Þjóðviljinn - 12.02.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.02.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐíVmJINN — Fimmtjudagur 12. febrúar 1970. — málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Rítstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavðrðust 19. Siml 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Braskarak/ark/eysi JJraskarar og gróðabrallarar hafa haft mikil ítök um stjómarstefnu og stjórnarathafnir íhalds- ins og Alþýðuflokksins nú í áratug. Fyrir þá hefur verið stjómað fyrst og fremst, þeirra hefur gróð- inn og dýrðin af stjórnarsamsíarfinu verið. Þeir hafa ráðskað með erlendan gjaldeyri landsmanna að vild í hóflausan óþarfa innflutning, sem alræmt má heita. í stað þess að 'endurnýja togaraflota landsmanna hefur verzlunar- og skrifstofuhúsnæði verið endumýjað svo stórkostlega, að víða eru stór- vandræði að finna einhver not fyrir hinar fyrir- huguðu verzlunar- og skrifstofuhallir. Ráðherrar og óbreyttir liðsmenn ríkisstjórnarinnar hafa haldið um það margar ræður á Alþingi undanfar- inn áratug hversu gífurleg þörf á slíkri endurnýj- un verzlunar- og skrifstofuhúsrýmis höfuðborgar- innar hafi verið orðin, þegar stjóm sem skildi þær þarfir komst til valda með samstjóm íhaldsins og Alþýðuflokksins. En samstjóm þessara flokka hafði hins vegar megna vantrú á framleiðsluat- vinnuvegum íslendinga og hirti aldrei þó mikil- virkustu framleiðslutæki þjóðarinnar í sjávarút- vegi, togararnir, grotnuðu niður og engin endur- nýjun togaraflotans yrði á heilum áratug. graskararnir og gróðabrallaramir hafa einnig att furðu innangengt í banka landsmanna. Með stórlánum óg stórfjárfestingu og stórbraski hafa þeir márgir hverjir rakað saman auðæfum. Ein- stök dæmi hafa verið nefnd um fjárfestingar og einkalúxus. braskara sem ekki bera ýkjahá opin- bér gjöld, og það svo að jafnvel einu stjómarblað- anna hefur blöskrað! í sambandi við skattafram- tölin í vetur kom eitt og annað opinberlega fram um þær leiðir sem notaðar em til að sleppa við skattheimtu, þó nógir séu fjármunimir. Líklega er það þess vegna að Morgunblaðið er tekið að emja og væla dag eftir dag vegna tillögu sem ligg- ur fyrir Alþingi um eignakönnun. Margur mun ætla að hér sé einungis um kosningaæsing að ræða, Morgunblaðið ætli að hræða imenn með eigna- könnunarógnunum fram að næstu kosningum, og það er sjálfsagt aðaltilgangurinn. En engu að síð- ur ber óvenjuleg emjan og þessi áróðurshrina Morgunblaðsins vegna hugmyndarinnar um eigna- könnun einnig vitni ótta braskaranna og ska'tt- svikaranna við það að kannað yrði hverf stór- gróðinn hefur lent undanfarinn áratug. Ríkis- stjóm íhaldsins og Alþýðuflokksirts þorir áreið- anlega ekki að láta eignakönnun fara fram. En afsakanir telur Morgunblaðið að þurfi að flytja fyrir því hugleysi,’ og því er nú emjað. — s. Lnj A ð framkvæma kosningaloforðin Samkvsé.nt' skipulagi borgarinnar er gert ráð fyrir þvi að gerð verði sundlaug í Breiðholtshverfi og var það raunar eitt af loforðum íhaldsins fyrir síðustu kosningar. Alþýðubandalagsmenn gerðu tillögu um það á fundi borgarstjórnar við afgreiðslu f járhagsáætlun- ar að staðið yrði við þetta loforð og byrjað strax á þessu ári að undirbúningi framkvæmda. Fluttu borg- arfulltrúarnir svofellda tillögu um þetta efni: „Borgarstjórnin ákveður að láta á næsta ári hefja undirbúning að byggingu sundlaugar fyrir Breið- holtshverfi. Þá telur borgarstjórnin að ekki megi leng- ur dragast að byggðir verði búnirigsklefar við Sund- laug Vesturbæjar og þannig gengið að fullu frá laug- inni eins og hún er fyrirhuguð. Fe-lur borgarstjórn borgarráði að annast undirbúning þessara framkvæmda í samráði við íþróttaráð". Er Jón Snorri Þorleifsson borgarfulltrúi mælti fyr- ir þessari tillögu minnti hann m.a. á loforð íhaldsins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og sagði m.a.: — Méð því að hefjast nú þegar handa með undirbún- ing að gerð sundlaugarinnar væri borgin að feta sig örlítið 1 þá átt, að almenn þjónusta og menningarað- staða í úthverfum verði skipulögð ekki löngu á eftir annarri .uppbyggingu úthverfa. Þá er í sömu tillögu . Alþýðubandalagsins gert ráð fyrír að lokið verði á ár- inu 1970 gérð og frágangi Sundlaugar Vesturbæjar, ! en eins og kunnugt er hafa búningsklefar við hana enn ekki verið byggðir. Það mun einnig hafa verið eitt. af loforðum meirihlutans fyrir síðustu kosningar að svo yrði gert á kjörtímabilinu. Á sínum tímia fóru framkvæmdir við Sundlaug Vesturbæjar af stað með tilstuðlan söfnunarfjár íbúa Vesturbæjarins og verður að segjast eins og er að það er borgaryfirvöldum illa. sæmandi að láta dragast svo lengi að Ijúka því verki sem borgin tók að sér. — Þessari tillögu Alþýðubandalagsins um sundlaug- amar var vísað frá í borgarstjóm. Þannig „framkvæm- ir“ íhaldið kosningaloforðin: Með því að fella tillögur um að efna þau. Stöðugt berast ný lyf á markaðinn. Ofneyzla eiturlyfja og andlega á mjög skömmum tíma. 5. Cannabis (Hashisih, marihu- ana) er stöðugt stærra vandamál. Efnið er til daém- is blandað í te eða reykt sem marihuanavindlingar. Stað- bundin ofneyzla hefur breiðzt út eins og „farsótt“ landa á milii. Efnið er hættulegt vegna þess að það grípur oft fólk, sem er veikt fyxir öðrum teg- undum eiturlyfja, sém það svo sáðar byrjar að neyta. í Englandi er cannabis mikið vandamál. 6. Ofskynjunarlyf (Hallusin- ogener) LSD, mesfcalin, silo- cybin. Efnin eru Jíka kölluð psykotomimetica, þar seim 'þau framkalla ástand sem líkist geðveiki. Vímian stendur í' 6-8 klst. Voðaverk eins pg t.d. morð geta komið fyíir. Efnið getur bréytt erfðaeiginleikum neytandans og getur valdið þvi að börn bans fæðist vansköp- uð“. Síðan segir Óskar Harry frá læknismeðferð og hjúkrun eit- urlyfjaneytenda og kemur reyndar víðar við í þessari at- hyglisverðu grein. <&- I nýútkomnu Tímariti Hjúkr- unarfélags íslands er meðal annars efnis greinin Sjúkrahús fyrir eiturlyfjaneytendur. Höf- undur greinarinnar er Óskar Harry Jónsson, hjúkrunarmað- ur. Segir hann frá heimsókn sinni á fyrsta sjúkrahúsið sem stofnsett var í Evrópu, er að- eins sérhæfir sig í meðferð eit- urlyfjasjúkiinga, en það er Statens Klinikk for Narkomane j Hov í Land í Suður-Noregi. Var Óskar Harry þar á ferð í apríl sl. er hann var nem- andi í geðhjúkrunarskóla norska rikisins. Alþjóðaheilbrigðism-álaetofn- unin (WHO) skiptir eiturlyfj- um í 6 flokka: 1. Verkjastillandi lyf. Opíum, petidin, ketogan, heroín o.s.frv. Hér kemur fram hin sígilda mynd eiturlyfjaneyzlunnar. Líkamleg vöntunareinkenni eru mjög sterk. 2. Barbitursýrulyf eru þau lyf, sem mest voru misnotuð þar til fyrir 2-3 árum. í þess- um flokki eru lífca lýf, sem ekki innihalda barbitursýru, t. d. doriden, meprobamat, resitenil, kloral, brórn, librium og vali- um o.fl. Fyrrverandi alkóhólist- ar leiðast oft út í ofneyzlu lyfja í þessum- flokki, 3. Örvandi lyf (sentralstimul- erandi): Amphetamin, prelud- in. ritalin og menadit. 1 Sví- þjóð er þessi tegund lyfja mik- ið vandamál. 4. Kokain. Sjúklingurinn brotnar niður bæði líkamlega Lœkkdð Hfa iðnverkafólki? Að undanfarnu hefur borið á þvi hjá iðnrekendum hér í Reykjavík að þeir hafi hug á því að lækka ákvæðisvinnutaxta hjá starfsfólkinu. Sér iðnverka- fólkið þánnig fram á Iægra kaup og ber skarðari hlut frá, borði. Eftir allan Efta-sönginn að und- anförnu leggst nú heldur lítið fyrir iðnrekendur, ef þeir sjá nú engin úrræði önnur en lækka kaupið hjá starfsfólkinu. Hætt er við, að útflutningsiðnaður blómgist ekki í landinu með þeim hætti. Greinin hefst á lýsdngu á áðumefndu sjúkrahúsi og síð- an segir: „ . . . Áður en lengra er haldið væri rétt að skil- greina hvað ofneyzla eitur- lyfj a er, en segj a má , að. þ.að sé tímabundin eða viðloðandi eitrun, sem er skaðleg fyrir einstaklinginn sjálfan eða sam- félagið. Lyfjaþpl (toleranse) sjúklingsins eykst þannig, að stöðuigt þarf stærri og stærri skammta til Pg ómótstæðileg þörf fyrir áframhaldandi neyzlu. Einskis er látið ófreisit- að til að útvega eitrið, í kjöl- farið koma bæði likamleg og andleg vöntunareinkennt (ab- stinenssymptom). ÓDÝRT — ÓDÝRT — ÓDÝRT — ÓDÝRT — ÓDÝRT — ÓDÝRT — ÓE q o E- Pd '*>H Q O E- P£ >>-I Q O Rýmingarsalaa Laugavegi 48 Ódýrar peysur, kjólar, kápur, ungbarnaföt. Leikföng í miklu úrvali.' Vefnaðarvara í metraíali, metrinn á 60—100 kr. Karlmannaskór, 490 kr. parið. Inniskór kvenna og barna í fjölbreyttu úrvali. Sparið peninga í dýrtíðinni og verzlið ódýrt. RÝMINGARSALAN, Laugavegi 48. ÓDÝRT — ÓDÝRT — ÓDÝRT — ÓDÝRT — ÓDÝRT — ÓDÝRT Q O E— pcí Q O E- pc: 'k— Q 'O ÓE

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.