Þjóðviljinn - 01.10.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.10.1970, Blaðsíða 4
4 SÍOA — ÞJÖÐVTUINN — Ftoimifcudaeur 1. ofetólbeíP 197a Útgefandi: Framkv.stjórb Ritstjórar: Fréttaritstjóri: Ritstj.fuiltrúi: Útgáfufélag Þjóðviljans. EiSur Bergmann. Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson SigurSur Guðmundsson Sigurður V. Friðþjófsson Svavar Gestsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sfml 17500 (5 iinur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Rannsóknar þörf jVýléga hafa birzt um það fréttir að rannsókn sem fraimkvæmd var á vegum bandarískra neyt- endasamtaka hafi leitt í ljós að fiskstautar frá ís- lenzku fullvinnsluverksmiðjunum vestanhafs hafi ekki uppfyllt þau skilyrði sem gera verði til góðr- ar vöru. Þetta eru mjög alvarleg tíðindi, því að útflutningur á fiskmeti verður enn um langt skeið meginverkefni Íslendinga í milliríkjaviðskiptum, og jafnt markaður sem verðlag mótast af því að við höfum á boðstólum óvefengjanlega gæðavöru. Því er ástæða ’til að vara við þeim viðbrögðum, sem því miður eru allt of algeng á íslandi, að reyna að afsaka og réttlæta hvað sem er með undanbrögð- um og vífillengjum, en fiskframleiðendur hafa því miður þegar gert sig seka um málsvörn af því tagi. Ástæða er til að taka undir þá tillögu sem Jóhann Kúld birtir í ágætri grein í Þjóðviljanum í gær, að skipuð verði rannsóknamefnd sem kanni al- mennt ástand í fiskframleiðslumálum okkar og semji rökstuddar tillögur um aðgerðir er tryggi það að framleiðsla okkar nái örugglega mati sem gæðavara. Heift og óheilindi Atriði úr sýningru Skozku óperunnar í Edinborg á óperu Benjamins Britten „Herbert Iíerring“. Skozka óperan í Edinborg tónskáldið Benjamin Britten JJin opnu prófkjör Sjálfstæðisflokksins eru fyrir- bæri sem vert er að veita athygli. Hugmyndin er sótt til Bandaríkjanna, en þar hefur reynslan orðið sú að þeir einir ná árangri í skoðanakönn- umun sem hafa aðgang að nægilegu fjármagni til þess að hafa uppi umfangsmikinn áróður og skipu- leggja smölun. Nú þegar er Ijóst að þessi hugmynd leiðir til hins sama á íslandi. Átökin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kostuðu miljónir króna og þeir einir náðu árangri sem höfðu tiltæka fjármuni og harðsnúinn smalahóp. lafnframt hafa þessi átök ýtt undir þá eiginleika sem óviðfeldnastir eru í félagsmálastarfi. Próf- kjörið í Reykjavík hefur leitt í ljós að samskipti aðalleiðtoga Sjálfstæðisflokksins mótast af óheil- indum og gagnkvæmri óvild. Menn taka ekki að- eins þátt í prófkjörinu til þess að lyfta sínum mönnum, heldur ekki síður til þess að níða skóinn niður af öðrum. Það eru staðreyndir sem segja mikla sögu að í prófkjöri Sj álfstæöisflokksins í Reykjavík töldu 2.517 kjósendur að Geir Hall- grímsson væri ekki til þess hæfur að vera í fram- boði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum og 3.082 — eða rúmur þriðjungur — höfnuðu Jó- hanni Hafstein, formanni flokksins og forsætis- ráðherra. Þar kemur til afbrýðisemi þeirra á milli, og auk þess sá ásetningur Gunnarsmanna að berja niður alla þá sem taidir eru þrándur í framagötu hans. Flokkur sem þannig logar af gagnkvæmri heift og óheihndum er sannarlega ekki til þess fallinn að fara með málefni þjóðarinnar. — m. f kvöld og þrjú næstu kvöld flytur hópur listanranna frá Skozku óperunni í Edinborg verk eftir brezka tónskáldið Benjamin Britten á sviði Þjóð- leikhússins við Hverfisgötu. Hér er um merkan listviðburð að ræða, sem ástæða er til að fagna og vekja sérstaka at- hygli á. Skozka óperan vair stofnuð 1962 og er í daig talin meðal fremstu ói>erustofnana Bret- lands. 1969 sagði New States- man jim hana í sambandi við sýningu á Trójuimönnuim eftir Berlioz: „Enginn óperuflokkur í Vestur-Evrópu tekur hienni fram einsog hún gerist bezt“. Stofnandi Skozku óperunnar var Alexander Gibson, sem hef- ur stjórnað listrænni starfsomi hennar og verið aðalhljóm- siveitarstjóri, en hann er einnig tónlistarstjóri og aðalsitjóm- andi Scottish National Orch- estra, sem leikur með flestum sýninguim óperunnar. Fyrsta óperan sem flufct var af SkozkJ óparunni var Madiame Bufcter- fly, en hljómsveitarstjóri var Alexander Gibson. Síðan hefur orðstír óperunnar vaxið mjög, einsog þegar hefur komið fram; má í því sambandi benda á frábærar sýningar hennar á síðustu óperum Verdis, Oth- ello og Falstaff. 1966 sýndi hún Valkyrjumar eftir Wagner, og síðan hefur hún haldið áfram sýningum úr Niflungahringn- um sem mun ljúka 1971. Skozka óperan er hvort- tveggja í senn þjóíSleg og al- þjóðleg stofnun og það mikla áiit og sá ótvíræði orðstír sem hún nýtur í dag er ævintýri líkast, þegar haft er í huga að hún er ekki nema 8 ána. Fáir munu hafa trúað, þegar hún hóf starfsemi sína 1962, að hún æfcti langra lífdaiga auð- ið — hvað þá komið til hugar að spá henni sliku gengj sem orði'ð hefur þó raunin. Formaður óperuráðsins er nú Robin Orr, en Alexander Gibson hefur yfirumsjón með listrænni starfsemi. Peter Bcnjamin Britten Hemmings er aðalritari stofn- unarinnar, en framkvæmda- stjóri sýninga er Pefcer Ebert. Tónskáldið Benjamin Britten Benjamin Britten — þekkt- asta núlifandi tónskáld Breta — fæddist j Suffolk árið 1913. Tónlisitarhæfileikar hans komu snemma í ljós, og þegax bann var 12 ára gerðist hann nem- andi Frank Bridges. 1930—33 sfcjndaði hann nám í Royal College of Music, m.a. hjá John Ireland og Arthur Benjamin. þar urðu til Kóraltilbrigðin „Child js born“ (1933), en sáð- an hóf hann að semja tónlist fyrir útvarp, leikhús og kvik- myndir. Verulega frægð hliaut hann fyrir Tilbrigði um stef efltir Frank Bridge. Bmiitten fluttist til B-andaríkjanna 1939, en þar samdi bann fyrsta meiriháttar verk sitt fyrir leik- svið, óperettuna „Paul Buny- an“, vi'ð texta eftir W. H. Aud- en. Óperuna „Petex Grimes" semur hann eftir heimkomuna til Englands 1942, en óperan var frumfljtt í Sadler’s Wells leikhúsinu í London 1945. Hef- ur hún síðan verið sýnd í öll- um helztu óperuhúsum, enda sikipaði hún höfundi sínum á fremista bekk meðal óparutón- skáld,a aldarinnar. Meðal ann- arra ópera, sem enn bafa auk- ið á orðstír hans, má nefna „The Rape of Lucretia“ (1946), „Albert Herring" (1947), „Billy Budd“ (1951), „The Turn of the Screw“ (1954), „A Mid- suimmer Night’s Dream“ (1960) og „Let’s Make an Opera“ (1949), þar sem áhorfendur verða meðal þátttakenda sýn- ingarinnar. „The Rape of Lucretia" — fyr.sta kammerópera Brittens — var fyrsta verkefni English Opera, en Britten veitti henni listræna forstöðu, samdi óper- Ur fyrir bana og stjórnaði þeim — Aldeburgh-tónliistar- hátíðin tók síðan við; hún hef- u,r verið baldin í júnímánuSj í fiskibæ í Suffolk, þar sem Britten settist að 1947 og hann hefur búið þar síðan. Britten er óvenjufjölhæft tónskáld. Mörg sönglaga hans og kórverka (einkum við Bibl- iutexta) eru fö-gur og áfcriía- rik. Meðai ljóðaflokka, sem hann hefur samig lög við, má nefna „The Seven Sonnets of Midhe(Iangielo“, „Tlhe HolySönn- efcs of John Donne“, „Six Hölderlin Fragmenfcs" og „The Poet’s Ecbo“ við ljóð eftir Pushkin. Meðal kórverkia: „Hymn to St. Ceciliia“, „Rejoice in the Lamb“, Vorsinfóníuna Og hina áhrifaríku Stríðssálu- messrj („War Requiem“). Britt- en hefur samið verk, sem nefna mættj kirkjuóperur — enda flutt sem slík, en þekkt- asfc þedrra er „The Frodigal Son“. Me0al tónverka Brittens fyrir hljóðíæri eingöngu má nefna strengjaikvairtetta, fiðlu- konsert, „Diversions“ fyrir píanó (vinsfcri hönd) og hljóm- sveit. „Sinfonia d« Reqiem“, tvær selló-svífcur (tileinkaðar Rosfcropovitsj), selló-sónötu og selló-sinfóníu. Britten hefur stjórnað fflutn- ingi verka sinna, á leiksyiði, í kirkju og konsertsal, og á hljómplötum (Decca). Óperan Herbert Herring Hér fer á efti,r stuttur efnis- útdráttur úr óperunni Herbert Herring, sem sýnd verður í Þjóðleikhúsinu: Árið 1900. Sú skapmikla lafði Billows, sem ræður lögum og lofum í þorp- inu Loxford, hefur kallað bæj- arstjórann, sóknarprestinn, fó- getann og skólastýruna á fund til að kjósa Maí-drottninguna, Florence, þjónustustúlka lafði Billows og einkaritari, er einn- ig viðstödd. Fljótlega kem,ur í ljós, að sáðferði stúlknanna, sem tii greina koma, er ekki beinlínis til fyrirmsmdar og visisulega ekki í samræmi við hugmyndir lafði Billows. Eftir allstormasaimt þing er1 Framhald á hls. 9.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.