Þjóðviljinn - 26.07.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.07.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — SuiKniudaigiur 26. jálí 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýSshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandi: Otgáfufélag Þió5viljans. Framkv.stjóri: EiSur Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulitrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Oiafur lónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Mengun frá Straumsvík þess er skamímt að minnast að fulltrúar stjórnar- flokkanna töldu það hótfyndni eina eða illvilja þegar þingmenn Alþýðubandalagsins og Þjóðvilj- inn vöruðu kröftuglega við mengunarhættu frá Álverksmiðjunni við Straumsvík. Þótt þingmenn stjórnarflokkanna tækju ekkert mark á viðvör- unum Alþýðubandalagsmanna um þessi mál, sem studdar voru niðurstöðum erlendra vísindarann- sókna um mengun frá álverksmiðjum, var þó látið undan að því marki að verksmiðjan var teiknuð þannig að hægt er að setja upp hreinsitæki til varnar flúormengun. En það hefur enn ekki verið gert og virðist eiga að bíða þar til nefnd, sem m.a. fulltrúi verksmiðjunnar á sæti í, hefur stað- fest að mengunin sé orðin hættuleg gróðri, dýr- um og mönnum. Með þessu er verið, eins og seg- ir í ýtarlegri frétt um málið sem Þjóðviljinn birti á fösíudag, verið að leika sér að hættunni. Það er einnig óviðeigandi og óeðlilegt að við slíkt eftirlit hafi verksimiðjan sjálf fulltrúa. Umsagnir forstöðumanns Rannsóknastofnunar iðnaðarins til Alþingis um málið þótti heldur ekki sérstaklega traustvekjandi. Fnam er nú komið m.a. að héraðs- læknirinn í Hafnarfirði hefur talið óæskilegt að barnaheimili yrði starfrækt í nágrenni verksmiðj- unnar, og hætt er við að fleiri hliðar eigi eftir að koma upp á þessu mengunarmáli. Þetta er fyllsta alvörumál enda þótt einn fulltrúi Alþýðu- flokksins í stjómmálaumræðum frá Alþingi nú síðast í vor reyndi að skopast að viðleitni Alþýðu- bandalagsmanna að fyrirbyggja mengunarslys vegna starfsemi Álverksmiðjunnar. Það nær engri átt að hlífa hinu erlenda auðfélagi við að setja upp þau hreinsunartæki þegar í stað, sem talin eru tiltæk, það á ekki að bíða með svo sjálfsagðar varúðarráðstafanir þar til slys hafa af hlotizt. þó það sé óskylt mál, er full þörf að minna á hin ömurlegu vinnuslys sem orðið hafa hvað eftir annað hjá þessu fyrirtæki, Álverksmiðjunni í Straumsvík, og er þess að vænta að hlu'taðeigandi íslenzk stjómarvöld og verkalýðsfélög láti einsk- is ófreistað að efla slysavamir á þessum vinnu- stað sem um marga hluti hefur séstöðu í at- vinnulífinu hér á landi. Verðhækkanast/órn Ekki verður séð að það sé ætlun ríkisstjómar íhaldsins og Alþýðuflokksins að afstýra því að verðhækkanaalda skelli á, verðhækkanir sem í mörgum tilfellum eiga ekkert eða lítið skylt við launahækkanirnar í sumar, dynja yfir dag hvem. Enda er það stefna þessarar ríkisstjórnar að ekki megi skerða „frelsi“ kaupmanna og framleiðenda til að hrifsa til sín allan þann gróða sem þeim er frekast unnt. Tal ríkisstjórnarinnar uim vilja henn- ar til að varðveita kaupmátt launanna er ein- ungis til áróðursbrúks; það er beinlínis stjórnar- stefna í reynd að rænt skuli aftur þeim ávinningi sem verkalýðsfélögin knýja fram í kjaradeilum. — s. Mennfun fréttamanna. aftan á Framstykkið o BÆJARPÓSTURINN hefuir verið beðinn að leiðrétta mis- sögn sjálfs sín í blaðinu sl. miðvikudag. Segir hann þar, að á flestum fréttastofnunum sé það sett að skilyrði, að blaðamenn hafi stúdentspróf eða hliðstæða menntun. I>etta er ekkí rétt. Enda þótt flestir hinna ynigri í blaðamanna- stétt hafi þessa menntun, eru þeir þó nokkrir, sem hafa hvorki stúdentsmenntun, verzl- unarskóla- eða kennarapróf. Bæjarpósturinn vill taka það skýrt fram, að þessi mennt- un þarf alls ekkí að vera forsenda fyrir góðu starfi fréttamanna. og það er ákaf- lega erfitt að setja reglur um menntun þeirra, meðan eng- inn blaðamannaskóli er starf- ræktur hérlendis. í annan stað sagði Bæjar- pósturinn af sama tilefni, að allir fréttamenn sjónvarps hingað til hefðu lokið stúd- entsprófi. Þetta er líka rangt. A.m.k. þrír starfsmenn frétta- stofunnar hafa það ekki. OG ENN er vísan um kvíð- vænlega Kaidadalsför til umræðu hér í Póstinum. Það er Benedikt Gíslason frá Hof- teigi sem orðið hefur í dag: „Þjóðviljinn birti að mín- um tilmælum vísuna gömlu og góðu: „Kvíði ég fyrir Kaldadal" o.s.frv. Tveir menn hafa síðan birt vísuna og ann- ar þeiirra, Baldur Steingríms- son, í Þjóðviljanum og telur sig vera að leiðrétta hana, þar sem ég fari með vísuna þann- ig að haía síðari samstöfuna á undan, en það telur hann ekki rétt. Það er gamalt mál á fslandi, að vísur afbakast í meðförum og ekki á allra færj að leiðrétta þær úr af- bökun, Þá er það kunnugt sem séra Jón skáld á Bæsá sagði um kveðskap Magnús- ar í Viðey Stephensen: „Allt framstykkið var aftan á / datt öfugt. — ó tjón, hryggjumst, dó!“ Ekki hefur a-fbökun á vísum orðið sizt í þeirri grein að setja framstykkið aftan á — og hér kemur nú þessi vísa þannig útleikin frá hendi tveggja manna. sitt í hvoru blaði, og er það Gestur Guð- finnsson sem hefur fram- stykkið aftan á í Alþýðblað- inu, 13. þ.m. Hann getur þó ekki tilefnis að birta vísuna og þykist góður af að vera kominn með framstykkið af vísu aftan á hana. Þessár menn geta séð það við lifla athugun að gerandinn í þess- arj vísu er sá kvíðvænlegi Kaldidalur. og sá Kaldidalur getur verið' hvar sem er í örlögum manna og hafa ýms- ir kallað ævi sína á Kalda- dal sem aldrei hafa á Kalda- dal komið. Vísumar byrja á gerandanum, án undantekn- ingar um rétt kveðna vísu. Ef vísan endaði á gerandan- um sagði Jón skáld á Bæsá að framstykkið værj aftan á og það er að hafa framstyick- ið aftan á. Ég vil ekki birta vísur með framstykkinu aftan á. þótt ég kunni að hafa rek- izt á þær þannig útleiknar. Báðir þessir menn tilfæra vísuna að tilefni ferðar Jóns biskups Vídalíns, hinnar hinztu að Hallbjamarvörðum. Hann fór ekki Kaldadal. held- ur Lyngdalsiheiði og stefndi Uxahryggj til Lundareykja- dals. Þetta er enn að hafa framstykkið aftan á. á hiug- myndafræðinni Ég þakka Báldri Stein- grímssjmi fyrir kuirteislega og fróðlega meðferð á því til- efni er ég gaf með vísu þesis- ari. En við Gesit Guðfinns- son vildi ég segja nokkur orð. Hann ballar „Vísu“-þátt í Al- þýðublaðinu. þar sem hann byriar á að birta þessa vísu með framstykkið aftan á. Rausar hann svo rauðan hausinn um skáldspeki vís- unnar „Yfir kaldan eyðisand“ og hefur enn ekkj komið því i verk að láta framstykkið aftan á. Hann bara segir það um þessa vísu, sem ég sagði í grein um Kristján Jónsson i Jólablaði Þjóðviljans um þessa vísu. Svo viU nú Gestur sýna það að eitthvað svolítið meira geti hann en látið fram- stykkj aftaná vísu og fer að taia um íþróttir skálda j rim- þrautum. Nú tilfærir Gestur: Ég hlaut að stauta blauta braut. þvj bykkjan nokkuð skrykkjótt gekk, íiún hnaut, ég þaut og hraut í laut og hnykk með rykk á skrokkinn fékk. Þetta er meistaralegt! Mörg- um stykkjum bætir Gestur i. m.a. forsetningum framan við ÖH vísuorðin! En vísan er þannig: Hlaut ég stauta hlauta braut, bykkjan skrykkjótt nokknð gékk. Þaut og hnaut, ég hraut í laut. hnykk með rykk á skrokkinn fékk. Ekki færri en 8 villum tekst Gesti að hnoða i 4 vísuorð. og þar á meðal því sem arg- ast er, að brjóta hryninn „nokkuð gekk“. „skrokkinn fékk“ Heiðrekur konungur sagð; „undur og argskap", ég segj það sama Ég læt Gesi hafa vísu sem skaðlaust er þótt hann afbaki: Letrar Gestur Ijóð — og þá líta margir upp — og sjá á hans Ijóða skepnuskrá skottleggina framan á. Benedikt Gíslason frá Hofteigi“ . Hjukrunarfólk hefur veiga- miklu hlutverki að gegna □ Sem kunnugt er var fulltrúafundur Sa’mvinnu hjúkr- unarkvenna á Norðurlöndum (Sygeplejerskers Samar- bejde i Norden) haldinn í Reykjavík fyrir hálfum mán- uði. SSN er bandalag hjúkrunarfélaffanna á Norður- löndum og eru félagsmenn innan vébanda þess um 100 þúsund. Á fundinum voru samþykkt- ar ýtarlegar iagabreytingair, sem miðast fyrst og fremst við að gera sem flestar hjúkrunar- konur — og / að vissu leyti einnig hjúkrunamema — sem virkastar í norrænu samstarfi. í framtíðinni verða ekki hald- in þing eins og tíðkazt. hafa fjórða hvert ár að undanförnu. Þess í stað verður efnt til reglulegra fulltrúafunda á ári hverju, en þeir hafa verið haldnjr annað hvert ár að und- anfömu Á fulltrúafundunum verður starfað í hópum að þeirn verkefnum, sem borin hafa verið upp við stjómina og undirbúin fyrirfram af nefnd f hverju einstöku aðildarlandi. Þessir nýju starfshættir munu auka möguleika á, að einstakar hjúkrunarkonur geti tekið þátt í hinu norræna samstarfi á ýmsum sviðum. Starfstilhögun þeirri, sem nú hefur verið á- kveðin, svipar á margan hátt til skipulags Norðurlandaráðs. Þá var og samþykkt, að stefnuskrá — er miðist bæði við lengra oig skemmra tíma- bil — verði samin hið bráðasta. Að endingu samþykkti full- trúafundurinn ályktun, þar sem m.a. er bent á vandamál þau. sem upp kunna að koma við myndun sameiginlegs norræns -<S> Verjum gróður verndum land vinnumarkaðs fyiir hjúkrunar- konur þann 15 ágúst, svo og , þær afleiðingar, . sem aðild Norðurlanda að Markaðsbanda- laginu (EEC) gæti haft á sjukra- og heilsugæzlu á Norö- uriöndum. Ályktunin er svohljóðandi: „Fulltrúafundur „Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norður- löndum“, sem haldinn var í Reykjavík 10.—11. þessa mán- aðar, samþykkti einróma eftir- farandi ályktun: „Miklar breytingar eru nú og verða á sviði heilsu- og sjúkra- gæzlu á Norðurlöndum. í bví sambandi hafa hjúkrunarkun- ur veigamiklu hlutverki að gegna, bæði gagnvart samfé- laginu í heild og gagnvart hverjum einstaklingi, við al- menna hjúkrun, kennslu og stjómsýslu. Er því mjög mikil-^. vægt, að starfs- og ábyrgðar- svið hjúkrunarkvenna verði skýrt mörkuð, svo og afstaðan til hjúkrunarstarfseminnar í heild. Eru mörg atriði mjög óljós í þessum efnum, ekki að eins fyrir starfshópana sjálfa heldur og yfirvöld, vinnuveit- endur og stjómmálamenn í ályktun fulltrúafundarins 1966 var þegar bent á nauðsyn jiess, að rannsóknir færu fram á þessum vettvangi. Ein forsenda slfkra rann- sókna er m.a. sú, að unnt sé að leita til háskólamenntaðra hjúkrunarkvenna. Er því áríð- andi. að gefinn verði kostur á slíkri menntun á Norðurlönd- Þegar haft er í huga, hve miklar kröfur heilsu- og sjúkragæzla á vorum tímum gerir til þeirra, er þau störf stunda, og sé einnig minnzt þarfarinnar á rannsóknum og þróun á starfssviði hjúkrunar- kvenna, er það undirstöðu- atriði, að Norðurlönd geri auknar kröfur við innritun nemenda í hjúkrunarskóla. Fúlltrúafundur SSN skiorar eindregið á hlutaðeigandi yfir- völd og stafnanir á Norður- löndum, að styðja og veita fé til framkvæmda á framan- greindu rannsóknar- og þró- unarstarfi, þar eð það er mjög mikilvægt að við áætlun og endurbætur á heilbrigðisþjón- ustunni í heild, eins og hún er nú og verður í náinni framtíð. Við umræður á fundinum um sameiginlegan, norrænan vinnumarkað hjúkrunarkvenna var lögð áherzla á mikilvægi þess, að hinar sömu kröfur og eru í gildi á Norðurlöndum verðj lagðar til grundvallar, þegar um það er að ræða að löggilda hjúkrunarkonur, sem hlotið hafa menntún 1 utan Norðurlanda, eða veita þeim viðurkenningu. Heilbrigðisstjóm örg' h'júkr- unarsamtök hvers lands hafi samstarf um eftiriit með því, að kröfum þessum sé fullnægt. Fulltrúalfundurinn vill einn- ig vekja athygli á, hve ó- heppilegt það er að ráða hjúkr- unarkonur frá öðrum löndum með hverjum þeim hætti, er sniðgengur gildandi reglur. Ef svo skyldi fara, að Norð- urlöndin gerist aðilar að Mark- aðsbandalagi Evrópu (EEC) og hinn evrópski vinnumarkaður standi norrænum hjúkrunar- konum opinn, er það mjög að- kallandi, að starfs- og ábyrgð- arsvið hjúkrunarkvenna, svo og sjálf hjúkrunarstörfin, verði nánar skilgreind í heild með rannsóknum. Þar sem kunnugt er um til- lögur Markaðsbandalagsland- anna um lágmarkskröfur á sviði menntunar hjúkrunar- kvenna, beinir fulltrúafundur SSN þeim eindregnu tilmæl- um til ríkisstjóma viðkomandi landa og annarra yfirvalda, svo og til Markaðsbandalagsins og Alþjóðasambands hjúkrunar- kvenna (Intemational Council of Nurses), að þessir aðilar taki saman höndurp um að hindra, að staðall heiísu- og sjúkra- gæzlu fari lækkandi með lé- legri hjúkmnarmenntun.“ Starf hjóna til að veita forstöðu skólahei’.riili í Reykjavík aug- lýsist hér með laust til umsókuar. Umsóknir þurfa að hafa borizt Félagsvnálastofn- un Reyk j avíkurborgar, Vonarstræti 4. fyrir 8. ágúst, næstkomandi. Frekari upplýsingar veitir skrifstofustjóri Félagsmálastofnunarinnar. um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.