Þjóðviljinn - 02.08.1970, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.08.1970, Blaðsíða 3
ekki við Maglietti, heldur fasta viðhaldiS sitt. — Bill Wimbly? sagði ég undrandi. Manninn sem hún hef- ur verið með í mörg ár? En Gwendolyn elskar hann. Hann getur ekki gert hana óhamingju- sama. — Það eru alltaf þeir sem mað- ur elskar sem gera manni lífið leitt. Sjálfsagt heldur Wimbly framhjá Gwendolyn. Væri ég sem þú mundi ég fylgjast nánar með honum. Já. Oft þarf kvenlegt innsæi til að detta það einfaldasta í hug. Og þetta var vissulega mjög ein- falt. Svo ég tek mig til og njósna um Wimbly í viku og kem strax upp um hann. Hann tekur neðan- jarðarlestina til Bayswater, sem er ekki beinlínis bezta hverfið í London, en þar stendur kvenmað- ur undir hverju götuljósi. Kvöld- ið er kalt og ljósin svífa eins og neontungl í brúnni þokunni. Ég tek vel eftir inn í hvaða íbúð Wimbly hverfur, bíð svo á göt- unni, þar til hann fer aftur burt. Til allrar hamingju gerir hann það fljórlega, það sé ég á því lífi sem færist í dömurnar undir Ijósa- staurunum. Mörg andlit birtast í dyragættunum þegar ég geng upp stiga hússins og íbúarnir glápa ófeimnir á mig. Ég hringi, ung, snoppufríð kona opnar og ég segi: — Halló, Ilona! Hún skoðar mig frá hvirfli til ilja. — Þekkjumst við? — Nei, en þið stelpurnar hér heitjð yfirleitt Ilona. — Þetta er of Iangt gengið. Ég heiti Molly og er gift kona. — Ég veita það, elskan. Billy sendi mig. — Af hverju sagðirðu það ekki strax? Hún hleypir mér innfyrir. ' Þáð 'e'fVlhlykt af henni og á höfð- inu trjónar úfinn hnútur úr gulu hári. — Gleymdi hann einhverju? -— Já, skjölunum. Hún er heimsk, en ekki svona heimsk. — Ertu lögga? seg- ir hún kvíðin. — Ég veit ekk- ert. Og þórt ég vissi eitthvað er ég gift honum og ekki skyldug að segja neitt. Hún lítur til dyr- anna ... þær opnast og Wimbly kemur aftur. — Barton! kallar hann, þetta var sannarlega óvænt. — Ég hafði rétt í þessu þann heiður að kynnast konunni þinni, segi ég þurrlega. Wimbly kiprar saman augun. Hann er álitlegur herra með silf- urþræði við gagnaugun og vetrar- brunku í reglulegu andlitinu. Undir bogadreginni efri vörinni leiftra mjallhvítar tennur. Af fimmtugum manni að vera heldur hann sér óvenju vel. — Þú kem- ur þó ekki frá Gwendolyn? spyr hann brosandi. — Nei, ég er hér í viðskiptaerindum. Wimbly nuddar ánægður saman höndun- um. — Það er fínt, Barton. Satt bezt að segja er kerlingin alveg að gera út af við mig. — Hvers vegna segirðu ekki skilið við hana? Wimbly brosir, þokki lians er nær ómótstæðilegur. — Enginn hunzar það sem fellur honum fyr- irhafnarlaust í skaut. Ég nýt sem stendur mikilla forréttinda. — Þú lætur hana sem sagt halda þér uppi sem elskhuga? — Dónaskapurinn í þér Bar- ton! Ég er framkvæmdastjóri og verndari Gwendolyn og skila mínu verki. Konan mín hefur ekkert á móti því, hún græðir jú á því líka. Samt sem áður gæti ég semsamt freistazt til ... Hann snýr sér að konu sinni. — Farðu, góða. Þetta er bara fyrir karlmenn. Molly hverfur. Wimbly kross- Ieggur fæturna. — Hvaða við- skipti varstu að hugsa um? — Ég kaupi sannanirnar og þú Iætur aldrei sjá þig framar hjá Gwendolyn. Þetta er skot út í bláinn, en hittir í mark ... Wim- bly blístrar. — Aha, svo hún hef- ur sagt þér frá sönnununum. Það var sannarlega ekki fallega gert af henni. — Nefndu verðið, Wimbly. En ég vara þig við: Ég vil frá frum- ritin, reyndu ekki að afgreiða mig með Ijósprentunum. Viðskiptun- um verður lokið af í eitt skipti fyrir öll. Það þýðir ekki að reyna fjárkúgun við mig. Hann hristir höfuðið særður. — Eins og ég sé einhver fjárkúgari! Sannanirnar geymi ég í bankanum, Barton, maður verður að hafa einhverja tryggingu. Fram að þessu hef ég samt aldrei notað þær. — Þú lýgur. Nefndu verðið! — Þú vanmetur mig, Barton. Líttu nú á .... Síðan segir hann mér alla ævi- sögu sína, ég get ekki stöðvað hann . . —Ég er mjög hrærð- ur, segi ég að lokum. — Hvað mikið? Wimbly skrúfar fyrir þokkann, og eftir langt samningaþóf kom- um við okkur saman um verðið. Það er mjög hátt. — Síðdegis á morgun kl. þrjú hér heima, segir Wimbly. Victor var staðinn upp og gekk að glugganum. — Það er að verða bjart, sagði ég rámur við einmana veruna, sem sneri bakinu í mig. — Já, það er kominn dagur, svaraði Victor. Hann stóð hreyf- ingarlaus. — Veiztu, hvað ég held, Reg- gie. Ég held þú viljir helzt ekki Ijóstra upp Ieyndarmálinu, af því að tilhugsunin um að þurfa að hafa afskipti af málefnum heims- veldisræfilsins sem Dare greifi 15. freistar þín ekkert sérstaklega. — Ekki þín heldur! — Við verðum að koma okkur saman um hvor á að koma 16. Dare greifanum í heiminn, Reg- gie. — Eigum við að varpa hlut- kesti? — Kannski næsti áfangi verði til að ég ákveði mig. Er hann um lát mömmu? — Nei, fyrst færðu að heyra hvað það var sem Wimbly sagði mér. Því miður tók ég þá ekki eftir, hvað var mikilvægt við sög- una. Fjórði áfangi: Syndajátning Wimblys — Þú vanmetur mig, Barton. Þannig byrjaði Wimblv játningu sína. Líttu nú á, foreldrar mínir voru heiðarlegt fólk ... — Þau snúa sér áreiðanlega við í gröfum sínum. Hlífðu tárakirtl- unum, Wimbly, verðið hækkar ekki þeirra vegna. — Faðir minn var námuverka- maður, heldur Wimbly áfram, eins og ekkert hefði í skorizt. Eng- inn ríkra manna sönur getur í- myndað sér hvað það þýðir. Svört andlit, reykháfar, trjálausar götur, óþrifalegar íbúðir, ógeðslegir leik- vellir í skugga katlahúsanna, stöð- ugt ískrið og hávaðinn frá gufu- hömrunum og flautunum, kola- ryk í lungunum og svíðandi gult eitrið stöðugt í nösunum, það var bernska mín — grá bernska undir sígráum himni. Síðar varð ég múraranemi og komst til Heath- more Abbey. — Hvert? spyr ég furðu losr- inn. Wimbly hlær illgirnislega. — Já, það var ildeilis umbrevt- ing. Ég var fimmtán ára gamall, Surmudatgul, 2. ágúst 1970 — ÞJÓÐVTUJrNN — SÍÐA J hafði aldrei andað að mér hreinu lofti, aldrei séð konu, sem ekki var aumkunarverð, veik eða út- slitin. Djarfasti draumur minn í þeim efnum hafði fram að þessu verið ófríð gleðikona, sem vísaði mér á bug af því að ég átti ekki nóga peninga og æðsti draumur- inn um framtíðina lítið hús með kálhausum og hænsnum í garð- inum ... Og koma svo til Heathmore Abbey, hvílík háðung! Þarna gapti ég eins og aumur liundur: marmaragangar, spegla- salir, herbergi eftir herbergi fullt dýrgripa. Það var ekki einu sinni hægt að ímynda sér verðmætið: bókasafnið, málverkasafnið, veð- reiðahestarnir, garðurinn með rómversku gosbrunnunum. Maður verður agndofa, og þó er þetta ekki allt, því skyndilega birtist hún, raunveruleg greifynja, full- kominn skapnaður, fögur sem gyðja, eðalborin, saklaus sem barn, heldur maður, hrein sem engill, heldur maður ... Ég var að gera við svalirnar, það var sumar og dyrnar voru opnar. Kíktu inn, sagði ég við sjálfan mig, sjáðu hvernig þeir ríku sofa. ILún sat við skrifborð- ið íklædd einhverju gegnsæu úr blúndu og hárið bylgjaðist um axlir hennar. Allt var kremlitað, skrifborðið, vaggan við hliðina á því, teppið, blúndurnar, hárið. Ég stóð eins og barinn hundur ... — Því glápirðu svona á mig, strákur, spurði hún vingjarnlega, — Þú ert svo fölur, ertu svang- ur? Og síðan við þjónustustúlk- una: Gefðu drengnum eitthvað að borða! Og mjólkurglas. Drengnum! Og sjálf virðist hún ekki deginum eldri en ég og ég áreiðanlega höfðinu hærri. Mjólkurglas! Þegar mig þyrstir eftir blóði hennar. Ég veit með sjálfum mér, að þvílíkar verur eru ekki fyrir okkar líka, en á Skrifborðinu Iiggilr kuti, bréfa- hnífur sennilega, með honum mætti skera hana á háls og kveikja svo í húsinu, það væri þeim rétt mátulegt. Wimbly strýkur ennið. Skjáif- hentur hellir hann sér í bjórglas og tæmir það í einum teyg. — Hrein sem engill! segir hann, heldur maður! Og svo fell- ur allt saman, því allt er lygi, allt eru svik. Fyrst kíkti ég í vögg- una og furðaði mig á suðrænu út- Iiti barnsins, þar sem móðirin var ljóshærð og eiginmaðurinn með rauðar Iufsur á höfðinu. Síðan legg ég við hlustirnar og það cr síður en svo erfitt, því umtalið í þorpskránni er endalaust. Það er talað um spaghettíið, sem braut sig á leiðinni í svefnherbergi lafð- innar, um frska þorpið þar sem bastarðurinn fæddist, um Magli- etti kvenfólkið, sem á að hafa far- ið burt og margt fleira. Samt verð ég furðu lostinn þegar ítalinn seg- ir upp í opið geðið á henni, hver sé faðirinn. Það var þannig: Ég var farinn að hlera á svöl- unum líka eftir vinnutíma og ekki árangurslaust, því kvöld nokkurt kemur spaghettíið og fer<s>- að rífast. Hún segir: En við vor- um búin að koma okkur saman um, að þetta væri bezt fyrir alla — Þið hafið drepið dóttur mína, öskraði hann, ég vil fá barnið í staðinn, það tilheyrir mér! Síðan ætlaði hann að ráðast á vögguna, en þá heyrðist mikill hávaði og svaladyrnar brotnuðu. Ég reis upp úr múrrykinu og hentist skjálfandi í rúmið, þar sem ég lét mig dreyma um lafð- ina fögru, Barton. En nú vildi ég ekki lengur skera hana á háls, ég vildi fá liana lifandi. Næsta dag var ég kallaður fyrir lávarðinn, þann fína herra. — Langar þig til að vinna þér inn vasapeninga, Billy? — Já, ég er til í það, Mylord, svara ég. Þú getur svo sem hugsað þér hvað hann vildi mér og ég gerði sem hann bauð, lauk verkinu á þrem tímum og þau fylgdust með mér allan tímann. Svo segir hann. — Þetta var ágædega gert, Billy, og hér liefurðu borgun fyrir hvað þú varst duglegur. En segðu það engum, fólk er svo öfundsjúkt. Síðan þrýstir hann hundrað punda seðli í lófa mér.....Já, hundr- að pundum! Halda þau að ég sé alger asni? Fimm pund hefðu verið hæfileg þóknun sem þjórfé. fimmtíu þúsund hæfileg borgun fyrir að þegja, en hundrað — það er hvorki fugl né fiskur. Ég hefði getað kreist úr honum líf- tóruna, Barton, en mig langaði ekki í peningana hans, það var konan hans sem ég girntist. Ég steig strax fyrsta skrefið. Ég var þá aðeins 15 ára, eins og áður er getið, en í götunni okkar heima lærði maður það sem máli skipti . ... Þú heldur, að ég sé kúgari, Barton? Gott og vel, það er rétt: Ég fór til írlands og píndi sveitalækninn. En ég krafði hann ekki um peninga, aðeins skriflega yfirlýsingu um fæðingu bróður þíns og dauða Nicolettu, sem þessi heiðarlegi gamli læknir hafði á samvizkunni. Svo vann ég áfram — við sjálf- an mig. Fyrst varð ég sendill við Ieikhúsið. Hún var stjarnan. Þetta kveiifólk ykkar stéttar verður jú frægt af skilnuðunum sínum. Sem áður var of mikið djúp staðfest milli okkar, til að ég gæti nálg- azt hana, en ég beið, beið, beið. Ég varð ljósameistari og var iðinn og duglegur, menntaði mig og vann. mig jipp í leikhússtjórnina. ... Ég hugsaði mér, að ein- hverntíma kæmi ég henni á ó- vart, Iéti hana krjúpa mér. En þegar hún kynntist mér, — hún þekkti mig auðvitað ekki aftur, þá varð hún ástfangin af mér! Hún kom til mín af frjálsum vilja, það lá við að það væru mér vonbrigði. . . Ég lét hana halda mér uppi, hún hélt áfram að vera hjá mér, ég misþyrmdi henni, hún var kyrr, ég móðgaði hana opinberlega, hún elskaði mig samt........Þetta var óvið- jafnanlegur sigur! Dag nokkurn sýndi ég henni skjalið sem éc hafði í fórum mínum og neyddi hana til að undirskrifa annað. — Tú, sagði ég, þið gleymduð að túka kvittun fyrir hundrað pund- unum. Nú vil ég fá kvittun frá þér fyrir unnið verk! — Kannski hataði hún mig, en Iá samt með mér þetta kvöld eins og endra- nær. Illmannleg gleði mín yfir þess- um Ijóta leik minnkaði þó með tímanum. Dag nokkum var hún ekki lengur orðin annað en vinna I 30 Afbrigðileg gjöf Ungverski meistarinn Geza Ottlik spilaði fyrir mörgum ár- um mjög afbrigðilega gjöf ig nú fyrir skömmu vildi svo til að hann fékk tækifæri til að sýna kunnáttu sína og leikni i nær alveg sömu gjöf. A Á G 9 4 3 ¥ Á 10 9 ♦ G * Á 8 6 5 A K 7 5 A — V — ¥ KDG8743 ♦ KD10987643 4 5 2 4. 4 4. K D G 10 A D 10 8 6 2 ¥ 6 5 2 ♦ Á * 9 7 3 2 Sagnir: Vestur gefur. Allir á hættu. Vestur Norður Austur Suður 4 4 dobl 4¥ 4A pass pass dobl pass Vestur lét út tígulkónginn og fiimman kom frá Austri. Hvem- ig hélt Ottlik í Suðri á spilun- um til að vinna fjóra spaða hvað sem vömin gerir? Svar: Enda þótt svíningin takist i spaða ættu samkvæmt lög- málinu að vera þrir tapslagir í laufi og tveir í, hjarta. En spilið „lá á borðinu" með þvi að nota „tvöfalt afkast“ tvi- vegis og afkast og trompun i þriðja skiptið. Þegar Suður hefur tekið á tíguilásinn, spilar hann tvívegis trompi og gætti þess að halda eftir tvistinum á hendi og þristinum í börði, svo að tryggt væri að hann kæmi Vestri síðar inn á þriðja og síðasta trompi hans. Ottlik tók nú á laufaásinn og kom Vestri inn í spaðafimmuna. Vestur hélt þá áfram með tígulinn og Suður hafnaði þvi tvivegps að trompa! í þess stað kastaði hann tveim hjörtum úr borðinu og tveim laufum af eigin hendi. Þriðji tígulinn var trompaður í borði, en síðasta laufinu heima kastað. Austur var nú i kastþröng í þessari stöðu: A4 ¥Á 4.865 -¥ KD(G) 4>KD(G) A36 ¥652 Hafi Austur haldið eftir þremur laufum, trompar Suður lauf tvívegis til að fría þriðja laufið í borði: Hafi Austur á hinn bóginn haldið eftir tveim hjörtum, tekur Suður á hjarta- ásinn, trompar lauf heima, síðan hjarta í borðinu til þess að fria hjartað heima (hann kemst inn á síðasta trompið). Afbrigðileg gjöf Og glæsiieg spilamennska. Slæm en augljós skipting Harold Harkarry tókst að vinna þetta spil í undanrásum að einu meistaramóti Banda- ríkjanna. Spilið spilaðist eins og allar hendur lægju á borð- inu. A K 5 3 ¥ D G 10 7 ♦ ÁD876 4» 10 A — A D 10 9 4 ¥ Á K 9 8 6 2 ¥54 ♦ G 10 9 4 4 3 4> 8 7 3 4fc ÁKDG64 A Á G 8 7 6 2 ¥ 3 ♦ K 5 2 4-952 Sagnir: Norður gefur. Austur- Vestur á hættu Vestur 3 4- Norður 1 ¥ 3 A Austur Suður 2 4- 2 A pass 4 A Framhald á bls. 9. Vestur lætur út hjartakóng sem Austur gefur fimmuna í og síðan laufaáttu. Austur tek- ur með gosanum og lætur út hjartafjarka sem Suður tromp- ar. Sagnhafi lætur þá út spaða- tvist sem Vestur kastar hjarta í. Hvernig fór sagnhafinn. Harkavay að því að vinna f jóra spaða hvemig sem vömin er? Athugasemdir um sagnimar Það er ástæða til að fara nokkrum orðum um opnunar- sögn Norðurs; það má virðast undariegt að opna á einu hjarta þegar, edns og hér var, ékki er fylgt þeirri reglu að segja fyrst styttri litinn. Hér er um að ræða undantekningu frá hinni gömlu og góðu reglu að segja fyrst lengri litinn þegar höndin er tvílita, 5-4. Sú undanþága heimilar að segja fyrst hærri litinn þótt hann sé styttri, ef höndin er veik og litlu munar á styrkieika litanna tveggja. Meginhugsunin að baki þessari undanþágureglu er sú að reyna að kbrna í veg fyrir að loka- sögnin verði of há. Núorðið er þessi undantekn- ing annars yfirleitt takmörkuð við þau tilfelli þegar fjórlit- urinn er óvenju sterkur. t.d. Á K G 7 í hjarta í þessu til- vi'ki. HAFNARFJÖRDUR - SENDIBILASTÖD er að Vesturgötu 10, sími 51399 ÓDÝRT*ÓDÝRT'ÓDÝRT»ÓDÝRT*ÓDÝRT»ÓDÝRT* W P O • Pí P o Ödýrar kápur, regnkápur og jakkar, pils og peysur. — Smábamafatnaður og ýmsar smávörur í úrvali. Hjá okkur fáið þið mikið fyrir litla peninga. KYNNIZT VÖRUNUM OG VERÐLAGINU. Verzlunin Njálsgötu 23 (hornið). <& P O • E-< D5 >4 p ÓDÝRT*ÓDÝRT*ÓDÝRT*ÓDÝRT»ÓDÝRT'ÓDÝRT

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.