Þjóðviljinn - 21.10.1970, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 21.10.1970, Qupperneq 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvifcudagur 21. október 1970. agt til að tilboðum innlendra aðiia 10 til 15% hærri sé tekið — fremur en tilboðum erlendra aðila. Albert guggnaði enn í borgarstjórn — Hvað segir Björgvin um Björgvin og Efta? □ Sigurjón Pétursson borg- arráðsmaður lagði til á síð- asta fundi borgarstjórnar, að tilboðum innlendra aðila í verk yrði tekið enda þótt þau væru 10 -15% hærri en erlend tilboð í samskonar verk, en áður hafði borgar- stjóm miðað við að innlendu tilboðin mættu vera 5-10% hærri en þau erlendu. — Al- oert Guðmundsson hafði lýst fylgi við að miða við 10 - 15% í ræðu er hann hélt áð- ur en Sigurjón flutti sína tillögu — en hetjan Albert guggnaði þegar á hólminn kom og þorði ekki að styðja tillögu Sigurjóns. Þessi mál komu til umræðu á fundi borgarstj órnarinnar í framihaldi af tillögu Björgvins Guðmundssonar þar sem fjailað var um yfirbyggingar á nýjum straetisvögnum. Töldu borgar- fulltrúar — aðrir en Björgvin — tillöguna meiningarleysu og lagði borgarfulltrúi íhaldsins, Albert Guðmundsson til að til- lögu Björgvins yrði vísað frá með ítrekun á fyrri ályktun borgarstjórnar um þetta eifni, þ. e. að innlendum tilboðum yrði tekið þö að þau væru allt að 5—10% hærri en erlend tilboð samskonar. Er Albert mælti fýrir tillögunni lýsti hann með- al annars stuðningi sínum við það að miðað yrði við 10—15% hærri innlend tilboð en erlend. Er Albert hafði flutt ræðu sína sem fól í sér nefnda yfir- lýsingu taldi Sigurjón Pétursson þess nokkra von að borgarfull- trúar væru að meirihluta fylgj- andi 10—15% hærri innlendum tilboðum. Flutti hann því til- lögu sem fól það i sér — en Albert þorði ekfci að samþyldcja hana og var henni að lokum vísað frá borgarstjóm til stjórn- ar Innkaupastofnunarinnar með atkvæðum íhaldsins alls — þar á meðal Alberts — gegn at- kvæðum fulltrúa minniihluta- flokkanna í borgarstjórn. Björgvin og EFTA Björgvin Guðmundsson borg- arfulltrúi Alþýðuflokksins flutti sem fyrr segir þá tillögu sem kom umræðunum aÆ stað um þetta mál. Meðal efnisatriða tillögu hans var að taka mætti verktilboðum innlendra enda þótt þau væru 10—15% hærri en verktilboð erlendra aðila. Þetta atriði tók svo Sigurjón upp í sína tillögu. Það væri hins vegar fróðlegt að fá um- sögn Björgvins Guðmundssonar starfsmanns í Viðskiptamála- ráðuneytinu um það hvemig til- laga Björgvins Guðmundssonar borgarfulltrúa samrýmist regl- um EFTA-sáttmálans, þar sem m. a. er tekið fram að ekki megi mismuna fyrirtækjum að- ildarþjóðanna við tilboð í hvers konar framkvæmdir. A ðstoðarlæknisstaða Staða aðstoðarlæknis við endurhæfingardeild Landsspítalans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykja- víkur og stjómarnefndar ríkisspítalanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist stjómamefnd ríkisspítalanna, Klapparstíg 26, fyrir 20. nóvember 1970. Reykjavík, 20. október 1970. Skrifstofa ríkisspítalanna. lllíii!liliiHiilllllll!llli!llil!il!llí!lill!lll!lllllllllllli!i!llHHlilllllll!llllllllHlil!illllili!ll!l!!liillliij!iS!i!!ií!!!'i}líl!Síl Hjartarannsóknartæki sem gjöf á barnadeild Leikfangahappdrætti til fjáröflunar Thorvaldsensfélagið efnir nú til leikfangáhappdrættis eins og það hefur gert nokkrum sinn- um með góðum árangri Verða í happdrættinu að þessu sinni 100 ávenjufailleg leákiföng og miðánn seidur á 20 krónur. Efcki eru tök á að sýna aíia munina á sama stað eins og stundum hefuir verið gert áður, en nokkrum verður stillt út í Bazar Thorvaldsensfélaigsins. Austurstræti 4, og eitthvað verður til sýnis í ’ ánddyrf kvifc-' myndahúsanna eins og áður hefur verið. Thorvaildsensfélaigið er eitt elzta starfandi fólag í bænum, það verður 95 ára 19. nóvem- ber næstkomandi, og hefur all- an aldur sinn starfað að líknaæ- móilum. 1 tilefni af afmælinu hefur stjóm félagsdns hug á að gefa bamadeildinni á Landa- kotsspítala myndarlega gjöf, og hefur verið valið í samráði við forstöðumenn sjúkrahússins tæki ta hjartarannsókna, seim mikilvægt er talið að sé þar. Það er í þessa merku aflmiæl- isgjöf, sem komiið getur fjölda bama og fuhorðinna að gaigni, sem verja á ágóðanuim af leik- fangahappdrættinu, og öðrum fjármunum sem. fé'aginu kamn að áskotnast á næstunni, og heitir það á Reykvíkinga og aðra seim stutt hafa viðleitni fé- lagsins fyrr og sáðar að vera með í þessari gjöf, sem mikil þörf er fyrir. IMBDI TEPMHOSHE HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR u TEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS- BRAUT 10 * SÍMl 83570 * ÍHliijii!HilililiiiÍHÍiSfiiiiliSSi?iíifHiHniiiii!ii!!iii?liHSiiiiiiiiiiiiiii!iiliHiiiiniiitiinliiiinjíinT!ifii|íi!ii!?ii!HiflIiiT Orð og athafnir Ánægjulegt er að fylgjasit með því hve áhugi á sam- stöðu vinstri manna fer nú vaxandj meðal almemnings; æ fleiri vdlja láita vinsitrisinn- aða stefnu leysa af hólmi þá hægristjóm sem nu hefur riðið husum íslenzku þjóðar- innar í meira en áratug. Þetta viðhorf er nú þegar orðið að pólifcísku afli sem forustumenn komast ekki hjá að taka tillit tii. Og það er ákaflega fróðlegt að sjá hivemig „æfðir stjómmála- menn“ snúast við þessum vanda Forustumenn frjálslyndra og vinsifcrimanna eiga sem kunnugt er upphefð sína und- ir stuðningi stjómarflokk- anna. Hannibal Valdimarssoo og Bjöm Jónsson voru kosm- ir forseti og varaforsetj ASÍ á síðasta Alþýðusambands- þingi samkvæmt beinum fyr- irmælum leiðtoga Sjálfstæð- flokksins og Alþýðuflokksins. Þeir hafa siðan ástundað samvinnu við ríkisstjómina, opinbera og leynilega, með þeim afleiðingum að í átök- unum miklu í vor þótti verk- lýðsfélögunum skynsamlegasit að halda stjórn ASÍ sem mest utan við. Þeir Bjöm og Hannibai segjast nú vera miklir hvatamenn vinstrisam- vinnu — en þeir balda áfram íhaldssamvinnu sinni innan stjómar Alþýðusambandis ís- lands. Ekkj þarf að rifja það upp hver hefur varið ferill for- ustumanna Alþýðuflokksins umdanfarinn áratug. Þeir hafa ekki aðeins verið í varanlegri stjómarsamvinnu með íhald- inu, heldur stutt það á öll- um sviðum þjóðlífsins. Al- þýðuflokksforusfcan átti þess kost að slita stjórniarsam- vmnunnj j haust og fá nýjar kosningar, en hún hafnaði þeim kosfcum og knúði íhald- ið til samstarfs út kjörtíma- bilið. Leiðtogar Alþýðuflokks- ins segja mú að þá greini ekkj á við íhaldið um nein þau úrlausnarefni sem fram- undan bíða. Engu að síður segir Gylfi Þ. Gíslason að nú vilji hamn endilega beita sér fyrir vinstrisamvinnu. Á fyrri hluta viðreisnar- tímabilsins tók Framsóknar- flokkurinm upp mjög eindreg- inn vinstrisinnaðan áróður. Leiðtogamir bagnýttu sér sitefnu Alþýðubandalagsins við tijlögugerð á flestum svið- um þjóðlífsins, og var þedm það sannarlega ekkj of gott. Margix héldu að þessi tví- átta flokkur væri nú loks bú- imn að taka upp eindregna vinstrisinnaða stefnu. En þessi viðhorf hafa verið að breytast mjög ört að undan- fömu, og leiðtogar Framsókn- arflokksins hafa greinilega stefnt að endurnýjaðri' í- haldssamvinnu. Hafa þau við- horf kornið mjög skýrt fram í átökum um kjaramál, um verðlagsmál og ekki sdzt í sveitarstjómum þar sem flokksfomstan mæltj svo fyr- ir að tekin skyldi upp sam- vinna við íhaldið hvar sem þess væri kostur. Nú síðast hafa Framsóknarmenn sundr- að vinstra samstairfj á ísa- firði. Ritari Sambands ungra Framsóknarmanna hefur lýst þessu ástandd með svofelldum orðum: „Ég get þvi ekki ann- að séð en að barátta mín og annarra róttækra manna innan flokksdns sé gjörsam- lega töpuð. íbald er og verð- irr allfcaí íhald, jafnvel þótt það klæðist vinstri skirúða, þegar vel viðrar“. Samj segj- ast Ólafur Jóhanneseon og fé- lagar bans vera brennandj af áhuga á því að efla vinstri samvinnu. Þetta er ekki rifjað upp tíl þess að dæma þá menn sem þannig bafa hegðað sér að undianfömu óalandd og óferj- andd, Allir menn ejga leið- réttingu verka sinna, einnig þessdr stjómmálamenn. En ef orðum og athöfnum ber ekki saman, eru það athafnimar sem skena úr. Og er ekkj ó- viðfeHdið að syngja kvöld- lokkur um ást á vinstrisam- vinnu á meðan menn hafa ekkj enn losáð sdg úr faðm- lögunum við íhaldsmaddöm- una? — Austri. Ef þú lítur í alheimsblöð ... er CAMEL ávallt í fremstu röð

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.