Þjóðviljinn - 10.10.1970, Side 12
7. þing Sjómannasambands íslands sett í gær
Umræður mótast af skerðingu
á aflahlut sjómanna frá 1968
□ Kl'ukkan 14 í gær hófst 7. þing Sjóvnannasambands
íslands í Lindarbæ hér í Reykjavík, og lýkur þinginu á
sunnudagskvöld. Jón Sigurðsson, formaður sambandsins
setti þingið. Ennfremur fluttu ávörp Eggert G. Þorsteins-
son, sjávarútvegsmálaráðherra og Björn Jónsson, varafor-
seti A.S.Í. Tilkynnt var á þinginu, að Hannibal Valdimai’S-
son, forseti A.S.Í. sæti veðurtepptur að búi sínu í Selárdal.
8 ný íólög hafa gengið í Sjó-
mannasaimibandið síðan 6. þing
þess var halldið haiustið 1968 hér
í Reykjavík. Eru það sjómanna-
deildir verkaiýðsfélaga innan
A.S.Í. Á þinginu í gær voru
mættir futtiltrúair nýrra félaga sivo
sem fná Aftureldingu á HeMis-
Frá þinginu í gær, á myndinni eru m.a. Xryggvi Heigason og Björgvin Sigurðsson.
Ceausescu dveSur aðeins í
2 klukkustundir hér á landi
□ Ætlunin er að Nicolae Ceausescu, forseti ríkisráðs
Rúmeníu, komi að Éessastöðum, er hann kemur hingað á
mánudaginn. Viðdvöl hans verður mjög stutt — jafnvel
ekki nema tveir tímair — að því er Helgi Ágústsson full-
trúi í stjómarráðinu tjáði fréttamanni Þjóðviljans í gær.
Tveir Rúmenar eru þegar
komnir hingað til lands til þess
'að undirþúa komu forsetans og
í gærkvöld tomu meðal annarra
Vasíl Pungan, ambassador Rú-
mena á íslandi og fulltrúa rú-
mensku fréttastofunnar Ager-
press.
Forseti Rúmeníu kemur hingað
ésamt fylgdarliði sínu á mánu-
daginn kl. 14.30 með sérstakri
flugvél. Meðal fylgdarmanna
forsetans er Manescu utanríkis-
ráðherra. Flugvél forsetans lend-
ir á Keflavíkurfluigvelli og þar
munu taka á móti honum for-
seti fslands, dr. Kristján Eld-
járn, forsetafrúin, Halldóra Eld-
járn, forseti hæstaréttar Einar
Arnalds, Vasíl Pungan, ambassa-
dor Rúmena á íslandi, Guð-
mundur Benediktsson, ráðuneyt-
isstjóri í forsætisráðuneytinu.
Pétur Thorsteinsson, ráðuneytis-
stjóri í utanriikisráðuneytinu,
tveir ráðuneytisfulltrúar þeir
Helgi Ágústsson og Hannes Half-
stein, lögreglustjórin n í Reykja-
vík Sigurjón Sigurðsson og am-
bassadorar eríendra rikja.
Sigríður Sæland fyrrverandi
ijósmáðir lézt í fyrradag
Sigriður Eiríksdóttir Sæland,
fyrrverandi ljósmóðir í Hafnar-
firði, andaðist í Borgarspítalanum
í fyrradag, 8. október ,rösklega
81 árs að aldri, en hún var fædd
suður á Vatnsleysuströnd 12.
ágúst 1889.
Sigríður fluttist til Hafnarfjarð-
ar árið 1907 með fbreldrum sínumi
og átti þar heirna alla tíð síöan.
Hún lauk prótfi frá Ljósmœðra-
skó'.anum í Reykjaivík 1912 og
varð sama ár ljósmóðir í Garða-
og Bessastaðahreppum og starf-
aði þar og í Hafnarffirði um fjölda
ára.
1916 giftist Sigríður Stígi Snæ-
land lögregluþjóni, sem lifdr konu
sína háaldraður. Eignuðust þau
hjón þrjú börn og ölu auk þess
upp eitt fósturbarn.
Sigríður Snæiand tók mikinn
þátt í ýmis konar félagsimólastarf-
semi og þjóðmfálum, m.a. vann
hún ásamt manni sínum mjög
jnikið og gott starf í þágu bind-
indishreyfingarinnar og að slysa-
vamamálum. Og fyrír sósíaOism-
ann og hina róttaeku hreyfingu
verkalýðsins barðisit hún ótrauð
allt til hins sdðasta og var m.a.
í fmamboði fyrir Sósiailistaflckk-
ínn við alþingiskjcxsn'ingar oftar en
einu sinni. Þá tófe hún mjög virk-
an þátt í baróttunni gegn her-
námdnu, þótt komfm væri á efri
ór, svo nofekuð sé nefnt af þeim
hugsjónuim, sem Sigríður Sæland
þai-ðist fyrir uim daigana.
Frá flugvellinum verður ekið
rakleiðis að Bessastoðum og þar
höfð viðdvöl í stutta stund þar
sem verða auk framangreindra
til móttöku Gylfi Þ. Gíslason,
ráðherra, formenn þingflokkanna
og forsetaritari. Gert er ráð fyr-
ir að flugvél forsetans fari um
fjögurleytið aftur af stað frá
Keflavík.
Forsetinn hefnr því mjög stutt-
an stanz hér og mun ekki verða
tæikiifæri til þess fyrir blaða-
menn að ræða við hann.
sandi, Stjörnunni, Grundarfiirði,
Bjarrna, Stoklkseyri, sjómianna-
deildin í Þorláfeshölfin í Verka-
lýðsfélagi Hveragerðis og frá
Jökli í Hornafirði. Ennfremur
hafa gengið í saimlbandið sjó-
mannadeiildin í Verkalýðsfélagi
Miðneshrepps, sjómannadeilddn í
Gerðaihireppi og sjómannadeildin
í Vöku á Siglufirði. Fullitrúar firá
þeim félögum voru hins vegar
ekkii mættir enniþá tii þings í
gærdag.
Þá var von á fulitrúum frá
Sjómannafélaiginu Jötni í Vest-
mannaeyjum, ennflremur flrá Vél-
stjórafélaginu í Byjum og munu
fulltrúar þeirra félaga sækja um
upptöku í sambamdið. Voru þeir
ekki mættir í gær vegna flug-
veðurs.
Fyrir í Sjómannasamibandinu
eru sjómannalflélög í Reyfejaivik.
Hafnairfr.rði, Akureyri, Akranésd,
Keflavík, Grindaivík og Mat-
siveinafélaigið. í gær vom mættir
á þdnginu um 35 fúillltirúar af um
45 er rétt hafa til seitu á því.
Verður verkfall?
Sjötta þing Sjómannasam-
bandsins var hialdið haustið 1968
hér í Reykjarvík. Skömirrnu síðar
dundu yfir sjómenn lög riifeis-
stjómairiimar um slfeertan affilahllut
sjómanna. Haífa sjóttnenn fullan
hug á 'því að leiðrétta þá fejara-
skerðingiu, otg miuniu umræður á
5'firsitandandii þingi Sjómanna-
samibandsdns efcfei sízt móitast af
þe.ssum aðstæðum. Hefur Jón SSg-
urðsson, formaður Sjólmanna-
samibandsins gefið í skyn, að
verkfa'l'lsleiðin verði þarna ttl um-
ræðu tiJ þess að ná hlnt sjó-
manna aftur, ef allt annað bregzt.
Jón fflutti sfcýrslu. stjómarinnar
síödegis í gær. Kvað hainn sjó-
menn hafa brugðizt illfa við síð-
astliðið vor, þegar fSslfeverð hækk-
aði aðeins um 5Va% borið saman
við kaiuphaaklkanir an'narra stétta,
Um áramót fengu sjóimenn 15%
f isfeverðsh æfekun.
Forseti þingsins er Pétur Sig-
urðsson, alþingismaður, varafor-
seti Kristján Jónsson. formaður
Sjómainnafélags Hafnarfjarðar og
ritarar Jón Helgason og Pétur
Thorarensen.
Umfangsmikil nor-
ræn sýning hér
□ Á blaðamannafuridi hjá
stjórn Norræna listbanda-
lagsins, sem þingað hefur í
Reyk'javí'k undianfarna 3
daga, kom fram að á næsta
ári verður haldin . stærsta
myndlistarsýnirig hingað til
á landinu. Verður húin í
mynd 1 istarhúsinu á - Mikla-
túni á tímabilinu frá 15.
sept. til 15. okt. — það er
að segja verði húsið tilbúið,
eins og stefrit er að.
I sitjóminni sitja þrír menn frá
hverju Norðurlandainna, fulltrúar
Isilands eru þar Valtýr Guð-
mundsson, Ragnar Kjartansson og
Krisitján Davíðsson. Á blaða-
mannafundinum voru auik Valtýs
Yngve Back og Erik Kruskopf
frá Finnlandd, Knut Fröysaa frá
Noregi, Kai Mottlau frá Dan-
mörku og Hans Ekllund frá Sví-
þjóð. Aills sátu 15 útllendiingar og
10 íslenddngar stjómarfundinn
sem hófsit á miiðvikudaginn.
Norræna listabandalagið var
stofnað fýrir 25 érum og liafa
myndllistarsýningar á vegum þess
verið haildnar annaðhvert ár í ölil-
um aðildarlönduinum.
Nú er, sem fyrr segir, í und-
■irto‘úniin!gi að haiMa stóra mynd-
iistarsýningu í Reyfcjavík, — Mál-
verk og stoúlptúr — er spanni
yfir norraBna myndllist síðustui 10
árin. Verður þetta vasntanlega
síðasta stóra samsýninigin á veg-
um iistbandalagsins. Krusfeopf,
ritari bandalagsins sagði ástæð-
una vera þá að sýningarhaldið
væri geysikostnaöarsamt en áhugi
almennings iþví miður ekki í sam-
rærnii við það. Bjuggust stjómar-
menn við því að aðsókn að sýn-
inigunni yrði tiltöUuilega meiri hér
en t.d. á sáðustu sýningu sem
var í Liljevall fyrir tveimur ár-
um. Þar voru sýnd um 500 verk
en aðsókn var ekki eins og menn
höfðu gert sér vonir um. Orsök-
in mun vera sú að þegar sýning-
ar eftir heimsþekkta listaimenn
eins og t.d. Chagallil standa yffir,
hafa menn ekki eins mifeinn á-
huga á norrænni list, og þairf því
að breyta um fonmi á sýningar-
haidinu.
Verður því honfið frá stómm
samsýningum eftir sýninguna
Reykjavík á næsta ári. En mörg
önnur veakefni bíða listatoanda-
lagsins og er þá helzt að nefna
undirbúninig að stofnun norrænn
ar listmiðstöðvar, en þeimi stofn-
un hefur enn efeki verið vailinn
staður. Er þörfin fyrir siíkt
„centrum“ mifcil, mé sem dæmi
nefna að þe'gar útílendingar koma
Fraimihaid á 3. síðu.
Laugardagur 10. október 1970 — 35. árgangur — 230. tölublað.
Matthea Jónsdóttir í Bogasalnum í gær. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.).
Önnur sýning Mattheu Jóns-
dóttur er í Bogasainum
önnur málverkasýning Mattheu
Jónsdóttur verður opnuð í Boga-
salnum í dag kl. 2. Á sýningunni
eru 30 oiíumálverk, sem unnin
eru á síðustu þremur áruim.
Eyrtri sýning liisitakonunnar var
Ásmundarsal í maí 1967. Matt-
hea hefur tekið þátt í mörgum
samtsýningum Félagls ísienzkra
myndlistarmanna oJl. hér heima.
Hún var þáttbakandii í sýningunni
„Eúropa prijs 1969“ í Ostende í
Belgíu en iþar voru sýnd verik eiflt-
ir 541 lisitmélara. Hilaut Matthea
þar bronzverðlaun tflyrir myndir
sínar og var vinsamilega getið f
blöðum.
Matthea situndaði myndllistar-
nám hér hieiima, í Handiíða- og
mynrillistarsitoóllaiijialmi tvo vetup
1953-1956 þar sem Sverriir Har-
aldsson var taennari hennar og í
Myndiistarslfeóllanum 1960-1961.
Við uippsetninigu sýningarinnar í
Bogasallnum, sem opin er frá
klufefean 2-10, sðstoðaði Swegrir
HanaMssion Mattheu.
Stjórn Stúdentafélagsins
kosin í dag i háskólanum
MHmmt
EfLir b»S mýkír bonn
Sfna é ódýran hélt wé2T
J0HN60NS Mtfcn
ert þú ennþú
SOHHMOHB
,:vÚ < ■, wSÁ
Þannig útreið fær efsti maður á lista Vöku Baldur Guðlaugsson
í blaði Verðandi: „Þetta er Jolmsons barn — ert þú ennþá
Johnsons barn“, stendur í textanum og kannast allir sjónvarps-
áhorfendur við þessi orð.
Kosning stjórnar Stúdentafé-
lags Háskóla íslands fer fram í
dag. Verðandi efndi sem kunn-
ugt er til prófkjörs í tilrauna-
skyni, bæði Vaka og Verðandi
hafa gefið út fleiri en eitt blað
fyrír kosningarnar og er myndin
hér að ofan úr nýjasta blaði
Verðandi, Punktum.
Listi Verðandi til stjórnarkjörs
er þannig skipaður: Viðar K.
Toreid, stud, med., Gísli Pálsson,
stud. sociol., Skúli Thoroddsen,
stud. jur., Bergljót Kristjáns-
dóttir, BA-nemi, Gestur Jónsson,
stud. jur„ Einar, Ólaifsson, BA-
nemi, María Lárusdóttir, BA-
nemi, Pétuir Þoi’steinsson, BS-
nemi, Rúnar H. Halldórsson,
stud. theol., Lúðvíg Guðmunds-
son, stud. med., Sigurður Lúð-
vígsson, stud. odont., Sigurðu'r
Tómasson, BS-nemi, Guðríður
Þorsteinsdóttir, stud. jur., Högni
Óskarsson, stud. med.
Hér fer á eftir fréttatilkynning
sem blaðinu hefur borizt frá
Verðandi:
„Tekst að steypa hægri mönn-
um frá valdi í Stúdentafélaginu
í dag?
1 dag verður kosið til stjórnar
Stúdentafélags Hósfeóia íslands
fel. 1 tíl 7 e. h. 1 kjöri eru tveir
listar, listi Vöku, hægrimanna, og
ldsti Verðandi, félags allra vin&tri
sinnaðra stúdenta.
S.l. haust fenigu listami’r jafn-«i
mörg atfcvæði, en Vaka hlaut
meiri hlúita í stjóm á hiutkestii
Vökumenn hafa jafnan reynt að
veifa rauðum fána íyxir kosning-
ar (f 'nafni (flrelsis og lýðræðis),
en að kosningum loknum. stungið,
honum undir stól — í nafni
frélsis og. lýðræðis.
Stúdentafélagið Verðandi hvet-
ui’ alla stúdenta til að taikast á
við ■ þjóðfélagslegan raunveru-
leika, en léta efcki glepjast af'
blefekingarvefjum hinna ,JÓt-.
tæfeu“ ílha'ldsafla í Vöku. Kjósum
snemiha."
í mínningu Katrínar
Frá, menningar- og minningar-
sjóði fevenna: Kvenstúdentafélag
Islands hefur gefið sjóðnum fcr.,
5.000,00 til irdnningar um Katr-'
ínu Thoroddsen lækni, en hún
var lemgi formaður sjóðsstjómar
og lét sér mjög annt um hag
sjóðsins. Þatókar sjóðsstjómin
þessa myndarlegu gjof.
4