Þjóðviljinn - 11.07.1970, Síða 10

Þjóðviljinn - 11.07.1970, Síða 10
Fjöldi samúiarkveija barst vii lát forsætisráiherrans Samkvæmt upplýsingu’m forsætisráðuneytisins, bárust forsætisráðuneytinu og skrifstofu forseta Islands fjölmörg samúðarskeyti í gær vegna fráfalls forsætisráðherrahjón- anna, dr, Bjarna Benediktssonar og frú Sigríðar Björnsdótt- ur, m.a. frá fjölmörgum erlendum þjóðhöfðingjum og ríkis- stjórnum. Mun listi yfir erlenda aðila, er sent hafa samúðar- skeyti verða birtur í blöðunum á morgun. Blaðinu bárust í gær fréttir af samúðarkveðjum ýmissa erlendra stjórnmálamanna vegna fráfalls dr. Bjarna Bene- diktssonar. Margir norrænir stjórnmála- menn ha£a lagt áherzlu á bar- áttu Bjarna Benediktssonar fyr- ir eflingu norræns samstarfs. Forsætisráðherra Finnlands Teuvo Aura segir m.a. að Bjarni Benediktsson hafi lagt sérstaka áherzlu á norrænt samstarf og tekið þátt í störfum Norður- landaráðs frá því að til þess var stofnað. Jens Otto Kragh, for- maður Sósíaldemókrataflokksins danska, hefur látið svo um mælt, að hið sorglega fráfall Bjarna Benediktssonar hafi verið mikill skaði fyrir ísland, sem eigi við erfið efnahagsleg og pólitísk vandamál að glima; þá leggur Kragh og áherzlu á framlag híns látna forsætisráðherra til starfa Norðurland'aráðs. Frestað forseta- heimsókn ti! Austurlands Vegna andláts dr. Bjarna Benediktssonar, forsætisráð- herra, og konu hans frú Sigríðar Björnsdóttur verður ráðgerðri opinberri heimsókn forseta ís- lands og konu hians til Ausfur- lands dagana 15.—22. júlí fresf- að um óákveðinn tíma. Baunsgaard Blaðinu barst í gær frétt írá sendiráði Dana í Reykjavík þar sem greint er frá orðum Hiimars Baunsgaards forsætisráðherra Dana, er hann frétti fráfall for- sætisráðherra Bjarn,a Benedikts- sonar, konu hans og dóttursonar. Segir Baunsgaard m.a.: „Við þetta slys hefur ísland efeki að- eins misst mikinn einstakling, heldur jafnframt mjög reyndan og mikils metinn stjórnmála- mann. Hann hafði árum saman gegnt stórum og þýðingarmikl- um störfum í þágu lands síns og þjóðar. Þannig varð Bjami Benedifctsson þegar sem ungur löigfræðingur — eftir að hafa verið prófessor við Háskóla ís- lands í mörg ár — borgarstjóri í Reykjavík 1940, en síðan varð hann utanríkisráðherra og dóms- málaráðherra í islenzku ríkis- stjóminni. Eftir að bann hafði gegnt mörgum öðrum ráðherra- embættum var það eðlilegt að hann tæfci 1963 við af Ólafi Thors sem forsætisráð'herra. Lát hans mun skilja eftir djúp- an söknuð á íslandi. Einnig hér í Danmörku. þar sem við kynnt- umst traustum og jákvæðum vini, verður hans saknað. Já- kvæð afstaða Bjama Benedikts- sonar kom í ljós þegar bann var fulltrúi lands síns ; norrænu samstarfi. í viðræðum síðustu ára um útfærslu og eflingu þessa samstairfis kynntist ég Bjarna Benediktssyni persónulega og (Frá skrifstofu forseta íslands). lærði að meta hann sem stjóm- málamann og einstakling. Ég mun sakna hans mjög“. Per Borten OSLO 10/7 — Per Borten, for- sætisráðherra Noregs, farast svo orð um fráfall Bjama Benedikts- sonar, konu hans og dóttursonar, að sér hafi orðið mikið áfall að frétta af þessum hörmulega at- burði, sem hann skoði sem per- sónulegan missi. Borten fer hlý- legum orðum um mannkosti for- sætisráðherra og mikið framlag hans til norræns samstarfs, enda hafi hann og kona hans notið mikils álits á Norðurlöndum. „Norðurlöndum er mikill skaði að fráfalli Bjama Benediktsson- ar, og fregnin um það hefur orðið mér' til sárrar hryggðar. Ég læt í ljós mína dýpstu samúð með fjölskyldu Bjarna Bene- diktssonar, íslenzku stjórninni og íslenzku þjóðinni". Loftorustur enn yfir Súezskurði TEL AVIV 10/7 ísraelsmenn haida þvi fram, að þeir hafi skotið niður þrjár egypzkar MIG-þotur í loftorustum yfir Súezskurði í dag. Eru þetta fyrstu loftorusturniair ,sem háðar eru á þessum slóðum eftir að ísraelsmenn báru fram staðhæf- ingair sínax um að Egyptar hefðu byggt upp nýtt eldftaugakerfi á Súezsvæðinu með aðstoð Sovét- manna. Allar veitingar í Kínverska garð- inum í Hábæ Kínverski garðurinn verðurop- inn nú í sumar sem endranær. Þar verða á boðstólum jaifnt evr- ópskir sem kínverskir réttir. Ráðgert er, að hljóimsveit Hauks Morthens ledki í garðinum af og til í sumar auk Eina,rs Loga. Þá hefur Kínverski gai-ðurinn á ný öðlazt öll réttindi till reksturs. Frestað bæjar- stjórnarfundi ísafirði í gærkvöld: Bæjar- stjórnarfundur á ísafirði hafði verið boðaður ; kvöld, en á bæjarráðsfundi kl. IV2 í dag var samþykkt að fresta honum vegna hinna hörmulegu atburða á Þingvöllum. — (H.Ó.). Laugardagur 11. júlí 1970 — 35. árgangur — 153. tölublað. Þjóðgarðsvörður sr. Eiríkur Eiríksson: Held ai slökkvilii hefii engu bjargai Nýr borgardómari Hinn 25. júní s. 1. skipaði for- seti íslands Stefán Má Stefáns- son til þess að vera borgar- dómari við borgardómaraCm- bættið i Reykjavík. Stefán Már er fæddur í Reykja- vík 19. október 1938. Hann varð stúdent frá Menntaiskólanum í Reykjavilí 1958 og lauk embætt- isprófi frá lagadeild Háskóla ís- lands vorið 1964. Hann starfaði fyrst sem full- trúi bæjarfógeta í Kópavogi, en 1. desember 1964 varð hann full- trúi yfirborgardómarans í Reykja- vík. Hefur hann gegnt þvi starfi síðan. Stefán Már stundaði fram- haldsnám við Nordisk Institutt for Sjörett í Osló sumarið 1966 og við Hásikólann í Hamborg Við urðum ekki neins vör fyrr en um hálftvölcytið, að við vöknuðum við, að hringt var frá Valhöll til að rcyna að ná til Reykjavíkur og var þá þegar mikill eldur í forsætisráðhcrra- bústaðnum, sagði séra Eiríkur J. Eiríksson þjóðgarðsvörður Þjóð- viljanum í gær. Hann kvaðst hafa gengið um svæðið kringum bústaðinn um kl. hálfeitt um nóttina og þá ekkí orðið neins óvenjulegs var. Ekki vissi hann þá, hvort nokk- ur var í bústaðnum, en reiknaði alveg eins með því, þótf ekki væri bíll við húsið, því forsætis- ráðherra eða fjölskylda hans hefði oft dvalizt þar á sumrin. Sagði þjóðgarðsvörður að alltaf væri höfð gát á þessu svæði og gúð þar að mannaferðum á kvöldin, ekki sízt þegar eitthvað værí um að vera á Þingvöllum, eins og nú var Það tókst að ná til Reykjavík- ur gegnum Selfoss og kaMa á slökkviíLið, sem ekikei't er hér í sveitinni, en þegar það kom á staðinn var húsið þegar fallið. En eildurinn var svo magnaður, veitinga- | veturinn 1966—1967 og um stutt- rokið það mikið, og húsið svo an tíma vorið 1969, á sama stað. I fljótt að fuðra upp, að ég held að þótt brunaliðið hefði verið staðsett nær og komizt fyrr á staðinn, hefði það engu getað bjargað, sagdi Eiríkur. Hollenzka ferðafóllkið sem varð eldsins vart um stundarfjórðungi yfir M. 1, sé fyrst einhvem ó- kennilegan bjarma og gekk að bústaðnum, sem því virtist að eldur væri í og barðd fólkið hús- ið allt að utan til að reyna að vekja^ ef einhver sikyldi vera inni. Síðan sá bað eld loga út um einn gluggann og skipti úr því ekki togum. sprenging varð i Framhald á 7. síðu. Dregið í Happ- drætti blindra # Dregið var í happdrætti Blindrafélagsins þann 8. júlí og kom vinningurinn á miða No. 33570. Handhafi miðans er beðinn að vitja vinningsins, sem er Ford Taunus fólksbifreið, til Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17 íyrir 14. þ. m. Eftir þann tíma verður lokað vegna sumarleyfa. Ógæfuleg byrjun nýja meirihlutans í Kópavogi: Aðalflokkarnir að klofna með Skátar selja fræ- og áburðarfötur / dag nýjan liðsauka frá hannibalistum Sfcátar munu selja fræ- og áburðarfötur LANDVERNDAR á Vest.urlandsvegi og Suðurlands- vegi við Reykjav.ík í daig. Banda- lag íslenzkra skáta er aðili að LANDVERND. Ferðafólki er bent á að taka með sér fötur og dreif-a i ja-rð- vegssár eftir uppfok eða manna- ferðir, tjaldstæði, hjólför o. s. frv. Ef afgangur verður, má setjia hann á húsblettinn, þegar heim er komið. Ágóði af sölunni fer til kaupa á fræi og áburði til landgræðsluíerða áhugamanna á vegum Landverndar. Föturnair fást nú einnig á benzínstöðvum víða urn landið. í gær aíhentu tveir skátar, full- trúar Landvemdar, forseta ís- lands dr. Kristjáni Eldjám, eina fræ- og áburðarfötu að gjöf og lýsti forsetinn stuðningi sínum við málefnið. Við nefndakjör á bæjar- stjórnarfundi í Kópavogi í gær kom í ljós, að nýju meiri- hlutaflokkarn-ir — Fram- sóknarflokkur og íhaldið — hyggjast bæta veilurnar í eigin flokkum með liðsauka Huldu Jakobsdóttur. Við nefndakjörið haíði meirihlut- inn því sex atikvæði en minni hlutinn — Alþýðufiokksins og bæjarfulltrúa H-listans — þrjú atkvæði og fór fram hlutkesti um allar fimm manna nefndir. Þó ha-fði Hulda Jakoibsdóttir, bæjar- fulltrúi hannibalista, áður gert samkomulag við nefnda- kjör við bæ'jarfulltrúa Al- þýðuflokksins og H-listans. Á bæjiarstjómiarfundinum í gær var kosið 'í nefndir, er kjör- inn haíði verið bæjarstjóri, en kjör ha-ns var allsogulegt líka: Umsóknarfrestur um bæjar- stjórastöðuna rann út ; fyrra- dag og höfðu borizt þrjár urn- sókniir: Frá Björgvin Sæmunds- syni, bæjarstjóra á Akranesj og tveimur forustumönnum Sjálf- stajðisflokksins í Kópavogi. Er umsóknir voru komnar fram var haldinn fundur í fulltrúaráði Sjálfstæðisfilokksiins í Kópavogi í fyrrafcvöld þax sem íbaldsmenn- irni-r tveir vom þvingaðir til þess að draga umsókni-r sínar til baka á þeim forsendum að gert hefði verið bindandi samkomulag við Framsóknarmenn um Björg- vin Sæmundsson bæjaxstjóra á Akranesj í embætti bæjarstjóra í Kópavogi. Þetta samkomulag við Framsóknarfiokkinn var þó af hálfu -bæjarfulltrúa íhaldsins gert í algeru heimildarleysi — og er víst að íhaldsmenn í Kópa- vogi em ekki búnir að bíta úr nálinni með það ósámkomulag sem þar er vegna mynd-unar nýs meirihluta og samstarfsins við Framsókn. Áður hefur verið gireint frá því hver óeiningin er innan raða Framsóknarmianna í Kópavogi vegna meirihlu-tasamstarfs með íhaldinu. Nú er einnig komin í ljós alvarleg veil-a í íhalds- flokknum. Hins vegar virðast þessir tveir meirihlutaflofckar nú ætla að bæta veilurnar í sínum röðum með liðsiauka Huldu Jakobsdóttur bæjarfull- trúa hannibalista. Á þæjarstjórn- arfundinum í gær halði Hulda samstöðu með meirihlutaflokk- unum við kjör í allar nefndir, þannig að samtals hafði meiri- hlutinn sex atkvæði en minni- hiutinn þrjú. Hulda hiafði áður gert sam- Framh-ald á 7. síðu. SÍÐUSTU íÞRÓTTAFRÉTTIR Fyrri dagur landskeppninnar í sundi ísland hefur 11 stiga forustu Vilborg Júlíusdóttir og Guðmundur Gíslason settu bæði ný íslandsmet Að Ioknum fyrri degi lands- keppninnar í sundi gegn Irum hefur ísiand 11 stiga forustu, 71:60. íslenzka sundfólkið sýndi frábæran keppnisvilja og sigraði í 6 greinum af 11. Þau Vilborg Júiíusdóttir og Guðmundur Gísla- son settu ný íslandsmet, Vilborg í 400 mctra skriðsundi, en Guð- mundur í 200 metra flugsundi. Auk þcss settu boðssundsveitirn- ar íslenzku ný íslandsmet í 4x100 metra skriðsundi kvenna og í 4x100 m. fjórsundi karla. Ann- ars urðu úrslit þessi: 200 m. fjórsund karla: Guðmundur Gísllason 2:23,6 Domnach O’Dea 2:28,9 Haiflþór Guðmundsson 2:29,4 And-rew Hun-ter 2:39,3 400 m. skriðsund kvenna: V-ilborg Júiliiusdóttir ísl. 5:05,1 Guðmiun-da Guðmiuindsdóttir 5:07,1 Emily Bolwes 5:08,8 Aiii-ng O’Leary 5:56,5 Tiimii Vilborgar er nýtt ísl. met 400 m. skriðsund karla: Frank O’Dwyer 4:42,3 Fra-ncis White 4:46,4 Ölafur Þ. Gunnlaugsson 4:47,8 Gunnar Kristjánsson 4:47,9 100 m. baksund kvcnna: Ohristine Fuilcher 1:15,5 Sigrún Siggeirsdióttir 1:16,0 Salóme Þórisdlólttir 1:17.3 Norínia Stobo 1:17,7 200 mctra baksund karla: Guðm-undur Gísllason 2:29,7 Fra-ncis White 2:33,0 Haf-þór B. Guðmundsson 2:34,3 Mieheal Channey 2:41,0 200 metra bringusund kvenna: Ann O’Connor 2:55,6 Helga Gunnarsdóttir 3:02,5 Ellen Ingvadóttif 3:03,3 Dorothy Crors 3:18.3 100 m. bringusund karla: Leiknir Jónsson 1:12,6 Gudjón Guðmundsson 1:13,0 Martin McGrory 1:16,6 Joe Mc Avoy 1:46,3 100 mctra flugsund kvenna: Vivienna Smith 1:11,7 Bmely Bollwes 1:15,4 Si-grún Siggeirsdóttir 1:16,5 Ingibjörg Haraidsdóttir 1:17,0 200 melra flugsund karla: Donnacha O’Dea 2:21,9 Guðmundur Gís-iason 2:22,5 (Nýtt Islandsmet). Gunnar Kristjánsson 2:36,6 Joe McAvoy 2:36,6 4x100 m. skriðsund kvenna: Sveit Islands: 4:31,5 (Nýtt ísHandsmet). Sveit Irlands: 4:32,1 4x160 m. fjórsund karla: Sveit Islands: 4:21,0 Sveit Irlands: 4:31,7 I dag heldur keppnin áfram í Laugardalslauglnni og hefst kl. 15. — S.dór. i. 4

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.