Þjóðviljinn - 10.03.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.03.1970, Blaðsíða 4
4 SÍf>A — E>JÓÐVTLJINN —- ÍKrdðjudatgur 10. rruarz 1070 — málgagn sósialisma, verkalýSshreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Framkv.stjóri: Bitstjórar: Otgáfufélag ÞjóSviljans. EiSur Bergmana Ivar H. Jónsson fáb.J, Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundssoa Sigurður V. Friðþjófsson. Svavar Gestssoa Ölafur Jónssoa Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavðrðust. 19. Siml 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Fréttaritstjóris Ritstj.fulltrúi: Auglýsingastj.i Verðhækkanaskríðan JJúsmæður og aðrir sem þurfa daglega að ganga í verzlanir og kaupa lífsnauðsynjar til heim- ila finna það bezt þessa dagana hvernig verðhækk- anaskriðan sem stjómarflokkarnir, Sjálfstæðis- fldkkurinn og Alþýðuflokkurinn, eru að velta yfir alþýðu manna, verður óviðráðanlegri imeð hverj- um degi. Söluskattshækkunin ein er nógu þung- bær, en augljóst er að vörur hækka víða meira en söluskattshækkuninni nemur, enda er minna tek- ið eftir slíkum hækkunum þegar fólk hefur þá hugmynd að allar vörur eða flestar séu á uppleið. I>etta er fyrsla afborgun íslenzkra alþýðuheimila af Efta ævintýrinu, og fleiri munu á eftir fara. Það var vitað í allri meðferð Efta-málsins að fyrsti fylgifiskur aðildar yrði gífurleg söluskattshækk- un og verðhækkanir, sem leggjast þyngst á lág- launafólk. Og enn má á það minna, að öll verka- lýðsfélög landsins sem afstöðu tóku til Efta-að- ildar íslands, voru henni andvíg. Engu að síður töldu forseti og varaforseti Alþýðusambands ís- lands, Hannibal Valdiimarsson og Björn Jónsson, rétt að fylgja Efta-aðildinni, og meira að segja að ganga mun lengra en aðrir til að utmála þá dýrð sem íslendingar eigi í vændum. Verkalýðsfélögin voru annarrar skoðunar og eru; alþýðufólk fær nú yfir sig fyrsta árangurinn af Efta-aðildinni í formi stórfelldra og þungbærra verðhækkana. Og óneit- anlega fer lítið fyrir hinum lofuðu verðlækkun- um, enda mun sannast að þær verða litlar sem engar; stjómarflokkarnir felldu beinlínis á Alþingi tillögu um að tryggt yrði að tollalækkanirnar kæmu fram í verðlækkunum. f>ar sem lækkanir hafa orðið upphefja kaupmenn samstundis mót- onæli. Og fyrir Alþingi liggur stjórnarfrumvarp, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkur- inn hyggjast færa braskarastéttinni enn eina gjöf, að afnema í reynd mestallt verðlagseftirlit. gjkiljanlegt má teljast að einmitt þá dagana sem verðhækkanaalda stjómarflokkanna er að skella yfir alþýðuheimilin, kappkosti íhaldsblöð- in og Alþýðublaðið að reyna að leiða hug fólks að öðmm atriðum. Morgunblaðið og Vísir remb- ast við það af alefli að telja fólki trú uim að það skipti einhverju höfuðmáli um íhaldsstjómina á Reykjavík hvort þessi íhaldsmaðurinn eða hinn, sem eigi þennan eða hinn makann, komi í stað einhverra af núverandi íhaldsskörfum borg- arstjórnarinnar. Þeim sem það ætla, væri hollt að minnast þess, að þegar þurft hefur að rétta upp íhaldshendur til að drepa frámfaraimól í borgarstjórninni þá réttir forseti ÍSÍ upp íhaldshönd gegn hagsmunum íþróttanna, „fram- kvæmdamaðurinn“ greiðir íhaldsatkvæði gegn skynsamleguim tillögum um endurnýjun togara- flota Bæjarútgerðarinnar, prófessorinn potar upp íhaldshendi til að fella umbótatillögur í menning- armálum. Óttinn við að Reykvíkingar séu loksins orðnir leiðir á slíkum íhaldsvinnubrögðum skín út úr brambolti íhaldsins þessa daga; og þörfin á að láta menn hugsa um eitthvað annað en íhalds- óstjórn Bjarna Ben og verðhækkanaskriðuna. — s. Úrsiitaleikurinn um 3. og 4. sæti á HM: Júgóslavía — Danmörk 29-12 MESTA TAP DANA í HAND- KNATTLEIK FRÁ UPPHAFI Danir eiga ekkert erindi í 8 liða hópinn □ Sé hægt að tala um leik kattarins að músinni í handknattleik þá á það við u'm leik Dana og Júgóslava um 3ja og 4ða sætið í HM. Þó munurinn væri ef til vill of mikill, miðað við styrkleika liðanna, þá sannaði hann aðeins, að Danir eiga ekki heima meðal 8 beztu liða heims í hándknattleik, enda er það mál manna að óskiljanleg heppni hafi elt danska liðið í þessari keppni. Lokatölurnar 29:12 fyrir Júgó- slava, eða 16 marka munur, er mesta tap Dana í handknattleik frá upphafi og það voru ekki ris- miklir Danir, sem yfirgáfu Me- séna-íþróttahöllina að þessum leik Ioknum. Aðeins fyrstu mínútur leiksins var um jafna keppni að ræða og þá náðu Danir að jafna 1:1, en síðan kom markaregnið yfir þá eins og skæðadrífa. Þegar staðan var orðin 5:2, fengu júgóslavar dæmd á sig tvö vítaköst í röð, en hinn frábæri markvörður júgóslavneska liðsins, Arslanagic, sem án efa var bezti markvörður keppninnar, varði þau bæði auðveldlega. Um miðj- an fyrri hálfleik var staðan orðin 6:2 og þegar flautað var til leik- hlés var staðan 13:6 fyrir Júgó- slavíu. Þá hafði markvörður þeirra varið tvö vítaköst til við- bótar frá Dönum. Það skal að vísu viðurkennt, að það er mikið módæti að skora ékki úr fjórum vítaköstum í röð, en að mínum dómi hefði það engu breytt um 'úrslit' leiksins, þótr Ðanitóir hefðu skorað úr þeim öllum, nema hvað munurinn hefði þá orðið minni. En slíkir voru yfir- burðir júgóslavneska liðsins, að danska liðið var eins og byrjend- ur á móti þeim á öllum sviðum. í síðari hálfleik hélt sama skot- hríðin áfram og enda þótt dönsku markverðirnir Bent Mortensen og Kay Jörgensen gerðu allt, sem þeir gátu, þá dugði það skammt. Fimmta vítakastið varði júgó- slavneski markvörðurinn þegar staðan var 14:8 og þegar staðan var 19:9 fá Danir enn dæmt víta- kast og þegar Jörgen Heideman hugðist taka vítakastið, missti hann boltann í gólfið og þar með fór 6. vítakast Dananna til ónýt- is. Enn héldu Júgóslavarnir áfram að skora unz flautan gall til merk- is um leikslok, þá var staðan orð- in 29:12 og mesta tap Dana í landsleik í handknattleik frá upp- hafi var staðreynd. Hinir mjög svo roggnu dönsku leikmenn, svo sem Jörgen Petersen, sem gengur með „mikilmennskukomplex" sem handknatdeiksmaður, voru heldur niðurlútir þegar þeir yfir- gáfu leikvanginn. Þeir fóru síðan út að skemmta sér um kvöldið og um morgunin þegar þeir komu heim, lentu þeir í slagmálum á hótelinu, sem þeir bjuggu á, og svo mikill varð atgangurinn, að kalla varð til lögreglulið til að skakka leikinn. Eins og áður segir sannaði þessi Ieikur það, að Danir eiga ekki heima í 8-liða hópnum, lið þeirra er mjög svipað að styrldeika og það íslenzka. Júgóslavneska liðið er án efa skemmtilegasta liðið, sem maður sá í keppninni og er það fyrst og fremst fyrir það, hve léttan og hraðan handknattleik það leikur, en það getur einnig leikið mjög fast, ef því er að skipta. Sannar- Iega hefði verið gaman að sjá það í úrslitaleiknum og hvað getu viðkemur, átti það skilið að ná lengra en í 3ja sæti. Markvörður- inn ásamt hinum frábæra leik- manni Horvat voru beztu menn liðsins, en leikmenn eins og Zag- me.star og Pokrajak eru með þeim beztu, sem maður sá í keppninni. Dómarar í þessum leik voru H. Schneider og H: Rosmanith frá V-Þýzkalandi og dæmdu þeir ágædega. — S.dór. ., ; , 5. og 6. sætið: V-Þjóðverjar — Svíar 15-14 Göngu handknattleikur Svía dugði ekki gegn Þjóðverjum Svíar eina Norðurlandaþjóðin sem á heima í 8 liða hópnum Leikur Svía og V-Þjóðverja um 5. og 6. seetið á HM var allan tím- ann mjög jafn og lengi vel leit út, sem hin þunglamalegi hand- knattleikur, sem scenska liðið leikur og hefur dugað þeim svo vel t a\lri keppninni, cetlaði einn- ig að duga í þetta skipti, en svo varð ekki og hið leikandi létta þýzka liðið sigraði 15:14■ Það sem ef.til vill réði mestu um sigur V-Þjóðverja voru hinir té! ’tnesku dómarar J. Dolezal og J. Vórreth, sem voru svo hlut- drægir, að maður hefur vart séð annað eins. Áhorfendur, sem að Tékkar uriu Z sigr- uiu Ungverja 21:14 Bæði liðin virtust áhugalaus sjálfsögðu voru flestir Frakkar, voru farnir að hrópa og púa á þá og héldu allir með sænska Iiðinu er líða tók á leikinn. Þetta hafði það að segja, að heldur dró úr hlutdrægni þeirra þegar Iangt var á Ieikinn liðið og þá fór sænska Iiðið að vinna á og undir lokin munaði ekki nema 1 marki. Þegar 12 mínútur voru liðnar af leik hafði sænska liðinu ekki tekizt að skora mark, en Þjóð- verjarnir höfðu skorað 3 mörk, þá skeði það óvenjulega- atvik, eftir að sænski markvörðurinn Thom- asson hafði varið skot frá Þjóð- verja, að hann sá að þýzki mark- vörðurinn var ekki á sínum stað og samstundis sendi hann boltann í þýzka markið og skoraði þar með fyrsta mark Svía. Eftir þetta fór að ganga betur hjá sænska liðinu og þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður hafði þeim tekizt að jafna 7:7, og í leikhléi var jafnt 8:8 Að vísu náðu Svíarnir aldrei að komast yfir í síðari hálfleikn- Einn leiðinlegasti leikurinn sem ég sá í keppninni, var leik- minn um 7. og 8. sætið milli Tékka og Ungverja. Greinilegt var, að hæði liðin höfðu nákvæm- lega engan áhuga fyrir þessum leik, enda skiljanlegt, þar sem þau höfðu bæði tryggt sér þátt- tökurétt í næstu ólympíuleikum og hvort þau lentu í 7. eða 8. sæti skipti ekki máli. Sýnilega voru Ungverjarnir mun áhugalausari en Tékkar og maður þekkti lið þeirra vart frá fyrri leikjum þess. Tékkar tóku forustuna strax í upphafi og héldu stanzlaust áfram að breikka bil- ið og í leikhléi höfðu þeir náð 8 marka forskoti. 12:4. Þessi munur hélzt svo til allan síðari hálfleik- inn og lokatölurnar urðu eins og áður segir stórsigur Tékka 21:14. Það var ljóst strax í upphafi, að það var einungis formsatríði fyrir þessi lið að ljúka leiknum og snillingar eins og Marosi, Varga og Fenyö í ungverska Iið- inu léku allan leikinn af hálfum hraða og krafti. Aftur á móti var heldur meira lífsmark með tékk- neska liðinu, sem þó er greinilega orðið of gamalt, því allir þeirra beztu menn eru komnir yfir þrí- tugt. Menn eins og Bruna, Duda og Mares eru ekki þeir sömu og þeir voru í tveim til þrem síðustu heimsmeistarakeppnum, en þrátt fyrir það eru þetta beztu menn liðsins. — S.dór. um, en munurinn var aldrei meira en 1 til 2 mörk og þegar 8 mín- útur voru til leiksloka. ,var staðAn jöfn 14:14 .Bæði liðin fengu tæki- færi og það fleiri en eitt til að skora 15. markið, en mjstók&tvþar tjl aðeips 1 mínúta var til leiks- loka að Þjóðverjarnir skoruðu sigurmarkið og þrátt fyrir ýtrustu tilraunir tókst Svíunum ekki að jafna. Lubking var lang bezti maður þýzka liðsins, en aftur á móti varð heldur lítið úr Hans Schmidt þegar hann fékk sænska „björn- inn" Anderson á móti sér og tólcu Þjóðverjarnir það ráð, að halda Schmidt lengst af utan valíaT. Anderson er einn bezti Ieikmaður Svíanna, enda skytta mikil og mjög sterkur leikmaður, en þung- ur og hægfara. Þá átti sænski markvörðurinn Thomasson mjög góðan leik. — S.dór. IHNHW1MTA (rÖOPHJMMÍT&Wp «* iÍátÞo^ öiMimmos Mávahlíð 4P Simi: 23970. Auglýsing um fræðimannastyrki og styrki til nátt- úrufræðirannsókna. Umsóknir um fræðimannastyrki og styrki til náttúrufræðirannsókna eiga að ; hafa borizt skrifstofu Menntamálaráðs fyrir 10. apríl n.k. — Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu ráðsins.. Menntamálaráð íslands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.