Þjóðviljinn - 22.08.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.08.1970, Blaðsíða 4
'4 — ÞJÖÐVIUTNN — !Laueandai@ur 22. ágúst 1970 ■— Málgagn sósialisma, verkalýoshreyfingar og þjóöfrelsis — Útgefandi: Cltgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjóri: EiSur Bergmann. Bitstjórar: Ivar H. iónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður GuSmundsson Fréttaritstjóri: SigurSur V. Friðþjófsson Ritstj.fuiltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur lónsson. Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar, prentsmiSja: Skólavðrðust. 19. Simi 17500 (5 linur). — AskriftarverS kr. 165.00 á mánuði. — LausasöluverS kr. 10.00. Verðbólgan er tæki valdastéttanna jpyrir nokkrum dögum vakti Þjóðviljinn athygli á því að ríkisstjóm íslands væri auk alls ann- ars orðin gersamlega ráðþrota, og í því sambandi var komizt svo að orði: „Uppdráttarsýkin innan stjómarliðsins hefur verið að magnast ámm sam- an og hefur nú náð algeru hámarki. Stjómar- völdin beygja sig fyrir hverjum þrýstingi í þjóð- félaginu, til skiptis fyrir launamönnum, atvinnu- rekenduim og fjárplógsmönnum og skeyta því engu þótt af hljótist bullandi óðaverðbólga.“ Morgunblaðið í gær hendir þessi ummæli á lofti og segir að í þeim felist viðurkenning á því að launahækkanir „leiði óhjákvæmilega til víxl- hækkana verðlags og kaupgjalds" eins og komizt er að orði. Jjetfa er mikil firra. Þjóðviljinn hefur ævinlega lagt áherzlu á það að launahækkanir þær sem um sé samið verði að vera raunvemlegar; í þeim verði a,ð vera fólgin tilfærsla á fjármunum frá at- vinnurekendum og auðstéttum til launamanna; atvinnurekendur verði í raun að taka að sér að borga þær upphæðir sem þeir seimja um. Verð- bólguþróunin er hins vegar aðferð atvinnurek- enda til þess að losna við að bera þær kaup- hækkanir sem samið er um. Allir fjárplógsmenn sem það geta velta kauphækkununum af sér út í verðlagið, og verðhækkanimar eru raunar oft mun meiri en kauphækkanirnar sem eiga að rétt- læta þær. Á þennan hátt er reynt að láta al- menning borga sínar eigin kauphækkanir. Þeir atvinnurekendur sem ekki geta velt kauphækk- ununum af sér á þennan einfalda hátt, vegna þess að þeir framleiða fyrir erlendan markað, fá í staðinn síendurteknar gengislækkanir. I þessari þróun er ekkert „óhjákvæmilegt“; verðbólgan er aðeins tæki valdastéttanna í átökuim við almenn- ing. Jjessi verðbólguþróun hefur ævinlega verið ranglát og ástæðulaus, en hún hefur aldrei verið frá- leitari en nú. í vor var það viðurkennt af öllum, einnig Morgunblaðinu og leiðtogum stjórnarflokk- anna, að launafólk ætti rétt á verulegum kjara- bótum. Stjórnarvöldin staðfestu að hægt væri að færa til mjög verulega fjármuni með hugmynd sinni um 10% gengishækkun, en með henni var það staðfest að útflutningsatvinnuvegirnir einir saman gætu misst á annan miljarð króna án þess að lenda í vanda. Kauphækkanirnar í vor hefðu ekki þurft að leiða til neinnar verðbólguþróunar, ef ríkis- stjórn og atvinnurekendur hefðu staðið við kjara- samningana af fullum heilindum og stjórnarvöldin gert ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir verð- bólgu. En í staðinn er fyrst samið við launafólk, en atvinnurekendum og fjárplógsmönnum síðan leyft að hækka allt sem hækkað verður. Ríkis- stjórn sem þannig hegðar sér er í senn illgjörn og ráðvillt. — m. Áhrif apartheid-stefnunnar á fræðslumál: Fræðsla blökkumanna í Sui- ur-Afríku goðsögn og lygl „Þér skiljið, að svarti maður- inn getur því miður ekki náð upp á háskölaplanið. Hann get- ur eikki innbyrt allan þennan lærdóm, vesaiingurinn. Lítið bara á skýrslur yfir þá sem falla í skólunum“. Þessi ummæli lét Harry Lewis sér um munn fara, en • hann er þingmaður Þjóðemissinna- flokiksins í Suður-Afríku. Þau áttu að skýra það, hvers vegna svo fáir Afríkumenn og aðrir þeldökkir íbúar landsins hljóta seðri menntun. Árið 1968 voru samtals innritaöir 74.330 stúd- entar í háskólana í Suður- Afríku. Þeir skiptust bannig eftir kynþáttum: Hvítir menn 65.745 Afríkumenn 1.530 Asíumenn 3.219 Aðrir þeldökkir menn 3.836 Samanlagður fjöldi þeldökkra stúdenta var 8.585, en þeidökkir menn eru fjórir fimmtu hlutar af íbúum Suður-Aifríku. Stjóm Suður-Afríku heldur því fram, að hún geri allt sem í hennar valdi stendur til að þróa fræðslukerfið fyrir afrísku íbúana (hina svonefndu bantú- fræðslu). Fjöldi bantú-bama, sem sækja skóla, hefur aukizt um rúmlega 120.000 á ári, og nú er tilkynnt að svört skóla- böm séu nálægt 2,5 miljónum. Samkvæmt opinbemm upplýs- ingum er þeim kennt af ,41.000 bantú-kennurum, og árlega út- skrifast, 2.000 nýir kennarar. Þetta eru út af fýrir sig athyglisverðar tölur, og ástæða þess, að afrískir nemendur komast sjaldan lengra en gegn- um fyrstu bekkina, og einungis 0,08 af hundraði taka próf, er sögð vera sú, að þeldökkir nem- endur séu verr gefnir andlega en hvítir nemendur. Það sem stjóm Suður-Afríku forðast að minnast á er sú Flestir foreldra afrísku barnanna lifa við sára fátækt og hafa blátt áfram ekki ráð á skólagöngu þeirra. athyglisverða staðreynd, að í hvítum skólum er einn kennari á hverja 24 nemendiur, en í bantú-skólunum er einn kenn- ari á hverja 58,8 nemendur. Hún skýrir ekki heldur frá því, að afrískur kennari fær minna en helming þeirra launa sem hvítur stabfsbróðir hiins fær, þó þeir hafi sömu menníun. Þel- dökkur handverksmáður getur komizt í hærri launaflokk en háskólamenntaður þeldökkur kennari. Þetta gæti verið ein af orsökum þess, að árið 1968 vom 1.750 lausar kennaraastöð- ur við skóla fyrir þeldökk börn. Stjórn Suður-Afriku gleymir einnig að nefna þá einkennilegu staðreynd, að þeldökkir nem- endur verða sjálfir að borga fyrir kennslubækur sínar á sama tíma og hvítir nemendur fá allar sínar skólabækur ókeypis. Flestir foreldra afrískru barnanna lifa við sára fátækt og hafa blátt áfram ekki ráð á að láta þau halda áfram skólagöngu Bömin verða að fara út og vinna til að hjálpa foreldrunum við að sjá fjöl- skyldunni farborða. Ef Suður-Afríkustjóm vill enn halda því fram, að hún geri það sem hún getur til að bæta menntunaraðstöðu og fræðslu afrísku fbúanna, er einfalt að gera samanburð á þeim fjárveitingum sem veittar eru á hvem nemanda í hinum ýmsu hópum. Síðustu opinberu samanburðartölurnar eru frá 1960: A hvern hvítan nemanda nam fjárveitingin 144,57 Rand. A hvem þeldökkan nemanda nam fjárveitingin 59,13 Rand. Á hvem afriskan nemanda nam fjárveitingin 12,46 Rand. Fræðsla þeldökkra manna, einfcum Afríkumanna, í Suður- Atfríku er guðsögn og lygi. Hún er notuð til að kasta ryki í augu fulltrúa frá Sameinuðu þjóðumum, sem kanna vilja ástandið. Þegar greitt er úr hinni miklu flækju lyga og hálfsanninda, birtist sú ömur- lega og sorglega staðjpynd, að stjórn landsins hefur. hvorki vilja né löngun til að veita ■ þeldökikum íbúum fræðsKi eða menntun, segir í riti ~ sem út hefur verið gefið á veigum.Sam- einuðu þjóðanna og nefnist á ensku „APARTHEID AND EDUCATION“. (Frá S. Þ.). Guðrún Jóhannesdóttir Kveðjuorð í dag er gerð frá Neskirkju útför Guðrúnar Jóhainnesdóittur. sem hedma átti við Kaplaskjóls- veg 51 hér í borg. Guðrún var fædd 1 Ljárskógasali í Döium vestur, hinn 4. ágiúst 1902. Por- eldrar hennar voru hjónin Jó- hannes Jóhannesson og Ingi- björg Þorkelsdóttir. Þau voru dugnaðarmanneskjur, bæði vel gefin, en iengst af mjög fátæk, enda fjölskyldan alllstór. — Guð- rún óllst upp við algeng sveita- störf og mun snemma hafa orð- ið að sjá fyrir sér sjélf. Hún var bókhneigö og námsfús, en menntunarfeiðir ekki greiðar í þann tíð fyrir fátsaka sveita- stúlku. Samit tókst Guðrúnu að kosta sig til náms einn vetur i Kvennaskólanum á Blönduósi. Árið 1929 fluttist Guðrún til Reykjavítour með foreldra sína, sem þá voru öddruð og farin að heilsu. Með þeim stofnaði hún heámili að Haukalandi við ösikjuhlíð. Þama bjó hún for- eldrum sínum hlýlegt og frið- sælt hekndli. Þetta varákreppu- árunum, þegar oft var lítið um atvinnu og peningaráð yfirfeitt af skormjm skammiti. Gft mun því hafa verið þröngt í búi hjá Guðrúnu á þessum árum. en hún var ötul og kjarkgóð og notaði hvert tækifæri til að afla sér tekna utam heimfflísins. jafnveil þótt hún yrði einnig að vinna fuHam vinr.udag hcdma hjá sér að venjulegu daigsverki loknu. M.a. var hún noktour ár kaupakona á Hlíöarenda við ösikjuhlíð hjá Guðjóni frá Ljúflustöðum og Jómeyju, konu hams. Allt þetta gerði hún táO þess að geta hlynnt að for- eldrum sínum og búið þeim sam bezt skjól á ævikvöldi þeirra. Skylt er að geta þess, að við þetta naut hún aðstoðer Daöa, bróður . síns, og amnarra skyldmenna. Bærinn á Haukalandi, þar sem Guörún varöi beztu mann- dómisárum sínum í fóm fyrir foreldra sina, var hvorki stór né háreistur. I vissuim skilningi miá þó segja, að þar væri hátt til lofts og vítt til veggja, með- an Guðrún dvaldist þar. Hún var með afbrigðum gestrisin, og þótt þrömgt væri í búi á Hauka- landi og húsrýrmi lítið, var þar alltaf rúm fyrir vini og ættingja úr Dölum vestur, sem oft nutu þar hjá henni húsaskjóls og að- hlynningar, án þess að um end- urgjald væri spurt. Þegar fóreldrar Guðrúnar voru bæði létin í hárri elllli, fór hún að vinna utan heimiilis við afgreiðslifetörf, fyrst hjá Bóka- útgáfu Menningarsjóðs og síöar hjá Ríkisútgáfu námsbóka. Mun hún alls haifa unnið rúma tvo áraitugi hjé þessum stofnunum, þar af um 14 ár hjá Ríkisútgáfu námsbóka. Guðtrún lézt eftir stutta, en erfiða legu í Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn, þann 14. þ.m. Þannig er í stórum dráttum h'fssagia þessamar látnu konu, siem nú hefur kvatt, okitour og flutt á æð-ra tilverustig. Þessi saga er eiins konar ramtni um mynd, sem við, er kynntumst Guðrúnu, eigum nú einungis í minningunni. Þessi endurminn- ing er sérstalkleiga björt oig hlý og okkur er það mikils virði að eiga hana. Mynd Guðrúnar gHeymist okkur ekiki. Guðrún var á ýmsan hátt sérsitæður persónuleiki. Hún var fulltrúi kynsóöar, sem nú ger- ist æ þunnskipaðri í þjóðfélaigi okkar. Hún var fiuilltrúi þeirra. sem ekki finna laun sín í upp- heifð, krónum né aurum, heldur í þjónuistu fyrir aðra. Þa ðar stundum haft á orði, að menn vinni etoki eins vel hjá ríkisstofnunum og fyrir- tækjum það sem eiginha,gs- muna er að gæta. Hér verður etoki um þetta felldur neinn dómur. En fáir munu þó hafa afsannað þetta bétur í verki en Guðirún Jóihannesdóttir. Hún vann hjá ríkisstofnun — eins og áður er sagt — í meira en 20 ár. Ötiltovödd hikað'i hún ekki við að bæta einni klukku- stund framan við o-g tveimur aftan við venjule-gan vinnudag. Og það varð jafnvel að leggja að henni til þess að taika við noktorum launum fyrir. Mér er óbætt að segja, að ö'lluim, sem með Guörúmi unnu, þótti gott að eiga hana að starfsféQaga. Hún var sívakandi í s-tarfi og jafnvei óánægð: ef henni fannst, að sér væru ekki setluð nœgjanleg vertoefni eða ef reyna átti að létta áf hetnni einhverjum sitörfum. Segja má. að starfið væri henni allt. Trú- mennskan og árveirkhiri var með eindæmum. Sjélfa ság lét hún altttaf sitja á hakanum. Guötún giftist ekki og átti engin böm. En það var sér- kennandi fyrir hana, hversu líti’l böm hændust fljótt að henni, jafrivel þótt þau væru henni ótounmug. Það var eins cg þau fyndu ósjélfrátt ,,ylinn og hjartahlýjuna, er inni fyrir var. — Oft heyrði ég Guðrúnu hafa á orði, að hafði húri métt kjósa sér lífsstarf f æsiku, hefði hún kosið að verða hjúkrunar- kona og þá helzt viljað hjúkra börnum. Vonandi rætist nú þessi ósk heninar, þegar hún hefur flutt á annaö tilveru- svið. Ég lýk þessum flátæklegu orð- um með kveðju ofi þötoku-m frá okkur starfsfélögum hennar hjá Ríkisiútg'áfu námsfoóka. Jón Emíl Guðjónsson. Þjóðviljann vantar blaðbera í Lönguhlíð og nágrenni. ÞJÓÐVILJINN sími 17-500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.