Þjóðviljinn - 18.08.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.08.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — I>JöBVXLJIlsnsr — ÞniAjudiagur 18. ágiúst 1970. — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Utgefandi: Utgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnus Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Siml 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. KjaraskerBingu mótmælt j^kilningsleysi núverandi stjómarvalda á þörfum sjómanna og sjávarútvegs er við brugðið. Þar .virðist ríkisstjómin og fulltrúar stjórnairflokk- anna einungis kunna eitt ráð við öllum vanda, og það er að skerða sjómannshlutinn á einn eða annan hát't. Stundum er því sem stolið er af sjó- mönnum með löggjöf eða öðrum stjómarvalda- ráðstöfunum einfaldlega hent í útgerðarmenn, en stundum er það látið lenda til enn annarra aðila. JJvað eftir annað hefur skilningsleysi og ofbeldi stjórnarvalda íhaldsins og Alþýðuflokksins valdið tjóni, ekki einungis sjómönnum þeim, sem tekið hefur verið af, heldur allri þjóðinni, með framleiðslustöðvunum, sem orðið hafa vegna hinna og þessara ráðstafana stjómarvalda. Síðasta dæmið er útgerðarstöðvun Yestmannaeyjabáta vegna þess hve ufsinn hefur í reynd verið verð- felldijir, og það að því er virðist að tilefnislausu. Hér beitir ríkisstjórnin fyrir sig hinu svonefnda verðlagsráði sjávarútvegsins en sú stofnun er til- orðin í núverandi mynd samkvæmt lögum sem núverandi stjómarflokkar settu, gegn harðri and- stöðu Alþýðubandalagsins, en í þeim er m.a. hið illræmda ákvæði um bindandi gerðardóm um fisk- verð, ef ekki næst samkomulag í verðlagsnefndinni. Ákvæðinu um bindandi gerðardóm um fiskverð var harðlega mótmælt hér í blaðinu og af þingmönn- um Alþýðubandalagsins þegar lögin um verðlags- ráð sjávarútvegsins vom til meðferðar, en þau þýða að raunverulega getur ríkisstjórnin haft fisk- verðið í hendi sér, og hefur í reynd leikið sér með það að geðþótta. gjómenn í Vestmannaeyjum samþykktu að una ekki þeirri verðlagningu ufsans sem fyrir ligg- ur, vildu heldur stöðva báta sína en taka því smán- arverði sem ætlað var að greiða á þessu sumri. Þjóðviljinn vakti þegar 16. júní sl. athygli á þessu ufsamáli með stórri forsíðufyrirsögn: „Stórfelld skerðing á kjörum sjómanna á minnstu bátunum“. Þegar svo er ráðskað með kjaramál sjómannastétt- arinnar og gert hefur verið með ufsaverðið á þessu ári væri eðlilegt að sjómannasamtökin tækju fast í taumana. Til er mál, sem meira að segja skilst alla leið upp í ráðuneyti Eggerts Alþýðuflokks- kappa og Jóhanns Hafsteins „foringja“ Sjálfstæð- isflokksins. Vestmannaeyingar hafa talað því auð- skilda máli tæpi'tungulaust, og eiga heiður skilið fyrir — og árangur. — s. ENGINN ÓGNAÐI SIGRI KR KR-ingar hafa unnið Bikarkeppni FRÍ frá upphafi eða 5 sinnum alls □ Enginn fær ógnað veldi KR í frjálsíþróttum enn sem kovnið er; sannaðist það greinilega um síðustu helgi, er félagið vann Bikarkeppni FRÍ í 5. skiptið í röð, og hefur KR unnið keppnina frá upphafi. KR hlaut 125 stig, IJMSK 117 stig, ÍR 109V2 stig, HSK 108 stig og Ármann hlaut 107% stig. Keppnin að þessu sinni var miun jaifnari en hún hefur ver- ið undanlarin ár, einkanlega var keppnin um 3.-5. sætið hörð, því að þar rruunar aðeins 2 stigum á 3ja og 5ta liði. Annars varð árangur á mót- inu ágætur og nokkur prýðileg afrek unnin. Til að mynda var eitt íslandsmet sett, gerðu það stirtkur úr UMSK í 4x100 m. boðlhlaupi, hlupu á 51,8 sek, eldra metið átti sama sveit og var það sett í suimar. Annars varð árangur sem hér sagir: KABLAR, FYRRI DAGUR: 200 m. hlaup; sek: Bjami Stefánsson KR 21,4 Valbjöm Þorláksson Á Sigurður Jónsson HSK Erlendur Valdimargson sigraði í sleggjukasti og kringlukasti og þrátt fyrir að einungis eitt kast af 6 væri gilt í kringlu- kastinu dugði þetta eina til sigurs. 22,7 23,4 800 m. hlaup: min. Hauifcur Sveinsson KR 2.00,6 Mart. Sigurgeirss. KSK 2.03,9 Ágúst Ásgeirsson ÍR 2.05,0 3000 m. hlaup: mín. Halldór Guðbjömss. KR 9.03,8 Sigfús Jónsson ÍR 9.13,2 Jón H. Sigurðsson KSK 9.26,8 Langstökk: m. Ólafur Guðmundsson KR 7,05 Guðmundur Jónsson HSK 6,96 Friðrik Þ. Óskarsson ÍR 6,87 Hástökk: m. Jón >. Ólafsson ÍR 2,08 Hafst. Jóhannsson UMSK 1,80 3.-4. Borgþ. Magnússon KR 1,75 3.-4. Valbj. Þorláksson Á 1,75 Kúluvarp: m. Guðm. Hermannsson KR 17,34 Erl. Valdimarsson ÍR 16,69 Hallgrímur Jónsson Á 14,70 Spjótkast: m. Valbjörn Þorláksson Á 58,10 Páll Eiríksson KR 55,34 Sigrn. Hermundsson lR 55,02 4x100 m. boðhlaup: sek. Sveit KR 44,2 Sveit HSK 45,2 r Sveit Ármanns 45,8 KONUR, FYRRI DAGUR: 100 m. blaup; sek. Kristín Jónsdóttir UMSK 12,7 Sigríður Jónsdóttir HSK 13,0 Sigurborg Guðmundsd. Á 13,4 Spjótkast: m. Amdís Björnsd. UMSK 36,80 Guðrún Jónsdóttir KR 31,00 Fríður Proppé ÍR 27,23 Kúluvarp: m. Alda Helgadóttir UMSK 10,15 Kristín Guðmundsd. HSK 10,00 Guðrún Jónsdóttir ÍR 9,33 Hástökk: m. Anna Lilja Gunnarsd. Á 1,55 Kristin Björnsd. UMSK 1,40 Sigríður Skúladóttir HSK 1,40 4x100 m. boðhlaup: sek. Sveit UMSK 51,8 (nýtt íslandsmet) Sveit HSK 53,2 Sveit Ármanns 53,7 KARLAR, SlÐARI DAGUR: 110 m. grindahl.: sek. Valbjöm Þorláksson Á 15,5 Borgþór Magnússon KR 16,2 Hafsteinn Jóhannss. UMSK 17,1 :> Boðhlaupssveitin úr UMSK, er setti íslandsmet í 4x190 m. boð- hlaupi og er það í annað skipti á sumrinu, er hún bætir metið. Jón Þ. Ólafsson, hinn öruggi sigurvegari í hástökki. Þorst, Alfreðss. UMSK 44,38 Þörsteinn Love Á 42,03 Sleggjukast: m. Erl. Valdimarsson ÍR 56,15 Óskar Sigurpálsson Á 49,76 Þórður B. Sigurðsson KR 43,20 Stangarstökk: m. Valbjöm Þorláksson Á 4,20 Elías Sveinsson ÍR 3,45 Magnús Jakobsson UMSK 3,29 Þrístökk: m. Karl Stefánsson UMSK 14,68 Friðrik Þ. Óskarsson XR 14,63 Borgþór Magnússon KR 13,38 1000 m. boðhlaup: mín. Sveit KR 2.02,6 Sveit Ármanns 2.07,0 Sveit UMSK 2.07,2 KONUR, SÍÐARI DAGUR: 100 m. grindahlaup: sek. Ragnhildur Jónsdóttir ÍR 17,6 Kristín Bjömsd. UMSK 17,9 Sigurborg Guðmundsd. Á 18,1 200 m. hlaup: sek. Kristín Jónsdóttir UMSK 27,7 Sigríðjr Jónsdóttir HSK 28,5 Sigurborg Guðmundsd. Á 28,6 Langstökk: m. Kristín Bjömsd. UMSK 5,25 Þuríður Jónsdóttir HSK 5,20 Sigurborg Guðmundsd. Á 5,05 Kringlukast: m. Ingibjörg Sigurðard. HSK 29,75 Amdís Björnsd. UMSK 28,63 Amþrúður Karisdóttir Á 27,48 100 m. hlaup: Bjami Stefánsson KR (mótvindur) Valbjöm I>orláksson Á Marinó Einarsson HSK 490 m. hlaup: Sigurður Jónsson HSK Þorat. Þorsteinsson KR Trausti Sveinbjs. UMSK Karl Stefánsson sigraði i þrí- stökki eftir harða keppni við Friðrik Þ. Óskavsson. sek. 11,2 11.9 12,0 sek. 50,6 50,6 51.0 1500 m hlaup: mín. Sigfús Jónsson ÍR 4.10,2 Haukur Sveinsson KR 4.17,0 Marteinn Sigurg.s. HSK 4.17,2 5000 m. hlaup: mín. Halldór Guðbjöms. KR 15.48,4 Jón H. Sigurðsson HSK 16.03,5 Ágúsit Ásgeirsson ÍR 16.58,6 Kringlukast: m. Erl. Valdimarsson ÍR 47,90 mmrnmmmmmmmm Framkvæmdastjóri Kaupmannasamtök íslands óska eftir að ráða fra’m- kvæmdastjóra fyrir samtökin. Æsikilegt er, að viðkomandi Tiafi viðskiptafræði- menntun eða verzlunarskólamenntun og áhuga á viðskipta- og félagsmálum. Umsóknir, er tilgreini menntun, fyrri störf og aðrar nauðsynlegar upplýsingar, sendist ’til for- manns Kaupmannasamtakanna, Marargötu 2, fyr- ir 1. septe’mber n.k. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Stjórn Kaupmannasamtakanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.