Þjóðviljinn - 16.09.1970, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.09.1970, Blaðsíða 7
Míðvlfcudaiguír 1«. septemlbter 1970 — ÞJÓBVTUINN — SÍÐA f SKÚLI GUÐJÓNSSON: Hann er þá svona litur, heilagur andi „Þegar verið er að tala um skipulagrningu og áætianagerðir í landlbúnaði, vill það venjulega gieymast að forsenda þess að slík skipulagning lánist og að áætlanir standist er komin undir sól og, regni. Og enn hefur mönnum ekki tekizt að skipuleggja náttúru- öflin, jafnvel ekki einu sinni að segja fyrir um hvernig þau muni haga sér á næstu dögum“. I Þjóðviljamuim 13. áigúst birt- ist viðtal við Guðmiund Þor- steinsson, bónda á Skálpastöð- um í Lundareykjadal. Af um- sögn blaðsins virðist mega ráða, að viðtal þetta sé efnislega samlhljóða ræðu um landbún- 'aðarmál, er Guðmumdur hafði áður filutt á kjördæmisráðsteffnu Alþýðuibandálagsins í Vestur- landskjördæmi. Guðmundur gerist nokkuð fjölorður um stefnuleysá það, sem hann telur að ráfct hafi í landlbúnaði okkar. Slcal þvi út af fyrir sig ekki mótmælt. Það er að visu vont, að hafa enga síefnu. Þó er það illskárra, en hafa stefnu, sem liggiur inn í blindgötu, eða beint fram af hengiflugi. Þegar verið er að tala um skipulagningu og áætl- anagerðir í landbúnaði, vill það venjulega gleymast, að fórsenda þess að slík skipulagning lán- ist og að áætlanir standist er komin undir sól og regni. Og enn hefur mönnum ekki tekizt að skipuleggja náttúruöflin, jalfnvel efcki einu sinni að segja fyrir um, hvemig þau muni haga sér á næstu dögum. Við búum hér við yzta haf, þar sem allra veðra er von og hinir ólíklegustu atburðir geta að höndum borið. Jafnvel Guð- mundur á Skálpastöðum mun efcki hafla bréf upp á það, að hann muni um sína daga verða undanlþeginn öllum skráveifum og uppákomum af náttúrumnar hendi. 1 hreinskilni saigt mun ég biðja forsjónina um að fá að búa enn um sinn við stefnu- leysið og skipulagsleysið í ofck- ar landbúnaði, heldur en að fá yfi-r mig stefnu þó, sem Guð- mundur reynir að boða bænd- um og öðrum landslýð í áður- nefindu viðtali. Skal mú nónar að henni vikið. Þar kom G-uðmundur ræðu sinni, að hamn tók. að fjalla um aflfiramleiðslu íslenzikra búvara. Einnir þar datt hann ofan á ráð, er hann taldi að duga myndi til þess að bægja þessari vá frá landbúnaðinum. Báðið var einfalt. Þó á að leggja í harðindasvæðin í eyði og korna fólkinú þaðan burtu. Svo að maður unni Guðmundi fulls sannmælis, sfcal því ekfci gleymt, að hann viDl fiaxa að öllu með gót og auðsýna fyllstu mannúð og nærgætni, það er að segja: svelta fólkið burt upp á flínan og fcristilegan móta. Hann vill láta rílúð kauipa jarðimar af bændum, og meir að segja fyrir gott verð. Hann vili láta skrúfa fyrir fjárfest- ingarlán til hinna dauðadæmdu byggða. Hann vill aðvara fólk- ið í táma, svo að það hafi noktourn frest og ráðrúm til að leita sér annarrar staðíestu. Hann viTl meir að segja leyfa þeim, sem em svo þráir að þeir þverskallast gegn örlögum sín- um, að búa í eyðimörkinnd, eins lengi og þeir kunna að ósfca. Svo mörg em þau orð og hefðu þó mótt vera fleiri. Það hefði t. d. verið gott að fá nónari skýrimgu á því, hvað væm harðindasvæði, eða þá að minnsita kosti einhverja tillögu um það, hverjum ætti að fá það vald í hendur, að álkveða sMfct. Það hefði einnig verið gött að tá eínhverja ábendingu um, hvað ætti að gera við fóllk- ið úr þorpunum, þegar byiggðin umhverfis þau er fallin í auðn. Svo sem eins og til að undir- strika, að hér er full alvara á ferð en ekkert grín, lsetur Guð- mundur í ljós vanþóknun sina yfir þvi, að bændum harðinda- svæðanna hefur verið veittur nolkkur styrkur til heyfllutninga á undanfömum árum og telur að það hefði frekar verið ástæða til að veita þeim styrk til þess að fækfca búpeningi. En Guðmundur getur sofiið rólegur á komandi vetri. Nátt- úmöflin em honum hliðholl. Þótt allt verði gert til þess að aiflla heyja inn á harðindasvæð- in, verða bændur þar að fækka bústofni sínum á þessu hausti, svo að um munar, og það án allra styrkja af opinberri hálfu. Sé þjóðarheill undir þvíkom- in, eins og sumir virðast trúa, að dregið verði úr búvöm- framledðslu 1 landinu, á ekki að gera það með því að slátra larnbi fátæka mannsins. Það er hægt að hugsa sér aðrar leiðir, mannúðlegri. Það væri t. d. hægt að hugsa sér þó leið, að tryggja hverjum bónda framleiðslukostnaðarverð, fyrir ákveðið hárnark afurða. Síðan gæti hver og ednn gert upp við siig, hvort hann kysi held- ur, að selja afganginn á því verði, sem fyrir hann fæst í útlandinu, eða draga úr fram- leiðslunni. Ég hefi gert grein fyrir þessari skoðun minnj áð- ur, bæði hér í blaðinu og í útvarpserindu-m, og fer ekki frekar út í þá sálma að sinni Það væri þjóðfélagsleg glópska, að játast undir byggða- eyðinigarfcenningu Ouðmundar á Sfcálpastöðum. Innan flárra ára, þarf þjóðin á öllu sínu landi að halda. Þá myndi það reynast erfiðara og þyngra í vöfum, að endurbyggja heil hémð, en halda byggðinni vdð, þótt með nöfckrum tilfcostnaði væsri. En við, sem búum í hinum dauðadæmdu byggðum, munum berjast gegn þ\d að dauða- dóminum verði fullnægt afi öllu því harðfylgi, sem okitour er afi guði gefið, eins og hver sá, sem er að berjast fyrir líifi sínu. Við vitum, að þessi barátta mun verða erfið, ef til viil vonlaus. Við þurfum ekki ednungis, að berjast við kulda, grasbrest og öskufall, tómlæti og skiln- ingsskort stjómvalda, heldur einnig við stéttarbræður oifckar sem halda sig vera á grænni grein, og jafnvel flokksbræður, ^ að ógleymdum þeim ósköpum, sem á manni hafa dunið hina síðustu daga, vegna búvöm- verðhækkuriarinnar, frá ýmsum mönnum, ónefndum, sem í blöðin skrifia.. Það verður að segjast alveg umbúðalaust, þótt það kunni að móðga einhvem, að okltour hér norður á Strönd- um finnst vandi þeirra, sem nú verða að greiða dálitið hærra verð fyrir mjólk og kjöt en þeir áður gerðu, sé hlægi- lega smár, sé hann borinn sam- an við þau vandfcvæöi, sem ofckur hafa að höndum borið og við höfum þó ekki verið fjölorðir um, fram að þessu. Svo er guði fyrir þafckandi, að Aliþýðubandalagið hefiurékki enn, að því er ég bezt veit, komið því í verk að sfcapa sér stefnu f landbúnaðarmálum. Vona ég að það dragist sem lengst. Stefna sú, sem Guðmundur á Sfcálpastöðum boðar lesendum Þjóðvdljans, veður aldrei fcennd við neinn stjómmálaflokk. Það er einfialdlega borgfirzk sér- hagsmunapólitík, sem þama rekur fram trýnið. Það skýzt upp úr honum, á einum stað í viðtalinu, að Borgfirðingar gætu framleitt allla þá mjólk, sem Reykja- vfkursvæðið þyrfti á að halda. Minna mótti það eifcki vera. Hann gerir auðsjáanlega efcki ráð fyrir því, að hin fcalda hönd dauðans muni nokkru sinni leggjast yfdr tún og rælfct- unarlönd þeirra Borgfirðinga. Einu sinnd var karl að Xesa Jónsbókarlestur fyrir fcerlingu sína, og var hedlagiur andi mik- ið á dagskrá. En meistari Jón hafði þann hátt á, að nota skammstafanir og táknaði heil- agur með stóru hái. Las kari samfcvæmt bókstafnum og sagði alltaf háandi, þegar neifna skyldi heilaigan anda. Kerling vildi þá leáðrétta bónda sinn í lestrinum og saigðd: Þú átt ekki að segja héandi, þetta er hedl- agur andi. Karl fer þá að rýna í stóra gotneska H-ið og segir, að lokinni athugun: Hann er þá svona litur, heilagur andi, kol- svartur, með fcringlóttu gaifi f miðjumni. Landlbúnaðairsteffna Guðmurbd- ar á Sfcálpsstöðum minnár á þennan heilaga anda. Hún er kolsvört, með fcringlóttu gatí í miðjunni. Og kringlótta gafið í rniðj- unni er Borgarfjörðurinn. Skrifað á fyirsitu nóttum sept- embermónaðar, meðan mest þaut í Þjóðviljanum út af bú- vöruhækkuninni. Skúli Guðjónsson, Ljótunnarstöðum. j>- NámskeiS íyrír organleikara í Húnavatnsprófastsdæmi Dagana 22.—29. ágúst s. 1. var halddð á Blönduósi námskeið fyrir kirkjuörganleikara í Húna- vatnsprófastsdæmi á vegum Kirkjukórasamibands Húna- vatnsprófastsdæmis. Námskeið- ið var haldið í Blönduósskirkju og stóð yfir frá kl. 20,30—23,00 á hverju kvöldi. Kennari nám- skeiðsins var dr. Róbert Abra- ham Ottósson söngnnálastjóri ÞjóSkirkjunnar. Nómskeiðið sótfai 12 organleiikarar og oöng- stjórar. Hlostir voru öll tovöldin, en sumir gátu ekki verið allan tímann söfcum anna heima fyr- ir. Þessdr organleikarar og söng- stjórar sóttu námsfceiðið: Heigi Olafsson oxganledkari við Hvammstangakirkju. Sig- ríður Kolbeins organleikari Melstaðarkirikju í Md' firði. Þórður Vigfússon organleikari Víðidalstungukirkju. Ingibjörg Bergmann arganleikari Þing- eyrakirkju. Hávarður Sigur- jónsson Stóru-Gdljá. Sigrún Grímsdóttir organleikari Undir- fellskirkju í Vatnsdal. Sólveig Söevifc organleikari Blönduóss- kirkju. Gorður Aðalbjömsdóttir organleikari Holtastaðakirkju. Guðmundur Sigfússon fyrrv. organledfcari Bergsstaðakirkju í Svartárdal. Jón Tryggvason. organleikari Bólstaðarhlíðar- kirkju og söngstjóri Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps. Kristján A. Hjartaison origanleikari Hólaneskdrkju í Höfðakaupstað. Guðmundur Kr. Guðnason org- anleikari Hofskirkju í Skaga- hreppi. Dómhildur Jónsdóttir prófastsfrú Höfða, Skagaströnd. Guðmann Hjálmarssion söng- stjóri Blönduósi. Kristófer Kristjánsson Köldukinn söng- stjóri Karlakórsdns „Vötou- menn“. Ffcamhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.