Þjóðviljinn - 14.08.1970, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.08.1970, Blaðsíða 1
Föstudagur 14. ágúst 1970 — 35. árgangur—181. tölublað Stjórnarflokkarnir hefja viðræður um kosningar □ I fréttum útvarpsins í gærkvöld var frá þvl skýrt, að stjjómarflokk- arnir, Sfálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn, hefðu I gær á- kveðið að hefja formlegar viðræð- ur um það, hvenær kosningar til alþingis verði látnar fara fram. Táknar það væntanlega. að flokk- arnir hafi nú ákveðið að rjúfa þing og efna til kosninga í haust. □ Útvarpið haíði það eftir for- manni Alþýðuflokksins, Gylfa Þ. Gíslasyni ráðherra, að á fundi miðstjórnar Alþýðuflokksins í gær hefði verið samþykkt að fela ráð- herrum flokksins ásamt formanni og varaformanni framkvæmda- stjórnar að taka þát't í þessum við- ræðum við Sjálfstæðisflokkinn fyrir hönd flokksins. □ Þá sagði útvarpið og, að á fundi miðstjórnar og þingmanna Sjálf- stæðismanna, er einnig var hald- inn í gær, hefði verið gerð sams- konar samþykkt og hjá Alþýðu- flokknum. Fornfáleg bryggja í Flatey á BreiðafírSi Hún er orðin heldiur léleg, bryggjan í Flatey og hrifetist og slkellfur þegar á hana kem- ur einhiver mannfjöldi, eins og oft er um helgiar, þegar Baldur hefiur þangað áætlun- anferðjr. Er hætt við, ef ekki verður að gert, að þarna geti orðið stórslys einhvem ferða- mannadaiginn, og er áhugi á því í eynni að reynt verði að gera við bryggjuna. En eyjar- skeggjar eru fáir, ek'ki nema um 20 manns, sem þar búa allan ársins hring, og hætt við að bryggjusmíði yrði þeim dýr framlkvæmd. Á sumrin er hins vegar nokk- uð fjölmennt í Flatey, log t>ft líf og fjör, var m.a.s. slegið þar upp balli i gamla sam- komuhúsinu um verzlunar- mannahelgina, en slíkt þykir í frásögiur færandi í Breiða- fjarðareyjunum nú til dags. Eini báturinn, sem nú er gerður út frá Flatey, Konráð, sést hér liggja við bryggju, en húsið í baksýn er Ifrysti- húsið, sem lokið var við að byggja rétt urn það leyti sem útgerð lagðist þar niður að mestu leyti og meirihlutd íbúanna fluttist burt, og hefwr húsið aldrei verið notað sem frystiihús. Siglfiriingar hafa samii um smíii skuttogara hjá Stálvík — fyrsta skuttogskipið sem smíðað er innanlands ráðstefna á Suðurfandi Kj ördæmisráSstefna Al- þýðubandalagsins á Suöur- lándi verður haldin í Iön- skóláhúsinu á Selfossi n.k. sunnudag og hefst fund- urinn kl. 13.30 e.h. ¥ Á fundinum verður rætt um starfið í kjördæminu og framboð Alþýðubandalags- ins á Suðurlandi við næstu Alþingiskosningar. Þá munu fara fram umræöur um stjómmálaástandið. ★ Gestur fundarins verður Jón Snorri Þorleifsson for- maður Trésmiðafélags K- víkur. ★ Auk fulltrúa í kjördæmis- ráði eru allir Alþýðubanda- lagsmenn í Suðurlandskjör- dæmi velkomnir á fundinin. Nýtt pósthús í Vesturbœnum ★ í vesturenda hússins á mynd- inni verður opnað nýtt póst- útibú fyrir Vesturbæinga í kringum mánaðamótin. Hús þetta er á homi Nesvegar og Hofsvallagötu og hefur hluti þess verið tekinn á leigu fyrir póstútibú. A.m.k. tveir menn munu starfa í útibúinu, auk ailmargra bréfbera. Þctta verður fjórða póstúti- búið í Reykjavík: htn eru á Eangholisvegi 82, Eaugavegi 120 og Laugavegi 116. Einnig hefur verið opnað póstútibú á Seltjarnarnesi. Þormóður rammi h.f., sem Síldarverksmiðjur ríkisins og Siglufjaröarkaupsitaður standa að sameiginiega, hefur samið við skipasmíða- stöðina Stálvík h.f. í Garða- hreppi um smíði rösklega 500 rúmlesta skuttogara af nýjustu gerö. Mun það vera fyrsti samningur sem gerð- ur er innanlands um smíði á skuttogskipi og er jafn- framt stærsta verkefni sem Stálvík hefur samið um fram að þessu. Samnin.guirinn var undirritað- ur í fyrradag, 12. á-gúst, en hlutafélagið Þormóður rammi var stofnað fyrir tveim mánuð- um. Hljóðar samningurinn um smíðina upp á 69,5 miljónir k-r. og er þá reiknað með að skipið sé atfihent með öllum siglinga- og fiskileiitartækjum. Gert er ráð fyrir að smíði skipsins taki 15 mánuði. Stjórnarmenn Stálvíkur, þeir Friðrik A. Jónsson, Jón Sveins- son og Sigurður Sveinbjömsson skýrðu frá samningnum og fyr- irhugaðri smíði skipsins á blaða- mianmafundi í gær og lýsti Jón togaranum sem verður röskar 500 rúmlestir að stærð, skv. gamla mælingakerfinu. 46 metra langur og 9 metra breiður. Hann verður tveggja þilfara, knúinn 1750 ha dieselvél, með skipti- skrúfu og skrúfuspymu, en það er hringlaga hlíf um skrúfuna sem eykur togkraft skipsins svo hann verður á við togkraft 2000 ha vélar án slíkrar skrúfuhlífar. Verður þetta fyrsta skip hér- lendis með þessari skrúfu- spyrnu. Vinnu- og aðgerðapláss tog- arans er undir efra þilfari og er fiskur fluttur úr skut fram að lestarlúgum á faéribandi, sem um leið er hreyfanlegt vinnu- j borð. Fer aðgerð þannig fram j í lokuðu og upphituðu rými. i Tvær kældar lesta.r verða í tog- aranum, útbúnar fyrir stíur og hillur og/eða fiskikassa, sam- talg 37o rúmmetrar að stærð, en í stafni eru 30 rúmmetra lifr- airgeymslur. Venjuleigur ganghraði skipsins verður 13 sjóimílur, en í útboði er reiknað með 18 daga veiði- ferðum. Áhöfn verður 12 manns, en vistairverur eru fyrir 16. Tog- arinn verður búinn ölbum nýj- usfcu tækjum m.a. tækjum, sem mæla dýpið sem fisikurirm er á, og vörpusjá, sem gerir kleift að fylgjast með í hvaða hæð vörpuopið er í sjó, og er þá hægt að stilla vörpuna á það dýpi sem fiskurinn h-eldur sig á og á hann þá ekki að eiga und- ankomu auðið. Togskipið er fyrst og fremst miðað við botnvörpu- og flot- vörpuveiðar og er’ smíðað eftir teikningu frá fyrirtækinu Pro- pulsion í Hollandi. Má geta þess hér, að á nýafstaðinni FÁO ráðstefnu hér í Reýkjavík Framhald á 3. síðu. Teikning af togskipinu sem Stálvík mnn smíða íyrir Siglíirðinga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.