Þjóðviljinn - 14.08.1970, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.08.1970, Blaðsíða 8
g— ÞJÓÐ'VTLJINN — Föstudagur 14. ágúst 1970 JULIUS BARK: SEM LINDIN — Auðvitað ekki. — Sem sagt, hélt Bernhards- son. — Það var ekkert kióramín þar — lengur. — Hvað eigið þér við? — Ekki neitt; aðeins það að það hefði getað verið þar ein- hvem tíma. Óli var að því kominn að rjúka upp aftur, en í sömu svif- um var hurðinni hrundið upp og Frösell kom þjótandi. Hann var eldrauður í framan af geðs- hræringu. — Bernhardsson, stamaði hann — Litið á! Sjáið hvað ég fann! Hann hélt á hlut í hendinni, nokkurra desímetra lön,gum, brúnum karl man nsskó. Hann setti skóinn varlega á mitt borð- ið fyrir framan Bemhardsson, ljómaði að loknu afreki eins og ánægður rakki, það vantaði að- edns rólfíuna til að dingia. Bemhardbsion leit á skóinn sem var útjaskaður og þurfti viðgerðar við. RannsófcnarMl- trúinn virtist ekki sérlega glað- ur yfir fundinum, né yfir þvi að Frösell skyldi ónáða hann í miðri yfirheyrslunni. Hann góndi upp til Frösells sem virtist standa og bíða eftir hrósi. — Hvar .fannstu hann? spurði hann. — 1 farangursgeymslunni, svar- aði Frösell í sfcyndi og brosti við. , Þrenn augu störðu á Óla: augu Bemhardssons, Strömpóla og Frösells, hin síðast nefndu með sigurhrós í svipnum. — Ég hef aldrei fyrr séð þenn- an skó, sagði Oli lágt og reiði- lega. , Þetta lét ekki sannfaerandi í eyrum, jafnvel þótt það væri satt. — Segðu sannleikann, Öli, sagði Strómpóli. Óli þagði. Hann hafði sagt sannleikann. — Óli, sárbændi Strömpóli. — Gefðu skýringu á hvers vegna hann var þama. — Ég veit það elcki, tókst Óla að stynja udd. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 188 m. hæð (lyfta) Síml 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68. Bernhardsson sagði ekfcert. Allt í einu reis hann á fætur og gekfc til dyra. — Ström tekur skóinn með sér, sagði hann á leiðinni. — Og Frösell fer aftur að bílnum. Bernhardsson nam staðar, sneri sér að FröselL — Ég minnist þess ekki að hafa gefið lögregtuþjóninum fyrirmæji um að fára af verð- inum, sagði hann og snerist á hæili. Hundslegur ánægjusvipurinn á Fröseli breyttist samstundis, munnvikin sigu, rófan lyppað- ist niður, i stað þess að fá klapp og sytourmola, var sparkað í hann. Peter Ullman stöðvaði frásögn Óla. Frammistöðustúlkan kom inn með öl, hellti í glösin og lagði á borð diska og munn- þurrkur. Óli sat þögull og fylgd- ist með hreyfingum hennar. — Þetta hlýtur að vera nýreist hótel, sagði Peter til að þögnin virtist ekki óeðlileg. Friammistöðustúlkan rétti úr sér og nam athugasemdina. Henni fannst það dálítið óþægilegt þeg- ar samræðum við borðið var haldið áfram meðan hún var að leggja á borð eða bera fram matinn. — Það var vígt fyrir þrem árum, sagði hún. — Viðkunnanlegur staður, sagði Peter. — Gestir okkar kunna vel við sig, sagði framreiðslustúlkan, sem var móðurleg og miðaldra og hafði trúlega starfað árum saman á gömlu kránni, timbur- húsinu með glerveggnum, sem orðið hafði að víkja fyrir ný- byggingunni. — Það er langt síðan herra LindeU hefur komið hingað, sagðd hún síðan og ledt á Óla. — Já, rétt er það. Óli hrökk upp firá hugsunum sínum. — Jú, það er orðið langt síðan. Nú var framreiðslustúlkan bú- in að hagræða öllu á borðinu. — Salatið kemur rétt strax, sagði hún og fór aftur fram í eldhúsið. Hún strauk með pentudúknum yfir fáein borð í leiðinni, tæmdi öskubakka í fötu sem stóð hjá súlu . og var af geispuigerðinni. Peter horfði á eftir henni, síðan beindi hann athyglinni að Óla. — Var þetta skór Gæsars? spurði hann. — Já, sagði Óli og kdnkaði fcolli. — Vissirðu það strax? — Já. Ég þekfcti hann aftur. Ég laug því að ég hefði aldrei séð hann fyrr. En ég laug ekki þegar ég sagði að ég vissi efcki hvemdig hann hefði komizt í far- angursgeymsluna i bílnum mín- ram. — Hvernág hafði hann komizt þangað? Ég man ekki tál að þetta ha)fd verið til umræðu við réttarhöldin, sagði Peter og þótt- ist vita minna en hann gerði í raun og veru.' — Jú, það var minnzt á það, sagði Óli. — En tökum fyrir eitt í einu. Ég tek þetta allt í réttri tímaröð. Fyrist urðu lögregHu- mennimir þrír að komast út úr hjáleigunni. — Það gefur auga leið, sagði Peter. Hann virtist vera dálítið óþolinmóður. — Má vera, svaraði Óli. Þeir fóru líka, þegar Bemhardsson hafði árninnt mig um að fara ekki neitt að heiman. Ég svar- aöi hranaiega að ég færi þangað sem mér sýndist þegar mér sýndist. En eins og væri hefði ég engar áætlanir um að fára frá Hindrunamesi. — Og Strömpóli, hvernig brést hann við skófundinum? — Honum var dálítil vorkunn. Hann vissi ekki hvort hann ætti að vera vinsamlegur áfram, eða setja upp formlegan embættis- mannssvip. Útkoman varð eins konar miUistig milli höfuðbeygju og stirðlegrar hneigingar. — Og Frösell? — Já, greyskinnið, hann sýnd- ist ósköp kvíðínn. Hann var sennilega hundskammaður þegar þeir voru komnir úr heymar- máli. — Og þú sjálfiur, hvað varst þú að hugsa? Óli fitlaði við gaffalinn, lét hann halda jafnvægi á vdsifingr- inum og smella við diskinn. — Ég lagði saman tvo og tvo, slönguna og skóinn. Sá sem myrti Cæsar hafði líka faert hann úr skónum, og um leið og hann festi slönguna í bílinn minn, hefur hann sett skóinn í farangursgeymsluna til að leiða lögregluna á villigötur. — Bkki sem verst, sagði Peter og kinkaði kolli. — Svo var spumingin hver það var, sagði Óli íhugandi. — Þá stundina bölvaði ég öllu sem hét lögregla. Lögreglan hafði mig grunaðan en lét hinn raunveru- lega morðingja ganga lausan og reyna óáreittan að koma mér fyrir kattarnaf. — Ég get gert mér í hugar- lund hvemig þér hefur liðið, sagði Peter. — Það er ég ekki viss um. Geturðu gert þér í hugaiiund hvernig það er að vera viliibráð á flótta undan veíðimönnum, á eftir eru rekstrarmennirnir, skyttumar bíða framundan, hvergi.ei’ undankomuleiö, hvergi smuga. Framreiðslustúlkan kom inn um dyrnar sem lágu fram í eld- húsið. Óli þagnaði. Hún hélt á tveim glersfcálum, ljósbrúnu sal- ati, skreyttu grænum þlöðum og rauðbleikum rækjum. Hún setti skálamar fyrir framan þá og sagði: — Verði ykkur að góðu. Peter bragðaði á salatinu; það smafckaðist vel.^Hann fann hví- lík andstæða hlaut að vera milli þess að vera villibráðin Óli og snæða ljúffenga máltíð á hótel- inu í Hindrunamesi. Hann sagði Óla að hann skyldi matast í friði og ró og segja frá á eftir, en Óli var ákafur. — Ég held áfram, sagði hann. — Þú skalt borða. Ég man allt svo vel núna. — Bins og þú vilt, sagði Peter Og stakk kúfaðri skeið upp í sig. — Það fyrsta sem ég gerði þegar lögreglubíUinn var horfinn af hlaðinu, var að þjóta út og athuga hvort garðslangan mín væri þar enn. — Og það var hún ekfci, sagði Peter milli þess sem hann kyngdi. — Nei, ekki öll slangan að minnsta kosti. Dálítill stúfur var eftir, hékk eins og háðsmerki á vatnskrananum. Og annan bút fann ég seinna sem hafði verið fleygt milli berjarunna. Garð- skærin lágu þar hjá og glenntu sig. Og þama stóð ég með bút- ana í höndunum og grunsemdir mínar fóru að tafca á sig ákveðna mýnd. — Má ég gizka á? spurði Peter og þurrkaði sér um munninn. — Gizfcaðu. — Rolf Jonsson, skólastjórinn. Eiginmaður Sivjar? — Já, hver annar? Það þurfti ekki annað en leggja saman tvo og tvo. Hann hafði komið til að sækja Siv, létið bílinn sinn standa á hlaðinu kvöldið áður, við hliðina á mínum. Þá hafði hann getað gert þetta, ef til vill hafði hann ékið ljóslaus í hlað, slökkt á vélinni í beygjunni og látið hann renna niður hallann. Og' þegar ég hugsaði mdg um, minntist ég þess ekki að hafa heyrt bíl nál'gast áður en Rolf barði að dyrum. — Þá hefur hann ef til vill séð kossinn? greip Peter fram í. — Má vera, sagði Óli, Ef til viH stóð hann fyrir utan og gægðist inn, kom auga á slöng- una og rifjaði um leið upp skólakunnáttu sína í eðlisfræði. Kolsýrinigur getur. verið ban- vænn; það var auðvelt fyrir hann að koma þessu í kring. — Þetta vom líkur, sagði Pet- er. — Hafðirðu nokkrar sann- anir? — ’Ég veit ekki hvort dómstóll hefði tekið þær til gi’eina, en það var nú til að mynda sand- urinn á jakkanum hans, sem Siv burstaði burt. Sjálfur sagðist hann hafa hrasað, en hann hefði líka getað skriðið um hlaðið, skriðið undir bílinn minn án þess að taka eftir því að hann hefði feijgið á sig, sand. Það var dimmt. Já, ég þóttist muna að hann hefði sýnzt ringlaður þegar Siv burstaði af honum sandinn, undrandi og ringlaður. En hann áttaði sig í skyndi, hann var þjálfaður í slíku, þaul- vanur að standa andspænis nem- endahópi. Hann kunni að stilla sig. — Ég skil þessa rölcsemda- færslu þína, sagði Peter. — Þeg- ar hann var búinn að festa slönguna, kveikti hann á bílljós- unum, svo að allt sýndist eðH- legra og síðan barði hann að dymm. En tilefnið? Hvers vegna? Hvað átti hann sökótt við Cæsar? Ég hefði skilið að hann vildi þig feigan, en Cæsar? Hver býður betur? Það er hjá okkur sem þið getið fengið AXMINSTER teppi með aðeins 10% útborgun. AXMINSTER — annað ekki. AXMINSTER , ANNAÐ EKKI Grensásvegi 8 — sími 30676. Laugavegi 45 B — sími 26280. IIARPIC er Ilmandl efni sem Bareinsar salernisskálina og drepnr sýkla Húsrúðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI HILMAR J. H LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 — til klj 22 e.h. i!i!lllii!íilii!!!ll!i!!iliii)iliiiliiI!illilii!ililiii'!li!Slil!illiliiiíi!ílil'!liií»liíii!iiiiiliiiil!iiíiiiiiili!iiS!inil!IÍ!i!i!Hlii!l m HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS- BRAUT 10 *■ SÍMI 83570 illmlil!i!liil!li!!!i!!i!liÍ!H!!ÍI!!!i!!!!l!ilí!n!íii!Íiii!!!liil!!l!iiiil!mnlliiímlÍHííjjiiiliiiilÍHn!Íljil!j|liiiiÍi|iiiÍHillií BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. MOTORSTILLINGAR HJÚLASTILLINGAR LJOSASTILLINGAR Látiö stilla i tima. Æ Fljót og örugg þjónusta. I 13-10 0 Dömusíðbuxur — Ferða- og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur O.L. — Laugavegi 71— sími 20141. SÓLÓ-elduvélur Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum staerðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita- bæi, sumarbustaði og báta. VARAHLUTAÞJÓNUSTA. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVÉLAVERKSTÆÐl JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 - Sími 33069 Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandd BRETTl — HURÐIR — VÉLAI.OR og GEYMSLULOK á Volkswagen 1 allflestum litum. — Skiptum á einum deg; með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. — REYNIÐ VIUSKIPTIN. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25. — Sími 19099 og 20988. Auglýsingasíminn er 17 500 ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.