Þjóðviljinn - 17.01.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.01.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVH=J‘INN — Laugandaiaur 17. jaraiar 1070. ■*— Landsliðið í handknattleik er sent verður til Frakklands i lokakeppni HM verður þannig skipað. Markverðir: Þorsteinn Bjömsson, Fram Hjalti Einarsson, FH Birgir Finnbogason, FH Aðrir leikmenn: , Ingólfur Öskarsson, Fram Sigurður Einarsson, Fram Sigurbergur Sigsteinsson, Fram Björgvin Björgvinsson, Fram Geir Hallsteinsson, FH Auðunn Öskarsson, FH Ölafur Jónsson, Val s Bjami Jónsson, Val Einar Magnússon, Víkingi Jón H. Magnússon, Víkingi Ágúst Svavarsson ÍR Viðar Símonarson, Haukum Stefán Jónsson, Haukum. Raunar var alltaf búizt við liðinu mjög svipuðu þessu, en óneitanlega vekur það athygíli, að hvorki Einar Sigurðsson né Gísli Blöndal, leikmenn KA á Akureyri, skuli valdir í þetta lið. Þcssir tveir leikmenn hafa sýnt það svo ekki verður um villzt, að þeir eiga báðir heima í þesisum 16 manna hópi. Einar hafði raunar æft reglulega með landsliððinu allt sl. haust og lék með því þá, en um leið og Talið cr líklegt að Bjarni Jóns- son komist með liðinu til Frakklands og vcrður það ó- metanlegur styrkur fyrir landsliðið. hann fluttist norður til Akur- eyrar virðist hann efcki hlut- gengur lengur. Gísli Blöndal hefur alls engan möguleika fengið til að reyna sig með ■ liðinu þrátt fyrir þá staðreynd, að hann hefur sk'orað 14—17 mörk hjá þeim 1. deildarlið- um, sem sótt hafa Akureyritnga heim í vetur og orðið að þola tap fyrir KA, mest fyrir til- stilli Gisla. Það nær að sjáifsögðu engri átt, að útiloka afburðamenn þótt þeir eigi heima norður á Akureyri og hefur til að mynda landsliðs nefndir og einvaldur í Jcnattspyrnu ,aldrei gerrt slíkt. Þeir Akureyringar sem hlutgengir hafa þótt x knaittspymulandslið hafa ætíð fengið sinn rétt. Mangir hafa einnig bent á, að þeir örn Hallsteinsson og Bergur Guðnason hafa hvor- ugir verið boðaðir til lands- liðsæfinga í vetur, enda þótt þeir hafi báðir sýnt afburða leiki undanfarið. Það er til að mynda alveg furðulegt að Bergur skuli aldrei halfa fesng- ið tækifæri til að æfa og leika með landsliði þrátt fyrir það, að hann hefur verið marka- hæstur eða í 2—3ja sæti í 1. deildarkeppninni sl. 3 ár. Það er algert lágmark, að menn sem vinna slík afrek fái í það minnsta tækifæri til að æfa með liðinu og lei-ka með því og þá að leika sig útúr því, með því að sýna ekki nógu góðan leik. En það, að halda mönnum á borð við þá örn og Berg algerlega utanvið lið- ið og gefa þeim engin tæki- færi, sýnir furðulegan éin- strengingshátt landsliðsnefnd- ar sem jaðrar við ósvífni. — S.dór. Öm Hallsteinsson Bergur Guðnason Íshokkí: Akureyri - Reykjavík Búizt við tvísýnni bæjarkeppni í kvöld 1 kvöld, Iaugardag, verður háð bæjarkeppni i íshokkí milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur Fer keppnin fram í skautahöllinni og hefst kl. 8. Þetta er í þriðja skiptið sem efnt er til bæjakeppni í þessari sikemmtilegu íþróttagrein milli Reykvikinga og Akureyringa. Norðanmenn hafa til þessa bor- ið sigur úr býtum, síðast með 10 mörkum gegn 6 á sl. vetri, er keppt var fyrir norðan. Nú er búizt við tvísýnni og harðri keppni, þar sem Reykvíkingar hafa sýnt augljósar framfarir í íshokkí að undanfömu, enda hefur aðstaðan til æfinga pg iðkunar ekautaíþróttarinnar batnað mikið hér syðra með tilkomu skautahallarinnar. Liðsmenn bæjarliðs Reykja- - víkur era allir úr Skautafélagi Reykjavíkur. Það félag hefur fastar æfingar í skautahöllinni á mánudags- og föstudagskvöld- um kl. 8—10 og fer þá fram inn- ritun nýrra félaga. Á stefnuskrá félagsins er hraðhlaup og list- hlaup á skautum og íshokkí. íslandsmótið í handknattleik: Fram og Haukar leika annað kvöld Annað kvöld, sunnudag, kl. 20,30 verður 1. dcildarkeppni! Islandsmótsins í handknattleik haldið áfram og leika þá Fram og Haukar, en síðari leikurinn vcrður á milli KR og Vals. Á undan 1. dcildar leikjunum fcr fram einn Icikur í 2, deild milli Breiðabliks og ÍR og hefst hann kl. 19,15. Það er einkum leikur Fram og Hauika, sem er undir smósjánni, enda er þar um tvö sterk lið að ræða. Fram hefur sem kunnugt er 10 stig að leikjum loknum í mótinu og er þetta því fyrsti leikur þeirra í síðari umfcrð- inni. Fram vann Hauka no'kk- uð auðveldlega í fyrri umferð- inni og víst er, að Haukar hafa fullan hug á að hefna þess. Svo góðum einstaklinigum hefur Hauka-liðið á að sfcipa, að nái þeir saman verður erfitt að stoppa þá, jafnvel fyrir Fram. Síðari leikurinn, milli KR og Vals, er mjög þýðingarmikill tfýrir Val, sem nú berist um efsta sætið við Fram og er í 2. sæti í deildinni. Ef að líkum lætur ættu Valsmenn ekki að þurfa að óttast KR-inga, en allt getur skeð og það sem meira er, KR-liðið hefur tekið miklum framförum frá þvi að mótið hófst og allir spáðu þeim failli. 1 kvöld fara fram nokkrir leikir í 1. 2. og 3. fiokki karfa og hefst keppnin í íþróttahúsinu í Laugardal kl. 19.30. Á morg- un fara svo fram 3 leikir í 1. deild kvenna og leika þá Valur —Víkingur, Fram—Ármann, og Breiðablik—KR. Við skulum svo til gamans líta á úrslit í þeim leikjum sem lokið er í 1. og 2 deild Islands- mótsins og sjó svo stöðuna að lokum. — S.dór. Urslit leikjanna tJrslit leikja í 1. deild karla: Haukar—KR 30—14, Fram—F.H. 16—15 Valur—Víkingur 21—15 Haukar—Fram 13—15 K.R.—Valur 12—21 F.H.—Vikingur 17—16 Haukar—Valur 14—14 KR—F.H. 21—24 Fnam—Víkingur 18—16 Staðan í 1. deild karla: Haukar—F.H. 11—14 KR—Víkingur 16—15 Fram 5 5 0 0 10 84- 71 Fram—Valur 19—14 Valur 5 3 11 7 88- 77 Hatxkar—Víkingur 17—18 F.H. 5 3 0 2 6 87- 82 KR—Fram 13—16 Haukar 6 2 1 3 5 100- 87 FH.—Valur 17—18 Víkingur 5 10 4 2 80- 89 KR—Haufcar 12—15 K.R. 6 10 5 2 88-121 tírslit Icikja í 2. deild karla: Staðan í 2. dcild karla: I.A.—I.B.K. 19—18 l.R. 4 4 0 0 8 117-77 Breiðablik—Þróttur 17—24 Í.A. 3 2 0 1 4 59-67 Í.R.—Ármann 27—19 Ánnann 3 2 0 1 4 65-60 Í.B.K.—Breiðablik 17—17 Þróttur 3 10 2 2 55-59 Þróttur—I.R. 14—23 Grótta ,2101 2 41-44 Ármann—Grótta 27—16 Breiðablit 3 0 12 1 50-58 I A.—Breiðablik 17—16 l.B.K. 4 0 13 1 73-95 IR—l.B.K. 34—21 Úrslit leikja í 1. cteild kvenna: f B.K.—Grótta 17—25 Valu.r—Fram 10—10, I.R.—I.A. 33—23 Víkingur—Breiðablik 9—5 Þróttur—Ármann 17—19 Ármann—K.R. 9—8 •— málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjórí: Eiður Bergmann. Ritstjórar: |var H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Ólafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Siml 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Átvinnuleysi og landflótti afkvæmi st/órnarstefnunnar ^tvinnuleysið á íslandi virðist ekki vera ráðherr- um né stjórnarblöðum neitt áhyggjuefni. Hald- ið er áfram að tala og skrifa um efanhagsástand- ið eins og allt sé í blóma og eins og eigi að vera. Ekki verður heldur vart úr þeiiri átt áhyggju af landflótta iðnaðarmanna og verkamanna, vélstjóra og skipstjómarmanna, og manna úr mörgum öðr- um atvinnustéttum sem nóg verkefni ættu að vera fyrir hjá fámennri þjóð með ótal óleyst verkefni. Margar fjölskyldur flytja búferlum úr landi og fjöldi þeirra sem leitar sér vinnu í öðrum lönd- um snýr ekki aftur heim, heldur ílendist þar sem unnið er. Af hálfu ráðherra og blaða stjórnarflokk- anna er rætt um þessi þjóðfélagsvandamál, at- vinnuleysið og landflóttann, sem eðlilegt ástand, helzt sambærilegt við það að íslendingar hafi jafn- an leitað sér atvinnu milli landsfjórðunga inn- anlands. J^élegum ríkisstjórnum sem stjórna móti alþýð- unni en fyrir auðmenn og braskaralýð þykir sjálfsagt jafngott að hafa aðhald atvinnuleysisins þegar samið er um kaup og kjör; og er svo ekki til- valið að minnka þrýstinginn með því að flytja at- vinnuleysingjana út, og sleppa svo við kröfur þeirra um atvinnu heima og baráttu fyrir þeim sjálfsögðu mannréttindum. Kannski er verið að venja íslendinga við hugsunarhátt „sameiginlegs vinnumarkaðs“, sem núverandi stjórnarflokkar kunna að telja nauðsynlegan undanfara inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu, og opnun landsins fyrir erlendu verkafólki frá tugmiljónaþjóðum Vestur-Evrópu með jafnréttisaðstöðu til yinnu hér á landi. íhaldið og Alþýðuflokkurinn voru komin á flugstig með það fyrir nokkrum árum að þröngva íslandi í Efnahagsbandalagið, en hættu við það vegna þess að Frakkar afstýrðu þá inngöngu Bret- lands. Ekki voru þessir sömu flokkar fyrr búnir að samþykkja aðild íslands að Fríverzlunarbanda- laginu nú í vetur en eitt af blöðum ríkisstjórnar- innar og íhaldsins, Vísir, hóf í forystugrein áróður í þá átt að fyrir íslendingum gæti legið á næstu árum að ganga í Efnahagsbandalagið. Iferkalýðshreyfingin hefur hvað eftir annað gert samkomulag við ríkisstjórn íhaldsins og Al- þýðuflokksins um ráðstafanir til úfrýmingar af- vinnuleysinu, en ríkisstjórnin jafnoft svikið þser skuldbindingar. Enda þarf stefnubreyting að koma til, ríkisstjórn sem treystir íslenzkum at- vinnuvegum, treystir íslendingum til að vera efnahagslega sjálfstæð þjóð, í stað ríkisstjómar íhaldsins og Alþýðuflokksins, sem vantreystir því að íslendingar geti lifað góðu lífi nema sem ósjálf- stæður hreppur í einhverju stórveldabandalagi; og veit ekki aðra framtíð í efnahagslífi íslenzku þjóðarinnar en innrás erlendra auðhringa. s.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.