Þjóðviljinn - 22.08.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.08.1970, Blaðsíða 10
Q — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 22. ágúst 1970 JULIUS BARK: SEM LINDIN TÆR... 29 — Dymar hjá okkur voru opn- ar, sagði Strömpóli, — dálítil rifa fram í eldhúsið, svo að ég gæti komið gestinum á óvart. Strömpóli og Óli töluðu hvor upp í annan, aðalatriði og auka- atriði í einni bendu. Peter reyndi að taka eftir og festa sér í minni hið þýðingarmesta: Óli í rúminu, hálfsitjandi og með hendur fyrir andlit'i, Strömpóli bakvið hurðina á verði. Lítil ljóskeila frá vasaljósi þokaðist yfir eldih'úsgólfið, fram- hjá svefnherbergsdyrunum, á- fram um eldhúsgólfið, stöðvaðist tímakorn hjá eldavélinni, þokað- ist áfram að skáp og síðan upp skápavegginn. Strömpóli og Óli heyrðu að skápurinn var opnaður, það marraði jafnvel í þeirri hurð; þeir heyrðu að þreifað var efitir einhverju í skápnum, bljóðin voru ofurlág en spennan magn- aði þau upp. Og þá hófst Ström- póli handa. — Ég vissi auðvitað allan tím- ann hvað þú ætlaðir að gera, sagði Óli. — En samt kom þetta. tígrisdýrsstökk þitt mér á óvart. Hjartað í mér hoppaði upp í háls, eins og sagt er, og ég rölti á eftir fram í eldhúsið til að sjá hvað væri að gerast. — Þetta var ósköp auðvelt fyr- ir mig. Gesturinn varð skelfingu lostinn þegar ég tók hann haus- taki aftan frá, vasaljósið datt í gólfið og Óli kveikti Ijósið. Sem snöggvast vorum við blindaðir allir þrír.. — Og, sagði Óli hárri röddu. — 1 fanginu á Ström lögreglu- þjóni stóð... Peter laut fram, hann vissi hver það var, en hann viidi ekki missa af. því að heyra Óla segja það. —... Adrian Klingfelt, sonar- sonur myndastyttunnar, með laf- andi handleggi og tómlegt augna- ráð. — Já, sagði Strömpóli. í»ar með var þetta um garð gengið. Ég sleppti Klingfelt, sá og fann að hann hafði ekki þrek til að veita mótspymu. Og í sömu svifum HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó baugav. 18S m. hæð (lyfta) Simi 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- or snyrtistofa Varðastrætí 21 SÍMl 33-9-68 komu Bernhardsson og Frösell inn í hjáleiguna. Og fáeinum sekúndum síðar kom einnig yfir- maðurinn frá höfuðstaðnum, Eriksson, og hann tók nú málin í sínar hendur. — Og magaverkurinn minn var horfinn, sagði Óli. Strömpóli skýrði síðan frá frekari málavöxtum. Adrian Klingfelt hafði verið fluttur nið- ur á lögreglustöðina til undirbún- ingsyfirheyrslu. Bernhardsson hafði tekið í sína vörzlu hylki undan höfuðverkjartöflunum og vafið það inn í hvítan vasaklút. Það var hylkið sem Adrian hafði viljað komast yfir. Fyrst Óli var dauður, vildi hann fjarlægja sönnunargögnin. — Hann neitaði aldrei neinu, sagði Strömpóli. — Það veröur að telja honum til gildis. Hann hafði reisn, hann Adrian Kling- felt, alveg til hins síðasta, rétt eins og afi hans, þótt hjá hon- um hefði hún komið fram á ögn viðfelldnari hátt. — Játaði hann allt? spurði Peter. — Allt, sagði Óli. Hann hallaði sér aiftur á bak í stólnum. Andaði aðeins örar en vanalega, rétt eins og hann hefði hlaupið góðan ,spöl. Hann hafði endurlifað spennuna, spenn- una í návist Strömpóla, spenn- una í lokaatriði málsins. — Nú verðið þið líka að segja frá því sem eftir er, sagði Peter. — Ég veit megnið af því, ert mig langar til að heyra það af vönam þeirra sem voru þátttak- endur í öllu saman. — Á hverju eigum við að byrja? spurði Strömpóli. — Tilefninu, finnst mér, sagði Peter. — Það þótti Bernhardsson reyndar erfiðast viðfangs, sagði Óli. — Var það ekki? Hann sneri sér að Strömpóla, sem brosti breitt. — Adrian ætlaði alls ekki að verða Cæsari að bana. Hann ætlaði að kála mér. Það var ég sem hann hafði í sigti frá upp- hafi. i — Það er lóðið, áréttaði Ström- , póli. Óli reyndi að halda kænaleys- issvipnum, sýnast ósnortinn En hann gat ekki leynt ' því, að umihugsunin um Adrian fyllti hann ennbá óhugnaði. — Adrian hafði undirbúið morð, hélt Óli áfranj. — En þvi miður varð ruglingur á fórnarlömbum, Því miður fyrir Cæsar. — Og hvers vegna vildi Adrian Klingfelt koma þér fyrir kattar- nef? spurði Peter. — Það var nú einmitt það spaugilega. Hann hélt að ég vissi hvað hann hefði verið að bauka. — Já, sagði Strömpóli og ræskti sig. — Klingfelt hafði stundað fjárdrátt; við vissum það ekki þá; það kom fram meðan á réttarhöldunum stóð. Hann hafði gert það árum saman, það var um stórfé að ræða. Gervi- pantanir í sambandi við opin- berar byggingar mætti segja. — Höfðuð þið enga hugmynd unr. það? spurði Peter. — Nei, við vissum ekki, að um þvílikar upphæðir væri að ræða, en Bemhardsson hafði þó látið sér detta ýmislegt í hug. Ég heyrði hann minnast á eittJhvað slíkt meðan á málsrannsókninni stóð, en ég tók elkiki sérstakt mark á því. Bernihardssön fékk svo margar hugmyndir. — En í þetta sinn ■ hafði hann rétt fyrir sér. — Já, ég spurði Bemhard seinna. Hann hafði áður rekizt á nafn Klingfelts; þá var verið að athuga fjársvikamál, en það var látið niður falla vegna skorts á sönnunum. En Bernhard mundi eftir því. — Jæja, Óli, hve mikið vissir þú? spurði Peter. — Eldci neitt, sagði Óli og reyndi að hlæja. — Alls ekki neitt.. Ég var bara að gaspra, lét móðan mása og þóttist vera að taka hann í gegn. Heyrðu mig, Adrian, bráðum legg ég fram sannanir fyrir öllum svik- um þínum. Það er regiulega skammarlegt að hlunnfara skatt- greiðendur svona. Já, svona tal- aði ég við hann, en Adrian svaraði einlægt í sömu mynt. — Hann hefur trúlega haldið að þú vissir eitthvað, sagði Peter. — Já, það lítur út fyrir það. En hvemig hefði ég átt að fá upplýsingar um slíkt? — Hann undirbjó morðið mjög vandlega. Strömpóli tók til máls; Peter þóttist sjá að hann vildi sýna hinum þekkta rithöfundi hvers hann mátti sín. — Hann varð sér úti um klór- amín í Stokkhólmi; hann var þar í erindum hins opinbera. Hann skýrði frá því við réttarhöldin. Og dag nofckum, ' þégar hann vissi að Óli var ekki heima, laumaðist hann heim í hjáleiguna og skipti á töflunum og höfuð- verkjartöflum sem Óli átti í hylfci. — Og svo þurfti hann aðeins að bíða, sagði Óli og Jyfti.sjúss- glasi sínu og skálaði. . Strömpóli tæmdi glasið sitt í löngum teyg, bætti sjálfur í það úr konjaksflöskunni og opnaði nýja flösku af sódavatni. — Það hlýtur að hafa verið áfall fyrir hann þegar Cæsar fannst látinn af klóramíneitrun. — Hann reyndi að hafa upp !úr mér dónai’orsöiknTa næsta morgun, sagði Strömpóli. — Mér fannst ofur eðlilegt að einn helzti framámaður bæjarfélagsins hefði áhuga .á því sem hér gerð- ist, en nú skil ég enn betur hvers vegna hann haíði svona mikinn áhuga. — Og. hann hefur fenigið að vita að fclóramíneitrun var bana- meinið? spurði Peter. — Já, sagði Strömpóli. Ég hefði ekki átt að segja það, en ég gerði það nú samt. Adrian Klingfelt var stálábyggilegur. — Þá fékfc hann fyrsta áfallið, sagði Óli. — Hið næsta féfck hann þegar ég kenndi honum um allt saman í tóbaksbúðinni. Þá hlýtur hann að hafa haldið að ég vissi hvað væri á seyði. — Cæsar Borg hringdi í Óla al hótelinu, sagði Strömpóli og var embættismannslegur. — Endaþótt Óli hefði sagt honum að hann vildi enga heimsókn, fór hann samt sem áður upp í hjáleiguna. Það sást til hans í nánd við brúna; vitni nofckurt gaf sig fram þegar rannsóknin var komin vel á veg. Sá vitnis- burður staðfesti ályktanir okkar. Borg fór yfir í hjáleiguna, Óli var úti, en dyrnar voru ólæstar, svo að Borg fór inn fyrir. Hann var með höfuðverk, vissi trúlega hvar Óli geymdi töflumar sínar eða þá að hann leitaði gð þeim, tók inn tvær eða þrjár og lét lífið. — Og síðan flutti ungfrú Akermark líkið á brott, greip Peter fram í. Strömpóli kinkaði kolli. Óli kærði sig efcki um að tala um þetta aftur að Strömpóla við- stöddum. Óli renndi augunum í áttina að bláa sfcápnum. Þar hafði Cæsar legið. — Hvemig stóð á þvi að Bemhardsson gat lokkað Kling- felt hingað? spurði Peter. — Við ættum kannski að taka bílslysið fyrst, sagði Óli. — Já, einmitt, sagði Ström- póli. — Klingfelt vildi ryðja Óla ur vegi. Þegar Óli gekk ekki í klóramíngildruna, varð hann ör- vílnaður; ekki sázt vegna þess sem Oli háfði látið sér um munn fara í búðinni hjá frú Lindberg. Hann laumaðist hin.gað síðla kvölds pg festi slönguna; hefur sjálfsagt munað að slangan hékk hér á veggnum. Bílnum sínum lagði hann í malargryfju. Enginn sá hann. — Það hefur þá gerzt eftir að Sif fcom hingað? spurði Peter. — Sif ? Strömpóli sýndist undr- andi. Peter beit á vörina; nú hafði hann gloprað einhverju út úr sér sem ekki átti að vitnast. Óli fór að vagga efri hluta líkamans og það var á honum áhyggjusvipur. Peter reyndi að vera fljótur að hugsa. Leyndarmálið um Óla og Sif halfði efcki vitnazt. Peter vildi efcki verða til þess. — Ég er búinn að segja Peter frá svo mörgu að hann ru-glar ýmsu saman sagði Óli í fáti. — Kom Sif hingað? Sif Jons- son? spurði Strömpóli. — Nei, ails ekki, sagði Óli. — Ég • hef víst alls elfcki minnzt á hana við Peter nema þegar ég benti honum á hana í bænum. Við sáum hana i gær. Já, ég reyndi að kynna Hindrunarnes og íbúa þess fyrir Peter. — Satt segirðu, sagði Peter. — Ég hlýt að hafa fengið þetta eitthvað skakkt í kollinn. Nú man ég að hún hét Lísbet en ekki Sif sú sem var vön að. koma hingað, M BRIDGESTONE HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR Opið alla daga frá kl. 8—22, einnig um helgar GÚMMÍVINNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK HINIR VIÐURKENNDU JAPÖNSKU HJÓLBARÐAR FÁST HJÁ OKKUR SÍMI 31055 I1A11P5C er iliiiancli efni sem lireinsar salernisskálina og drepur sýkla Húsráðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI. HILMAR J. H. LÚTHERSSON pípulagmingameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.h. í!iUi!iií!iililí!ii!!iliíi!iili!!miilliliiiUil!IiUlílí!!IHHi!mi!iHiíilHiili!iiH!lli!iíiHiU!!IUHliíliíiIliillii!liHUIiUliill WPMgDÍS TEPnnsifl HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS- BRAUT 10 * SÍMI 83570 * iinilnnlmHiiiiilinlllllillllilllllllllHiiilliilHlinnlillilllillillliinníilíillílliillmllijilliilillliliHlliliiiliiilSiiiiillSI BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 MOTORSTILLINGAR HJÚLASTILLINGAR L J Ú S A STIL Ll N G A R LátiS stilla i tíma. “ Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0 Dömusíðbuxur — Ferða- og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur O.L • — Laugavegi 71 — sími 20141. <MÐUI ‘1 JFl' ']| JfílkJlÍl 1 < .-X iJ Frá Raznoexport, U.S.S.R. Aog B gæðaflokkar MarsTrading Companyhf Laugaveg 103 sími 1 73 73 Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi BKETTl - HIJRÐIR — VÉLAEOK og GEYMSLULOK á Volkswagen i alinestuin litum - Skiptum á einum degj með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð — REYNIÐ VIÐSKIPTIN Bílasprautun Garðars Siginundssonar, SkipholtJ 25. - Simi 19099 og 20988 Auglýsingasími Þjöðviljans er 17500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.