Þjóðviljinn - 22.07.1970, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.07.1970, Blaðsíða 8
g SlÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Miðvikudagur 22. júM 1970. JULIUS BARK: LINDIN Peter fann að vináttan vair ekkj dýpri en svo, að það myndi ekki borga sig fyrir bamn að Iáta sem hann hefði farið til Hindrunamess í þeim eina til- gangi að éta kjúkling með Óla. Og ÓU skildi það, hann hafði skilið hvað á spýtunni hékk strax og hann fékk bréfið frá Peter fyrir viku. — Forvitni er efcki nema mannleg, sagði Peter og setti upp breitt bros. — Og hjá sakamálarithöfuncH verður forvitnin dyggð, er efcki svo? — Eru ekkj aJIir rithöfundar forvitnir að eðlisfari? sagði Pet- er sér til varnar. í stað þess að svana skrapaði Óli saman snðustu kjúklingsagn- imar á diskinum. sínum, hlóð úr þeim dálítinn haug sem bann ýtti upp á gaífalinn. ÓIi var með óvenju stórt barkakýli, það gekk upp og niður eins og lyfta þegar bann tuggði. Hálsinn sem stóð uppúr fráhnepptri sportskyrtunni var grannur eins og á ungri stúlku. — Ég er feginn að þú skyld- ir koma, sagði hann, — Láttu þér efcki detta annað í hug. Nú var hæðnin á bak og burt. Hann virtist tala í hreinskilni. — í»að hefur verið fjandsiam- lfglg einmanalegt hér í baust. Þ'ú. skilur það sjálfsagt. Stundum getur einveran verið dásamleg, þess á milli bölvar maður henni. Peter kinkaði kolli. Honum var ögn léttara í skapj núna, hann var feginn því að umræð- umar skyldu vera famar að snú- ast frá honum sjálfum og að óla. Það var þægilegra. — Ég hef engan ábætisrétt, sagði Óli og reis á fætur. — Ég er feginn því. Hef aldrej verið mikið fyrir búðinga og gums. — En kaffi skulum við fá. HARGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Sími 42240. Hárgreiðsla — Snyrtingar. Snyrtivörur. Rárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 188 m. hæð (lyfta) Simi 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68. Óli' fór fram í eldhúsið og sýslaðj við kaffikönnu, bolla og diska. Peter hreinsaði úr pípu sinni með brunninni elds/pýtu, stakk síðan pípuhreinsara gegn- um munnstykkið og vonaði að pípan yrð; ekki eins súr og bún hafði verið í lestinni. Gegnum glug.giaT>n sá hann ásinm skjóta upp kryppu langt í burtu, gráleita bungu með köldum og fjandsamlegum lit síðhaustsins Hann hafði dvalizt am skeið á þessum sióðum fyr- ir mörgum árum, þegar hann var kirakki. Hann vissi hvernig ásinn gat litið út á öðrum tím- um árs, svo miklu fegurri og aðgengálegri. Ef til vill var hann allra feg- urstur snemma hausts þegar sumargrænkan fór að leysast upp í mismunandi litbrigði af visnun, eikumar stungu dauf- gulum blöðum sínum inn á milli sígrænna breina barr- trjánna. En hingað í Hjáleigu Ól,a í Hindrunarnesi var naumast hægt að sjá kveðjulit reynitrjánna. Ef til vill gæti Óli séð litarmun úr lerkilundinum, sem stóð nú þarna nakinn og rytjulegur. Á eplatrjánum á grasflötinni héngu enn nokkrar hrukkóttar eftirlegukindur og á krossberja- trjánum héngu litlirj brúnir kjamar og uppþomaðar. frosn- ar leifar af háPfétnuim berrj.uim eftir fuglana. Óli hafði ekki nennt að tína þau þegar þau voru júlírauð. Handan við trjágarðinn var hrossahaginn. En nú var grasið í haganum visnað, hestamir voru hafðir í stallinum á bóndabæn- um. En á sumrin voru þeir í haganuim, hrossalyktin barst inn í stofu til Óla um leið og hann opnaði gluggann. Óli kom aftur framianúr eld- húsinu, hélt á bakka í útréttum höndum. — Viltu taka öskubakkann frá, sagði hann. Peter sleit sig lausan frá út- sýninu og tók burt öskuba.kk- ann sem var fullur af pípu- hreinsurum. — Notarðu sykur? — Nei. þakk fyrir. — Ég fæ mér einn mola; sagði Óli. Óli setti sykur í kaiffið sitt og hrærðj í, Peter bar bolliann að munninum og fór að drekkia. — Ég átti einu sinni heima á þessum slóðum,- sagði hann. — Jæja? — Já, faðir minn vann í Brunnsholti. Ég var ekki nema sex eða sjö ára. Ólí teygði sig eftir konjaks- flöskunni, losaði skrúfaða tapp- ann, bann hafði ekki toeypt sér- lega dýra tegund. Svo kinkaði hann kolii til Peters til merkis um að hann skyldi halda áfram. — Pabbi vann við jámbraut- imar. Ég held hann hafi ekfci verið í Brunnsholti nema eitt ár. Seinna fékk hann betra starf í Stofckhókni. — Kannastu þá lífca við Hindrunames? — Nei, þótt undarlegt sé hef ég aldrei komið hingað fyrr. Óli hellti konjakinu í glös- in, skrúfaði tappann á aftur og setti flöskuna hjá einum borð- fætinum. — Þú þarft svo sem ekki að harma það, sagði hann. — Það get ég fullvisSað þig um. — Kanntu ekkj vel við þig? Þú sagðir það áðan. Óli yppti öxlum. — Þú getiur flutt buirt ef þér sýnist svo. — Get ég það? Getur þú út- vegað íbúð? Þekkirðu nokkum sem vildi skipta á íbúð í Stokk- hólmi og hjáleigu sem er að grotna niður? — Hér er rólegt og friðsælt fyrir rnann sem fæst við skrift- ir. — Já. þafcfca þér fyrir, rólegt og friðsælt. Óli hló en brosið var skælt. Hann hnykkti sér til í sætinu, nú var eins og taugaóstyrkurinn segði aftur til sín. Peter skild- ist að Hindrunaimes væri ekki lengur rólegt og íriðsælt, engin paradís fyrir Óliá lengur. — Ég á við að þú lifir í ná- býli við náttúruna, reyndi Peter. — Já. það er ekkert við nátt- úruna að athuga. Óli fór að trommia taktfast með fingurgómunum í stólarm- inn, órólegur og eirðarlaus. — Verst af öllu er að ég virð- ist ekkj ætla að geta sfcrifað neifct fraimar, sagði bann. — Það geturðu áreiðanlega, sagði Peter. Staðhæfingin útheimti svona svar. — Allir rithöfundar lif.a sin erfiðu tímabil, sagði Peter hugg- andi. Óli hélt áfram að tromma, sagði ekki neitt. — Nú er allt um garð geng- ið, Óli. — Já. sagði Óli loks. Nú er allt um garð gengið. En ekkert nýtt hefur tekið við. Þeir sáfcu þegjandi. Peter var hálfuppgefinn. þrátt fyrir Ijúf- fengan málsverðinn var hann næstum farinn að sjá eftir að hafa farið hingað. Skyndileg hug- detta, bréf, svarbréf og eftir það hefði verið dónalegt af hon- um að fara ekki. — Vert af öllu var að ég var í þann veginn að byrja að skrifa, þegar það gerðist, sagði Ól; og rauf þögnina óvænt. — Einmitt þegar ég ætlaði að faira að byrja á nýrri skáldsögu. Peter leit uppörvandi á hann. — En þú hefur auðvitað lesið um þetta allt í blöðunum, sagði hann dauflega og hvarf aftur inn í þögnina. — Það er engu við það að bæta. — Blöðin segja sjaldan allan sannleikann sagði Peter í til- raunaskyni. — Það var Þá þess vegna sem þú komst liingað. Til að fá að beyra allan sannleifcann. Það var þessi óljósa hugmynd þín. Bros Óla var vingjamlegt og háðslegt ; senn. — Ég er búinn að viðurkenna að ég er forvitinn að eðlisfari, sagði Peter. — En ef þú vilt ekk; tala um það. . . Það er indælt að mega sitja hér og slafca á. Óli teygði sig í sófanum, rétti út höndina og tófcst að ná í skörunginn. Hann rótaði í eld- inum og logamir blöfctu. Peter sner; að eldinum og hann hit- aði í andlitið. Óli setti skörunginn á sinn stað, þurrkaði sér um höndina á buxnaskálminni og deplaði augunum. — Svona bál er alltaf nota- legt, sagði Peter. — Það gætirðu ekki veitt þér í tveggja her- bergja ibúð í Stokkhólmi. Óli svaraði ekki. Yfir nefrót- unum hafði myndazt djúp hrukka, hann starði niður í borð- plötuna. En allt í einu leit hann upp, horfði beint inn í rjótt og búlduleitt andlitið á Peter, sem beið i forvitni og dálítilli óþol- inmæði. — Eins og þú vilt, sagði Óli hranalega. — Ég skal segja frá. Segja allan þennan langþráða sannleika þinn. Þá verður ferð- in ekki til ónýtis hjá þér. Peter lét sem hann tæki ekki eftir kaldhæðninni. — Þú gerir eins og þér sýn- ist, Óli, sagð; hann aðeins og hagTæddi sér ; stólnum. — Á vissan hátt getur það verið gott. Að fá að taia um það. á ég vdð. í stað þess að vera einn og velta þessu fyrir sér frarn og aftur. úr og skartgripir KORNELfUS JÚNSSON skólavordustip: p □ SMURT BRAUÐ □ SNITTUR □ BRAUÐTERTUR BRAUÐHUSIÐ éNACK BÁR Laugavegi 126, við Hlemmtorg. Sítni 24631. 0 n n q camnen meö carmén Carmen töfrar lagningu í hár yðar á 10 mínútum. Hárið verðurfrísklegra og lagningin helzt betur með Carmen. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. . , m. Klapparstíg 26, sími 19800, Rvk. búðin og Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630. P HARPIC er ilmandi elni sem Iireinsar salernisskálina og drepur sýkla Húsráðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI. HILMAR J. H LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.h. c- n Tlffl nnr nsní Ls IUl mÁ ;w/ í;v:-*wí^ HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURIANDS- BRAUT 10 *• SÍMI 83570 & BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. V,tA/i tSMöU MOTORSTILLINGAR HJÓLASIILLINGAR UÖSASTILLINGAR Látið sfilla í tima. 4 Fljót og örugg þjónusta. I 13-10 0 Dömusíðbuxur - Ferða- og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur O.L. Laugavegi 71 — sími 20141. SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavéiar af mörgum stærðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. V ARAHLUTAÞJ ÓNUST A Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði ELDAVÉLAVERKSTÆÐl JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 . Simi 33069 Auglýsingasíminn er 17 500 ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.