Þjóðviljinn - 10.10.1970, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 10. október 1970.
38
— Kærar þakkir, svaraði ég
gremjulega, því að ég var far-
inn að sjá eftir því að hafa sóað
í hann svo mörgum orðum. En
ég hafði þó ékki sagt honum
neitt um það hvað Maire hafði
tekið sér fyrir hendur eftir að
hún hafði reynt að finna Kevin
á þjóðveginum. Mér datt í hug
drukkni maðurinn sem hún sagð-
ist hafa séð. Átti ég líka að
segja frá honum? Nei, það hefði
getað verið uppspuni sem kona
bjó til í þeim tilgangi að leiða
athyglina frá sjálfri sér, ef hún
hefði í raun og veru myrt Harri-
et. Og fyrst Seamus hafði efcki
getað haft upp á einum einasta
flakfcara, hafði áreiðanlega eng-
inn slíkur verið á ferð þessa nótt.
Samtalið lognaðist út af á
næstu tíu mínútum. Síðan reis
Concannon á fætur og gekk til
dyra.
— Hve lengi verð ég að vera
hér um kyrrt?
— Þar til rannsókn minni er
lokið, sagði hann aðeins.
— Og hvenær verður það?
Hann yppti öxlum.
— En í hamingju bænum, —
þér hljótið að vita að ég get orð-
ið næsta fórnarlamb?
— Ekkert illt mun henda yður,
meðan þér eruð undir verndar-
væng Flurrys Leesons.
Tveim tímum seinna sat ég í
herberginu í Lissawn House, þar
sem Flurry geymdi veiðistengur
sínar. Við Flurry höfðum þegar
gert whiskýinu góð skil. Þetta
varð allundarleg næturvaka —
M
i/ EFNI
/ SMÁVÖRUR
TÍZKUHNAPPAR
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
-.augav. 188 in. hæð (lyfta)
Síml 24-6-16.
Perma
Hárgreiðslfu- og snyrtistofa
Gahðastræti 21 SÍMI 33-9-68.
nóttina eftir útförina og aðeins
tveir syrgjendanna viðstaddir og
sátu niðursokknir í ölæðishjal
um þá konu sem undir öðrum
kringumstæðum hefði getað feng-
ið þá til að rjúka í hár saman.
Flurry drakk til að gleyma henni.
Ég drakk til að losa mig við
þær grunsemdir sem Concann-
on hafði komið inn hjá mér —
að það væri ef til vill Flurry sem
hefði myrt hana.
— Hvað var það sem hann
Concannon vildi, sagði hann eins
og hann gæti lesið hugsanir mín-
ar.
— Hann heldur að það geti
verið þú sem myrtir hana, þetta
heimska svínabesti.
— Jæja, heldur hann það? Nú,
ég get vel skilið það.
— Ég sagði honum að það
væri djöfuls kjaftæði.
Flurry tók veiðistöng og sveitfl-
aði henni dálítið til áður en hann
lagði hana aftur á borðið. —
Reyndi hann að veiða eitthvað
upp úr þér?
— Já, það gerði hann. Hann
reyndi líka að fá mig til að
viðurkenna að ég hefði verið
með Harriet kvöldið sem hún —
— Þú hefur væntanlega efcki
gert það?
— Þú ert eini maðurinn í öll-
um heiminum sem fær nokkum
tíma að vita það, Flurry.
— Og ég segi engum það,
svaraði hann og ropaði feimnis-
laust. — Það er annars svei mér
skrýtið að við skulum sitja héma
báðir og skrafa um hana. Fjanda-
komið sem það á sér nokkurt
fordæmi. Bf maður læsi það í
bók, dytti manni ekki í hug að
trúa því. Æjá, þegar kvenfólk er
annars vegar er fjandinn laus
— Guð veri sál hennar náðugur.
Einhvem tíma kvöldsins tókst
Flurry að finna handa okfcur
brauð og ost. Seinna tók hann
til við að skamma blaðamenn-
ina sem höfðu angrað hann í
tíma og ótíma. — Maður getur
ekki einu sinni átt einkalíf sitt
í friði nú á dögum. Ég yrði ekki
hissa þótt þessir kauðar stæðu
og læsu yfir öxlina á St. Pétri
á dómsdegi til að sjá hvað hann
hefur skriifað.
— Þeir lesa að minnsta kosti
ekkert sérlega ljótt um þig,
Flurry.
— Nema kannski eitthvað um
morð, sagði hann þungbúinn.
— Allt í einu varð ég alveg
allsgáður. — Já, en það var í
frelsisstríðinu og það er allt ann-
að mál.
— Til andskotans með Eng-
lendingana. Ég er ekki að tala
um þá. Hann leit íhugandi á
mig. — Og ég er ekki heldur að
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi BRETTI — HURÐIR — VÉLALOK
og GEYMSLULOK á Volkswagen í allflestum litum. —
Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið
verð. — REYNIÐ VIÐSKIPTIN.
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar.
Skipholti 25. — Sími 19099 og 20988.
tala um Harry, eins og þessi skít-
hæll og drullupjakkur hann Con-
cannon myndi halda. Ég er að
hugsa um builuna sem drap
hana. Það mannslíf vildi ég hafa
á samvizkunni þegar dómsdagur
rennur upp.
— Af hverju læturðu yfirvöld
ekki um það?
Flurry spýtti inn í eidinn. —
Yfirvöldin? Yfirvöldin sfculu ekki
fé að stela honum frá mér.
— Þú segir þetta af því að þú
ert fullur, Flurry. Þú skiptir
bráðum um skoðun. Þú ferð
þó varla að eiga á hættu að
verða hengdur —
— Þú getur bölvað þér upp
á að ég skal ná í þann náunga.
Það er það eina sem ég hef að
lifa fyrir, þegar Harry er ekki
lengur til! Hann leit á mig vot-
um augunum. — Hvað helztu
annars um mig?
— Að þú værir innst inni cM-
lítið latur og viljir fara þér að
engu óðslega. Lílfið hefur gefið
þér tilteknar hugmyndir um rétt-
inn til að beita aivöru, en þrátt
fyrir allt eru ofbeldisverk and-
stæð eðli þínu. Þess vegna verð-
urðu að demba þér út í þau með
lokuð augu. Þú ert ekki ánægður
með það sjálfur að þú skulir í
eðli þínu vera viðkvæm sál, og
þess vegna reynirðu að brynja
þig með harðri skel.
Flurry hafði starað á mig með
sívaxandi undrun meðan hann
hlustaði á sálgreiningu mína. —
Herra minn trúr; nú dámar mér
akki. Þetta er það argasta
endemis kjaftæði sem ég hef
nokkurn tíma heyrt. Það ert þú
sem ert mígandi fullur, Domi-
nic. Ég finn hvorki haus né
sporð á því sem þú ert að segja.
— Það geri ég eiginlega ekiki
heldur, fyrst þú minnist á það.
En segðu mér annars eitt — og
það hefði ég aldrei spurt þig um
ófullur — af hverju kyrktix-ðu
mig ekki með berum höndunum
þegar ég — þegar ég sagði þér
leyndarmál mitt?
— Leyndarmál þitt?
— Þegar ég sagði þér að ég
hefði raunar verið með Harriet
kvöldið sem hún var myrt.
Það varð löng þögn. Það leit
helzt út fyrir að Flurry ætti erf-
itt með að einbeita huganum. —
Það munaði líka minnstu, skil-
urðu. En ég er efcki eins vitlaus
og ég lít út fyrir að vera. Ég
gat sagt mér sjálfur að sekur
maður færi ekki að segja mér
frá þessu leyndarmáli sínu og
leggja líf sitt mér á vald. Þú
varst sko alls eikki neyddur til
að segja mér það, eða hvað?
— En —
— Bíddu hægur. Einu sinni á
illu dögunum yfirheyrði ég mann
sem við höfðum grunað um að
hafa komið upp um tvo vini
sína við óvinina. Hann neitaði
því. Hann lét sem hann væri
niðurbrotinn af harmi yfir ör-
lögum vina sinna — þeir höfðu
verið pyntaðir og drepnir. En það
var ekki ekta. Ég fann það ein-
hvern veginn í hjartanu að það
var ekki ósvikin sorg. En það
var þín stxrg hins vegar, hún
var full af einlægum harmi og
iðrun, það leyndi sér ekki. Jæja,
nú er ég farinn að tala eins og
faðir Bresnihan. Til fjandans með
það allt saman. Þetta er annars
hálfvitaleg næturvaka. Við ættum
heldur að taka lagið. Kanntu
„Piltarnir frá Wexford"?
Ég söng allt sem ég mundi
úr kvæðinu meðan Flurry sló
taktinn í borðið og tók undir
viðlagið með hásu hvískri. Ég
hélt áfiram og söng: „Harpan
sem eitt sinn ómar“, síðan tók
ég til við; „Hún gekk um götur
og torg“ á svo hjartnæman hátt
að Flurry vatnaði músum. Sea-
mus hlaut að hafa komið í
miðju kafi, því að ég man að
allt í einu sá ég hann og Flurry
slaga um gölfið og styðja hvor
annan, meðan þeir sungu í
blönduðum kór herskáan bylt-
ingasöng sem ég hafði byrjað á.
Loks lét Flurry fallast niður í
stól lafmóður. — Þetta var betra.
Svtxna á það að vera. Hann hef-
ur fína rödd, finnst þér ekki,
Seamus?
— Það hefur hann.
— Þetta er eitthvað annað en
þessar herjans gx-átkonur. Hef-
urðu nokkurn tíma rekizt á írsk-
ar grátkonur, Dominic?
— Nei.
— Þær gera óskaplegan háv-
aða. Þær eru eins og hjörð af
úlfum sem situr og spangólar
upp í tunglið.
— Þú hefur aidrei séð svo-
leiðis úlfáhjörð, Flurry, sagði
Seamus.
— Nei, en bíddu bara hægur.
Það er heil hjörð til taks á
lögreglustöðinni.
— Þá dettur mér í hug að ég
þarf að muna að —
— Ef það er eitthvað sem þú
þarft að muna, ertu vinsamlega
beðinn að fara út fyrir og muna
það þar. Við höfum ekkert að
gera við útfararstjórafés á þessari
sorgarhátíð. Hafið þið gert ykkur
ljóst, gömlu vinir, að þetta er í
fyrsta sinn sem mér hefur tekizt
að verða fullur síðan Harry —
við verðum að skéla fyrir því.
Ég var svo vankaður að ég
þurfti að hafa mikið fyrir því
að muna hvað hefði eiginlega
komið fyrir. Jú, alveg rétt, það
voru ekki nema f jórir dagar liðn-
ir síðan Harriet dó. Mér fannst
vera liðin heil eilífð.
— Æjá, við elskuðum hana
allir. Við skulum skála fyrir
Harry; megi sál hennar hvíla
i friði!
Við skáluðum hátíðlega upp
á það.
— Og nú klingjum við glös-
um við Dominic. Megi Djöfull-
inn sjálfur í eigin i>ersónu rífa
þakið ofan af þeim vistarverum
og stofnunum sem bjóða þig
ekki velkominn og mig líka.
— Ég sting upp á að við skál-
um fyrir Seamusi, sagði ég. —
Seamus, þú mátt eiga Conne-
mara-hattinn minn, þennan með
skotgötunum í. Geturðu krafizt
betri sönnunar fyrir vináttu
minni?
— Ég þakka kærlega fyrir,
herra Eyre.
— Ekkert að þakka.
— Þann viðbjóðslega hattgarm,
sagði Flurry. — Geturðu ekiki
fiundið eitthvað skárra ? Við
getum ekki einu sinni verið
þclaktir fyrir að setja hann í lík-
kistuna hjá gömlum landshorna-
flækingi.
— Þá man ég það að —
— Æ, haltu kjafiti, Seamus!
SINNUM
LENGRI LÝSING
neOex
2500 klukkustunda lýsing
við eðlilegar aðstæður
(Einu venjulegu perurnar
framleiddar fyrir svo
langan lýsingartíma)
NORSK ÚRVALS
HÖNNUN
Heildsala Smásala
Einar Farestveit & Co Hí
Bergstaðastr. 10A Sími 16995
CHERRY BLOSSOM-skóáburður:
Glansar betur, eudtst betur
Aog B gæðaflokkar Laugaveg 103 ^
sími 1 73 73
Hver býður betur?
Það er hjá okkur sem þið getið fengið
AXMINSTER teppi með aðeins 10%
útborgun.
AXMINSTER — annað ekki.
ffliífflil
ANNAÐ EKKI
Grensásvegi 8 — sími 30676.
Laugavegi 45 B — sími 26280.
Húsráðendur!
Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa,
leka á ofnum og hitaveituleiðslum.
STILLI HITAVEITUKERFI.
HILMAR J. H. LÚTHERSSON
pípulagningameistari
Sími 17041 — til kl. 22 e.h.
BILASKOÐUN & STILLING
Skúlagötu 32.
MOTORSTILLINGAR
HJflflSTILLINGflR LJÚSASTILLINGAR
Látið stilla í tima. S
Fljót og örugg þjónusta. I
13-10 0
liil!liyillSjllllíjlilííS!li|lliyiíljllSlilií!ll!li!!Sillil!|!!l|ii!llliiil!i!lii!iiiiili!iiiSllili!l||il!i!íiSiSliil!iiililiii!ii!!!iiiiin
TEPPIHUSIi
HEFUR TEPPIN SEM
HENTA YÐUR
D
TEPPAHUSIÐ
*
*
SUÐURLANDS
BRAUT 10
*
SÍMI 83570
Auglýsingasími Þjóðviljans er 17500