Þjóðviljinn - 05.04.1970, Síða 4

Þjóðviljinn - 05.04.1970, Síða 4
4 SÍÐA — PJÖBVmjMM — SurawKÍagur 5. aprffl WO. — málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandl: Otgáfufélag ÞióSviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. lÓnssón (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórl: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Siml 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 165.00 á mánuðl. — Lausasöluverð kr. 10.00. Fyrirlitlegt Jgin furðulegasta og srnámannlegasta ákvörðun alþingis á þessum vetri er sú að ellilaun og örarkubætur skuli aðeins hækka um 5,2% eða sem svarar 5-6 krónum á dag. Að þessari ákvörð- un stóðu allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, og varð að fresta atkvæða- greiðslu margsinnis til þess að tryggja það ör- ugglega að allt of naum tillaga stjórnarandstæð- inga um 15% hækkun næði ekki fram að ganga. Afs'faða stjómarþingmanna var þeim mun ósæmi- legri sem þeir viðurkenndu éjálfir að tilkostnað- ur viðskiptamanna trygginganna hefði að und- anförnu hækkað þrefalt eða fjórfalt meira en bót- unum svraði; þeir voru semsé að taka ákvörðun um stórfellda kauplækkun þess fólks á íslandi sem býr við hraklegust kjör. JJvemig sfendur á því að þingmenn Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokksins lögðu slíkt ofurkapp á að ellilaun og örorkubætur mættu ekki hækka um oneira en 5,2% ? Ástæðan er vafalaust stfr ‘áð framundan eru almehnir samhíhgax um kaup og kjör launafólks; s'tjómarliðið vildi sam- eigkhega leggja áherzlu á prósentu sem ætti að verða öðrum til eftirbreytni. Vísbending af því tagi er móðgun sem samtök launafólks megna vel að svara á verðugan hátt, en aldrað fólk og öryrkjar á óhægara um vik. Viðskiptavinir trygginganna hafa engin öflug þjóðfélagsleg sam- tök; marglaunaðir ráðherrar og þingmenn telja sig auðveldlega hafa efni á því að níðas'f á þeim hópi þjóðfélgsþegna. Menn velja sér viðfangsefn- in eins og þeir hafa drengskap til. gvo hefur verið komizt að orði að menningarstig og þroska samfélags megi marka af því hvem- ig búið er að öldmðu fólki, öryrkjum og öðmm þeim sem lent hafa utangarðs í hinni daglegu lífsgæðasamkeppni. Sé þeim mælikvarða beitt hreppir íslenzkt þjóðfélag lága einkunn. Bæ'tur almannatrygginga eru hér miklu lægri en í grann- löndúm okkar í Evrópu, miklu lægri en í nokkru öðru landi með hliðstæðar þjóðartekjur á mann. Valdamenn hér hreykja sér enn af því að ísland sé eitt af auðugustu þjóðfélögum heims, en því fer mjög fjarri að starfsemi trygginganna sé í samræmi við þá staðreynd. ^llir em þessir málavextir ósæmilegir, en þó er eitt ónefnt sem er ef til vill ógeðfelldara en nokkuð annað. f hvert skipti sem valdhafarnir hafa beitt mætti sínum til þess að neita öldmðu fólki og öryrkjum um eðlileg þjóðfélagsleg rétt- indi, skrifa þeir társtokknar fomstugreinar í Al- þýðublaðið og Morgunblaðið um ást sína og um- hyggju fyrir því fólki sem þeir vom að níðast á, væmnar tilfinningagreinar sem hreykja kórónu hræsninnar ofan á lítilmerinskuna. Tekjulægsta fólkið á íslandi mundi trúlega vilja skerð'a hinn nauma hlut sinn ef það gæti keypt af sér þau fyrirlitlegu óheilindi. — m. Fimmtugur í dag Ólafur Tímóteusson póstfulltrúi Á stundum eru hritf líðandi stundar eins og leiftur er bera birtu á það liðna, merla minn- ingamar, gefa atvifcum og at- burðum töfra þess sem var, vekja og auka á vináttu og samfylgd góðs vinar. Svo er það fyrir mér, þegar ég rifja upp kynni mín og vinar míns, Ölafs Tímóteussonar, á góðri stund, á merkum skilum á ævi hans. Hvergi á Islandi er sagan jafn lifandi í huga alþýðu og á Vesturlandi. Hún er þar hrif- næm i festu og röð í raun kyn- slóðanna. Persónusaga og ætt- fræði hefur verið stunduð þar frá siðaskiptum og jafnvel lengur. Vestfirzkt fólk á rik minni í görnlum sögnum, á stundum dulum og fjarrænum í hugmyndum, en gæddar lífi og töfrum geymdar og minn- inga. Ef til vill blómgvast þetta ekki eins á velmégumartímum 20. aldarinnar éins og fyrr meir. En á þó nýtt brum til vaxtar, sem betur fer. I þessu sambandi dettur mér í hug gömul saga, er ég heyrði fyrir ævalöngu, en rifjaðist upp og endumýjaðist í hug mín- um, þegar ég fór að hugsa um tímamótin á ævi vinar míns, Ólafs Tímóteussonar, vegna þess, að sagan er tengd hinum sérkennilegu nöf num í ætt hans, uppruna þeirra og festu. En ■ söguna heyrði ég í æsku af gamalli konu, er vár af ætt- inni. Sagan er sérstök, örlaga- saga merluð i emdurskini ald- anna af lífsbaráttu og raunum frægs og göfugs fólks. Jón Magnússon, bróðir Ama gróíessors í Kaupmannahöfn, . var.heimsmaður mikin og gleði- gjam, eins og frægt er í sögu. Meðan hann var í skóla átti hann son, er Snorri hét. Hann varð hálærður maður og fékk hin beztu embætti eftir vild og varð síðast prófastur á Helgafelli. Sonur hans vár síra GUnnlaugur á Helgafellf, er dó 1796, háaldraður. Kona hans ' var Ingibjrög, döttir Gfela prests á Kvennabrekku, en bún var órðlögð fýrir lærdóm í ýmsum tungumálum, sem var aigjört einsdæmi f þann tfma á Is- landi. Þau Gunnlaugur og Ingibjörg áttu mörg böm, meðal þeirra var Katrín, mikil gáfu- og fríð- leiksstúlka. Hún giftist ekki, en átti þrjú lauriböm og dó að því síðasta. Annað þeirra, er lifði, var drengur, og vildi móðirin velja honum sérkennilegt nafn, svo að fulla eftirtekt vekti,_ eftir þvi sem gamla konan, er" áður gat ég, sagði mér. Hún lét því skíra drenginn Dósóþeus. Ekki héf ég fulla vissu um það, hvað- an Katrín fékk nafnið, en ríkt er mér í muna að álykta, að það sé nafn Dóséþeusar patríarka af Jerúsalem, er uppi var 1641— 1707, en hann var þekktur rit- höfundur og er frægur í kirkju- sögu vegina míkilla rita gegn siðalbótanmönnum. Sýnir það, ef rétt er, hve rík sögutilhneiging var í ætt Ama Magnússonar, og hve vestfirzkt menntafólk fylgdist vel með f sögu og menntuu samtíðarinnar á myrk- um öldum. Dósóþeus barst vestur á larid -------------------------;---- Sængurfatnaður HVÍTUR og MISLITUB LÖK KODDAVER GÆSADÚNSSÆNGUR ÆÐARDÚNSSÆNGUR SKÖLAVÖRÐUSTÍG 21 og bjó á Premri Bakka í Langa- dal. Hann dó í Gerfidal 1851, 84 ára. Sonur hans var Tímóteus f Gerfidal, faðir Dósóþeusar f Svéinsihúsum í Reykjafjarðar- hreppi, föður Tímóteusar, föður Ólafs póstfulltrúa, er fímmtug- ur er í dag. Ólafur Tímóteusson er fædd- ur 5. apríl 1920 í Bolungarvík, sonur hjónanna Guðbjargar Jónsdóttur bónda í Ármúla, Hjaltasonar og Tímóteusar Dós- óþeussonar. Jón móðurfaðir Ól- afs var ágætt alþýðusikáld og eru premtaðar eftir hann rfmur og ljóðabók, Kvennamunur, er kom út á ísafirði árið 1890. Ólafur Tímóteusson ólst upp í Bolungarvík og vandist þar ýmiss kónar almenmri vimnu í æsku eins og títt er í vestfirzk- um sjávarplássum. Brátt kom i ljós, eftir því sem kunnugur segir mér, að hann var góðum gáífum gæddur og hneigðari fyr- ir arinað en daglangt strit við tilbreytingarlítil og fábreytt störf hversdagsins í fæðingar- plássi sínu. Ofan á löngun til menntunar bættist svo, að hann var fremur sjóveikur og boldi því illa að stunda sjó, en sjó- mennskan var og er sá frami, er fremstur er til fram'a í lífi vestfirzks alþýðumanns, og gef- ur mest í aðra hönd í veraldleg- um auði. Ólafur tók þvi fyrsta tæki- færið sem bauðst að hverfa að heiman og snúa til annarrar áttar, leita nýrra heímkynna, finna hamingjuna búna til kosta á fjörrum slóðum. Hann fluttist til Reykjavíkur og stundaði þar fyrst í stað ýmis® konar vinnu eins og gerist. En haustið 1945 innritaðist hann í Samvinnuskðlann og lauk það- an prófi vorið 1946. Sama vor hóf hann starf í pósthúsinu í Reykjavík, fyrst vann hann f tollpóststofunni, en síðar um stund í pósthúsinu f Hafnar- fírði, rig síðan aftur í póstlhús- inu í Reykjavík, en vinnur nú í bögglapóststofunni. Kynni okkar Ólafs urðu fyrst eftir að hann hóf vinnu í póst- húsinu. Við unnum að vísu ekki í sömu deild, en hins vegar unnum við saman að félagsmál- um samtaka okkar — og fór í fiestu vel á með okkur. En núna sfðustu árin hölfum við unnið í sömu deild og verið i mjög nánu samstarfí. Mér hefur fallið betur og betur við Ólaf eftir því sem ég hef kynnzt honum meira. Hann er einn þeirra manna, er vex við aukiri kynni, verður manni hugljúfari eftir því, sem lengur er verið með honum í starfi og önn, traiust hans er öruggt og drengskapur hans í raun er sannur og heill. Þó á stundum leiki ekki taum- ar lausir tll letkni í hendi hvers og eins í önn hvers- dagsins, er það samt svo, að þar er bezt haldið til festu, sé ekki um of látið ranna um grip og fös. Ólafur er ekki fasmikill við sína, en hann tekur vel í til b'ragðs, svo allir njóta vel af og andi hans t>g viðbrögð eru vinnufélögunum alltaf til góðs. Vinnan í návist hans verður létt og leifcandi í bróðemi og þægi- legheitum Slikt er góðra manna. ÓlaÆur Tímóteusson er skap- festumaður, hefur ákveðnar skoðanir, ■ fastmótaðar og held- ur fast og öruggt á méli sínu. Hann er ekiki gefinn fyrir að kasta skoðumim íínum á torg né ganga til beina til sóknar á mannþingum. En taki hann á málum, hvort heldur er f ræðu eða í samræðum, heldur hann fast og ákveðið á máli og fíytur mái sitt skfrt og fast. Hann er mikill og öruggur reikningsmað- ur, og hef ég fáa þefckt, sem er jafn fljótur t>g öruggur i þeim efmim. Ég gat þess áður, að Ólafur Tímóteusson fyrirgaf æskuslóð- ir sínar í atvinnu- og hamingju- leit. Það eru orð að sönnu. Þann 9. mai 1945 kvæntist hann Magneu Ásmundsdóttur úr Reykjavík. Þau eága þrjú böm. Magnea hefur búið manni siin- um og bömum vistlegt og fag- urt heimili. þar sem ánægjulegt er að koma. Leit Ólafs að at- vinnu og hamingju á Suður- landi hefur þvi borið sannan árangur. Hún hefur orðið hon- lum veruleiki — sannur ng raun- sær og uppspretta hamingju farsældar í lífi hans. 1 dag er Ólafur Tímóteussori staddur í miðmunda göngunnar, er við förum öll. Að baki eygir hann sigra og uppfyllingu þess er vonir stóðu til. En framundan sér hann hilla undir nýtt og mikið-á komandi tímum. I lag er hamingjudagur á ævi hans. Ég óska honum til heilla með hann, framtíðina og hún verði honum til gengis og vélfamaðar. Ég óska konu hans, bömum og barnabömum sömuleiðis til hamingju og alls ámaðar á komandi tímum. Jón Gíslason. Aðalfundur Samvinnubanka Islands h.í., verður haldinn í Sambandshúsinu, Reykja- vík, laugardaginn 11. apríl 1970 og hefst kl. 14. Dagskrá skv. 18. gr. samþykktajr Syrir bankann. — Aðgöngumiðar og atkvæða- seðlar til fundarins verða afhentir á fund- arstað. Bankaráð Samvinnubanka íslands h.f. Ný henzínafgreiðsla Höfum opnað benzínafgreiðslu að Fellsmúla 24 Lokum benzínafgreiðslu á Hlemmtorgi á mánúdag. HREYFILL Vísindi og tækni Uppsláttarrit fyrir ungt fólk. Tekið saman af 74 sérfræðingum í menntamálum. 4000 efni, sem nú eru kennd í unglinga- og menntaskólum. 3000 myndir í lit, 20 bindi, 200 vel útskýrðar efnafræði- og eðlisfræðitilraunir í myndum. Valmöguleikar milli 18 námsefna í nútíma vísindum og tækni: Efnafræði, eðlisfræði, vemdun náttúruauðlinda. breytingar á yfirborði jarðar, heilsufræði, blóðrás- in, skordýr, liðdýr, ljós og lítir, vélar, sepulafl og rafmagn, kjamorkan, haffræðin, olíur, forsögu- legar plöntur og dýr, hljóðið. geimsiglingar, hrygg- dýr, veðrið og breytingar bess. Störf framtíðarinnar verða meir og meir tengd vísindalegri þekkingu, tækni og sérhæfingu. Hringið eða skrifið eftir ókeypis upplýsinga- bækling: KJORBÆKUR SF., — Kópavogi, Sími 41238 — Pósthólf 65. Útföir móður minnar RAGNHEIÐAR KRISTÓFERSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. apríl kl. 3 eftir hédegi. Blóm eru afbeðin. en þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á líknar- stofnanir. Fyrir mina hönd og systra minna Guðmundur Jónsson, Langholtsvegi 93.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.