Þjóðviljinn - 19.07.1970, Síða 2

Þjóðviljinn - 19.07.1970, Síða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — SimnudagUir 19. júli 1970. Þessar Ijósmyndir eru frá Wismar, hafnarborginni í Austur-Þýzkalandi, þar sem eru einhverjar mestu skipa- smíðastöðvar þar í landi. Borgin er við Eystrasalt og íbúarnir um 56 þúsund talsins. Á liðnum aldarfjórðungi hefur verið Iokið við smíði á þriðja hundrað skipa í skipasmíðastöðvum borgarinnar, skipa af ýmsum stærð- um, allt frá litlum fiskiskipum upp í stór skemmti- ferðaskip. Stærsta skipið sem Austur-Þjóðverjar hafa smíðað var einmitt sett saman f Wismar, sovézka far- þegaskipið Ivan Franko sem er um 20 þúsund brúttó- lestir að stærð. — Mikið líf er alla jafna í höfninni í Wismar. Á síðastliðnu árj höfðu t.d. nær 2000 skip frá 21 Iandi viðkomu þar í höfninni. — Myndirnar eru af Mathias Thesen skipasmíðastöðinni í Wismar og „Wasser- kunst“ á markaðstorginu í borginni. í baksýn sést eitt elzta húsið í Wismar, „Der alte Schwede". MÁL OG MENNING MÁL OG MENNING FÉLAGSRÆKUR MÁLS OG MENNINGAR 1970 Ot eru komnar: Þórbergur Þórðarson: Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar, síðara bindi. Che Guevara: Frásögur úr byltingunni (pappírskilja) Jóhann Páll Árnason: Þættir úr sögu sósíalismans (pappírskilja) I haust koma þessar bækur: Peter Hallberg: Hús skáldsins (Um skáldverk Halldórs Laxness frá Sölku Völku til Gerplu). — Fyrri hluti. Thomas Mann: Sögur William Heinesen: Det gode háb (Gefið út í samvinnu við Helgafell) Árgjöld félagsmanna fyrir árið 1970 eru kr. 900,00 fyrir tvær bækur og Tíma- rit Máls og menningar, kr. 1400,00 fyrir fjórar bæk- ur auk Tímaritsins og kr. 1700,00 fyrir allar félags- bækur ársins. — Árgjöldin eru miðuð við bækurnar ó- bundnar. Verð á bandi á Ævisögu Árna prófasts, síðará bindi, er kr. 130,00 rexín, kr. 250,00 skinnband. Hagstæðustu kjör á íslenzk- um bókamarkaði! Félagsmenn Máls og menn- ingar fá 25% afslátt af út- gáfubókum Heimskringlu og af öllum fyrri bókum vorum. Félagsbækur Máls og menn- ingar 1969 voru: Þórbergur Þórðarson: Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar, fyrra bindi. Ljóðmæli Gríms Thomsens gefin út af Sigurði Nordal. Björn Þorsteinsson: Enska öldin í sögu íslendinga. William Faulkner: Griðastaður, skáldsaga ásamt Tímariti Máls og menningar. Árgjald félagsmanna fyrir árið 1969 var kr. 800,00 fyrir tvær bækur og Tíma- ritið, kr. 1200,00 fyrir allar bækurnar. Verð á bandi var sem hér segir: Ævisaga Árna pró- fasts kr. 100 rexín, kr. 180 skinn. — Ljóðmæli Gríms Thomsens kr. 250 alskinn. Enska öldin og Griðastaður kr. 80. Allar félagsbækur ársins 1969 eru enn til. Nýir fé- lagsmenn eiga kost á að fá þær með því að greiða ár- gjald þess árs. MÁL OG MENNING, LAUGAVEGI 18 REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.