Þjóðviljinn - 06.11.1970, Page 10

Þjóðviljinn - 06.11.1970, Page 10
JQ SlÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Föstudagur 6. nóveimlber 1970. Harper Lee: Að granda söngfugli 10 — Heyrðu mig, veiztu hvað málamiðlun er, tel|>a mín? — Að fara í kringum lögin. — Ekki nákvæmlega það; við skulum kalla það samkomulag sem byggist á gagnkvæmri eEtir- gjöf. 1 þessu tilviki eins og hér segir: ef þú fellst á að halda áfram að ganga i skóla, getum við tvö svo sem vel haldið áfram að lesa saman á kvöldin. Er það afráðið? — Já, pabbi! — Ágaett... og þetta sinn get- trn við ef til vill treyst hvort óðru þótt við sleppum hinum vanalegu formsatriðum, sagði Atticus, þegar hann sá, að ég var farin að safna saman munnvatni. Þegar ég tók nethengið frá dyrun-um sagði Atticus: — Heyrðu annars, Skjáta — það er víst bezt að þú minnist ekkert á þennan samning okkar í skólanum. — Af hverju ek-ki? — Ég er hræddur um að það sem við gerum, finni ekki alltaf HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu. og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 188 HI. hæð (Iyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68 náð fyrir augum hinna lærðu yfirvalda. Jemmi og ég vorum alvön formiiöstu lögfræðiinálinu hans föður okkar, og við máttum hvenær sem með þurfti grípa fram I fyrir honum til að fá skýringu á því sem við skildum ekki til fulls. — Hvemig? sagði ég. — Að vísu hef ég aldrei gengið í skóla, sagði hann, — en ég hef hugboð um að ef þú segir ungfrú Carólínu að við lesum saman hérna heima, þá verði henni í nöp við mig og ég kæri mig að minnsta kosti ek-kert um það. Attieus va-kti hrifningu okkar þetta kvöld með því að lesa hvern dálkinn af öðrum um mann sem af óþekktum ástæðum hafði komið sér fyrir efst í ilagg- stöng, og fyrir Jemma var það næg ástæða til þess að klifra upp í holuna í trénu næsta laugardag og dveljast þar allan daginn. Hann sat þar uppi frá mo-rgunve-rði til sólarlags og hefði trúlega dvalizt þar alla nóttina ef Atticus hefði ekki fengið þá ágætu hugmynd að loka fyrir bi-rgðaflutninga til hans. Sjálf hafði ég verið önnum kafin allan daginn við að kiifra upp og niður tréð, sendast fyrir hann, saskja handa honum, bæk- ur, mat og vatn, t>g var einmitt að drösla til hans teppum svo að hann gæti verið þar nætur- sakir, þegar Attieus þreilf í mig og sagði að ég skyldi einfaldilega hætta að sinna Jemma pg þá kæmi hann áreiðanlega bráðum niður. Það reynd-ist rétt hjá Atti- Síðari skóladagar mínir virtust ekld fremur undir heillastjömu en hinn fyrsti. Hinar virðingar- verðu en gersamlega árangurs- lausu tilraunir sem Alabamaríki með haugum af pappír og hrúg- um af blýöntum gerði til að kenna mér „hóp-aflfrasði‘‘ voru algerlega til einskis. Desimal- UNGUNGAR ÓSKAST til sendiferða hálfan eða allan daginn. Þurfa að hafa hjól. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi BRETTI — HURÐIR — VÉLALOK og GEYMSLULOK á Volkswagen í allflestum litum. — Skiptu-m á einum degi með da-gsfyrirvaira fyrir ákveðið verð. — REYNIÐ VIÐSKIPTIN. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25 — Sími 19099 og 20988. kerfi Devveys breiddist smám saman út um allan skólann, svo að mér gafst ekki tætkifæri til að bera það saman við önnur kennskxform. Ég vissi það eitt hvemig því fólki sem ég þekkti hafði vegnað: Atticus og föður- bróðir minn, sem höfðu aldrei stigið fæti í nokkurn skóla, vissu allt milli himins og jarðar — það sem annar vissi ekki, var nokkum veginn víst að hinn hefði einhverja hu-gmynd um. Auk þess var mér kunnugt um að faðir minn hafði um ái'abil setið á löggjafarþingi ríkisins og hafði ævinlega verið endurkjör- inn mótatkvæðalaust, enda þótt hann væri gersamlega fáfx'óður um þær nýtízku uppfinningar sem kennarar mínir töldu óhjá- kvæmileg skilyrði þess að hægt væri að verða góður og gegn þjóðfélagsþorgari. Jem sem hafði reyndar kynnzt ýmsum kennslu- aðferðum, virtist að vísu bjarga sér ágætlega, bæði einn saman og með öðrum, en Jemmi var auðvitað óheppilegt dæmi: Það var ekki til það kennsluform í þessum heimi sem fólk hafði fundið upp, sem hefði getað komið í veg fyrir það að hann yrði bókaormur. Hvað sjálfa mig snerti vissi ég ekki annað en það sem ég ra-kst á af til- viljun í Time og það sem ég náði að glugga í af bæjartilkynning- um heima, en meðan ég pældi silalega gegnum staglið í skólan- um í Maycomb hlaut ég öhjá- kvæmilega að fá þá tilfinningu að ég færi á mis við eitthvað. Ég vissi ekki hvað það var, en mér var vel ljóst að það gat naumast verið tilgangur rílíisins að neyða mig til að umbera tólf ára þrotlaus leiðindi. Fyrsta árið leið; ég fékk alltaf frí úr skólanum hálftíma á und- an Jemma, sem átti að vera til klukkan þrjú, og smám saman vandist ég því að hlaupa ein framhjá Radleyhúsinu án þess að stanza fyrr en ég var komin heilu og höldnu upp á veröndina heima. En einn góðan veðurdag kom ég al-lt í einu auiga á dálítið útundan mér og það sem ég sá varð til þess að ég dró djúpt and-ann, stanzaði, leit í kringum mig og gekk nokkur s-kref til baka. Alveg úti við gangstéttina stóðu tvær sígrænar eikur, en þær vora inni á Radleylóðinni og hnúskóttar ræturnar náðu út undir gangstéttina og voru farn- ar að lyfta upp flís-unum. Eitt- hvað halfði vakið athygli mína á þessum trjám: í holu eftir kvist, svo sem í aiugnhæð minni, var dálítið silfurbréf sem blikaði í síðdegissóli-nni. Ég tyllti mér á tá, leit í kringum mig enn einu sinni, stakk hendinni inn í hol- una og fann tvö stykki af tyggi- gúmmí. Ég ætlaði s-amstundis að stinga þeim upp i mig, en á síðustu stundu mu-ndi ég hvar ég var stödd. Þá hljóp ég heim og úti á veröndinni athugaði ég feng minn nánar. Þetta tyggigúmmí sýndist svo sannarlega í full- komnu lagi. Ég þefaði af því og lyktin var fyrirtak. Svo sleikti ég annað stykkið og beið •stundarkom. Og fyrst ég dó elkki, stak-k ég báðum stykkjun- um upp í mig. Það va-r Wrlg- leys! Þeigar Jemmi kom heim og spurði mig hvar ég hefði fengið þennan stóra klump, sagöist ég hafa fundið hann. — Þú átt ekki að borða allt sem þú finnur, Skjáta. — Já, en það lá ekki á göt- unni; ég flann það í tré. Jemmi rumdi. — Það er alveg satt, sagði ég. — Þessi tvö stykki lágu í trénu þairna — sem maður kemur fyrst að á leiðinni úr skólanum. — Viltu skyrpa þessu út úr þér undir eins! Ég hlýddi. Það var næstum orðið bragðlaust hvort eð var. — Ég er búin að tyggja það í allan dag og esr ekki dauð enn — mér hefur eikki einu sinni oxöið flökurt. Jemmi stappaði reiðilega niður fæti: — Skilui’ðu það ekld, að þú mátt ekki einu sinni snerta þessi tré. Þú getur dáið af þvi! — Þú hefur sjálfur snei't hús- ið einu sinni! — Það var allt annað mál. Nú ferðu inn og skolar munninn — undir eins, heyx-irðu það? — Nei, mér dettur það ekki í hug; þá hverfur bragðið alveg. — Ef þú gerir það ekki skal ég segja Calpurníu hvað þú gerðir. Bg kærði mig e-kki um að komast í kast við Calpurníu og gerði eins og Jemmi sagði. Ein- hverra hluta vegna hafði fyrsta skólaárið valdið ýmiss konar breytingum á sambandinu milli okkar: hin gamla hax-ðstjórn Cal- purníu, óréttlæti hennar og af- skiptasemi af öllu sem ég tók mér fyrir hendur hafði breytzt í tiltölulega meinlaust nöldu-r, sem átti að túlka almenna van- bók-nun. Sjálf gerði ég það sem ég gat til að forðast að angra hana — einstöbu sinnum að minnsta kosti. Sumarið var á næsta leiti og við Jemmi biðum þolinmóð eftir komu þess. Sumarið var bezti tími okkar: þegar það kom sváf- um við í beddum á aftari ver- öndinni og við þöfðum meira segja fengið að sofa uppi í byrg- inu í trjánum: sumarið táknaði allt góðgætið sem var á boð- stólum, það var þúsund litir í sólbökuðu umhverfi og umfram allt var sumarið Ðill. Síðasta skóladaginn gáfu skóla- yfirvöldin ok-kur snemma frí, og við Jemmi urðum samferða heim. — Ég býst við að Dill komi strax á morgun, sagði ég. — Sennilega ekki fyrr en hinn da-ginn, sagði Jemmi. — Þeim er sleppt degi seinna í Missds- sippi. Þegar við komum að sígrænu eikunum við grindverkið hjá Radley lyfti ég fingrinum til að benda í hundraðasta skiptið á hol-una þar sem ég hafði fundið tyggigúmmíið, því að mér haffði elcki enn tekizt að sannfæra Jemma um að ég hefði fundið það þar — og þá uppgötvaði ég að ég stóð og var að benda á nýtt silfurbréf. — Ég er búinn að sjá það, Skjáta. Jemmi gaut augu-num í allar áttir, rétti svo út handlegginn og sótti ofur varlega lítinn, silf- urgljáandi pakka inn í holuna. Svo þutum við heim og á ver- öndi-nni sátum við og dáðumst af litlurn kassa sem smábútar úr silfurbréfi vora límdir á. Þetta var kassi eins og þeir sem gift- ingarhringar eru keyptir í; hann var fóðraður með rauðu fla-ueli og á honum var agnarlítill lás. Jemmi opnaði hann og þarna lágu tveir skínandi og s-pegil- gljáandi sentpendngar, hvor ofan á öðram. Jemmi athugaði pen- ingan-a nánar. — Það eru þeir með indíána- höfðunum, sagði hann. — 1906 og ... Skjáta, hinn er frá 1900. Þeir eru svoma gamlir. — 1900, bergmálaði ég. — Já, en... — Þegiðu nú andai'tak, ég er að hugsa — Heldurðu kannski að þetta sé felustaður einhvers? — Nei. Það ganga ekki aðrir þarna ifiramhjá en við — nema það væri þá einhver fullorðinn — Fullorðið fólk á ekki felu- staði. Heldu-rðu að við megum eiga þá, Jemmi? — Það veit ég svei mér ekki, Skjáta. En ég held það næstum því, vegna þess að við vitum ekkert hverjum við eigum að skila þeim. Ég veit það fyrir víst að það gengur aldrei neinn þarna framhjá; Cecil tekur alltaf á sig stóran krók eftir bakgöt- unni þegar hann fer heim. ORANGE SQfJASH má lilanda 7 siiiitiiin með vatni GLUGGATJALDASTANGIR FORNVERZLUN og GARDÍNUBRAUTIR Laugavegi 133 — Sími 20745. WILLIS JEEP Til sölu er Willis jeppi árgerð 1C*H2, með Egils húsi. Góður bíll. Hagstæ'ít verð ef samið er strax. Upplýsingar í síma 25283 eftir kl. 19,00. -------------------------------------- FYRIR SKÓLAFÓLKIÐ: Buxur, skyrtur. peysur, úlpur nærföt sokkar og márgt fleira. — Fjölbreytt og fallegt úrval. PÓSTSENDUM. * O.L. — Laugavegi 71 — sími 20141. Höfum ávalit fyrirliggjandi aliar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvfta íft'é'ð svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMfVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30683 ©AÚGLVSINGASTOFAN Yokohama snjóhjólbarðar Með eða án nagla Fljót og góð þjónusta HJÓLBARÐAVIÐGERÐIN GARÐAHREPPI BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. MÓTORSTILLINGAR HJÓLASTILLINGAR LJÚSASTILLINGAR Simi; Látiö stilla í tíma. / ■ iÉ '--®j l -1 n n Fljót /og örúgg þjónusta. 1 rl U U

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.