Þjóðviljinn - 27.05.1970, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.05.1970, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJÖÐVmiNN — Miðvifcudagur 27. nruatf 1970. Félagshyggja gegn sundrung Viðtal við Ólaf Jensson lækni, sem skipar 6. sæti á lista AB í Reykjavík leysi sjáiíir húsnæðisviandræði er reyndar svo gaimall í hettunni, að ég get talað um að ég hafi undanfama ára- tugi látið mig skipta ákveðnar hliðar stjómmálafoaráttu fyxst og fremst. Ég á við framgang sósialískra hugmynda. í fram- haldi af þvi máli er naertaek- ast að hugsa til hlutverks og afdrifa hins félagslega geira í samfélaginu. svo að við not- um hátíðleg tízkuorð — ég á við ríkis- og bæjarfyrirtæki, opinberar stofnanir, heilbri gð- is- og fræðslumál og þar fram eftir götum. Ég var til dæmis að velta fyrir mér ; greinarkomi á dög- unum ýmsium atriðum í sam- bandd við Bæjarútgerð Reykja- víkur. f>að er athyglisvert í því samhengi, að fulltrúar einkaframtaksins bafa verið að leggja drög að stærri fram- leiðslueiningum að undanfömu, talið líklegra að með þvi móti maetti leysa ýmsan vanda í rekstri. Svo virðist sem ákveð- in fyrirtæki hins opinfoera séu sérlega hæf til að gera slíkar hugmyndir að veruleika — þetta hefur gerzt í samstarfi rafveitna bæjar og ríkis, Lands- virkjun er þekktasta dæmið um þetta. En þegar kemur að rekstri Reykjavíkurborgar, þar sem umfangsmikil stairfsemi, eins og sú sem Bæjarútgerðin rekur þýður upp á svipaða möguleika, þá virðist sterk til- hneiging hjá fulltrúum Sjálf- sitæðisflokksins í bæjarstjóm til að kljúfa niður stórfyritrtæki í minni rekstrareiningar á veg- um einkaaðila. Enda þótt hinn kositurinn virðist liggja beint við. í Reykjavík er bæjarút- gerð og Ríkisskip — fátt væri eðlilegra en samvinna milli þessara aðila um vissar undir- stöðugreinar í skipaútgerð. Það má þá sérstaklega minnast fyr- irætlana um þurrskipaikví, sem mundi opna möguleika til skipaviðgeirða hvort heldur væri á flutningaskipum ríkisins eða hugsanlegum skuttogurum Reykj avíkurborgar. í þessu samfoandi er rétt að muna eftir afstöðu Sjálfstæðis- manna til Landssmiðjunnar, sem hefur verið starfsvettvang- ur margra járnsmiða, og mundi verða einn aðal .framkvæmda- aðilinn í sambandi við skipa- kví og skipaviðgerðir. Það virðist sem sagt augljóst. að möguileikiair t.il starfræksilu stórs fyrirtækis á vegum ríkis og bæjar hér í Reykjavík sé eink- ar fýsilegir, fyrirtækis, sem mundi nýta á stærri hátt en nokkru sinni fyrr stóra starfs- grein, járniðnaðarmenn í þessu tilviki. Og styrkja atvinnuá- standið í bænum að miklum mun. Þegar siíkir möguleikar á fyrirtækjasamsteypu á vegum ríkis og bæjar blasa við, þá eru huigmyndir borgarstjómarmeiri- hluibans vægast saigt barla lág- kúrulegar — og reyndar í beinni mótsögn við það sem skipulagsfræðingar okkar hafa verið að boða árum saman. Ég hef haft hugann við þenn- an málaflokk bæði af þeim persónulegu ástæðum, að margt mitt fólk hefur verið tengt sjó- mennsku og útgerð, og svo af því, að þetta er enn eitt skýrt dæmi um árekstra einkafram- taks svokallaðg og félagslegrt vinnubragða sem maður rekst á þegar maður fer að líta í kringum siig, út fyrir sitt stiarfs- svið. En það leiðir nokkuð af sjálfu sér, að mitt sfcarfssvið setur mig niður næsfc heil- brigðismálum í þeirri verkia- skiptingu, sem borganmálaráð Alþýðubandalagsáns þarf að hafa. ★ Iþeim málurn komum reyndar að svipuðum Mut- um. Þótt vissulega sé hægt að reka lækningastarfsemi upp á gamla móðinn í smáeinining- um og dreifðum sérdeildum, þá ber að m.una eftir þeirri stáð- reynd, að öll helzta aðsfcaða og tækjabúnaður til læknin,ga er á vegum hins opinbera, ríkis og bæja. Þess vegna eru heil- briigðismálin ein af þessum hápólitísku kosningamiálum, þótt sumiir yfirlæknar, nákomn- ir íbaldinu, vilji gera sem minnst úr þeirri staðreynd — og hafa sína hentisemi við að ráðsk'ast upp á gamla móðinn. Ota sínum tota heitir það á góðri íslenzku. Það er ekki hægt að búast við því í fram+íðinni að laun lækna miðist við það, að þeir og útvegi þann tækj abúmað sem þarf til starfsins — á svipað- an hátt og tannlæknar hafa gert. Þróunin er í þá átt, að meginiaðstaða til stiarfsins verði leyst á vegum rikis og bæja með byggingu hentugs húsnæð- is, ekki bara fyrir sjúkrahús- rekstur heldur einniig fyrir lækningastarfsiemi utan sjúkra- húsa. Lausn þessa máls er brýn vegna þess að annars blasir sú framtíð við að læknar séu með endalausar fjárféstinigar á eig- in vegum og laiunabröfur í sam- rærni við þær — en nú munu um 40% af launum lækna sem starfa Uitan sjúkrahúss tengd kostnaði og fj árfestingu við starfið. Það virðist liggja í auigum uppi, að slíkt fjárfest- ingarvafstur lækna verði leyst varanlega fyrir læknaþjónustu utan sjúkrahúsa eins og þegar hefur verið gert að því er varð- ar lækna sem starfa á sjúkra- húsum. Menn gætu e.t.v. sagt að hér sé ekki um borgarmálefni Reykjavíkur að ræða sérstak- lega — en við verðum að muna, að á borgarsvæðinu er lim helmingur þjóðairinniar og stór hluti af opinberum stofnunum, það er því í mörgum efnum ekki hægt að einangra Reykja- vfkurmál sérsta'klega — allra sízt á sviði heilibrigðismála, þar sem helztu sjúkraihús lands- manna eru hér. ★ Ólafur Jensson Eg get að lokum lýst þeirri skoðun minni, að ég álít alla okkar pólitísku flokka mjög gallaða — nema þá helzt Alþýðufoandailagið. Ég tel að það foafi til að bera þá kosti sem launamenn og framfara- sinnaðir menn yfirlei.tt þurfa helzt að hiafg að bakhjairli. Og ég held að ósamlyndj vinstri manna geti ekki verið nema tímabundið fyrirbæri. Menn hafa ekki efni á því til lengd- ar að skemmta skrattanum. — áb. N.k. fimimtudag, 28. maí, kl. 20 verður útvairpað umræðufundi um bæjarmál á Akranesi. Hefur hver floklkur til umráða 45 mín- útur, sem skiptast í þrjár um- ferðir. Otvarpað verður á bylgju- lengd 1412kHz. Dregið hefur verið um röð listanna og verðúr hún þessi: 1. D-listi Sjálfstæðisflokksins, Lágmarksverð á spærlingi Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins hefur ákveðið, að lág- marksv. á spærlingi í bræðsiu svo lengi sem spærlingsveiðar verða leyfðar á þessu ári, skuli vera: Hvert kg ......... kr. 1.45 Verðið er miðað við spærling- inn kominn á flutningstæki við hlið veiðiskips. Seljandi skal skila spærlingn- um í verksmiðjuþró og greiði kaupandi kr. 0.05 í flutningsgjald frá sikipshlið. Verðákvörðun þessi var gerð með atkvæðum oddamanns og fulltr. fiskseljenda gegn atkvæð- um fulltr. fiskkaupenda. 1 yfirnefndinni áttu sæti: Jón Sigurðsson, hagrannsóknarstjóri, sem var oddamaður nefndarinnar, Jón Sigurðsson, formaður Sjó- mannasambands Islands og Kristján Ragnarsson, fulltrúi, af hálfu fiskseljenda og Ámi Benediktsson, framfcv.stjóri og Guðmundur Kr. Jónsson, fram- kv.stjóri af hálfu fiskfcaupenda. (Frá Verðlagsr. sjávarútvegsins). 2. H-listi Frjálslyndra, 3. B-lfsti Framsiólknainflokksins, 4. G-listi Alþýðubandalagsins, 5. A-listi Al'þýðuflokksins. Af hálfú AIHþýðubBndalaigsinS tala á fundinumj; Ánsæll Vaidi- marsson bæjarfulltrúi, Guðmund- ur Pálmiason, Bjamfríður Leós- dóttir og Hafsteinn Sigiurbjöms- son. 4- r Utvarpsumræður á Akranesi Hver er sá maður sem Hannibal vill helzt líkjast? Er Vennamo fasisti? □ Al'lmflda athygli vakti sigur Dreifbýlisflokks Veák- kos Vennamos við síðustu þingkosningar í Finnlandi. Fékk hann 18 þingsæti og er í einskonar oddaaðstöðu í finnska þinginu — aðrir borgaralegir flokkar hafa 96 þingmenn og verklýðs- flokkamir 87. — Finnsk- ur blaðamaður, Johan von Bomsdorf, svarar í þessari grein þeirri spumingu, sem margir hafa lagt fyrir sig: táknar sigur Vennamos að fasismi hafi skotið upp höfði á ný í Finnlandi? — Og í svörum hans er margt að finna sem bendir til töluverðs skyldleika ís- lenzkra og finnskra stjóm- mála. Aðrir flokkar reyndu lengst af að lta á þau nýju andlit sem komu með Venna- mo sem hálfgert grín. Þessir menn, var sagt, kunnu ekki tungu stjórnmálamanna og þeir lutu forystu lýðskrumara. En Sigur Dreifbýlisiflokksins hefur neytt menn til að gefa betri gaum því fyrirbæri sem hann er. Sú stefna í átt til stöðug- leika, sem rekin hefur verið í Finnlandi, hefur meðal ann- ars orðið til þess, að háværar ásakanir Vennamos í garð „hinna spilltu gömlu flokka“ (samanber þann eina söng sem Samtök frjálslyndra kunn.a hér- lendis) ásakanir um „ofurvald einokunarfyrirtæikja“ og „til- raunir til að sfcapa Finnland samyrkjubúa“ hafa fallið í all- góðan jarðveg. Hinsvega.r telur félagsfræð- ingurinn Sepp>o Toiviainen ekki, að það sé hægt að setja jafn- aðaamerki milli Venna- mohreyfingairinnar og fasisma. Að vísu, segir hann, í( nýlegri bók um þetta efni, vaxa allar faisistahreyfingar upp úr smá- borgarahreyfingum. En það þýðir ekki að allar smáborg- arahreyfin.gar séu fasískar. Pouj adeismin n. í Fraikfcl. (svo nefndur eftir Poujade jieim, kaupsýslumanni, sem náði með lýðskrumi allmiklu kjörfylgi í Frakklandi um tíma — var þetta þó bóla sem hjaðnaði skjótt) — var einkar smáborg- araleg hreyfing og á reyndar margt sameiginlegt með flokki Vennamos. ★ " Toiviainen segir m.a. að Finnski dreifbýlisflokkur- inn samsvari flesifcum skil- greiningum smáborgaralegrar fjöldaforeyfingar. Hann er fcil orðinn í efna- hagslegri fcreppu umihiverfis mann, sem hefur vissa for- ingjahæfileika til að bera. Flokkurinn styður smáfram- leiðenduif og smábændur á grundvelli borgaralegs hugsun- arháttar, þótt hann svo notl einnig nokkur slagorð sem minna á sósialíska flokka. Hann hýður ekki upp á neina heildarskiigreiningu í þjóðfé- laginu. (Það er athyglisvert í þessu sambandi að málgaign hannibal- ista sló sigri Vennamos í finnsku kosningunum upp með stríðsletri — og taldj sín sam- tök bersýnilega eiga að gegna sama hlutverki hér og Venna- mo þar eystra). Ef menn vilja afla sér sann- ana um girundvallairviðhorf flokksins, sem eru að vísu rugl- ingsleg en greinilega borgara- leg, geta þeir fundið þær í þeim kafla flokksstefnuskrár- inna-r sem fjallar um efnahags- málastefnu: „Peninga og land- eignir á að flytja frá stórfyr- irtækjum og fámennisveldi rík- isins til framleiðandi handa fólksins á grundvelli einfcaeiign- arréttar". ★ Fyrirrennari Dreifbýlisflokks- ins var Smábændaflokkur- inn sem stofn.aðu.r var 1959. Harm var niðurstiaða þess starfs, sem tollstjórinn Venna- mo haíði unnið ; sérstakri svo- nefndri Landnámsdeild land- búnaðarráðuneytisins. Venma- mo var yfirmaður jxissariar deildar, sem sá t.d. um það að koma fyrir þeim hundruðum þúsunda sem bjuggu áður á því land; sem Finnar missitu til Sovétríkjanna. svo og að út- vega hermönnum jarðnæði, er þeir komu úr stríðinu. Önnur ástæða fyrir flokks- stofnuninni var sú, að Venna- mo kost í andstöðu við Bænda- flok'kinn (Miðflokkinn eins og hann heitir nú) og fyrstu árin, allt til 1963 átti hann fyrst og fremst í persónulegu striði við þann flokk sem bann bafði klofið. En það sem mestu skiptir í þessu samhen.gi er samvinnu- félagsþróunin í Finnlandi. Eiginlega byrjiaði þetta allt á kúnum. í Finnland; eru fleiri kýr en ann.arsstaða.r gerist í Evrópu — en svo illa viil til að eklki er unnt að seljia 25% af mjólkurafurðum landsins. Hinsvegar eru 26% íbúanna við landbúniaðarstörf. Ríkis- skipuð nefnd hcfur lagt það til að 340 þúsund hektarar lands verði teknir úr ræktun strax og síðan bætist 20 þús. hekt- arar við á ári. Nú ber að hafa það ; hugia. að mikið af þessarj offramleiðslu kemur einmitt frá þeim búum, sem Vennmo var með í að koma á fót. Þegar er byrjað á að- gerðum í því skyni að leggja búin niðuir, og þær koma helzt niður á smábændum. Það *r því ekki að undra þótt þeir séu helztu stuðnin.gsmenn flokks Venuamos — og þá ekki sízt þeir, sem komnir eru frá aukturhéruðunum. ★ 17n eftir að stjóm mið- og vinstriflokika var mynduð hefur Vennamo einnig aukizt fylgi í bæjunum. Þetta er í samhengi við hina ailmennu kreppu í finnsku efnahagslífi og erfiðleitoa á því að dneifa framleiðslu á fleiri vörutegund- ir. Þessi kreppa var enn al- varlegr; en áður ; þeim borg- aralegu stjómum undir for- ystu Miðflokksins, scm ríkfcu til, skiamms tíma. ’Alþýðufylkingarstjórn sú, sem nú hefur setið, hefuir reynt að rótta við með gengisfell- ingu og „stöðugleika“ — sem hefur orðið fyrst og fremst eigendum auðmagns í hag. Launamcnn og smáfyrirtæki hafa orðið að borga kostnað- inn af því að koma hinum stóru útflutningsfyrirtæk.ium „á heil- hrigðan grunilvöll“ og þetta hcfur vakið óánægju. Hvað er það svo sem Dreif- býlisflokkurinn hefur upp á að bjóða? Því er ekk; auðvelt að svara. Slefnskrá hans er furðulégur samsietnin.gur af ýt- arlogum kiröfum, sem oft eru í andstöðu hver við aðra. Það er einskonar nægfcahom, þar sem út úr fflóir af „rétti til blesÐuniarríks móðurkærleikia“, Vennamo: foringjahæfileikar, efnahagskreppa, loforðaregn. kröfum um tryggt lágmarks- verð á eggjum og kjötd. kröf- um um að menn eigi að nedta sér um að „jafna beygjur á þjóðvegum“. Allt er borið fram með kryddi ættjarðarmærðar, löghlýðni og siðferðisprédikun- ar. Vermamostefnian er tákn um kreppu í hinu finnska samfé- laigi. Hún er byrjun en ekki endir. Það er varla rétt að tala um fasismia. Enn ganga engar Venniamostormsiveitir um götur og stórauðvaldið hefur baldið sig í fjarlægð frá hon- um síðan 1902, þegar Það kom í ljós að fnamfooð Vennamos i fflesitum kjördæmum mundi h.iálpa Lýðræðisbandialaiginu til að fjölgia þingsætum sínum. ★ T siðusfcu kosningum var þessu 1 eiginlega öfúigt farið. í kjör- dæmum í Norður- og Austur- Finnlandi, þax sem Vennamo bætti miklu við sig. töpuðu Lýðræðisbandalagsmenn. Eng- inn vafi er á því. að þátttaka Lýðræðisbandialagsdns í stjóm, ' sem hefur tekið að sér að tryggj'a ágóða hinna stóru út- flutn ingsfyrir tæk j a, ræður mestu um þetta. Dreifbýlis- flokkurinn hefur tekið að sér allverulegan hluta þeirrar ga'gn- rýni á síðkapítalískt þjóðfélag og aðlögun þess að etfnahiags- legum samiruna í Vestur-Evr- ópu, siem annars hefði fallið í hlut sósíalískra vinstriafla. En þjóðfélagsleg ókyrrð mun ekki að heldur minnka í Finnlandi á næst.u áirum. Á síðasta ári kom í Finnlandi til fleiri verk- falia, sem knúin voru fram af láglaunafólki. en nokkru sinni fyrr. Þó að Lýðræðisbandalag- ið (en þar eru kommúnistar sterkiaist afl) foafi beðið ósigur við þessar kosningar er engin ástæða til að spá því — eins og Sambandsflokkurinn, sem er len.gst tdl hægri hefur flýtt sér að gera — að vinstriöflin munf deyjia út sm.átt og smátt í Finn. landi. Stjórn sem byggði einkum 4 Sambandsflokkinum og hefði Vennamo að fjármálaráðherr's mund; ekki dra-ga úr, trauslj manna á vinstri öflunum. —> Öðru naar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.