Þjóðviljinn - 21.10.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.10.1970, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVIUINN — Miðvitoudagur 21. október 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandl: Útgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjórh EiSur Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður GuSmundsson Fréttaritstjóri: SigurSur V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Ritstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Slml 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Herstöðvamenn á undanhaldi Jslendingar geta losnað við bandaríska herinn úr landinu ef þeir sjálfir vilja. Ef meirihluti Al- þingis samþykkti að segja upp hernámssamningn- um og úrsögn úr Atlanzhafsbandalaginu eru allar líkur Ltil þess að Bandaríkjastjórn teldi sér ekki stætt á því að þvinga herstöðvum upp á íslend- inga þegar svo væri komið. Þessum sannindum hefur Sósíalistaflokkurinn og síðar Alþýðubanda- lagið, þingmenn þessara flokka og blöð, haldið að íslendingum alla stund eftir að stríði lauk. Sósíal- istaflokkurinn og síðar Alþýðubandalagið hafa staðið öll þessi ár í hinni nýju þjóðfrelsisbaráttu og sjálfstæðisbaráttu íslendinga gegn erlendri á- sælni og erlendum herstöðvum, og aldrei látið það merki falla, enda þótt samherjar á ýmsum tímum hafi lítið látið frá sér heyra í seinni tíð; margir hafi gefizt upp. garáttuna gegn erlendri ásælni og erlendum her- stöðvum á íslandi munu sagnfræðingar fram- tíðarinnar rekja. Ekki er ólíklegt að hún verði metin álíka hér og annars staðar, einn hinn mik- ilvægasti þáttur þjóðfrelsisbarátu lítillar þjóðar. Hvairvetna í heiminum er það talið tákn aukins sjálfstæðis og frelsisvilja ef þjóð rís upp og losar sig við erlendar herstöðvar. Svo færi einnig hér, ef nógu eindregnar breytingar yrðu á skipan Al- þingis í næstu kosningum til að samþykkja brott- för bandaríska hersins frá íslandi. Einmitt nú síðustu árin verður vart í öllum stjórnmálaflokk- um andúðar á erlendum herstöðvum á íslandi, einnig meðal ungs fólks í hernámsflokkunum. Það getur því orðið stýttra í stefnubreytingu en marg- ur hyggur. ^llir þingmenn Alþýðubandalagsins hafa nú flutt á Alþingi þingsályktunartillögu um úrsögn íslands úr Atlanzhafsbandalaginu og uppsögn hemámssamningsins. Flutningsmenn telja vax- andi skilning á því að fækkun herstöðva og afvopnun sé eina leiðin til að tryggja friðinn. Greinargerð tillögunnar lýkur á þessa leið: „Tortryggni sú og ótti, sem er afleið- ing hernaðarbandalaga og dreifðra herstöðva um allan heim á sinn ríka þátt í að torvelda friðsamlega sambúð. Hver herstöð sem niður er lögð léttir gönguna í átt til friðsamlegra sam- skipta. Úrsögn úr Nató og uppsögn herstöðva- samningsins frá 1951 eru réttmætar ráðstafanir vegna lífshagsmuna íslendinga sjálfra og jafn- framt hið eina og sjálfsagða framlag þeirra til að draga úr spennu og auðvelda friðsamlega sam- búð þjóða.“ — s. Strætisvagnaferðir eru enn á dagskrá, og nú eru t»að starfsmenn á Múlalundi, sem senda atíiyglisveirt kvörtunar- bréf, sem vonandi verður teik- ið tillit til. 1 öðru lagi birtist í dálkuim Bæjarpóstsins í dag ritsnu'ð eÆtir Guörúnu Jacob- sen í tilefni af mótmælum vegna sýningar Austurbœjar- bíós á , ,G rænhúfu nuim“. Njóta ekki allir í voru lýð- frjáilsa landi beirra Miunninda að mega ferðast með sivo- nefndum almenningsfarartæk j - um? Ekki er kyniþáttamisrétti fyrir að fara, sem betur fer. Þeir, sem á annað borðkom- ast í og úr strætisvagni, Mjóta að vera nokkiurnveginn færir allira sdnna ferða — eða er ekki svo? Það skyldi maður ætla, en við nánari íhuigun er reynddn önnur. Við, sem vinn- um í „Múlalundi" urðu iharla fegin þeirri breytingu, sem gerð varáferðum straetisvagn- anna s.l. vor. Þá brá svo við, að vagn stanzaðd svo «ð segja við dymar á vinnustað okfca-r, beim okkar, siem staulfærtelj- umst á stöfum eða hækjum, til mikills hagræðis. Gátum viðnú hagnýtt okikur þessi almenn- ingsfarartæki rétt eins og aðr- ir þegnar velferðarþgióðlfélaigs- ins. En Adam var ekki lengi í Paradís. Snemma í septem- ber var gert jarðrask mikið við „Múlann“ oig er vögnum ekki lengur fært að stanza það nálægt Múlalundi, að verulega fatlað fólk get!. geng- ið þann veg, sem eftir er á áfamgastað. Eaigfæring á fyrr- nefndu jarðrasiki er að sögn ekki á dagskrá í néinni fram- tíð. Þess mó og geta» að edn- att kostar það a.m..k. tuttugu mínútna bið að komiast ytfflr Suðurlandsbrautina á þessum silóðum, þar sem umferð er jafnan mjög mifcdl, en hvorki umferðarljós né zebrabrautir gangandi vegfiarendum t:l haigrasöis. Þarna er brýnna úr- bóta þörf hið bráðosta. En svo að aftur sé hugað að farar- tækjum og ferðamáta, þá vaknar sú spuming, hvort elíki væri unnt að flytja öryrkja að og frá vinnustað í sérstök- um bft, líkt og stanflsfódk frystihúsa o. fll fjölmiennra vinnustaða? í ræðu og riti er oft á það miinnzt að jafna þurfi sivo- kallaðan aðstöðumun ólíkra stétta eða fóiks, sem býr við einangrun og erfitt náttúrufar. En meðan öryrkjar þurfa að kaupa sér btil til að geta stundað þá vinnu, sem þeir með erfiðismunum inma af höndum, og verða þannig af allverulegum hluta lágra launa, þá er anzi þreitt bil milli þeirra og hinna heil- brigðu, sem auðveldHeiga kom- ast alilra sinna ferða. Þennan aðstöðuimmn þarf að jafna, og beinum við undirrituð þeirri eindiregnu áskorun till þeirra stjómvalda, sem þessum mál- um ráða, að svo verði giert. Krístín Þorkelsdóttir, Hvassa- Ielti 20 Reykjavík, Gunnar Sigtryggsson, Bjarni Bjama- son, Asmundur Guðnason, Hrafnhildur Guðmsd., Kagnh. Hallgrímsd., Björn Bergmann, Guðni Jónsson, Gunnlaugur Bjarnason, Jón Oddsson, Sig- ríður Jóhannesdóttir, Margrét Sveinsdóttir, Jóhanna Kalda- lóns, Una Agústsdóttir, Agústa Haraldsdóttir, Vilborg Vil- hjálmsdóttir, Jóhanna Ólafs- dóttir, Auðunn Gestsson, Ingi- björg Jónsdóttir og Axel Norð- fjörð. Föstudagskvöld. „Voru læti hér í gærkvöld?" spyir sex feta hár og rúm- málsvíður viðskiptavinur, um leið og hann sötrar móóllikur- hristing í búð andspænis bí- óinu. „Lítilsháttar“, anzar a£- greiðsHukonan og vítour sér að öðrum viðskiptaivin'i, einni bíó- þjónusitunnd. „Eina pulsu og sparaðu sinnepið!“ Það er skipunar- tónn í rödd stólkunnar að venju. SkéMnigar óskikkelsi er í mörgum unigpíum. ,,Það verður tvöföld lög- regluvakt í kvöld", svaraði bíóþjónustan svoilanum. „Það skail bara reyna að standa fyrir mér“, segir ná- unginn, sem kcm fyrir auigu afgireiðsilukonunnQX' sem greind- arlegur, óeinfcsnniskiieeddur löggæzlumaður éður en hann opnaði munninn. „Fengi, ég að ráða“, heildur hann áfram, „skyldi allt þetta kommaiið vera* lúbarið!" Þrett- án ára drengur, Mka lepjandi mjólkurhristing, lítur á af- greiðsluikonuna og hún lítur á drenginn. Hvorugt segir neitt — þau huigsa bara eitthvað svipað. Oft eru fullorðnar mann- eskjur, ófuillar, á saima stigi andlega og sjö ára hortugur krakkd, sem spennir tíu fing- ur við nef og segir: „Éttu bara skít sjálfur!“ Bíóþjónustan fer brótt með pylsuna og stóri maðurinn í huimátt á eftir. Hann færeng- ar undirtefctir í búðinni í bili. Afgreiðslukonan nítur út um gluiggann. Biðröð er farin að myndast við miiðasöluna, og einn og einn fbúi úr nasstu húsum stendur álenigdar og fylgist með, enda „Skelegg skötuhjú“ ekki byrjuð í sjón- varpinu. Nú Mýtur þó edtthvað að fara að ske. En það skeður ekki nevtt. Lágvaxin. dökkhærð sitúlka og alsikeggjaður ymgissveinn rétta biðraðagestum plagg. Flestir beirra eru svo tiilits- samir eða forvitnir að taka við því. Þó er einn og annar hortittur innan um eins og gengur. Borgairi siem rífur bllaðið í simésnepla og fleygir frumta- lega í fang légvaxinnar stúlku, og annar sem toveikir í þlað- inu og hendir því loigandi frá sér. Vindáttin er óheppileg i kvöld. Einn þiðraðagesturinn víkur sér smarlega við og slekfaur í áður en buxnaskéilm- ar hans fiana að fiuðra- upp. Hvort hann var að toaiupa miða á Spansfcflugu eða Græn- húfu er óuppfýst. Unglingur rékur upp ösfcur í þvögunni. Hann hefur kamáð auga á hvítan, koll lögregiuþjóns. Hreyfiing kemur á mann- skapinn. „Hvar?“ „Hverjir?“ „Hvenasr?“ Oghópur af spenntum strák- um kíkir lfka á bak við bíó- hús. En bað er ekkert að ske, nema í hugskoti fólksins. Afgreiðslukonian dregur fyr- ir klukkan níu. Það er enginn vamarvegg- ur í kvölld. — Eða hvað gétur lítillhóp- ur ótetríðsgfaiðra manna gert móti sex eða átta hundruð og sextfu manna innrásairliðt?, !',*“'>' Eklkert En oisis ber að virða við- leitnina — og mieinlaiuear hug- sjónir. Guðrún Jaeobsen. Bréf til blaðsins Að tileinka sér nýjar skoð- anir og afneita jteim gömlu Háttvirtu ritstjórar: Nokkur aðsend bréf hafa að undanfömu birzt í Þjóðviljan- um, þar sem gagnrýnd hafa ver- ið skrif ykkar um ýms efni og þá einkum hinar illkvittnu glós- ur og aðkast í garð sósíalskra ríkja og valdamanna í Ausitur- Evirópu, sem þið bafið talið nauðsyn á að halda uppi i vax- andi mæli, til að þóknast óskil- gireindu og sennilega að veru- legu leyti ímynduðu flokksfylgi. Auðvitað birtið þið þessa að- sendu gagnrýni á áberandd stað í blaðinu, með stórum fyrirsögn- um, til þess að auglýsa frjáls- lyndi ykkar, lýðræðisást og um- hyggju fyrir skoðanafrelsi ein- sitaklingsins, og einnig til þess að draga fram í dagsljósið það mikla djúp, sem aðskilur lýð- ræðishetjumar í Alþýðubanda- laginu frá hinum illu og þrönig- sýnu kommúnistum í austri. Þetta er sjálfsagt gott og blessað og vænlegt til árangurs, --------------------------------------$> Fleygði sér ú! um glugga Drukkinn maður kastaði sér út um glugga húss við Akurgerðd í Reykjavík aðfaranótt laugardags- ins. Var hann staddur í risihæð á tveggja hæða hús: og héldu sumir að hann hefði stórslasazt, en hann meiddist aðeins lítils- háttar. en ednhvern veginn kynni ég betur við, aQ þið leituðuzt jafn- framt við a'ð svara þessari að- sendu gagnrýni að nokkru mál- efnalega og tínduð til eitthvað af ykkar rökum. Þegar höfð eru í huga skrif Þjóðviljans og afstaða í ýmsum málum á undanförnum vikum. þá vekur furðu sú þrjózka og ósanngirni, sem Mogginn og önnur afturhaldsmálgögn sýna ykkur, með því að halda á- fram að kalla Þjóðviljann kammúnistablað og bendla ykkur við ólýðræðislegar kenn- ingar. Þið hafið þó sannarlega afkastað allmiklu á tiltölulega skömmum tímia í því að tileinka ykkur nýjar skoðanir og afneita þeim gömlu. Þfið hafið ótvírætt sýnt. að þið aðhyllizt nú hið ó- svikna „vestræna" lýðræði, eins og það er skilgreint meðal „frjálsra þjóða“, á meðan þið hinsvegar látið öðrum eftir það óvinsæla hlutverk að standa vöx’ð um sósáalskar hugsjónir og að verjast ágengni heimsauð- valdsins. Ég er reyndar svo illgjarn, að ég ætla að þessi nýja afstaða ykkar sé ekkj af fullum heilind- um tekin, heldur rá’ð- hér um óviturleg undanlátssemi og mis- skilíð dekur við borgaralegar lýðræðishugmændir og gaigns- lífið umbótakák. En ég spyr með Óskari á Álftarhóli: Er þetta rétt aðferð? Ég efast um að svo sé Engan skal undra, þótt ykkur vefjist tunga um tönn, þegar spurt er, hvort þið aðhyllizt einhverskonair „kraitisma“ eða kommúnisma. Með skírskotun til ástar ykk- ar á ótakmörkuðu skoðana- og ritfrelsd, vænti ég þess, að þið sjáið ykkur fært að ljá línum þessum rúm í Þjóðviljanum. Með kveðju og ósk um aft- urhvarf frá tækifærisstefnu og ..sósíaldemókratiskum‘‘ villi.göt- um. Jón Grímsson, Austurbrún 4. Réstusamt í Reggio REGGIO CALABRIA 19/10 — Enn er róstusamt í Raggio og mönnum, sem þangað voru sendir í síðustu viku ekki tekizt aö koma á friði. Þó voru verzl- anir og bankar í borginni opnir að einhverju leyti í dág, en svo sem kunnugt er hefur allsherjar- verkfall herjað í borginni um langa hríð. Italíustjórn endur- skoðar nú val sitt á höfuðborg héraðsins. m útnefning Catanz- aro sem höfuðborgar var orsök óeirðanna í Reggíó, sem er stærsta borg héraðsins og sjálf- kjörin höfuðborg þess að dómi íbúanna. Hvað eiga sölt- unarstúlkur að fá í kaup? Enníþá eaf ékki komdð á hrednt, hvað siöilitunairsitúlkum, beri aðfá greitt fyrir hverja saitaða tunnu. Er þetta mdsjatfnt eftir söltunar- stöðvum hér í Reykjavík og ná- grenni. Enn ein söltunarsitúlika hafði samband við Þjóiðiviljann í gær og kvaðst ekki ánægið mneð upp- gjör sitt s.l. föstudag bortðsam- ap við annarra stúlkma á öðrum söltunarstöðvum. Hjá BÚR greiða þeir kr. 152,- í jöfnunarverð fyrir að siallta í hverja tunnu, bæði stóra saM og millisfld. Hjá Hraðfrystistöðinni er allt an'nað jöfnunarverð fyrir sömiu söiltun á tunnu. Þar greiða þeir kr. 162,- fyrir tunnu. Hér er um aö ræða að lagsalta sáld- ina í hverja tunniu, og salta svo þrjú lög ofan í hrtng að lokuim. Hjá Barðanum í Kópaivogi greiða þeir ekiki jöfinunarverð á hverja tunnu. Þar greiða þeir kr. 150,50 fyrir að sailta stóra síld og kr. 190,00 fyrir að sailita milii- síld á hvierja tunnu. tfarð bráðkvaúdur í kyrrstæðum bíl Sextugur leiigubílstjóri varð bráðkvaddur í bíl sínum á sunnudagskvölidð. Stóð bfllinn kyrr við Háaledtisbraut og Safa- mýri. Sáu nærstaddir að maður- inn hneig útaf og var hann fluttur á Slysavarðstofuna, en hann var þó látinn. Maðurinn hét Kjartan Þorsteinsson og átti hehna á Miklubraut 56.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.