Þjóðviljinn - 10.10.1970, Side 9
Lauígardagur 10. októlber 1970 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 0
Þóroddur Guðmundsson
Framlhald af 7. síðu.
að máleínum íslenzkrar verka-
lýðshreyfingar. Framgöngu
hans og starfa verður lengi
minnzt norður þar og af sam-
herjum um land allt. Ríkan
þátt í lifsverki hans öllu á
ágæt eiginkona hans, HaUdóra
Eiríksdóttir. Vair hún honum
hvorttveggj a í senn, traustur
Og ómetanlegur förunautur í
éinkalífi, og áhuigasamur og
fóirnfús samherji í félagsmála-
starfi. Til hennar hlýtur huig-
urinn því ekki sázt að hvarfla
í dag, með hlýrri þöikk og sam-
úðarkveðjum, um leið og hin-
um látna félaga og forustu-
manni er þökkuð margháttuð
störf og árangursríkt framlag
í þágu sósíalisma og verkalýðs-
hireyfingar á íslandd.
Guðmimdur Vigfússon.
★
í dag er Þóroddur Guð-
mundsson borinn til moldar
í heimabyggð sinni, Siglufixði.
Hann varð bráðkvaddur að-
faranótt 3. október sl. í Reykja-
vík, en þangað hafði hann far-
ið fyrir nokkrum dogum til
að sitja ftmd stjórnar Síldar-
verksmiðja ríkisins. Á þeim
fundj mun hafa verið tekizt
á um eitt þýðingarmesta at-
vinnumál Siglufjarðar: rekst-
ur Sigló-verksmiðjunnar. Það
mál var Þóroddj hugleiknara
en flest önnur, undanfama
mánuði og misseri. í þeirri
baráttu var hann ákveðinn og
öflugur stuðningsm'aður þeirra
sjónairmiða, sem bezt stuðluðu
að hagsmunum heimabyggðar
hans. Það mæti því með nokkr-
um rökum segja, að dauða
hans hafi borið að við aðstæð-
ar, sem eðliiegastar voru og
verðugastar íömlum bairdiaga-
manni: í miðri oruistu.
Þóroddur Guðmundsson vair
fæddur á Þönglabakka í Þor-
geirsfirði 21. júlí 1903. Foreldr-
ar hans voru Guðmundiur Jör
undsson skipsitjóri frá Hrísey,
og kona" 'hans SigríðJr Sig-
urðardóttir, Gunnla'ugssonar
bónda. í Skarðdal í Siglufirði.
Faðtr hans drukknaði þegar
Þóroddur var bam en móðir
hans bjó á Þönigliabákka í
Bjóða styrki
Framhald af 4. síðu.
aða skeið á árinu 1971. Styrk-
irnir nema 1.200 mörfcum hið
lægsta og 2.100 mörkum hið
hæsta á mánuði, auk þess sem
til greina kemur að greiddur
verði ferðaleostnaður að nokkru.
Umsóknir um styrki þessa
skal komið til menntamálaráðu-
neytisins, Hverfisgötu 6, Reykja-
vík, fyrir 20. nóvember n. k.
Sérstök umsóknareyðuiblöð fást
í ráðuneytinu.
★
Loks hefur vestur-þýzka
sendiráðið í Reykjavík tilkynnt
íslenzíkum stjórnvöldum, að
boðnir séu fram þrír styrkir
handa íslenzkum stúdentum til
að sækja tveggja mánaða
þýzkunámskeið í Sambandslýð-
veldinu Þýzltalandi á vegum
Goethe-stofnunarinnar á tíma-
bilinu júní—Október 1971.
Styrkirnir taka til dvalarkostn-
aðar og kennsluigjalda, auik 600
marka ferðastyrks. Umsækjend-
ur skulu vera á aldrinum 19—32
ára og hafa lokið a. m. k.
tveggja ára háskólanámi. Þeir
skulu hafa til að bera góða
undirstöðukunnáttu í þýzkri
tungu.
Umsóknum um styrki þessa
skal komið til menntamála-
ráðuneytisins, Hverfisgötu 6,
Reykjavík, fyrir 1. desember n.
k. Sérstök umsóknareyðuiblöð
fást í ráðuneytinu.
(Fi'á menntamálaráðuneytinu).
nofckur ár eftir fráfall hans,
en fluttj síðan til Siglufj arðar,
fyrst að Staðairhóli en siíðan
í kaupstaðinn. Þóroddur yar
innan við fermingaraldur þeg-
ar bann fluttisit hingað og átti
hér heima til æviloka.
Þóroddur byrjiaði snemmia
að vinna eins og aðrir ungling-
ar á uppvaxtarárum hans, að-
allega við sjómennsfcu, og var
nofckur ár sjómaður á bátum
og togurum. Urðu útgerð og
sjómennska honum hugstæðari
en flestar aðrar atvinnuigrein-
ar, svo að þótt hann fengist
árum og jafnvel áratugum sam-
an aðallega við önnur störf,
kunnj hann ekkj við sig öðrj-
vísi en að hann ætti sjófæra
fleytu, og engar ferðir þóttu
honum eins skemmtilegar og
ferðir á sjó.
Ekki er mér kunnugt um,
hvenær Þóroddur kynn.tist
fyrst verkialýðshreyfingunni og
sósíalisma, né hverjir eða hvað
hafðj mest áhrif á hann í þeim
efnum. Móðir hans, Sigríður
Sigurðardóttir, var ein af frum-
herjum verkalýðshireyfmgar-
innar á Siglufirði, aðaldrif-
fjöðrin í stofnun fyrsta verka-
kvennafélagsins í bænum og
fyrsti formaður þesis, en það
félag Ósk. var stofnað 1925.
Á þessum árum vaT Siglufjörð-
ur mesti athafnastaður liands-
ins á sumrum. Hingað sótti
fjöldi manns af öllum landis-
homum í sumaxatvinnu, ekki
sízt ungir félitlir námsmenn,
sem opnir voru fyrir nýjum
stnaumum og kenningum í fé-
lagsmálum. Líklegast finnst
mér að margt hafi hni-gið í þá
átt að gera Þórodd að verka-
lýðssinna og sósíalista. Ágæt
greind hans, skipulagshæfileik-
ar, kjarkur og baráttuharka
gerðu hann síðan að einum
belzta foringja hinnar róttæku
verkalýðshreyfingax á Norður-
landi, enda er sama, hvar leit-
að er í sögu henmar síðustu
fjóra áratuigina; Þóroddur er
alltaf einn af helztu foringj-
unum.
Það væri efnj í heila bók, ef
gera ætti nákvæm sfcil öllum
þeim störfum, sem Þóroddur
vann fyrir hin^ róttæku hreyf-
ingu, enda verður það ekki
reynt hér, aðeins rninnt á ör-
fá atriði. Hann var um langt
áirabil stjómarmeðlimur í
verfcalýðsfélögum hér á Siglu-
firði og stundum starfsmaður
þeitrra. BæjairfuUtrúi va^ hann
í 28 ár; álíka lengi í stjóm
Síldarverksmiðja ríkisins, al-
þingiismaður 1942 — 1946, þá
var bann formaSur pólitískra
félaga róttækra manma hér í
bænum utn áratugi, átti sætj í
miðstjómum og flokksstjórn-
um Kommúnistaflokksins, Sósí-
alistaflokfcsins og Alþýðu-
bandalagsins. Hann ritstýrði
blaðinu Mjölni oft sfcemmri
eða lengri tíma og hefur senni-
lega skrifað meira eða minna
i flest blöð Mjölnis, sem út
hafa komið. Þessi upptalnimg,
þótt hún sé hvergí nærri tæm-
andi, sýnir, hvexn sess Þórodd-
ur skipaði meðal samherja
sinna. Hann var alltaf að finma
þar sem baráttan var hörðust;
alltaf valinn af félögum sín-
um á Siglufirði til þeirra
starfa,, sem vandasömusit þóttu
og ábyrgöarmest.
Auk þeirra starfa, siem hér
haf,a verið talin, og hefðu ein
verið ærið verkefni einum
manni, fékikst Þóroddur við
útgerð, sildarsöltun og fleiri
skyld störf um áratugi. Síð-
ustu árin var hiann varafram-
kvæmdastjóri Sigló-verksmiðj-
unnar. Hann hafðj geysimikinn
áhuga á öilu, sem lauit að út-
gerð og nýtingu sjávarafla, og
vann að þessum störfum með
árvekni og dugnaði.
Þóroddur var ‘hamingjumað-
uir í einkalífi sínu. Hann
-<!>
Konan min og móðir okfciar
SIGRÍÐUR E. SÆLAND, ljósmóðir,
andaðist á Borgarspítalanum fímmtudaginn 8. október.
Stígur Sæland og börn.
kvæntist árið 1937 Halldóru
Eiríkisdóttur, ættaðri frá Súða-
vík, og eignuðuist þau fjögur
mannvænleg börn. Þau eru:
Margrét, gifit og búsett í Sví-
þjóð; Eiríkur, vélstjóxi; Guð-
mundur, nemiandi í fiskiðnaði;
og Steindór, gaignfraeðasfcóla-
nemi. Móðir bans dvaldist á
hedmili hans frá því hún lét
af heimilishaldi og þar til hún
lézt í háriri elli 1957. Var allt-
af mjög ástúðlegt með þeim
mæðginum. Þá var einnig aUt-
af xpjög gott samband. mdlli
hans og stjúpföður hans, Sig-
uirhjartar Bergssonar, svo og
miili hans og systra hans og
mága. Heimili hans var alltaf
sérstaklega hlýlegt og með
einhverjum óskilgreinanlegum
höfðingsbrag, jxjtt óbrotið
væri. Nauit þair einnig við á-
hri£a húsmóðurinnar, og móð-
ur hans meðan hún lifði. Þór-
oddur hafði gaman af að fá
gesrti og vera veitandi. Hann
var hlýr í viðmóti, skemmtileg-
ur í viðræðum, kýminn og
orðheppinn, og fljótur að átta
sig á kjama hvers máls.
Oft er þa@ svo, að merfcir
menn, sem miklu koma til leið-
ar, vekja ekkj sjálfir mikla at-
hygli; verk þeirra eru næstum
eina vitnið um þá. Þóroddur
var ekki af þessari gerð. Hann
va)r litríkur persónuleiki, einn
þeirra manna, sem ekki gleym-
ast eftir persónuleg kynni.
Störf hans munu yfirleitt met-
in og þökkuð af saimberjum
hans og vinum, en þeim, sem
þekktu hann og störfuðu lengst
með honum að sameiginlegum
áhugamálum, verður maðurinn
sjálfur minnisstæðastux. Fas
hans og framkoma einkennddst
af yfirlætislausum virðuleikia,
rósemi og fastheldn; við ýms-
ar gamiar hefðir. Hann mdnnti
um margt á íhaldssaman hú-
höld eða útvegsbónda í göml-
um stíl, fremur en á kröfu-
har’ðan verkaIýðsleiðtoga og
róttækan kommúnista. Samt
va,r félagsleg afstaða hans og
pólitísfcar skoðanir jafn ein-
dregnar síðaist.a dag aevinnar
eins og þegar hann hélt til
Rússlánds fyrir nærri 40 ár-
um, í bjartri trú á málstað
hinnar alþjóðlegu öreigahreyf-
ingar.
Þóroddur var ágætux ræðu-
maður og hafðd á sér snið
hins þjálfaða ræðumanns. Orð
hans voru alltaf yfirveguð,
stillingin brást honum aldrej;
hann sagði aldrei annað en
það, sem hanm við róclega at-
hugun taldi henta þeim mál-
stað, sem hann barðist fyrir.
Hann gat verið mjúkmádl, svo
næstum var sem hunang drypi
af vönum hans, en hann gat-
líka verið illskeyttari og hittn-
ari á viðkvæma blettj en flest-
ir aðrir. Hef ég grun um, að
enn séu eymsii i sárum, sem
Þóroddur veitti í pólitískum
sennum, jafnvel fyrir áratug-
um sáðan. Og aldrei hygg ég,
að það hafi komjð fyrir, að
Þóroddur hafi stigið svo í
ræðustól, að nokfcrir af áheyr-
endum hafi talið sdg geta vit-
að fyrirfram, hvað hann mundi
sagjia, jafnvel ekki þeir, sam
bezt þekktu hann. Enda vair
ævinlega hlustað á hann.
Þessí harðskeytti bardaga-
maður var mikiU sáttasemj ari
í eigin flokki. Hann hafði allt-
af fulla stjóm á eigin sfcapi.
Sá geðofsd. sem situndum tefc-
ur stjórn af skynseminni hjá
annars ágætum mönnum, réði
aldrej afsitöðu hans, heldur ró-
leg yfirvegun og mat á mála-
vöxtum. Hann var þvi manna
fundvísastur á nýjar ledðir,
þegar þau sund, sem beinasit^
virtust liggja við, voru lokuð,
og var ákaflega laginn á að
halda samian liði. Stundum
tókst honum, þegar fjallað var
um viðkvaam mál, að koma
fram einhverjum málalyktum,
sem allir voru í ruuninni ó-
ánægðir með í svipinn, en sáu
þó seinna, að höfðu í rauninni
verið faxsælasta lausnin.
Kjarkurinn, rósemin og íhygl-
in brást honum aldrei, hvað
sem á gekk. Hann vann að
pólitískum málum eins og
skákraaður; sfcapsmunir og
tilfinningar hans sjálfs viku
fyrir kaldri og rökvísri yfir-
vegun. Hinsvegar fylgdist hann
alltaf vel með hitamarki sfcaps-
munanna hjá öðrum og tók
fyllsta tillit til þess.
Við fráfall Þórodds hiefur
Siglufjörður misst einn af sín-
nm ötulustu og dugmestu for-
ustumönnum. Við samherjar
hans í félagslegum efnum höf-
um misst ednn af okkar traust-
ustu foringjum. Sárastur ©r þó
missdrinn eiginkonu hans og
börnum, Þeim votta ég mína
einlægustu samúð.
Þóroddux Guðmundsson var
lítili trúmaður. Mér er næst
að halda. að hann hafi ekkl
búizt við að vakna til annars
lífs eftir hinn j-ar¥Sneska dauða.
Sízt held óg að bamn hefði
fýst að lifa um eilífð í þeirri
hvildarheimilismynd af himna-
ríki, sem langþreytt fólk hef-
ur sikapað sér. En ef hann
skyldi samt sam áður ljúka
upp augum á ný í öðrum
heimi, þá ósfca ég honum þess,
að í þeim bedmi finnist vebt-
vangur fyrir þrek hans, at-
hafnalöngu-n og banábtukjark.
Benedikt Sigurðsson.
í daig verður jarðsettur á
Si-gdufir'ði Þóroddur Guðmunds-
son, fyrrverandi alþinigismaður.
Með Þóroddi er genginn ednn
af frumharjum í baráttunni
fyrir sósíalisma á íslandi. H-ann
hóf tmgur að árunx þátttölku i
þessari baráttu og henni hélt
harin áframn, aillt til æviloika.
Þóroddur var óvenju liðtæfcur
miaður og er miifcið sfcarð fýrir
skildd í röðum ofcikar íslenzkra
sósíalista þegar hann er fiallldnn
frá.
Þóroddur varð 67 ára gamall,
fæddur 21. júlí 1903. Á yngr-i
árum stundaði hann sjómennsku,
gerðist síðan sitarfsmaður verk-
lýðsifélaganna á Sigllufirði, rak
síldarsöltun og útgerð, sat í
bæjarstjórn Si-glufjarðar á ár-
unum 1934-62 en á Aiþingi sem
landskjö-rinn þingmaður 1942-46.
Hann var oft í nefndum og
stjómum ýmássia féla-ga og
stofnana, var mieðal annars í
stjórn Síldarverksimdðja ríkisdns
uim lan-gt árabil. öll s-törf sín
rækti Þóroddur af mdkilli alúð
og kom mörgu góðu miálinu í
höfni
Við Þóroddur kynntuimst fýrst
fyrir rúmurn alldarfjórðungi.
Alla tíð síðan hefur náin
samvinna verið í milli okkar
og þyk-ist ég því imeela affcunn-
ugle-ika þegar ég segi, að Þór-
oddur hafi verið óvenju mikill
heið-ursimaður. Hann var mað-
ur góðviljaður og greiðvikinn,
vinfastin: og traustur svo af bar.
Fáa menn bef ég vitað þéttari
á veCli og þéttari í lumd — ef
þvl var að skipta. Ég minnist
atviks fyrir um það bil aldar-
fjórðungi. Þing ASl sat aðstörf-
um og var Þóroddur forseti þess.
Nokkrir póöLitískir andstæðingiar
Þórodds urðu órólegir og gerðu
up-phlauip að stóái fo-rsetans. Þar
var fyrir lágvaxinn þétturmað-
ur. Hann horfði beint í aiugun
á aðalupphlaupsmanninuim og
með röggsamlegu og rólegu taii
skipa-ði Þóroddur honum að
setjast á þekk. Sem hann og
gerði.
Sú hugsun hvanfllar æ oftar
að mér hversu einstaMingurinn
er einn sér lítill, að elnstaikling-
urinn er aðeins lítið hrot af
heildinni. Þessvegna er það að
mér fannst örllítið molnað úr
sjádfu-m mér, þegar Þóroddur
dó. Meira get ég ekki sagit.
Hallldóru vinkonu minni og
bömiunum og öðrum aðstand-
endum sendi ég innilegar sam-
úðarkveðjur.
Haukur Helgason.
Blaðdreifing
Þjóðviljiann vantar blað-
bera í eftirtalin borgar-
hverfi:
Freyjugötu
Hverfisgötu
Kleppsveg
Hringbraut
Hjarðarhaga
Háskólahverfi
Tjarnargötu
Þjóðviljinn sími 17500
Kork-góifflísar
með vinylhúð.
Tilkynning
frá fjármálaráðuneytinu til
söiuskattsgreiðenda.
Athygli söluskattsskyldra aðila er vakin á reglu-
gerð nr. 169/1970 um söluskatt.
Sérstök athygli er vakin á 4. kafla reglugerðar-
innar um tilhögun bókhalds, fylgiskjöl og gjald-
stofna. í>ar em m.a. ákvæði um, að öll sala skuli
skráð í bækur samkvæmt sérstökum fylgiskjöl-
um, þar með talin staðgreiðslusala stnásöluverzl-
ana og annarra hliðstæðra aðila.
Komi í ljós við bókhaldsskoðun, að sala hefur ekki
verið skráð eftir ákvæðum reglugerðarinnar, kann
það m.a. að leiða til þess, að s-kattyfirvöld noti
heimildir sínar til að áætla söluskattsskylda veltu
og aðra gjaldstofna til ákvörðunar á sköttum að-
ila.
Fjármálaráðuneytið,
9. október 1970.
Rekstur á mötuneytinu
í Hufnurhúsinu
er laus til umsóknar frá næstu áramótum.
Umsóknarfrestur til 31. október 1970.
Allar nánari upplýsingar á hiafnarakrif-
s'tofunni.
Reykjavíkurhöfn.
MOSFELLSHREPPUR -
Endumýjun féðuumsóknu
Þeir, sem sóttu um byggingarlóðir i Mosfellshreppi
fjrrir 1. janúar 1970 og hafa ekki fengið umsóknir
sínar afgreiddar, em vinsamlegast beðnir að end-
umýja þær fyrir 31. þ.tn.
Að öðrum kosti verða umsóknimar ekki teknar
ti'l greina.
Hlégarði, 8. október 1970.
Sveitarstjóri Mosfellshrepps.
Sendill
Sendill óskast eftir hádegi, upplýsingar að Lauga-
vegi 172, uppi.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
Sjávarútvegsmálaráðuneytið.