Þjóðviljinn - 12.02.1970, Blaðsíða 6
w
g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fjmmtudagur 12. íebrúar 1970-
Daníel Daníelsson, læknir:
Skortur á læknum eða skipulagsleysi?
Mjög ©r nú ofarlega á baugi
í ræðu og riti læknaskortur
dreifbýlisins og hver háttur
muní vsenlegastur á skipan
læknamála þar.
Eitt fnemur öðru hefur þó
frá upphafi einkennt alla með-
ferð þessara mála, en það er,
hversu lítt þar bafa komið við
sögu þeir laeknar, er teljandi
reynslu hafa við störf á þeim
landsvæðum, þar sem lækna-
skortur veldur nú mestum á-
hyggjum. Mundi þó ekki fjarri
lagi að ætla, að þeir læknar
væru eigi síður líklegir til að
l^ggja fram raunhæfar ú-rbóta-
tillögur í máli þessu, heldur en
aðrir, sem ekki einvörðungu
þurfa að finna upp hið
heppilegasta fyrirkomulag,
læknisþjónusitunnar, heldur
einnig upphugsa það umhverfi
og aðstæður. sem skipulag-
ið á að þjóna.
Ég tel það því að vonutn, að
þær ráðstafanir, sem gerðar
hafa verið og áformaðar eru,
bæði af bálfu hins opinbera.
og læknasamtakanna, hafi að
verulegu leyti verið óraunhæf-
ar, og því orðið heilbrigðismál-
um landsbyggðarinnar til lítilla
nytsemida, — svo ekki sé sagt
ógagns.
En hverjar eru þá helztu á-
stæður þess, að læknar fásit
ekki til starfa á landsbyggð-
inni?
Ég mundi, þar fyrst nefna
aðstöðuna, eða öllu heldur að-
stöðuleysið.
Nútima læknisfræði verður
ekki rekin án tækja og starfs-
' liðs, og á það ekkert síður við
i dreifbýli en þéttbýli. Þess-
vegna er í dag tilgangslaust að
benda lækni á sæmilegt íbúð-
arhús með tilheyrandi biðsitofu
og lækningastofu. Hann verð-
ur einnig að hafa tiltæk tæki
og aðstöðu til rannsókna á
sjúklingum sínum og starfslið til
að annast rahnsóknir, skriftir
og aðsfoðarstörf.
Sem betur fer er flestum
læknum svo farið, að þeir vilja
bafa möguleika á að veita sjúk-
lingum sinum sæmilega þjón-
ustu. Á þann einan hátt veitir
starfið þeim þá fullnægingu, er
heilbrigður. maður getur við
unað.
Vera má að „myrkfælnin",
sem nefnd hefur verið. sé einn
þáttur í því að fæla menn frá
því að starfa einir úti í hér-
uQpm. Sé svo, þá er illa farið.
Vissulega getur það verið
erfitt fyrir lækni, að þurfa einn
að taka hinar þýðingarmestu
ákvarðanir. Undan þessu fær
þó vart nokkur læknir ekizt
í starfi sínu. Ef til vill er það
einmitt þetta, sem gefur lækn-
isstarfinu aðdráttarafl fram yí-
ir ýms önnur störf.
Að sjálfsögðu hendir það
lækna sem aðra að taka rang-
ar ákvarðanir. Slíkt verður
naumast umflúið, og fæ ég
ekki séð, að þar mundi veru-
leigia um breyta, þótt saman
störfuðu tveir eða þrír lækn-
ar með svipaða menntun og
reynslu. Hitt hlýtur að vera
algjör krafa lækna, og almenn-
ings, að þeim séu skapaðar
þær fullkamnustu aðstæður,
sem kostur er, til þess að þeir
geti reist ákvarðanir sinar á
grundvelli nútíma læknavís-
inda.
I stað þess að alið sé á ótta
utrgira lækna við að fara út í
héruð, svo sem gert hefur ver-
ið, hlýtur það að verða krafa
til læknadeildar Háskólans, að
Íæknar séu hvattir til slíkra
starfa. jafnframt þvi sem þeir
séu gerðir sem hæfastir til að
takast þau á hendur.
Það er ískyggileguir hugsun-
unarháttur. að láta fólk í heil-
um landshlutum standa uppi
læknislaust, af ótta við að
lækni kunni einhvemtima að
verða á mistök í starfi.
Við vitum, að góður héraðs-
læknir leysir sjálfur vanda yf-
ir 90i% þeirra sjúklinga. ér til
hans leita. og eru þá ótaldir
aðrir þasttir í starfi hans, svo
sem fyrirbyggj andi læknisstörf
(„preventiv medicine“). Það
getur naumast talizt lítilmót-
legt starf að vera héraðslækn-
ir. Okkur er ölluim kunnugt, að
fólksfæð sumra læknishéraða
útilokar, að þau geti fengið
lækni. Þesisu þarf að sjálfsögðu
-<3>
Daníel Daníelsson
að kippa í lag með nýrri sikip-
an læknishéraða.
Þá þarf að veita verulegt
fjármagn til kaupa á heppileg-
um farartækjum til flutnings á
sjúklingum og laekni í fjöl-
mörgum héruðum.
Jón Sigurðsson, borgarlæknir:
Alþjóða Rauði krossinn
Við höfumi verið svo lánsam-
ir, Islendingar, að haifa ekki átt
í styrjaldaraðgerðuim við aðrar
þjóðir, við höfum á síðari tím-
um ekíki átt larnda hjálparþurfi
á vfgvelli eða sem stríðsfanga í
erlendum herbúðum eða týnda
vegna styrjaldaraðgerða, eða
sveltandi eða húsnæðislausa
vegna þeirra eða vegna nátt-
úruhamtfara- Landar cklkar hafa
ekíki, verið á ‘Ðlótta eða setið
í fanigelsuim af stjórnmálaileg-
um ástæðum. Það er því hugs-
anlegt, að við höfum ekiki gert
okkur eins góða grein fyrir
nauðsym öfluigra ailþjóðlegra
hjálparsamtaka á þessum svið-
um, eins og þær þjóðir, sem
orðið hafa fyrir þessum. raun-
um að mieira eða minna. leyti
og hafa djúpstæðan skilning á
þessum hörmumgum, fsilend-
ingar hatfa þó margotft siýnt, að
þeir vilja draga úr neyð Itfð-
andi fólks, jafnvel í fjarlæg-
ustu löndum, jó, stundum hef-
ur fómfýsi þeirra vaikið at-
hygli og aðdóun á alþjóðlegum
vettvangi.
A öllum tímum hafa ein-
hverjar þjöðir eða þjóðarbrot
brýna þörf fyrir og fara fram
á aðstoð atf framan greindum
ástæðum, otftast nær í mörg-
uim löndum á sama' tíma.
Stundum er þörf líknar og
hjúkrunar, matargjafa. tækni-
legrar aðstoðar, eða fjárfram-
laga einvörðungu. 1 öðrum tii-
vikum þarf styrkan aðila til
þess að hafa áhrif á og jafnvel
knýja stríðandi aðila, stjóm-
völd eða ýmiss konar ráða-
menn til að sýna mannúð og
virða aímenn mannréttindi.
Ein er sú sitofnun, sem vinn-
ur að öllum þessum málum,
um aillan heim, innan landa-
mæra og yfir þau, ofar ö'Ium
stjómmálum, trúmálum, kyn-
þáttamélum eða sérhaigsmuna-
málum. Þessí stofnun er Rauði
krossinn.
Ttauði krossinn beitti sér
fyrir sarmíþykkt Genfar-sáttmál-
ans, sem 125 þjóðir hafa gerzt
aðilar að, m.a. þjóðir, sem ekki
hatfa fengið aðild að Samein-
Jón Sigurðsson.
uðu þjóðunuim. Svo sem flestir
vita, hafa sáttmálar þessir ver-
ið til ómetanlegrar blessunar
fyrir mannkynið. Þeir tryggja
eins og verða mniá allt líknar-
og mannúðarsitarf í styrjöldum
og enn frernur vemd hins al-
menna borgará í sitríði og friði ’
og þeir greiða fyrir hjálpar-
starfi þjóða í milli á öllum
tímuim-
Genfar-sáttmáilarnir eru þó
engan, veginn alfullkomnir, þá
er ætíð verið aö bæta, og það
gildir um þá sem um aðra
saimninga manna á mdlli og um
lagasietninigar, að áivállt eru til
aðilar, som reyna að skjóta sér
undan oð hlýða þeim. — Genf-
ar-sáttmiálar virða sjálfetæöi
þjóða, og cnginn framandi aðili
getuir veitt landi hjálp, nerna
stjómvöld þess samþyikki-
Jafn.vel þótt miikið liggi við,
getur Rauðd krossinn ekki
brotið gegn ákvæðuim sóttmól-
anna, hvorki þcssuim. né öðrum,
en með því mundi hann kippa
stoðum undan því miikilvæga
alþjóðiega samkomulagi um
mannréttindi, mannúð og misk-
unn, sem í Gentfairsótbmélunum
felst.
Raiuðj kmssinn, er allitatf hlut-
laus. Hawn metur ekká, hvort
málstaður eins deiluaðils er
betri eða verri en annars. Hann
hjálpar þa,r sem fól'k eríneyð,
hver sem í hlut á. Hlutleysi
Rauða krossins verður, eftir
aldairstarf, ekki dregið í efa,
ella hefðd félaginu ekki tekizt
að safna undir merki sdtt 230
miljónum einstaklinga í 112
löndum og verða stærstu fé-
lagasamitök, sem um getur.
Þessi mikila þátttaika ber einnig
vott um, að starfsemd fclagsins
hafi verið áranguirsrfk, njóti
trausits um alllan heim og horfi
til heilla.
Stundum er sagt, að undan-
tekning sanni regluna. í nýaf-
staðinni Nígeríu-Biíafrastyrjöld
va,r heiftin svo mdkil á báða
bóga, að hvoruigur aðili þold.i,
að hinum var veitt Mknarhjólp.
Rauði krosisinn var sakaður, um
hlutleysisbrot og bcrihn fárán-
legustu sökum. Að báðir deilu-
aðillar voru hér jafn.t að verki,
segir sína sögu,
Raiuði krossdnn er ekki hags-
munafólag, heldur hugsjónafé-
lag. Hann fagnar því, ef aðrir
aðilar ljá lið sömu mólefnum,
sem hann vinnur að, sérstak-
lega þegar Rauðd krossinn af
einhverjum ástæðum á erfitt
um vik, og hann dregur sig í
hlé, ef hans er ekki lengur þörf
á einum. stað, hann fer þá á
annan. Það bíða hans alltaf
verkefni, sorglega mörg og að-
kalHandd-
Það hefur sýnt sig, að ver-
öldin getur ekki verið án hjálp-
arstarfsemd sem þessarar og
ekki án þess öryggis, sem það
veitir einsitaklinigum,, þjóðar-
brotum og þjöðum, þó of ótfull-
komið sé. Munum, að áhrifa-
vald Rauða kroseins bygg.ist að
verulegiu leyti á, hversu fjöl-
menn samtökin eru. Það er
mijög þalkkarvert, að menn
leggi fé atf mörkum til þessar-
ar hjálparistarfsemi, en það
væri einnig æsikilegt, að hver
og einn gerði sitt til að auka
þetta áhritfavald með því að
gerast félagi í Rauða krossi Is-
lands.
Jón Sigurðsson.
Af þeim nýjum huigmyndum,
er fram hafa komið í sambandi
við nýskipan heilbrigðisþjón-
ustu í dreifbýli, hefur hug-
myndin um læknamiðstöðvar
vakið hvað mesta athygli. Ég
hefi frá upphafi verið fylgj-
andi læknamiðstöðvahuigmynd-
inni. Hins vegar hefi ég gert
mér fyllilega ljóst. að þetta
fyrirkamulag er miklum mun
erfiðara í framkvæmd hér á
landi en annars staðar, þar
sem það hefur verið reynt. Því
hefði verið fyllsba ástæða til
að un'dirbúa þetta mál betur
og á raunhælari hátt en gert
hefur verið.
Mætti það til dæmis telj-
ast lágmarkskrafa, að sett
hefði verið á stofn ein
tilrauna-miðstoð á heppilegu
svæði landsins, t.d. Suðurlands-
undirlendi eða Borgarfirði og
hefði þá fengizt nokkur reynsla
af rekstri slíkra-r stofnunar,
áðpr en almennar 11 agasetning-
ar þar um væru gerðar.
Mjög hefur því verið á loft
haldið, að sikv. skoðanakönnun,
er fyrir nokkru fór fram á
meðal læknaefna, hafi það
komið I Ijós, að ungir læknar
myndu fást út í héruð, ef þar
sætu fleiri en einn læknir
saman í læknamiðstöð. Má
segja, að allar tillö'gur um ný-
skipan læknamála hafi verið
reistiar á grundvelli þessarar
skoðan akönnun ar.
Nú eru a.m.k. sumir þessara
manna farnir til framhalds-
náms. Fróðlegt hefði nú verið
að láta fram fara nýja skoð-
aniakönnun meðal þessara
sömu manna, og komast etftir
því, hvort þeir eru enn gama
sinnis. Hefði slík könnun ekki
átt að vera tímafrek, en hins-
vegar getað gefið fróðlegar
upplýsin.gar. Ekki verður kom-
izt framhjá eftirfarandi stað-
reyndium:
1) Nú ríkir enginn læknaskort-
ur á þeim svæðum landsins,
þar sem aðstæður virðasit
góða.r fyrir læknamiðstöðv-
ar.
2) Að undanfömu hafa verið
auglýst stór héruð, þar sem
nokkrir læknar starfa. Einn
umsækjandi hefur verið um
hvert þessara héraða og
engin viðleitni sýnd af hálfu
læknasamtakann>a né hins
opmbera til að stofna
læknamiðstöðviar á þessum
stöðum. Má þar t.d. nefna
Akureyri, Akranes og Borg-
arnes.
Verður naumast sagt að
þetta séu uppörvandi stað-
reyndir fyrir fylgjendur lækna-
miðstöðvahuigmyndarinnar.
Ég held. að tími sé til kom-
inn að staldra dálítið við og
endurskoða þær læknamið-
stöðvakenningar, sem gleyptar
hafa verið hráar eftir erlendum
fyrirmyndum, og kunna að
reynast ágætlega í löndum með
allt annað landslag og allt ann-
að veðurfar en það, sem við
búum við.
En eigum við þá að balda
áfram að reka heilbrigðisþjón-
ustuna i dreifbýlinu með ó-
breyttum hætti frá því sem
verið hefur? — Því fer fjarri.
og við eigum heldur ekki að
kasta burt huigmyndinni um
læknamiðstöðvar. En ég tel, að
þessar hugmyndir þurfi endur-
skoðunar við. Ég mundi vilja
skipta um nafn á þessum
stofnunum og ka-lla þær til
dæmis „lækningamiðstöðvar"
eða „heilsugæzlustöðvar“, og
skyldu slikar stöðvar vera í
hverju læknishéraði Iandsins-
Ég tel það tvímælalaust ó-
ráðlegt og beina leið til að
skaPa óánægju á mdlli héraða,
ef læknishéruð landsins eiga
að flokkast niður í eins konar
fjmsta flokks héruð með lækna-
miðstöð og annars flokks
„vandræða héiruð". Afleiðing
slíks fyrirkomulags yrði óhjá-
kvæmilega sú, að í fyrsta
flokks héruðunum yrði lagt í
mikla fjárfestingu til að skapa
þar sem bezta aðstöðu og lokka
þangað lækna. Annars flokks
héruðin yrðu því enn afskipt-
ari en áður og hlutur þeirra
, vonlausari, þar sem fastlega
má gera ráð fyrir, að læknar,
er nú sitjia í slíkum héruðum
mundu öytja sig í hin betri.
Ég hygg, að það megi ljóstf
vera hverjum þeim, sem íhu-g-
ar þeSsi mál, að til að bjarga
því neyðarástandi, er nú ríkir
í læknamálum dreifbýlisins,
getum við ekki byrjað á því
að hefjast handa á þeim svæð-
um, þar sem beztar eru sam-
göngur og því heppilegust að-
staða til rekstrar læknamið-
stöðva með fleiri læknum á
sam,a sitað. Þvert á móti verð-
um við að hefja-st hand-a í þeim
landshlutum, þar sem örðu-gast
er um samgöngur og það þarf
að gerast strax.
En hvað er það þá, sem við
þurfum að gera? Við verðum
að hefjast handa með því að
endurskoða skiptin-gu landsins
í læknishéruð, og þarf sú end-
urskoðun að vera gerð af
mönnum, sem eru þaulkunnug-
ir stað'háttum og samgöngu-
möguleikium á hverju svæði
landsins.
Eftir að héraðaskiptingin
liggur endanlega fyrir þarf að
koma upp í hverju héraði
(heilsuigæzlusvæði) heilsu-
gæzluisitöð. Heilsuigæzlustöðvar
séu í höfuðatriðum eins í ÖU-
um héruðum. Aðeins sé stærð
húsakynna, fjöldi tækja og
starfsliðs mismunandi etftir því
hvort reiknað er með einum
lækni eða fleirum.
Lágmarkshúsakynni séu:
Læknisbústaður (bústaðir) og
„heilsugæzla“. Ef miðað er við
einn lækni séu vistarverur í
heilsugæzlunni t.d. þessar:
Skrifstofa læiknis, biðstofia, 2
skoðunairherbergi, skrifstofa
hj úkruniarkonu, rtg-herbergi,
rannsóknarstofa, herbergi fyr-
ir vélritun og spjaldskrár-
geymslu og lyfjabúr. Þar sem
langt væiri til næsta sjúkra-
húss, þyrftu að vera einhvérjar
sjúkrastofur.
Lágmiarks fastur starfskraft-
ur sé 1 klinikdama (he-lzt
hjúkrunarkona), i meinatækn-
ir, sem einnig geti tekið ein-
faldar rgt-myndir, 1 vélritari,
sem e.t.v. einnig. gæti einnt
lyfj'aafgreiðslu. Þá starfi hér-
aðsljósmóðir a.m.k. vissa tíma
við heilsugæzlustöðina.
Fjöldi lækna við slífea stöð
færi síðan eftir mannfjölda
þess svæðis. er henni væri ætl-
að að þjóna.
Þar sem þéttbýliskjarnar
lægju í verulegri fjarlægð frá
heilsugæzlustöð yrðu staðsettar
héraðshjúkrunarkonur, er störf-
uðu í stöðugu sambandi við
stöðina.
Þetta síðiasttallda atriði er eitt
aí þeim brýnustu, er nú bíða
úrlausnar í heilbriigðismálum
okkar.
Héraðshjúkrunarkonur verða
í framtíðinni einn þýðingar-
mesti aðili íslenzkra heilbrigð-
ismála, sem leysa mun að veTU-
legu leyti vanda fjölmargra
afskekktra byggðarlaga.
Það er því ekki seinna
vænna að hefjast handia um
sérmenntun hjúkrtlnarkvenna
til þessa starfa.
En hvað um læknaskortinn?
Mund-i hann verða úr sögunni
við þær umbætur, er hér hafa
verið gerðar tillöigur um?
Þófct ég telji, að mun að-
gen-gilegra yrði fyrjr unga
lækna að fara til sfcarfa úti á
landsbyggðinni, er ég ekki svo
bjartsýnn að álíta. að slíkar urtl-
bætur myndu leýsa allan
vanda.
Ég tel ekki, að lenging hér-
aðsskyldunnar úr 3 mánuðum
í 6 mánuði mundi heldur leysa
þennan vanda að neinu veru-
legu leyti.
Mun líklegri leið tel ég, að
fella niður hið . svonefnda
„kandidatsár", en í þess sfcað
skyídi hver nýútskrifaður
læknir starfa eifct ár í héraði, ;
eða sem aðstoðarlæknir á
sjúkrahúsi í dreitfbýli, áður en
hiann gæti farið utan- til fram-
haldsnáms eða hlotið ótak-
miarkað lækningaleyfi.
Ýmsum kann að finnast, að
hér sé um allróttæka tillögu
að ræða. V'issulega er það rétt.
Hins vegar mun það ekkert
einsdæmi, að læknum sé gert
að starfa eifct ár í landi sínu,
áður en þeir fari til starfa
annars staðar.
Hið svoriefnda „kandidatsár“
er ó'þekkt fyrirbæri í mörgum
löndum,' og t.d. munu Danir
annað hvort þegar hafa lagt
það niður eða áforma að gera
það í náinni framtíð.
Þetta myndi að sjálfsögðu
k-refjast róttækra breytinga á
kennslufyrirkomulagi lækna-
deildair Háskólans með mjög
aukinni áherzlu á verklega
kennslu. En ég hygg að flestir
séu sammálai um þörf slíkra
breytinga, jafnvel þótt „kand-
ídatsárið“ yrði áfram við lýðí.
En eru þetta ekki tillögur uwi
afturhvarf til gamla fyrir-
komulagsins og árás á lækna-
miðstöðvamálið? munu ein-
hverjir spyrja. Svar mitt er
algjör neitun. Þessar tillögur
eru að vísu árás á þær óraun-
hæfu hliðar læknamiðstöðva-
málsins, sem fram hafa komið
hjá sumum forsvarsmönnum
þess.
í fáum orðum sagt standa
málin þannig í dag:
1) Enginn umtalsverður lækn-a-
skortur er á þeim svæðum
þar sem raunhæft má telja
að reisa læknastö'ðvar, með
hópstarfi lækna.
2) Neyðarástand ríkir á þeim
svæðum landsins, þar sem
um ófyrirsjáanlegan tíinia
hljóta að verða einmenn-
ings- eða í hæsta laigi fcví-
menningshéruð. Við hljót-
um því að beina allri okkar
orku að því að leysa vand-
ann, þar se-m hann er mest-
ur, svo að við þurfum ekld
FramlhaLd á 9. síðu.
í