Þjóðviljinn - 26.09.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.09.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVIUINN — Laugardagur 26. septeanber 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandi: Otgáfufélag ÞjóðviIJans. Framkv.stjórl: Eiður Bergmann. Ritstjórar: tvar H. lónsson (áb.), Magnús KJartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.r Olafur iónsson. Ritstjóm, afgreíðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Siml 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Stefnt til hægri Jgngum þeim sem fylgist með þróun s'tjórnmála hefur dulizt að forusta Framsóknarflokksins hefur verð að þoka sér 'til hægri og búa sig undir samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Ýms óljós ein- kenni um þessa þróun hafa orðið einkar skýr á þessu ári, sérstaklega eftir sveitarstjórnarkosn- ingarnar. Þá lét flokksforustan þau boð út ganga, að trúnaðarmenn flokksins skyldu hvarvetna, þar sem þess væri kostur, taka upp samvinnu við Sjálf- stæðisflokkinn, og hefur slík samvinna tekizt á fjölmörgum stöðuim um land allt. Sömu einkenni komu fram í verkföllunum miklu, en þar gættu iVinnuveitendasamband samvinnufélaganna og önnur Framsóknarfyrirtæki þess mjög vandlega að s'tanda með Vinnuveitendasambandi Sjálfstæðis- flokksins í einu og öllu. í prófkosningum þeim sem nú eru framkvæimdar kemur einnig fram sú aug- ljósa stefna að grafa undan þeim sem taldir eru standa í vegi fyrir íhaldssamvinnu að loknum næstu þingkosningum. prófkjörið í Reykjavík er glögg't dæmi um þessi vinnubrögð. Þar var Þórarinn Þórarinsson felldur úr fyrsta sæti listans, en það hrökk ekki til. 330 Framsóknarmenn, nær 30% þátttakenda, vildu alls ekki að Þórarinn væri á þingi. Ástæðan er tvímælalaus'f sú að Morgunblaðið hefur haft Þórarin milli tannanna flestum Framsóknar- mönnum frekar, og hann er því ekki talinn heppi- legur í hinu nýja tilhugalífi. Enn harkalegri urðu þó ártásimar á Kristján Thorlacius, forseta Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja. Honum var kast- að fyrir borð með algerri fyrirlitningu sem sýnir að þátttaka í kjarabaráttu launafólks á ekki upp á pallborðið hjá hægrimönnunum í Framsókn. Þegar svo er í pottinn búið þurfti það ekki að koma á óvart þótt framagosinn Tómas Karlsson sigraði kollega sinn Baldur Óskarsson; sá síðamefndi hef- ur unnið það til saka að vera í miðstjóm Alþýðu- sambands íslands og hafa uppi vinstrisinnaðar kenningar. Eru þessi úrslit greinilega til marks um það, að hin hægrisinnaða forusta á mjög sterk- an bakhjarl meðal flokksbundinna Framsóknar- manna í Rvík; þar mæna flestir á kjötkatlana. pn þingstyrkur Framsóknairflokksins er ekki fyrst og fremst sóttur til flokksbundinna manna, heldur 'til kjósenda sem ekki eru skipulagðir í flokknum. Þeim kjósendum hefur um langt skeið verið boðið upp á einkar vinstrisinnaðan áróður, þar sem áherzla hefur verið lögð á stuðning við samtök launamanna, og á þeim forsendum ha’fa þúsundir manna greitt Framsókn atkvæði. Þessir kjósendur sjá nú einkar ljóslega upp á hvaða fraimtíðarkosti er verið að bjóða þeim. í kosning- unum næsta sumar verða þeir um það spurðir hvort þeir vilji aðstoða hina hægrisinnuðu Fram- sóknarforustu við að reyna að koma á laggimar nýrri helmingaskiptastjóm. — m. stötfum að Áburðarvcrksmiðjan , >r . í Gufiunesi fengi raforku á Alyktun ASþýðubandaíagsins á Norourlandi eystra um verði Aivenksmiðjan i LANDBUNAÐARMAL Q Hér í blaðinu hefur verið sag't ýtarlega frá kjördæmisráðstefnu Alþýðubandalagsins í Norð- urlandskjördæmi eystra. Hér er birt ályktun kjördæmisráðsins um landbúnaðarmál, en síðar verða birtar ályktanir ráðsins um atvinnuimál. Bændur og verkalýðssamtökin Bændur verða gegnum sín fé- lagssamtök að hafa nána sam- vinnu við verkalýðshreyfing- una. Kaupfélögin eru fyrst og fremst byggð upp af bændum osg þeir verða að knýja Vinnu- málasamband SlS til að taka jákvæða afstöðu til kaupgjalds- mála verkalýðsins og slíta allri samvinnu við vinnuvedtenda- samtökin. Verðlagsmiál landbúnaðarins eru komin í algjöra sjáMheldu. —0 Erik Bidsfted, ballettmeistari. Erik Bidsted uítur við störf á Íslundi Fyrir nokkru kom Erik Bid- sted ballettmeistari og leikstjóri hingað til landsins og mun hann starfa hjá Þjóðleikhúsinu í vetu.r sem balllettmeistari, og leikstjóri. Erik er íslenzkum leiklhús- gestum og baUetfcunnendum að góðu kunnur, því að hann starf- aði hjá Þjóölei'khúsinu 1 8 ár, eða á árunum 1952—1960, og byggði upp ballettskóla Þjóð- leikhússins og setti á svið marg- ar sjálfstæðar ballettsýningar. Hann var sjálfur höfundur flestra þeirra, eins og t. d. „Ég bið að heilsa“, „Dimmalimm“ og ffleiri. Auk þess stjómaði hann dansatriðum við margar af vinsælustu sýningum Þjóð- léikhússins, t. d. „My Pair Lady“, svo að eittihvað sé netfnt. Allir þekktustu ballettdansarar okkar, eru nemendur Bidsteds og má þar nefna Helga Tómas- son, sem nú er talimn einn af beztu dönsurum heims. Auk þess má í þessu sambandi nefna önnu Brandsdóttur, Sveinbjörgu Alexanders og fleiri. Undanfarin ár hefur Bidsted starfað við Pantomimuteatret í Tívolí í Kaupmannahöfn og á vetrum hefur hann stjómað söngleikjum og ballettsýningum víða um lönd. Á síðari áruia má segja að hann hafi æ meir snúið sér að sviösetningu söng- leikja og alvarlegri verkefna. Hefur m. a. stjómað sýningu á „Hamlet“ í leikhúsinu í Öð- insvéum. Bidsted hefur alls samið 27 balletta, sem hafa ver- ið sýndir á mörgum leiklhúsum og í sjónvarpi. Strax og Erik Bidsted kom til landsins byrjaði hann að stjóma sömgleiknum „Ég vil, ég vil“, en leikurinn veröur frum- sýndur í Þjóðleikhúsinu í byrj- un nóvember. Þetta er mjög skemmtilegur söngleikur, sem sýndur hefur verið við mikla hriifningu á nágrannalöndunum að undanförnu. Lcikurinn er byggður á leifcritinu „Rekkj- unni“, sem sýnt var í Þjóð- leiklhúsinu við metaðsókn fyrir 18 árum, Þýðinig leiksins er . gerð af Tómasi Guðmundssyni, en Bessi Bjamason og Sigríður Þorvaldsdóttir fara með hlut- verkin í leiknum. Ballettskóli Þjóðleiklhússins tekur til starfa í byrjum október og mun Erik Bidsted kemna við skólann, en auk hans verða þar kennarar, Ingibjörg Björns- dóttir og Guðbjörg Björgvins- dóttir. (Frá Þjóðleiklhúsinu). Vegna síhækkandi reksturs- kostnaðar búanna, sem fyrst og fremst má rekja til þeirrar stjómarstefnu, er rikt hefur undanfarið í landimu og ríkir emm, hlýtur verð landbúnaðar- afurða til bænda aiILtaif að hækka. Hins vegar er sú ein trygginig þess að bændur fái nauðsynlegar kjarabæfcur með hækkuðu verði á framleiðslu sinni að kauipgeta verkalýðs og launafólks sé sem mest. Stefna Viðreisnarinnar hefur verið sú að halda kaupi verka- lýðs og launafólks niðri, rýra kaupgietu þess, og sú stefna hef- ur tekizt í framkvæmd. Kaup- geta almennings er svo lítil, að sala landbúnaðarvara hefur dregizt verulega saman; land- búnaðarvörur, sérstaiklega mj ólkurafurði r, hrúgast upp, neyzla fólksins er mun minni en eðlilegt er. Þar með er hringnum lokað, sjálfheldan al- gjör. Þessi hnútur verður ekki leystur né á bann höggvið nema með gjörbreyttri stjórnarstefnu, þar sem verkalýðshreyfingin. undir forystu Alþýðubanda- lagsins og víðsýnni og frjáls- lyndari hluti bændastéttarinnar tekur höndum saman og mótar stefnuna. Lækka rekstrarkostnaS búanna Farsælli leið en sú að hækka sifellt verð landbúnaðarafurða til bænda til að bæta kjör þeirra, er að vinna skipulega að því að lækka rekstrarkostn- að búanna. Þá ber og að rannsaka ná- kvæmlega hvemig verð land- búnaðarvara til neytenda er myndað, því hiklaust má telja að óeðlilega lítill hluti þess verðs renni i vasa bændanna. Til áð lasfcka rekstrarkostnað búanna eru margvíslegar ráð- stafani-r nauðsynlegar. Fella ber hiður söluskatt af öBum rekstrarvörum landbún- aðarins og framleiðsluvörum hans. Lækka þarf vexti af lánuim til bænda og lengja láns- tímann. Styrkja þarf með sér- stakri löggjöf aukna samvinnu í búrekstri á ýmsum sviðum, en slífct gæti leitt til betri nýt- inigar vélakosts og meiri hag- kvæmni í búrekstri. Þá ber að vinna að þvi að hver búgrein sé stunduð, þar sem skilyrði eru bezt með tílliti til markað- ar og landhátta. Stórauknu fjármagni sé veitt til vísinda í þágu landbúnaðarins. Til- raunabúum sé k'omið á fót í hverju héraði og starfi héraðs- ráðunautarnir við þau bú, en með því myndu ráðleggingar þeirra fá stóraukið gildi. Til- raunabú þessi skulu rekin á sem breiðustum grundvelli og meðal annars reynt með þeim að fá úr því skorið hvaða bú- stærð sé hagkvæmust. Bfla ber ræktunarsamböndin og færa út starfssvið þeirra, t. d. í sam- bandi við fóðuröflun, þar sem sérstakar aðstæöur eru fyrir hendi. Koma skal á fót fyrir landbúnaðinn sérstöku trygg- ingarkerfi, sem komi til bjargar þegar óhagstætt veðurfar eða náttúruihamfarir ógna afkomu bænda. Þá væri það sjálfsögð ráð- Straumsvík. Fleira mætti hér til telja sem bætt gæti af- komu bænda og læfckað rekstr- arkostnað búanna. Túnadauðinn Eitt af því sem mest ógnar landbúnaðinum í dag er það að rneð harðnandi árferði virðist túnrækifcin æfcla að bregðast gjörsamlega víða á landimu. Er þá um leið hruninn grunn- urinn undan öllum nútíma land- búnaði á þeim svæðum. Hér verða alhliða vísindi að koima til bjargar og ráða þá gátu, hvaða orsakir liggja til túna- dauðans á kalsvæðunum. Hér má ekkiert til spara, en eflaust þarf mikið fé til að standa und- ir þeim rannsóknum eigi þœr að koma að skjótu gaigni. Bæta úr aðstöðumun Eigi íslenzkur landbúnaður að eiga framtíð fyrir höndum verður að gera ýmsar breyting- ar á skipulagi hans og rekstrar- formi. Það er forsenda þess að ungt fóQfc fáist til að stunda þann atvinnuveg. Óumflýjanlegt er að bæfca nú þeigar úr þeim aðstöðumun milli bæja og sveita sem svo mjög háir hinum dreifðu byggðum. Má þar til nefna mun hærra raforkuverð en í þéttbýlinu, ófullnægjandi heilbrigðisþjón- ustu og mun verri aðstöðu til menntunar, sérstaklega fram- haldsnóms. Rafverktakar á aðalfundi Aðalfundur Landssambands íslenzíkra rafverfctaka var hald- inn á Akureyri dagana 11. og 12. sept s. 1. Pundurinn var fjölsóttur, enda eru rafverktak- ar innan sambandsins um tvö hundruð talsins og starfandi 1 öllum landshlutum. Á fundinum var einkum rætt um nýjar tillögur að staðar- löggildingu, framtíðarskipulag sambandsins og menntunanmál, en nú hefur á ný skapazt að- staða til framhaldsmenntunar fyrir rafvirkja við Ralltækni- deild Tækniskóla Islands og fagnaði fundurínn þeirri breyt- imgu. Pormaður sambandsins, Gunn- ar Guðmundsson, Rvlk, var endurkjörinn og í stjómina voru kjömir Kristinn Björnsson, Keflavík og Reynir Ásberg, Borgarnesi, formaður Félags rafverktaka á Vesturlandi. Fyr- ir í stjómfcnni voru Þórður Finnbogason, Reykjavík, og Tryggvi Pálssom, Akureyri, for- maður Félags rafverktaka á Akureyri. Fundanmenn sáitu boð raf- magnsdeildar KEA og Sölu- umboðs LlR, en að fundi lokn- um fóru þeir ásamt eiginkionum í skoðunarfarð í boði Rafveitu Akureyrar, Laxárvirkjunar og Rafmagnsveitna ríkisins. Skoð- uð var gufualfflstöð við Mývatn, Kísilgúrverksmiðjan, Laxár- viirkjun og vatnasvæði hennar. Húsráðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI. HILMAR J. H. LÚTHERSSON pípulagningameistari Sími 17041 — til kl 22 e.h.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.