánuðinn. Aðkomufólk er hér nú mjög fátt. Það hefur hamlað afkastagetu frystihúss- ins, að kvenfólk hefur vantað í pökkun. Forstjóri Fiskiðjunn- ar tók því það ráð nú fyrir nokkru, eða 28. nóv. að taka á leigu nokkum hluta af salar- kynnum Félagsheimilisins, á- samt tveimur konum héðan að heiman. Og nú geta þær konur, sem vilja vinna og telja siig geta fairið í vinnu, komið börn- um sínum til geymslu þar frá kl 10-12 að morigni og aftur frá kl. 13 -19 að kvöldi. Nú í dag em skráð þar um 30 böm. Búizt er við, að 37 - 40 verði eftir áramót, ef allt lánast og reynsla verður góð. Kr. 500,00 kostar á hvert bam á mánuðd, miðað við alla daga mánaðar- ins. Hér eftir, þar til öðruvísi verður ákveðið, verða því kon- ur þær, sem ætla sér að eign- ast börn, að ganga með í 33 mánuði, svo að þau verði 2ja ára, þegar þau fæðast. Það virðist nú, að 7 ára börn og eldri þurfi enga aðhlynningu, að minnsta kosti ekki hjá sum- um heimilum. Þau njóta þyí sömu réttinda til Skjóls undir húsveggjum eða á götum bæj- arins eins og oft áður' hefur tíðkazt, ef þau eiga engan að til að hlynna að þeim. * Kvenfélagið Ársól Formaður þess félags er nú frú Sigrún Sturludóttir. Ég fór á fund hennar og fékk þær upplýsingax, sem hér verða skráðar. 8. febrúar 1920 var það félag stofnað og hlaut þáð nafnið Ársól. Stofnendur þess voru 46, og fyrsti formaður var frú Ásta Gríms, kona Jóns Grímssonar, málfærslumanns, nú á ísafirðd. Tilgangur félaigs- ins var að vinna að góðgerðar-, líknar- og mannúðarmálum. Nú eru félagskonur 83. Kvenfélag- ið Ársól verður því 50 ára 8. febrúar næsta ár. Á þessum tæpu 50 árum hafa verið starf- andi 7 formenn. Kvenfélagið hefur látið margt gott af sér leiða (og hefur sennilega ekki allt verið þakkað eins og skyldi. að minnsta kosti ekki á opin- berum vettvangi). Sú stórgjöí, sem það gaf hér síðast, bom mér til þess að leita upplýs- inga um þann félagsskap. Nú í síðasta mánuði gaf það ull- arfatij aði í björgun arbáta stærri ^ flotans hér.. Það voru 67 pör uUarnærflatnaður. sem það fékk að siunnan. ásamt vatnsþéttum umbúðum. Kostaði þetta allt 50 þúsund krónur. Að auki gáfu félagskonur 67 pör sjó- vettlinga, 67 pör ullarhosur og 67 lambhúshettur. Verðmæti alls þess, sem konur gáfu og unnu að sjálfar, mun láta nasrri samkvæmt því verðlagi, sem nú er, vera um kr. 18 þús. Verð- mæti allrar þessarar stórgjafar er því fast að kr. 70.000.00. Þetta er stórkostlega virðingaæ- verð gjöf og þakkarverð, og ættu sjómenn og útgerðarmenn að heiðra kvenfélagið með ein- hvevri heiðursgjöf, sem geymd yrði til minningar innan félags- ins um þá góðvild og þann kærleika. sem kvenfélagið Ar- sól sýndi sjómönnum hér þetta ár. 1969. Það er ótal margt fledra, sem félagið hefur gart og gefið þessi fimmtíu ár, sem það hefur starfað. T.d. v gaf það allan sængurfatnað á sínum tíma í sjúkraskýlið og peningagjöf til kaupa á súrefniskassa. í Fé- lagsheimilið hefur það lagt. fram um 185 þús. krónur, og er því að nokkru leyti eigandi þess húss Það hefur staðið fyr- ir söfnun til bágstaddra. t.d. þegar mæður hafa missit fyrir- vinnu snöggllega. Það heíur gef- ið jólagjafir til súgfirzkra sjúk- linga á sjúkrahúsium og sitund- um fátækum og sjúkum hedmia fyrir. Það er ótal margt fleira, sem það befur gefið og gert, sem yrði of langt mál upp að telja. Ennfremur gaf það á sín- um tíma rafmagnsorgel til af- nota við kirkjulegar athafnir 5 heimahúsum. Og á árunum, þegar talstöðvar í báta voru að koma fyrst hér í fjörðinn, hljóp félagið undir bagga með þá fá- tækum útgerðarmönnum og tók þátt í leigunni. Kvenfélagskon- ur hér, eins og í öðrum smærri sjávarplássium, eiga flest all- ar eðs hafa átt menn sína og syni á sjónum eða við sjó. Oft hefu/r sjórinn högigvið stórt skarð í þann fámenna hóp hér áður fyrr. En sem betur fer hefur Súgandafjörður verið lán- samur hvað það snertir nú um nokkurt skeið. Maður veit samt aldrei, hver verður næstur eða hvenær slys ber að höndum í þeim hild-arleik, sem sjómenn eiga við að stríða í starfi sínu á sjónum. Mér undirrituðum persónu- lega finnst, að hver einasita skipshöfn og útgerðarmaður eða -menn eigi að þakka fyrir þá stórfenglegu mannúðar- og menningargjöf, sem kvenfélag- ið gaf þeim nú fyrix nokkru. Og til þess að geta gert þetta allt saman þarf félagið að bafa t-ekjur. Tekna félagsins er aflað á margvísiegan hátt. Kaffisiala er í réttum á haustin, sólar- kaffi 1. sunnudag í góu, bazar, Mutavelta. skemmitanir, t-d. böll leikþættir, bingó og félagsivist og fleira. Konurnar sjálfar gefa mikið til basturs og vinna að því ókeypis heima hjá sér. Þetta, sem að ofan er skráð, sýnir glögglega, að konum er ekki alls varnað, þegar viljinn er fyrir hendi. Og svo ekki meira um það. Borgarafundur Hreppsnefnd Suðureyrar- hrepps hélt hér opinberan borg- arafund 30. nóv. síðasitliðdnn. 11 mánuðir og 15 dagar voru þá liðnir frá síðasta fundi. Á fundinum mættu 4 af 5 hrepþs- nefndarmönnum ásamt sveitar- stjóra. Um 60 manns sátu fundinn. Sveitarstjóri las upp reikninga hreppsins fyrir 1968 og skýrði þá. Hann talaði um kiaup sdtt undianfarin ár vegna einhvers másskiinings hjá mörnn- um á þeim málum. ,SÚ grein- argerð varð til þess, að hór eft- ir verða menn ennþá skilhings- lausari en áður. Enginn fund- armanna ræddi ■ redkninga hreppsdns, enda ekki gott að átta sig, þótt tölur séu lesnar í flýti, og sennilega óþarfi, þar sem hreppsstjóri er endurskoð- andi reikninganna, maðurinn, sem gætir la-ga og réttar byggð- arlagsáns. Togarar, skólar, drullupollar Kaup á togara var þar til uimræðu. Odidviti var fundar- stjóri og skýrði það mál nokk- uð. Búizt er við, að þessi fyr- irhiugaða fleyta muni kosta um 55 - 60 miljónir króna. Hann gat þess líka, að hreppsnefnd Suðureyrarhrepps hefði geng- izt inn á það að vera að ein- hverju leyti meðeigandi að viss- um hluta togarans, ef til kæmi. Málið væri enn á frumstigi og stálið að hækká í verði um 80%. Ætlunin væri, að Súg- firðingar teldust eig-a hálft á móti Flateyringum. Fundurinn fór vel fram, og stóð í 165 mín- útur. Oddviti bauð orðið laust og svaraðí fyrirspurnum vítt og breitt, sem ekki urðu mjög margar. Tólf menn fengu orð- ið. Tólfti og síðasti ræðumaður var ekki búinn með sína ræðu, fyrr en búið var að lesa upp fundargerðina og nokkru eftir a-ð fundi var slitið. Togaramálið var nokkuð til umræðu. Menn voru ekki all- ir Sammála þar að lútandi. Sumir vildu helzt engan togara hafa, og alls ekki í samráði við Flateyringia. Aðrir voru ekki ál- veg á móti skuttogara, en vildu að málið væri vel athugað, áð- ur en flanað væri út í fj árfest- ingarbrask. Og það er að feita laga og réttar í því máli. Odd- viti gat þesis, að þetta væri jú enn á frumstigi, stál hefði nú hækkað á erlendum mia-rkaði, er^ hTeppsnefndin hefði á sdnum iíma gengizt inn á það fyrir hréppsins hönd að verða með 1 þessium togarabransa að ein- hverjum hlyta, ef til kemur. Það mátti heyra það á fundar- mönnum, að betra hefði verið að fá að heyra vilja hreppsbúa með .atkvæðagreiðslu um málið. Varaoddviti sváraði því, að hann taldi á viðeigandi hátt. Það mátti skilja á honum, að það hefði ekki verið hæigt, þaæ sem aðaloddviti hefði verið svo mikið fyxir sunnan. Einn fund- aimanna gat þess, að ef stálið væri að hækka svona mikið, þá gæti farið svo, að skipið færi í 100 miljónir. Oddvitinn taldi, að þetta væri fundarmannsins síðasta orð og bauð því orðið laust, en fundairmaðurinn var ekki á þeim buxunum að setj- ast og hélt því ótrauður áfram. Fundarmaður gat þess enn- fremur, hvað menn hér ein- blíndu eángöngiu á þorsk. Það væri margt fleira í sjónum, sem mætti hagnýta, t.d. rækja — og \ svo væri það hörpudiskuxinn, sem sk-apaði mikla vinnu. (Hörpudiskaiveiðár eru nú að minnka, og rækja er fiskuð þann tíma, sem helzt væri hér hráefnisþörf, t.d. um siumairtím- ann, þega-r skólabörn eru laus). Ræðumaður gat þess líka — og það mátti vel skilja það á orðum bans, að þorskurinn og bónuskerfið væri búin að gera fóLkið hér heilsuvedlt; sam- kvæmt því sem einn lækn- ir sagiðd honuip væri hér mikið um liðagigt, vöðva- bólgu, sinaskeiða-bólgu, tauga- gigt og tauigabólgu og svo þess- i-r bölvaðdr æðahnútar. Verð- bólgu var ekfcert minnzt á. Eitt- hvað var minnzt á smáfisk, að það mætti nýta hann betuir (Smáfiskræðuir væru ekki vel liðnar hér, og eru sannarlega mjög viðkvæmt m-al). Nú gaius upp stór og mifeill reykjar- mökkur frá vitum oddvitans, svo að ræðumaður varð nauð- beygður að setjast, þar eð hann vildi lífi balda. í þessum sorta stóð upp einn af þessum tólf ræðumönnum og heimtaði rétt- læti viðvíkj andi grunnleigu- samningi og lóðataKmörkunum kringum hús sitt. Sveitarstjóri svaraði með stuttri, en kröft- ugri ræðu og kom sökinni á þann mann, sem ekki vaæ msétt- ur á fundinum, og það varð svo ekki meira af því máli. Mörg fleiri smámáfl voru til umræðu, og spurndngar bomar fram, en allar voru þær lítil- fjörlegar og ómerkilegar. Odd- viti svaraði um hæl öllu þvi litla, sem hann var spurður að, eða það virtist vera svo: Vairir hans hreyfðust eitthvað, en orð heyrðust engin þar til einn fundiarmanna kvartaði og bað íundarstjóra að fara á hærri tíðni. Skólamál voru lítilsíhátt- ar rædd. Aðallega var það, hve lítið væri borgað fyrir hrein- gemingu. Drullupollum ágötum kauptúnsins skaut snöggvaet upp á fundinum, en það var látið nægja, að húseigendur þvæju hús sin að utan i hvert sinn, ,sem bíll færi fram hjá. Eins og ég áður sagði fór fundiur þessi mjög vel fram. Það var ekkert á honum að græð, og þesis vegna var hann alveg tilgangslaus. Boðað verð- ur sennilega til næsta fundar etftir 11 mánuði og 15 daga- Sennilega verðux sú hrepps- nefnd, sem nú situr, látin sitja áfram, ef hún vill. Mitt álit er það, að við Súg- fírðingar höfum enga þörf fyr- ir togara. En það þyrfti að skipuleggja vel á næsta ári þann fflota, sem fyrir er, og nýta vel þann afla. sem hiann kann að bera að landi. Það geta kom- ið fyrir hér margir mánuðdr á ári, sem engan fisk væri hægt að taka hér úr togara, vegna þess, að næigt hráefni er þá fyr- ir hendi. Það yrði þé bana til þes® að gera allt að skít og ó- seljanlegri vöru. Súgfírðáingar yrðu etoki bættari með því. í fréttabréfi eftir áramót mun ég skýra frá ársaifla, að minnsta kosti meiri þorra flot- ans eins og við verður komið, m.m., ef hægt verðux. Kveðja. G. G. Oddný Guðmundsdóttir: SPÉSPEGILL Joan Baez. Amerísk söngkona, tuttugu og átta ára gömul, að nafni Joan Baez. hefur ritað ævi- minniinigar sínar, og eru þær þýddar á ýmis erlend mél- Bók hennar, „Dögun“ kom út á sænsku í fyrra. Sænska samvinnublaðið VI kynnti þessa bók og höfimd hennar með þeirri veivilld og virðingu, sem miakleg er. Joan Baez er ekki venjuleg „stjarna", Hún er afikunnur friðaivinur. En í Bandarfkjun- um er það sama og að vera sakiaimaður. Enda hefur hún. oft setið í fan-gelsi, mismunandi lengi. Þá hefur Joan gert sig seka í því að flytja ræður gegn herskyldu, syngja Ijóð um sama efni og taka þátt í kröfugöng- uim gegn styrjöldum Hún hefur lífloa stofnað sannitök gegn of- beildi. Margir Islendingar, sem hvorld hafa séð þessa bóík, né lesið Vi, kannast þó við Joan Baez. Það kom nefnilega simá- gredn um hana í Spcgli Tím- ans- Þar kveður við annan tón. Og tónn þessara blaða er talls- vert ólíkur, þó að bæði kenni sig mjög við samvinnu. Þannig kemst Tímdnn að orðd:. „David Harris dundaði sér við að gera við girðingu. Kon- an hans, þjóðlagasöngkonan Joan Baez, rölti uru með sína fyrirferðarmiklu vömb, en hún mun ala barn mjög bráðlega, og vinir þeirra nokkrir spröng-' uðu um garðinn kviknaktir * og reyndu að kæla sig í hinum þrúgandi hita. öll voru þau að bíða eftír sérkennilcgri hcim- sókn. Að lokum þeysti náungi á mótorhjóli heim að húsl þeirra í Los Altos i Kaliforníu, og knapinn æpti: „Þeir eru tveim mínútum á eftir mér!“ Og „þeir“ — þ-e. nokkrir leynilögregluforingjar, sem komnir voru til að flytja Harr- is í fangelsi, en hann hcfur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir þær sakir, að bann í fyrra neitaði að Iáta skrá sig til herþjónustu. Þessi . fyrrverandi forseti Stanford stúdcntasamtakanna sneri sér hæglátlega á hæli og sagði: „Sé ykkur seinna" við vini sína og kyssti Joan. Síðan fóru þeir með hann. Blaðamaður, sem viðstaddur var, spurði Joan, hvernig henni myndi finnast að ala barn sitt, meðan David væri í fangelsi. „Ég mun ala það á eðlileg- an hátt“, svaraði hún, „svo ég * Vonamdi er þetta orðrétt og nákvæm þýðing- býst við, að tilfinningin verði þægileg." Þetta er skamimtiefni Tím- ans. Þama er lifandi kominn, þessi „húmor" og1 þetta „skop- skyn“, sem siumdr blekiðjuimenn eru að hedmta af þjóðinni, en hún lætur ekiki fált. Eðflilega lífsglaðdr menn sjá enga fyndni í þvl, að hópur vopnaðra dólga ræðst, í nafni réttvísinnar, á manm, sem er ad vinna í garöinum sanum, og hefur efldki annað til saika unnið en það, að neita að drepa memn. Eðlilegum mönnum getur ekflci orðið það hflátursefni, að húsmióðirdn er bamsihafandi. (Flestir noita orðin bamshaf- andi, þunguð eða vanfær, en segja akfld, að konan rölti um með fyrirferðarmikla vömþ.) Hún tekur þvf með æðruleysi, að maðurirun hennar er á förum í þriggja ára fangavist. Blaða- manni, sem kemur á vettvang, þykir edga viö að varpa að henni gleiðgosalegum spuming- um um, ednkamáfl hennar. Unga konan svarar honum með tígu- legri ró. Spegill Tímans er átaikanlegt dæimd um þá þynnkufyndmi, sém margir blekiðjumenn halda, að fiólk hafi gamam af, og iðka í tíma og ótima Þegar ég les þvílfkar skemmtigreinar, dettur mér álltaf í hug: Hverjum er ver- ið að sikemimta? Ég vaflcti eftirtekt mangra á þessari grein- En enginn kunni Framihald á 9- síðu i I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.