Þjóðviljinn - 08.08.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.08.1970, Blaðsíða 10
J Q SlÐA — ÞJÓÐVELJINN — Laugardagur 8. égúst 1970 JULIUS BARK: SEM LINDIN 17 — Já, morð er heldur ó- skemmtilegt, sagði Óli ögrandi. '■— Hvað aatlar herra Lindell að fá? spurði frú Lindfoerg stutt í spuna og teyigði fram hökuna. — Hann getur fengið afgreiðslu strax. Óli hafði engan áhusga á því að láta afgreiða sig á undan öðrum. Frú Lindell hafði átt við það að þeir sem grunaðir væru um morð hefðu forgangs- rétt í biðröðinni. Óli kærði sig ekki um slíkit. Hann felappaði Rölf Jpnsson á herðamar: — Og morðingjann hafið þið héma líka, sagði hann. Rolf vék sér undan, leit á klukkuna í skyndi og hraðaði sér út og í kinnum hans voaru rauðir dílar. — Ég kem seinna, kalHaði hann aftur fyrir sig til frú Lind- berg. Síðan stikaði hann fourt hrað- stígur. Óli horfði á eftir honum og sneri sér síðan að foinuim. — Vissuð þér ekiki að það er skólastjórinn okkar sem er sek- ur? sagði hann og hoilfði fast á frú Lindberg. — Uss, uss, sagði frú Lind- berg en gat þó ekki stlilt sdg um að hlæja ögn. Samfestingsklæddi náunginn 'tdk undir. Hanh var ef til viil ekki sériega hrifinn af skóla- mönnum. 1 — Skólastjóranum okkar dytti aldrei í hug að gera neitt slíkt, sagðd kvenmaður með barða- stóran- stráhatt. Hún vafði að sér rauðri káp- unni, færði yfirfuilt innkaupa- netið í hina höndina og leit órólega til dyaa. Fyrir utan heyrðist reiðilegt gelt í hundi. — Það er eins gott að tala varlega, sagði Óli. — Strömpóli var um daginn að segja frá til- HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntnngu 31. Síml 42240. Hárgreiðsla — Snyrtingar. Snyrtivörnr. Hárgreiðsln- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 188 m. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68. viki í Ameríku sem hann hafði lesið um. Það kom á daginn að morðinginn var liprasti og alúðlegasti skólastjóri sem hugs- azt gat og engum hefði dottið í hug að gruna. Hann var vanur að myrða dálitið í sumarleyfinu til að lSfga upp á glleðisnauða tilveru sína. Sumir viðstaddir hlógu. — Auk þess sáu, ástfangin hjónaleysi Jonssion skólastjóra á vakkii ■ í kringum tjamirnar í gærkvöldi. Allt í einu varð alger þögn. Það var eins og fólk væri á báðum áttum, vissi ekki hverju það ætti að trúa. Ef til vill rataðist sérvitrum rithöfundi stundum satt á mumn? — Nú er g komið, sagði einn af þeim sem biðu, náungi með ístru ng gyllta silfumál. — Samnleitourinn er sá að Jonsson skólastjóri var í gærkvöldi á fundi í skólastjórninni frá klukk- an sjö til klukkan ellefu. Ég segi þetta bara til þess að eng- inn taki þetta bull alvarlega. — Mér datt það aldrei í hug, sagði frú Lindberg. — Jonsson skólastjóri er svo vandaður og góðhjartaður maður. Og góðu-r við.skiptavinur. Síðustu orðin átti 01 i að taka til sín. Hann var ekki sérlega góður viðskiptayihUr. Hann dró oft vifcum saman að borga skuld- ir sínar. í. þessuim svilfum kom Adrian KHingfelt inn 'að spyrja um Stoktohólmsblað. Þau hefðu átt að koma með morgumlestinni. — Þú getur reyndar staðfest þetta, Adrian, sagði maðurinn með ístruna og silfurnálina. — Hvað get ég staðfest? — Að Jonsson skölastjóri hafi verið á fundinum í gærkvöldi. Þú varst þar sjálfur. ' — Já, auðvitað. Hvers vegna það? — Viss maður heldur því fram að skólastjórinn ... já, að skóla- stjórinn hafi átt einhverja að- ild að dauða Borgs. — Síður en svo! Óli gréip fram í. Ég er bara að koma af stað fölskum orörómi til að leiða lögregluna á villigötur. Ég veit nefnilega hver " raunverulegi morðinginn er. Það varð dauðaþögn. Frú Lind- berg leit í kringum sig. Var Óli að gera að gamnd sínu, galgopinn sá ama, eða var honum alvara? Óli sneri sér með hægð að Adrian Klimgfelt. En Adrian virtist skemmt. Hann þekkti Óla Lindell, kannaðist við galgopa- skap hans og vissi að hann þurlfiti alltaf að láta á sér bera. Óli átti það til að glensast við hann: spurði iðulega Adrian hvers vegna hann fengi enn að ganga laus, hvers vegna lögregl- an væri ekki fyrir löngu búin að taika hann fastan fyrir fjár- kúgun, fjárdrátt, njósnir eða ó- siðlega hegðun. Adrian Klingfelt, var Óli van- ur að segja, þú hefur nógu lengi komir*: upp méð þetta. Það er reglulega ljótt að láta bæjarfé- lagið borga fyrir byggingu á loftköstulum. Og það kemuir að því, Adrian Klingfelt, að ég legg fram óyggjandi sannamir fyrir svikum þínum. Þá verður þú settur inn og óg giffitást Mimi. Er það ekki Mimi? Þá var Mimi vön að hlæja hátt og segja: — Góði Adrian, geturðu elckí þaggað niður í hon- um? En Adrian varð sjaldan orð- laus: Bíddu bara þamgað til ég kem upp um bókmenntahneyksl- ið. Við nánari athugun kom á daginn að þekktur, tja, svolítið þekktu-r rithöfundur, hefur gert sig sekan um ritstuld í stórum stíl. Hirt heila kafla, sögiuiþráð og persónur í verkum gamalla og stórfrægra skálda. Og svo hlógu þeir báðir, skemmtu sér yfir þessum gapa- skap. Adrian var jafnleikimn í þessu og Óli. Að þessu leyti var reginmunur á Rolf og Adrian. Þegar Rolf tók allt hátíðlega og setti upp hundshaus, gat Adrian hlegið og allt hripaði af honum. Og þannig gekk það einmitt til í búðinni hjá frú Lindfoerg. Adriian Klingfelt klappaði Óla á herðamar í vinsemd, rétt eins og hann væri baldinn strákur en bezta skinn. — Þetta er ágætt, sagði Adri- an. — Gerðu bara að gamni þínu, Óli. En ég má ekki vera að því að tala um morð eða nokkuð annað þessa stundina. Ég á að mæta á fundi eftir fimm mínútur. Góða firú Lindberg, get ég fengið blaðið mitt. Hann fékk blaðið sitt og fór. Óli gekk á eftir honum. Á gang- stéttinni greip hann í handlegg- inn á honum. — Þú skalt ekki hailda að þetta sé eintóm vitleysa sem ég er að segja, Adrian. Ég vedt fover morðinginn er og þú veizt það líka. — Hættu í guðanna bænum. Var Ádrian í þann vegimn að missa þolinmæðina? Það væri stórsigur. Óli gekk lengra. — Ég skal fletta ofan af þér, Adrian, sagði hann alvarlegur í bragði. Mig vantar aðeins fó- einar sammanir í viðbót. Og þá máttu vara þig. Þá kom hlátur Adrians, hávær og hressilegur. — Þetta er ágætt, Óli. Ég kann vel við þig, það veiztu. Okkur semur ágætlega. En nú verð ég að flýta mér. Adrian tróð sér inn í Amazon- bílinn og ók af stað. Hann veif- aði glaðlega til Óla sem stóð eftir og gerði krossmark fyrir sér þegar bíllinn þaut framhjá. Hundrað metrum neðar við Aðalstræti hemlaði Adrian, rak höfiuðið út um gluggann og veif- aði. Óli sá Mimi koma út úr nýlenduvörubúð Mellgrens, sá hana trítla kringum bilinn og setjast við hliðina á Adrian í framsætinu. Adrian steig á ben- sínið, bíllínn hvarf fyrir homið. Óli horfði á eftir þeim: átti Adrian í raun og veru skilið að fá að búa með Mimi hinni fögru? En þannig var þetta nú einu sinni, jafnvel Hinrik VIII í litlu sveitaþorpi hafði vald til þess að útvega sér þá brúði sem hann sóttist eftir. Og hafði efni á að halda henni uppi. En gat Adrian i rauninni veitt konu sinmi það sem hún verð- skuldaði? Leyfðu störf hans í þágu bæjarfélagsins að hann mæti hana að verðleikum? Óli sá að þeir sem framhjá honum gengu góndu á hanm. leynt og ljóst. Hann hraðaðd sér að bílnum sínum, ræsti vélina og kom sér af stað. Hann fór yfir hámarfcs- hraðann á Aðalstræti, en Ström- póli og hinir höfðu um annað að hugsa. 12. — Hefurðu nokkum tíma verið tóbakslaus? . spurði Óli. — Ætli það etoki, sagði Peter. — Af hverju spyrðu um það? — Þegar ég þaut á eftir Adri- an út úr tóbaksbúðinni gleymdi ég því að ég hafði farið þangað inn til að kaupa tóbak. Ég mundi ekki eftir því fyrr an ég var kominn heim og þá var orðið áliðið. Ég hafði ekki geð í mér txl að aka til baka, treysti mér ekki til að mæta öllu þessu forvitna fólki einu sinní enn. — Frekar vildirðu vera tóbaks- laus. — Já, ég fann nakkur kom, þurr og gleymd í postulíns- krutoku. Ég skammtaði þau og ákvað að þau skyldu duga mér allan daginn. Og þannig var nú ástatt fyrir mér. Gerðu þér í hv.garlund: ég hafði uppgötvað morð, gert lögreglunni aðvart, verið grunaður um morðið bæði af rannsófcnarfulltrúanum og al- menningi, en það sem angraði mig mest var það að ég gat ekki fengið mér almennilega pípu. Nú blés Óli frá sér stórum rcykjarsúlum, rétt eins og um- hugsunin um þennan reykllausa dag gerði pípuna enn eftirsókn- arverðari. Frammistöðustúlkan leit inn í salinn til að aðgæta hvort nokkrir nýir gestir hefðu komið. Svo var ekki, en Peter veifaði henni og bað um að fá að borga. Óli fálmaði eftir vesk- inu en Peter sagðist endilega vilja borga veizluna. Frammi- stöðustúlkan horfði ekki sérlega mikið á Peter, það var óvíst að hún hefði komið í tóbaksbúðina hjá frú Lindgren. — Vai-stu heima allan daginn og kvöldið, spurði Peter þegar hann var búinn að borga og stinga skiptimyntinni í jakka- vasann. — Já. — Og hvað gerðirðu? — Ekki neitt. Alls ek'ki neitt. Ég fór að lesa, tók bók eftir bók niður úr skápnum og reyndi að einbeita huganum að ein- hverri þeirra. Það tókst ekki. Ég kveikti á útvarpinu svo að hljómlistin gæti dregið úr ein- manialeikanum. Svo lá ég ofan á rúminu, horfði -upp í loftið og rýndi í dötokleitan rakablett sem þar var sýnilegur. , Hver býður betur? Það er hjá okkur sem þið getið fengið AXMINSTER teppi með aðeins 10% útborgun. AXMINSTER — annað ekki. t m m i y ANNAÐ E KKI Grensásvegi 8 — sími 30676. Laugavegi 45 B — sími 26280. HARPIC er flmandi efni sem hreinsar salernisskálina og drepur sýkla Húsrúðendur! \ Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI. HILMAR J. H. LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.K. liilliilliiiiiiiiiIiíi!iiii!ili!lil!li!!!Siíiiliiiiií!liiiiiill!iiíiiií!!iiiííi!liH!!!lll!!iiiíiiiii!ií!li!ií!il!ii!iiiíiililil!ii!li{ilSii!l HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS- BRAUT 10 * SÍMI 83570 & wm BILASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. MOTORSTILLtNGAR HJÖLASTILLINGAR LJÚSASTILLINCAR LátiS stilla i tima. Fljót og örugg þjónusfa. 13-10 0 AH * Dömusíðbuxur — Ferða- og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur O.L • — Laugavegi 71 — sími 20141. SÓLÓ-elduvélur Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum sfserðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. V ARAHLUT AÞ J ÓNUST A. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði ELDAVÉLAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 - Sími 33069 Volkswageneigendur Höfum fyrirfoggjandi BRETTl — HURÐIR _ VÉLALOK og GEYMSLULOK á Volkswagen 1 allflestum litum. — Skiptum á einum degj með dagsfyrirvara fyrlr ákveKW verð - REVNIÐ VIÐSKTPTTN. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtí 25 — Sími 19099 og 20988. Auglýsingasíminn er 17 500 ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.