Þjóðviljinn - 02.08.1970, Page 5

Þjóðviljinn - 02.08.1970, Page 5
Sunnudaigur 2. ágúst 1970 — ÞJÓÐVIIjJ'INN — SÍÐA J kvikm^ndir VERZLUN VIÐ AÐALSTRÆTI Næsta mánudagsmynd Há- skólabíós verður tékkneska myndin Verzlun við Aðal- stræti, og hefjast sýningar á morgun. Margsinnis hefur verið sagt frá myndinni í kvikmynda'þátt- um Þjóðviljans, en hún var sýnd í M.R.-klúbbi 1966. Verzl- un við Aðalstræti hefur orðið einna þekktust hinna nýrri tékknesku mynda, hlaut m.a. Oscars-verðlaunin sem bezta erlenda kvikmyndin sýnd í Bandaríkjunum árið 1966. Hún hefur verið kölluð „máttugasta mynd um gyðingahatur, sem nokkurn tíma hefur verið gerð“. Myndin gerist í litlum slóv- akískum bæ í siðari heámsstyrj- öld. Hlinkafasistarnir ráða lög- um og lofum í bænum, og brátt hefjast þar hreinsanir þ. e. brottflutningur gyðinga til gasklefanna. Smiðurinn Tono, hæglátur alþýðumaður, erskip- aður^yfii- Íiiila hnappaverzlun í eigu gamallar gyðingakonu, Rosaliu að nafni. Hún skilur ekki þessa breyiángu, og lítur á Tono sem aðstoðarmann sinn í verzluninni, sem er í rauninni ekkert nema nafnið eitt. Tono getur ekki fengið af sér að vera harður við gömlu kon- una. Hann reynir í lengstu lög að koma í veg Æyrir að hún fái að vita um hinn mikla harmleik sem fram fer í bæn- um. Hann má ekki til þess hugsa að þessi áttræða kona verði flutt á brott í útrýmingar- búðir nazista. Hann vill hjálpa henni til að dyljast, en hún skilur ekki hvað um er að vera . . . Höfundar myndarinnar, Jan Kadar og Elmar Klos, hafa kallað hana tragi-kómedíu, og má það til sanns vegar færa, því fyrri hluti hennar erhreinn og beinn gamanleikur. Smém saman nær alvaran yfirhönd- inni og það er einmitt þessi tvileikur sem gerir myndina ............................................. ............................- .............. ' — ■»• "wwwwwwtow Verzlun við Aðalstræti. Tono og Rosalia leiðast prúðbúin í lokaatriði myndarinnar; eins konar draumsýn um betri heim. svo álhrifamikla. Aðalstyrkur hennar er þó einfaldleikinn; allt sem þarf að segja um einn mesta harmleik mannkynssög- unnar kemur fram í samskipt- um þeirra Tono og Rósáíiu. Árið 1965 sögðu Kadar og Klos m.a. þetta um mynd sína: „Sagan um „Verzlunina við Að- alstræti“ hefði eins getað átt sér stað í Alábama eda hvar í heimi,- -þar sem fólk er eða hdfur verið beitt kyniþáttamis- rétti. En hvers vegna ættum við að leita langt yfir skairi'mt aftir slíkum dæmum þeigar við höf- um þau svo nálægt okkur? Báðir erum við tengdir býsna sterkum böndum smáheimi venjulegs fólks, sem einnig knýr hvem og einn til að taka siðferðilega og félagslega af- stöðu til oSbeldis, einnig þar bera hinir lingerðu og afskipta- lausu nærri því eins þunga sök og illvirkjamir, sem hljóta að vera í minnihluta. Nú er spurt eilítið skömmustulega tveimur áratuigum eftir stríð, hvemig það hafi getað gerzt, að hópur alræmdra ofbeldis- seggja og ofstæklinga ýtti mannkyninu út í hörmungam- ar. I fcvikmynd okkar reynum við að f inna svar við því hvem- ig það gæti hafa gerzt í smá- bæ í Slóvakíu, og hvernig það gæti gerzt aftur á morgiun — alls staðar". Samvirina tveggja leikstjóra að mörgum myndum er næsta fátítt fyrirbæri í kvikmynda- sögunni. Myndir þeirra Kadars og Klos eru ágæt dæmi um árangursríkt samstarf tveggja manna sem bæta hvor annan upp, ef svo má segja. Þeir hafa gert alls konar myndir, saka- málamyndir, gamanmyndir, svo og myndir alvarilegs eðlis. Oft- lega sýna þessar myndir mann- inn þar sem hann er staddur á erfiðasta stað á lífsbraut sinni og verður að taka stór- ar ákvarðanir. Fyrir skömmu fjallaði kvikmyndasíða Þjóð- viljans um nýjustu mynd þeirra félaga, Það flýtur eitt- hvað á vatninu, sem gerð var samkvæmt tékknesk-bandarísk- um samningi. Augljóst er, að nýbreytni Háskólabíós hefur imælzt vel fyrir hjá borgaribúum. Aðsóknin að Fllugnahöfðingjanum var mjög góð, og þessi tékkneska mynd ætti á aillan hátt að vera til þess fallin að auka hana enn. „Mánudagsmyndim- ar“ hafia farið vel af stað og það má slá því föstu að þessi sjálfsagði þáttur í menndngar- lífinu eflist mjög með Ihaust- inu, er skólamir tatoa til starfa á ný. Bíóið ætti með timan- um að geta eignazt harðan kjarna áhorfenda, sem jafnvel sjónvarpinu væri ómögúlegt að halda hedma á ménudagsfcvöld- um. Ég sfcora á aWa þá sem ekki verða gleypandi ryk sér til heilsutoótar úti á þjóðvegum landsins nú um hélgina, að bregða sér í Hláskólatoíó á morgun. Þ. S. Hotel Scandinavia fullbyggt vorið 1973: Gistmím 1064 í stærsta hótelinu á Norðurlöndum Ida Kaminska, fjá, Gydingaieikhúsinu í Varsjá, í hlutverki KosaMu. Eftir tæp þrjú ár, vorið 1973, verður stærsta gistihús á Norð- urlöndum, Hótel Scandinavia, væntanlega tekið í notkun í Kaupmannahöfn. Að byiggingu hótelsins standa SAS, skandinaviska flugfélagið og ýmsir danskir einkaaðilar og er byggingarkostnaður á- ætlaður 175 miljónir danskra króna eða um 2 miljarðir ís- lenzkra. Þetta verður mi'kið hús, 27 hæðir, og vel í sveit sett á Amákri við mót Amager Boulevard t>g Artillerivej; það- an er stutt leið hvort heldur er á Ráðhústorg eða til Kasit- rup-ffilugvaHar. Sem fyrr var sagt verður Hótel Scandinavia stærsta gisti- hús á Norðurlöndum, gistiher- bergin 533 talsins og gistirúm alls 1064. Á annari hæð hótelbygging- arinnar verður veitingasalur þar sem eldað verður að frönsk- um sið og sæti fyrir 250 gesti; einnig vínstúka, danssalir og veizlusalir sem jöfnum hönd- um mé nota til samkomuhalds og funda. Á 23. hæð verður veitingasalur fyrir 150 gesti sem njóta vilja útsýnis yfir borgina við Sundið. Af öðru sem gert er ráð fyrir að hýst verði innan veggja hótelsins má nefna verzlanadeild mikla, kaffistofu sem rúma mun 300 gesti í sæti, bjórstofu, gufu- baðstofu og sundlaug. ★ Til nýjunga má telja fyrir- hugaða sérstaka aðstöðu fyrir þá farþega sem ferðast með risaþotunum, sem nú eru sem óðast að hefja áætlunarflug- ferðir á langleiðum. Verða inn- réttaðir sérstakir biðsalir fyrir þessa faþega. Nýstofnað Mutaféilag stend- ur fyrir framikvæmdum og er dr. Haldlor Topsöe, varaformað- ur SAS, formaður félagsstjóm,- ar. Verða settir undir herap MADRID 29/7 — Rfkisstjórnin á Spáni kom saman seint í gær- kvöld og var þar að atbeina Francos ákveðið að setja undir heraga hina 3.800 starfsmenn við neðanjarðarbrautina í MadricL, sem efndu til verkfalla í dag, ef þeir sneru ekki til vinnu á nýj- an Ieik. I 4 I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.