Þjóðviljinn - 07.06.1970, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.06.1970, Blaðsíða 1
DIODVWN Sunnudagur 7. júní 1970 — 35. árgangur — 125. tölublað. Fyrsti fundiir bcejarstjórnar Kopavogs Pyrsti fundur bæjarstjórnar Kópavogs var haldinn s. 1. föstu- dag. Bæjarstjóri Hjálmar Ólafs- son setti fund og bauð bæjar- fulltrúa velikomna og fflutti ýtar- legt yfirlit yfir stöðu bæjarsjóðs og framkvæmdir bæjarins. Síðan kvaddi hann aldursforseta Huldu Jakobsdóttur til að stjórna fundi. Fram ktwn tillaga um að fresta öllum kosningum í bæjarstjórn, á embættismönnum bæjarstjórn- ar og nefndum til næsta fundar, með þeirri undantekningu að umboð bygginganeíndar Hafnar- fjarðarvegar var framlengt. • Með því lýsti bæjarstjórnin mótatkvæðalaust fullu trausti sínu á byggingarnefnd Hafnar- fjarðarvegar, en hún hafði orðið fyrir mjög óvægilegum árásum í kosningabaráttunni af hálfu Huldu Jakobsdóttur, sem birti í blaði sínu dylgjur um óreiðu og óheiðarleik nefndarinnar í störfum. Með samþykkt þessari hefur bæjarstjórn lýst þessi um- mæli tilhæfulauisan óhróður Verkfall aftur boðað syðra hjá Loftleiðum Sáttasemjari boðaði samninga- fund með deiluaðilum kl. 16 í gær í Alþingishúsinu. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur boðaði verkfall á fimmtudag hjá Loftleiðum á Keflavíkurflugvelli og kemur það til framkvæmda 11. júní. Stöðvast þá allt milli- landaflug ASþióffleep vöruwninq í Reykgavík 12—IS lönd taka væntanlega þátt í VII. vörusýningu Kaup- stefnunnar sem haldin verður í sýningahöllinni í Laugardal 26. átnist til 11. september 1971. Hófst undirbúningurinn þegar fyrir tveimur mánuðum og hefur nokkur hundruð aðilum verið boðin þátttaka. Sýning þessi á að verða al- menn kaupstefna á bæði tækni- og neyzluvörum. Er þetta fyrsta alþjóðlega sýningin sem haldin er hér á landi. Ráðgert er að sýningin verði á allt að 6500 fermetra svæði og verða settir upp tjaldskálar við Ijaugardais- höll og einnig sýnt á útisvæði. Einu .Ufmfangsmesta verketfni Kaupstefnunnar—Reykjavík, en 'bað fyrirtæki var stofnað fyrir 15 árum, sýningunni Heimilið „Veröld innan veggja" er nú að ljúka. Stærstu verkefni Kaup- 'stefnunnar auik þeirrar sem lýk- ,ur í dag voru. sýninigairnar 1955, 1957 og 1967. Sýningarstjórn Alþjóðfegu vörusýningarinnar er skipuð ¦beim Gísla B. Björnsisyni, Hauki Björnssyni og Ragnari Kjartans- syni, sem jafnfrajwt er frarn- 'kvæmdastjóri sýningarinnar. Þögn og kyrrð Hins víðtæka verkfalls gætir nú æ meira í þjóð- lífinu eftir því sem hver dagur líður, og eru nú um 15 þúsund manns í verk- falli. Hvergi verður breyt- ingin þó eins mikil og við höfnina í Reykjavík. Þar sem venjulega-er iðandi líf, er. nú þögn - og kyrrð og skipin kúra við haifnar- • baikkann eða halla sér hvert að öðru. ' Þrettán flutningaskip eru nú þegar stöðvuð £ Reykja- víkurhöfn vegna verkfalls- ins, og kom Selfoss'síðastur í gærkvöld. Auk þessara skipa eru f höfninni auistu'r- þýzkur togari og franska herskipið. sem kom 'á þriðjudag og . fer , aftur á mánudáginn. Svp kemur Gullfoss á mánudaginn óg er ' ekki, vitað enn hvort hann leggst að eða far- þegarnir verða selfluttir 'í land. Þjóðviljinn er W 20 síður í dag, r£> á sjómannadaginn, # 2 blöð: 8 og r£» 12 síðna. RIKISSTJORNIN STO TILBOÐ ATVINNURE Þah sem dregur verkföllin á langinn: Pólifiskf ofsfœki SíálfsfœSis- flokksins, eymd AlþýSuflokksins og óheiHndi Framsóknar Síðdegiis í gær boðaði sáttasemjari íund með fulltrúum almennu'veirklýðsfélaganna og full- trúum atvinnurekenda. Hafði fundur þá ekki verið haldinn síðan á fimmtudag, en raunar má segja að fundirnir síðustu viku hafi ekki verið annað en form, tilgangslaust hangs yfir engu. Ekki hefur farið dult að það er sjálf ríkisstjórn- in sem hefur stöðvað samning'aumræður; um miðja vikuna kom hún m.a. í veg fyrir að at- vinnurekendur legðu fram tilboð um fulla verð- tryggingu launa samkvæmt vísitölu. 60 íslenzkir rahirkjar enn þá vii störf erlendis Pélag íslenzkra rafvirkja hér í Reykjavik fór í verk- faSl á miðmætti aðfaranótt laugairdagsins og sátu þeir fyrsrta sáttafund kl. 9 á föstu- dagskvöld og gerðist ekkert á beim fundi. Stóð hann til miðneettis og hefur engin fundiur verið boðaður síðan- Um 330 rafivirkjar hafa lagt niður vinnu hér á. höfuðborg- arsvæðinu og hafa þeir uppi svipaðar kröfur og málmiðn- . aðarmenn, sagði Magnús Geirsson, formaðuir félassins í viðtali við Þjóðviljann í Rafvirkjar vinna hluta af sinni vinnu á ákvaaðisvinnu- taxta svo sem í byggingar- iðnaðinum.' Nú hafa þeir hug á því að færa hann út og setja til dæmis verkstæðis- vinnu og ratfvélavirkjun undir ákvæðisvinnu. Atvinnuleysi hefur vei*ið hjá,. rafvirkjuim samfara því að kjör hafa dregizt aftur úr undanfarin ár. Hyggjast raf- virkjar leiðrétta þennan mun. Magnús segir að 60 rafvirkj- ar af öllu landinu vinni nú í Danmörku, SwCþióð og Þýzkalandi. Nýlega stofnuðu rafvirkjar á öllu landinu Rafiðnaðar- samlband, og er Félag íslenzkra rafvirkja eitt af félögunum f því sambandi. 3 helztu félög- in aiuk Reykiiavíkurfólagsins eru félögin á • Akureyri, Suð- urlandi og Suðumesjum. Nú uim helgina ræða stjórnir þessara . félaga.. um svipaðar aðgerðir og Reykj'aviíkurfé- lagið Stöðvuðu tilboð Fyrri hluta vikunnar var eink- um ræðzt við uim vísitölukerfið, og sérfræðingar fengnir til þess að reikna út atfleiðingarnar ¦ af ýmsum hugmyndum sem fram höfðu komið. Um miðja viku voru horfur á því að atvinnu- rekendur myndu gera grein fyrir nýjum tillögum um vísitölukerfi, jafnvel ad þeir myndu faillast á óskerta vísitölu. En þá gerðust þau tíðindi að embættismenn ríi'kisstjórnarinnar lögðu fram nýtt plagg um stöðu útBlutnings- atvinnuveganna. Gekk þetta plagg algerlega í berhögg við það sem þessir sömu aðilar höfðu áður haldið fram, m. a. þegar þeir töldu — fyrir kosn- íngar — að útflutningsatvinnuveg- irnir þyldu í senn 10% gengis- hækkun og verulega kauphækk- un. Nú var niðurstaðan allt í einu su að útflutningsatvinnu- vegirnir þyldu ekikert umfram þá kauphækkun sem þegar væri bú- ið að bjíáöa! Þetta furuðlega skjal gat ekki haft neinn tilgang ann- an en þann að koma í veg fyrir ný tilboð og stöðva samninga- viðræður, enda varð þeim til- gangi náð. Tjónið nemur hundruðum miljona Sú stöðvun á framleiðslu sem ríkisstjórnin efnir þannig til verður kostnaðarsamari fyrir þjóðarbúið með hverjum degi sem líður. Þjóðarframleiðslan mun í ár verða um 100 milj. kr. á dag, en meginþættirnir i þeirri framleiðslu lamast nú í æ ríkara mæli, svo að senn má telja tap- ið í hundriiðum miljóna króna. Ástæðan fyrir því að svo frá- leitur herkostnaður er lagður á þjóðina er annars vegar ofstæiki Sjálfsteeðisflokksins, sem því miður.. hefur aukizt við ., úrslit sveitarstjórnairkosniniganna, og •ai-mingjaskapur ¦ Alþýðuflokfcs- ráðherranna, sem liggja undir þunguin þrýstingi í fiokki sín- um en þora samt ekkert að aðlhaffiast. Botnlaus óheilindi Raunar eru óheilindi Fram- sóknarforustunnar einnig völd að því að ofstæki Sjálfstæðisflokks- Fraimhald á 12. síðu. Sumarferð Alþýðybandalagsins Alþýðubandalagið í Reykjavík efnir til sumarferðar sunnudaginn 5. júlí n.k. Farið verður í Húsafellsskóg og um Borgarfjarðarhérað. Síðar verður gerð nánari grein fyrir leiðinni hér í blaðinu og nánari upþlýsingar gefnar um ferðina. Eins og menn muna var sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík á sl. ári afar fjölmenn og er ekki að efa. að mjög margir hafa hug á að taka "þátt í ferðmni um Borgarfjörð að þessu sinni. Verða þaulkunnugir farar- stjórar til leiðsagnaa^ í hverjum bíl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.