Þjóðviljinn - 28.10.1970, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.10.1970, Blaðsíða 3
i riðvikudagur 28. október 1970 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J íhaldsstjórnin í Bretlandi: Minni framlög til félags- mála, meira hernaðarbrölt LONDON 27/10 — Hin nýja stjóm íhaldsmanna á Bret- landi hefur lagt fram fjárlagafrumvarp, sem felur í sér mikinn niðurskurð á opinberu framlagi til félags- og heil- brigðismála — og þá einnig. að lækkaðir verða skattar af tekjum einstaklinga og félaga. Um leið er boðað, að brezk- ur herstyrkur í Suðaustur-Asíu verði efldur. Niðurskurðurinn á framlagi til félagsmála kemur m. a. fram í því, að afnumdar verða mjólkur- gjafir til þungaðra kvenna t»g til barna, og hækkað verður verð á lyfjum, tann- og augnlæknaþjón- ustu. Hinar nýju aðgerðir í varnar- málum fela það i sér, að horfið verður frá áformum Verka- mannaflokksstjórnarinnar um að leggja niður brezkar herstöðvar fyrir austan Súezskurð fyrir 1971. Sagði Anthony Barber fjármála- ráðherra að brezkt herlið mundi áfram staðsett í Austurlöndum. íhaldsmenn höfðu í kosninga- baráttunni lofað því að draga úr útgjöldum ríkisins og lækka skatta að nokkru. Lækkaðir verða tekjuskattar einstaklinga og skatt- ur aif félögum mun lækka úr 45% í 42,5%. Barber nefndi ýmsa útgjalda- liði til viðbótar þeim, sem áður voru nefndir, sem verða skornir niður. Lækkað verður framlag til húsnæðisbygginga á vegum bæj- arfélaga, dregið úr dagpeningum til sjúkra, úr framlögum til vega og járnbrauta. Ennfremur verður hætt við áform Verkamanna- flokksstjórnarinncir um að þjóð- nýta hafnir landsins. Utanríkismál Heath forsætisráðherra Ihalds- stjómarinnar lét þess m. a. getið er hann tók til máls við þing- setningu, að stjórn sín mundi leita fyrir sér á ný við minni- hlutastjórn hvítra manna í Ró- desíu um möguleika á að taka upp viðræður um lausn deilu- mála milli landanna. Hingað til hafa viðræður strandað á við- leitni stjórnar Ians Smiths til að halda uppi kynþáttarmisrétti í landinu. Eldur á Leifsgötu Slökkviliðsmenn björguðu fólki út úr 3ja hæða íbúðarhúsi að Leifsgötu 4 er eldur kom þar upp síðdegis í gær. Kviknaði í í mið- stöðvarherbergi í kjallara og fylltist stigagangurinn af reyk. Skemmdir urðu talsvert mikl- ar í kjallaranum og ganginum og nokkrar í íbúðum hússins vegna reyks. Tveir fullorðnir og tvö böm sem voru inni í húsinu voru flutt á Slysavarðstofuna í öryggisskyni, en varð ekki alvarlega meint af reyknum. bátar seldu vel 1 fyrradag seldu fjórir bátar í Grimsby, aðallega flatfisk og ýsu. Amar frá Skagaströnd seldi 45,5 tonn fyrir 1,4 miljónir kr. Það er 31,90 kr. á kg. Þrymur frá Pat- reksfirði 40,5 tonn fyrir 1,1 milj- ón kr. Það er kr. 28,75 á kg. Hugrún frá Bolungarvík 46,5 tonn fyrir 1,3 miljónir, það er 28 kr. á kg, og Viðey 37 tonn fyrir 883 þús. Það er 24,05 kr. á kg. Stjórn Hjúkrunarfélags Íslands: Vínarbrauð hækka í verði f fyrradag hækkuðu vínar- brauð úr kr. 4,50 í kr. 4,60, kringlur úr kr. 4,00 i kr. 4,30, auk brauða er hækkuðu um krónu stykkið. Nemur þessi hækkun tæplega 6%. Hálft franskbnauð og hálft heilhveiti- brauð hækkuðu úr kr. 9,00 í j kr. 9,50. I Samstarf um kjarabætur stað samanburðaráróðurs I Þjóðviljanum hefur borizt svofelld athugasemd frá stjóm Hjúkmnarfélags íslands: Stjóm Sambands íslérizkra bamiakennara boðaði blaða- menn á sinn fund 19. okt. s.l. og flutti þar, skv. blaðafrétt- um, áróður fyrir kjaramálum sínum, m.a. með samanburði við aðra starfshópa innan Bandalagis starfsmiainna ríkis og Verðstöðvun rædd á alþingi Framhald af 1. síðu tefarlfiust? Eða hikar hann eins og stjórnarilokkamir? Hver er afstaða Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna? Telja þau rétt að nú hefjist tafarlaus verðstöðvun, til þess að tóm fáist til varanlegri ráð- stafana? Alþýðubandalagið telur að bú- ið sé að heimila allt of miklar verðhækkanir og því eigi nú að stöðva verðhækkanir með öllu. Lúðvík kvaðst vilja vekja at- hygli á því, að ýmsir talsimenn ríkisstjómairinnar teldu verð- hækkanavandiann nú stafa af tvennu: Að kaup hefði hækkað of mikið í sumar og landbúnað- arafurðir hefðu hækkað of mikið í haust. Hvort tveggja teldi hann rangt. Hagkerfið þoli vel kaup- hækkanir þær sem urðu í vor. og hann væri ekki í neinum vafa um að bændastéttin átti að fá sams konar kauphækkun sér til handa. Hitt væri annað mál að hækkun landbúnaðarvaranna í haust hefði orðið meiri en svar- aði sambærilegrj hækkun á laun- um bænda. og kæmu þair til al- ger1«™a óeðlilegar hækkanir sem orðii) hefðu á vmsum rekstrar- yfirum bænda. og sem stjórnar- völd’n beffli) étf aft afstýra. Réttur Eramha'd at l síðu heim'viðburðirnir sýna að il- þýða bessara landa hefur haifið sókn að nýju“ Auk beirra greina s-em begar éru nefndar. eru í Rétti: Inn- éar.gur að ævisögu Marx eftir brezka marxistann John Lewis. býðandi er Sigurður Ragnarsson Þá skrifair r'tstjóri Réttar grein ar í heftið m.a ÁbvrHð albýðu og Mengun og gróði Þá er í Rérii fróðleg samantekt ó valda- »nnál Fvaimsóknar og Ingi R. Hn1Bason skrifar Nokkrar hu.s- tyWpgar að 'okinni Rúmenúi f e,rð ;i ,\^mis1ecff ofrií er ’ tíét4' ' ..nrl , 'ð’j" ' ; '■/' og fteira. Hvers konar ástand er í þjóð- félagi okkar ef það þolir ekki í kauphækkanir til hinna lægst launuðu eins og urðu í síðustu samningum? Það er sjónarmið atvinnurekenda að hverri kaup- hækkun verði að velta út í ver’ð- lagið. En hvað með gróða? Dæmi má taka af olíufélögunum. sem talið er að hafi girætt um 100 miljónir á sl. ári og það eftir þeirra eigin reikningum, í reynd mun gróðinn miklu meiri. En þau heimta að fá að halda jafnmiklum gróða áfram, auk- inn hagnaður má ekki að þei,rra dómi þýða aukinn hagnað launa- fólksins. heldur verður að heimta nýja verðhækkun ef kauphækk- un hefur orðið. Þetta verður að breytast. Fyrirtækin verða að taka á sig eðlilegan hluta af eðlilegri kauphækkun, en ekki velta kauphækkun út i almenna verðlagið með öllum þeim af- leiðingum sem það hefur. Lúðvík benti á hve nokkur stór fyrirtæki hefðu mikil á- áhrif á heildarverðmyndun í landinu. Fyrirtæki eins og t.d. olíufélögin Það verðlag sem olíufélögin ákveða og fá sam- þykkt hjá yfirvöldum verður al- gilt. um enga siamkeppni er að ræða Eins er ef Flugfélag ís- lands ákveður að hækka far- gjöld í innanlandsflugi. þá nær það til allra flugfélaga. Segja má aft EimskinaféTag tslands ráði algerlega yfir flutningsgjöldum flestra vara til landsins. Erlend skipafélög nota sér þau flutn- ingsgjöld sem þetta félag með sterkf, aðstöðu innanlands knýr í gegn Á sama hátt hafa opinberir íðilar gífurleg áhrif á verðmynd- uninn á Islandi. Yfirvöldin sem ákveða verð á þjónustu pósts og síma hitaveitu: rafmagns- verð. tryggingagjöld Samtök vörudreifenda ákveða i sínum hóp hvað þessi va.ra skuli kosta og hversu há álagning skuli uera. og beita jafnvel refsiað- '°rðum ef út af er brugðið. Því "ar fiarri a?S hér ráði ..frjálst fiamhoft og eftirspurn" verði og bæja, þ.e.a.s. hjúkruniarkonur og lögregluþjóna. Nú eru framundan og standia raunar yfir samningaviðræður milli B.S.R.B. og forsvars- manna ríkisins og bæjarfélag- ann,a í landinu. Innan B.S.R.B. er ætlazt til að allir aðilar vinni saman að kjarabótum og sýni þannig fé- lagsleg'an þroska, en noti ekki einmitt þess vegna þarf steirkt verðlagseftirlit, ef takast ætti að haldia verðlagsþróuninni eðli- legTÍ. Lúðvík taldi að Alþingi hefði tafarlaust átt að taka frjmvarp- ið um verðstöðvun til meðferð- ar. Nú væirj rétt a'ó snúa sér að því að afgreiða það á skömm- um tíma. Það væri ekki forsvar- anlegrt að afgrejða þetta á sama hátt og venja er til um frum- vörp stjómarandstöðunnaæ. Þórarinn Þórarinsson taldi Framisókn hlynnta verðstöðvun og vi'tnaði í foringja sinn Ólaf Jóhannesson; virtist honum sjón- armið þeirra Lúðvíks svipuð. Gylfi Þ. Gíslason sagði að ríkissitjórninni væri ljós alvara vandans og hefði rætt málið við ASÍ og Vin nu veiten d asamban d Okt bændur, þó ekki til að kom- ast að neinum samningum. held- ur til að kynna málið. Taldi hann líklegast að verðstöðvun yrði komið á í einu eða öðru formj og ákvörðun um það tek- in innan tíðar. Magnús Kjartansson taldi það efnislega jrfirlýsingu. Gagnlegt ! gæti það verið að ræða vamda- málin fram og aftur við aðila utan þings, en hitt væri eðlilegt að jafnframt værj rætt á Al- þingi um vandamálin frá öllum hliðum og leitað færra leiða. Um vöðræðurnair Við ASÍ minnti Magnús á yfirlýsingu miðsitjó'm- ar Alþýðusamb-andsins þar sem ríkisistjórninni var sett sem skil- yrðj fyrir frambaldi viðræðna að hún gæfi þá yfirlýsingu að hún hyggð; ekki á þvingunar- lög til að skerða ávinning launa- ! fólks frá samningunum í sumar. Spurði Magnús hvort ríkisstjóm- in hefði gefið slíka yfirlýsingu. Svaraði Gylfi því neitandi. Magnús minnti á hver var yf- irlýsit stefna viðreisiiarstjómar- innar i upphafi í dýrtíðarmál- um; þá átti að neita með öllu að velta kauphækkunum út í verðlagið Taldi Magnús lítið orðið úr framkvæmd þeirrar stefnu. ★ Umræðum var lokið en at- kvæðagreiðslu frestað. samianburðaæáiróð'Jæ til þess að lyfta einum hópi á kostnað annarra. Þar sem þetta er komið fram og hjúkrunarkonur teknar til samanburðar, til þess að setja þær í óhagstæðari aðstöðu. verður ekki komizt hjá að gera athugasemd. Það er viðuækennt um allan heim að hjúkrunarkonur hafa verið vanmetnar til launa, enda er víðast mikill skortur áhjúkr- unairkonum, og svo er einnig hér á landi. Vegna þess hefur Alþjóðavinnumálastofnunin (I LO) i samráði við Alþjóðaheil- brigðismiálastofnunina (WHO) og Alþjóðasiamband hjúkrun- arkvenna tekið kjaramál hjúkr- unaæstéttarinnar til athu-gunar. í ræðu er flutt var á fundi ráðgj'afanefndar Alþjóðavinnu- málastofnunarinnaæ, 8. des. 1967 var m.a. bent á að „Sam- tímis þvi. að umbætur á stairfskjörum hafa verið fáa-r og sm-ávægilegaæ, h-afa krö-fur þææ, sem gerðar eru til hjúkr- unar, farið sívaxandj, ekki ein- un.gis að því er tekur til um- fa-n.gs. helduæ og til gæöa, — kröfur um meiri vísindalega þekkin-gu og tæknilega hæfni. Skorturinn á hjúkrunarkon- um j-afnfram-t vexti og fjölgun hjúkrunia-rstofn-ana hefiur steapað mjö-g brýnt vandamál, svo sem bent va-r á af ýmsum fulltrú- um á vinnu-málaráðstefnunni á þessu ári. Okkur ber öMfJm skylda til að reyna að finna leiðir út úr þeirri sjálfheldu, sem hjúkrunarmólin hafa ratað í vegna úreltra hefða og slæmra starfsskilyrða. Ef ekki vegna hjúkrunarkvennanna sjálfra. þá a.m.k. vegna þess fólks, sem þariniast þjónustu þeixra. verður að gera hjúkr- un-aæstarfið eftrsóknairverðara sem atvinnugrein, bæði fyrir karla og konur. Þetta er jafnmikið ba,gs- munam-ál fyri.r vinnandi fólk, atvinnurekendur oo ríkisstjóm- ir. Til að framleiðsla geti auk- izt þarf heilsuhra-usita starfs- menn. til að efla heilbrigði þarf hjú-krunarkonu-r“. Starf barnakennara er vanda- samt og ábyrgðarmikið og von- andi að það ve-rði rétt metið til launa. en það virðist alltaf gengið framhjá því. að allar hjúkrunarkonur hafa kennslu- skyldu i sínu sta-rfi. sem leið- beinendur sjúklinga. við heilsu- vemdarstörf, og við að kenna hjúkrunamem-um og aðstoðar- fólki við hjúkrunarstörf. Þeim mun meiri ástæða er fyrir þessa hópa að vera traustir samherjar. U-landsleikurinn Skotland — ísland Framhald a£ 5. síðu. legu skoti. Ledikið var í 2x40 m-ín. og þar seim svo lan-gt var liðið á hálfleikinn d,róg íslenzka liðið sig í vöm þær mínútur sem eftir voru og Steotamir hófu þunga sótenarflotu sem stóð ailt þar til leiktímiinn var komr.nn tvær mínútur fram yfir aðþeim tókst að jafna 1:1. Síftari hálfleikur ísflenzka liðið byrjaði síðari hálfleikinn af mibluim krafti oa hélt upp: nær stanzflausri sóten fyrstu 20 mínútumar. Bezta mairtetækifærið á þeiim tfma átti Ingi Bjöm á 17. mín, er hann skaut af stuttu færi. eh markmaður Skotanna varð-i snilldariega. Á 20. mín. steor- uðu Skotarnir sitt annað mark og var það miðherfinn Rrir Carnuthers, sem það gerði beint úr auikaspymu frá vítateigslínu Wkotið var fremur laust, en í bláhornið og Árni Stefánsson markvörður hafði engin tök á að verja. Við þetta marte, var sem ís- lenzka liðið brotnaði niður og va-r leikur þess ekki svipur hjá sjón eftir betta, enda var flest. sem á mót: blés. ba,r setn dóim- arinn var. Það var eins og al- gert vonlevsi væri komið í ís- lenzka liðið og allur samleiifcur þess, sem hafði verið S5»o á- gætur til þessa, hvarf o-g að- eins var reynt að koima bolt-' anum eins lan,gt frá marteinuog mögulegt var án sýnúegs tak- marks. Hann var því heldur léttur eftirieikurinn hjá Skot- unum enda tóku þeir nú að sækja mun meira. Á 30. mínútu komst tniðlherj- inn Carruthers inn fyrir ís- lenzku vörnina og skorað: 3ja maite Sko-tanna noktouð auð- veldlega. Aðeins 5 minútum síðar varði Árni Stefánsson í tví-gang möög vel, en hann stóð sig allvel í markinu. Mér býður í grun, að með góðum hlutlausuim dómara heföi íslenzka liðið ekki tapað þess- um leik. Skozku pilýarnir kpnna á vissuim sviðu-m knattspym- unnar meira fyrir sér en þeir íslenzku Til að mynda er bolta- meðferð þeirra betri og sam- leikur nákvæmari. En íslenzku Itiltamir hafa ýmisflegt annað framyfir Skotana, eins og tifl að mynda meiri baráttuvilja og hraða hafa þeir alveg til jafns við þá skozku. Nokkr- ir ísflenziku piltanna hafa bolta- ATVINNA Viljum ráða bifvélavirkjameistara til starfa sem verkstjóra við verkstæði vort að Rauðalæk. Getum skaffað góða íbúð á staðnum. Umsóknir um starf þetta sendist til Ólafs Ólafssonar, kaup- félagsst'jóra, Hvolsvelli, fyrir 5. nóvember. Kauptilboð óskast í eftirtalin notuð tæki: 1. stk. stækkunarvél, teg. Durst Laborator 184. Stækkun frá 200x250 til 24x36 mm. 1 stk. plötuþyrlari (Schleuderapparat) fyrir plötu- stærð 1150x1450 mm. 3 stk. reikningsútskriftarvélar. teg Siemag. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu vorri. og skulu tilboð hafa borizt henni eigi síðar en mið- vikudaginn 4. nóv. n.k. meðferð á borð við það bezta hjá Skotunum eins og til að mynda Ingi Bjöm Albertsson bezti maður ístenzfca liðsins, Bjöm Ottesen og hinn stórefni- legi leikmaður Gisli Torfason. Þá má ekki gleyma þeim Emi Östearssyni frá Vestmannaeyj- um, sem er eitt mesta knatt- spymumannefni sem komið hef- ur fram lengi og fj’xirliði ís- lenzka liðsins Árna Geirssyni. Skozka fliðið er notekuð áþeildct því welska er lék hér um dag- inn, nema hvað Skotamir leika mun grófara en welsku piltam- ir. Miðherjinn Eric Carruthers var bezti maður liðsins. Þá var vinstri útherjinn Jim Pearson mjög leikinn og skemmtilegur leikmaður ásamt miðverðinum Angus McCallum, sem er leik- m-aður frá hinu þeikkta skozka liði Rangers. Einn leikmaður Skotanna Douglas Devlin (4) lék mjög gróft og á köflum hrein- lega hættuflega, en dórnar- inn sá aldrei ástæðu til að áminna hann né fó hann til að hætta þeim háskaleik er hann sýndi. ★ Vo-nandi þurfum við ekki oft- ar að horfa á H. Wilson dómara dæma hér. Dómarar sem geta lotið svo lágt að gerast hlut- drægir í leik em ekki aufúsu- gestir hér á landi né annars staðar. — S.dór. LÍTIL ÍBUÐ (1-3 herb.) óekast til leigu sem fyrst. Tvö í heimili, mjög reglusöm. Fyriirfram-greiðsla. Vinsamlegast hringið í sma 24544 helst miEi kl. 10 og 14 í dag og næstu diaiga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.