Þjóðviljinn - 15.12.1970, Síða 7

Þjóðviljinn - 15.12.1970, Síða 7
Þriðtjudlaguir 15. deseaMlber 1970 — ÞJÓÐVIUINN — SlÐA ’J bokmennfir Töframaðurinn< THOMAS MANN Thomas Mann: Maríó og töframaðurinn og fleiri sögur. Ingólfur Pálma- son íslenzkaði. Mál og menning. 180 bls. Mi'kill meistari er Thomas Mann. Það liggur beint við að taka dæmi af Maríó t>g töfra- manninum, þeirri sogu sem síðasta félagsbók MM tekur nafn sitt af, alllangri sögu sem fyllir helming bókarinnar. Þar segir frá sumarferðalagi á Italíu um 1930, en mestan part sitjum við á skemmtfkvöldi hjá úr- ræðagóðum dávaldi, sem nær furðulegustu tökum á fólki og notar vald sitt yfir bví til að auðmýkja það á ýmsa vegu og þar með bæta sér uipp það sem á vantar í úthlutun náttúrunn- ar honum til handa Og vissu- lega er þetta í raun og veru dáleiðslukvöld i litlu ítölsku plássi og dávaldurinn Cipolla er svo sannarlega mættur í holdi og blóði með líkamslýti sín, furðulegt útlit, koníak, fljúgandi mælsku og lýðskrum. -O Lítið til fugla himinsins V Sigbjöm Hölmebakk: Anderscn-fjölskyldan. Þýðandi: Álfheiður Kjartansðóttir. Vikurút- gáfan, R. 1970. „Húsedgn Andiersens var eins og krákuhiredður inni í miðju nýju og tízkulegu bæjarfiverfi". „AHs staðar var rusl og skran“. „Þau voru ekki einu sinni lög- lega gift, þótt þau hefðu átt saman fjögur' böm“. „Eitt af þvi, sem nábúunum gramdist mest, var virðingarleysi Ander- sens fyrir föstum vinnutíma. Hann mætti ekki Í vinnunni dögum saman, ef það var edtt- hvað annað, sem hann hafði áihuga á“. SMk var Andersen-fjölskyld- an. AUt lét hún reka á reiðan- um, kröfur til lilfsþæginda voru svo sem engar; að minnsta kosti voru engin þessa heims gæði þess virði, að Andersen fseri að leggja á sig líkamlegt strit til að öðJast þau. Ekki svo að skilja, að hann hefði neitt á móti peningum og þvi, sem fyrir þá fékkst; hann tók medra að segja þátt í getraununum, þótt hann hefði aldrei fyrir því að kynna sér stigatöfluna, en fyllti út getraunaseðilinn eftir brotnum rúðum í hurðarræfli. * Og ekiki var konan hans að finna að við hann eða reka hann til að mæta reglulega í vinnuna; þvert á móti, hún lokkaði hann jafnvel heim um hábjartan daginn á hinn ósmekklegasta hátt, ef henni fannst návist hans mundu verða sér til meirj gleði en peningam- ir, sem hann kunni að vinna sér inn. Hver, sem nú ætti sh'ka konu! Og ekki voru þau hjónaleys- in að amast við bömum, hvorki sínum eigin né ánnarra; þau máttu vera hvar sem þau vildu og gera hvað sem þau vildu, enda tolldu þau hvergi annars staðar en í garðinum hans Andersens, og litu jafnvel ekki við nýjum og fallegum leik- velli með nýtízku leiktækjum, Sölt er sæ var drífa SÖLT ER SÆVAR DRlFA. Svo nefnist bók, sem út kom hjá Ægisútgáfunni fyrir skömmu. Eru það frásagnir af hetjudáðum sjómanna á hafinu. Hefiur Jónas St. Lúðvíksson tek- ið þær saman, þýtt og endur- sagt. Hin fyrsta þessara frásagna — Þrettán daga vonlaius bar- átta — fjallar um bandarískt flutningaskip, Flytng Enterprise, er fórst á Atlanzhafi í upphafi ársins 1952. Skipið lagði úr höfn frá Rotterdam, fókk afsaveður, bidaði brátt og varð að senda út neyðarkall. Farþegar og áhöfn . björguðust yfir í annað skip. Skipstjórinn verður einn eftir um borð og þraukar þangað til skipið sekikur, en bjargast þá. Það er einbum athyglisvert við atburð þennan, að útgerðin leggur furðulega milda áherzlu á að koma í veg fyrir að skip- ið sökkvi. Hún gefur sldpstjóra fyrirskipun um að yfirgefa ekki skipið meðan nokkur von sé um björgun. Ekkert er tii sparað til að ná í land skipskrokknum, stórskemmdum, með farmi sem sumpart var eyðilagður. Björg- unartilraunimar einar kostuðu 19000 miljónir króna. Árið eftir — 1953 — fór björgunarskip á vettvang með sveit vel þjálfaðra kafara. Tókst þeim að finna 1 sldpinu miklar fjárhæðir í seðlum — dollurum og sterlingspundum — Enda þótt skipshöirn björgunarskips- ins vaari eiðsvarin_ til þagnar komst upp um peningafundinn en þó var ókunnugt um f járhæð- ina. Forstjóri útgerðarinnar staðhæfði, að sér hefði verið ó- kunnugt um svo mikla peninga. Þarmeð var viðurkennt, að um stórkostlegt smygl hefði verið . að ræða, enda gaf auga leið að ekfci hefði verið lagt í svo mikinn kostnað, nema mikið vaeri í húfi. Skipstjóri neitaði Jónas St. Lúðviksson. að sér hefði verið kunnugt um peningana. Engin rannsókn fór fram í málinu, engin vitneskja er fengin um það, hvaða aðilar hafa verið við þetta athæfi riðnir Næst kemur þáttur um flutn- ingaskipið Trevessa, er fórst á Indlandshafl sumarið 1923. Saga þessi er ósköp venjuleg sjó- hrakningasaga, en inn í hana er fléttuð frásögn um einn skip- verja er ræðst á skipið til þess að stinga af stúllku. Stúlkan kemst að fyrirætlun hans, kemst um borð í skipið sem laumufarþegi. Síðan segir frá hralcförum hennar. En að lok- um fellur allt í ljúfa löð. Þriðji þátturinn „1 vítiseldi“, er frásögn af olíuskipinu Esso Bolivar, sem þýzkur kafbátur réðist á í marz 1943. Það var þá statt á Karabíahafi. Mikill eldur kom upp í skipinu. Skip- stjóri cg nokkur hluti áhafnar fórst, en kafbátnum tókst ekki að sökkva skipinu. Síðasta frásögnin „Hafið Framhald á 9. síðu. ‘ því að garðurinn hans Ander- sens var alltaf fullur af svo skemmtiiegu skrani. . Hvemig gat því öðruvísi far- ið en að nýju nágrannamir felldu sig illa við Andersen- fjölskylduna með allt hennar rusl og húsdýr, þegar þeir, reglusamt og snyrtilegt banka- fólk, fóru að koma sér fyrir i nýja einbýlishúsahverflnu? Þeir sömdu sér reglur og gerðu sam- þykktir og reyndu að fá þessa æðrulausu og lífsglöðu fjöl- skyldu til að gerast aðilar að þeim eða flytjost brott að öðr- um kosti, en hvorugt kom Andersen-fólkinu til hugar að gera; þau höfðu flutzt þangað löngu á undan öðrum og áttu húsið og garðinn, og þeim hafði alltaf liðið þar vel. Og sagan vindur sig áfram; það verða sffelldir agnúar á sambúðinni, en það fær ekfcert á Andersen-fjölskylduna, en þvi meira á fúlltrúa hins hrútleið- inlega, ofskipulagða lífs smá- borgaranna, sem standa, að minnsta kosti í fyrstu, fast sam- an, til að verjast ósómanum. Og svo vinnur Andersen í getraununum. Sagan af því minnir mig á söguna af fátæka fiskimanninum fyrir vestan, sem fékk einn góðan veðurdag stóreflis lúðu á önguiinn, og fyrir andvirði svo ágætrar skepnu hefði hann getað keypt marga gagnlega hluti. En hann vissi, að ekkert þótti bömunum hans eins gott og vínarbrauð, sem . hann hafði svo sjaldan efni á að gefa þeim, og því keypti hann edntóm vínarbrauð fyrir andvirði lúðunnar, fullan sekk. Og minningin um daginn, sem pabbi kom heim með vín- arhrauðin, lifði í endurminningu bamanna sem óviðjafnanleg háta'ð alla ævi þeirra; fyrir fátt voru þau honum þakfclátari en þann skilning á munaði lifsins, sem sló hinum nytsamlegu inn- kaupum á frest. — .JVIarta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu, en eitt er nauðsvnlegt —“ Það er sálubót að lesa jafn skemmtilega bók og bókina um Andersen-fjölskylduna; hún er full af kátínu og óskammfeil- inni fyndni; það er eins og að koma út í glaða sólskin, og höfuðverkur og leiði eru á svip- stundu harfin. Hvað erum við lí'ka að strita fyrir vindi einum og hégóma, meðan sjálft lifið brosir fyrir framan nefið á ofclc- ur, og til hvers erum við að burðast með þessar fánýtu á- hyggjur? Lítið til fugianna í loftinu. Þetta er fyrsta bókin eftir hinn norska rithöfund, Sigbjöm Hölmebakk, sem út kemur á íslenzku, og hefur Álflieiður Kjartansdóttir unnið þarft verk að snúa henni á íslenzkt mál, Þýðing hennar er þjál og lipur og fyndnin nýtur sín ágæta vef. Piófarkalestur er vel af hendi leystur og frágangur allur til sóma. Ólafur Torfason hefur teiknað í hana bráðskemmtileg- ar myndir, og snjafla kápu- teikningu hefur Auglýsingastof- an hf gesrt. Torfi Ólafsson. En um leið vitum við afurvel, að það er annað og meira á ferðinni en dramatísk uppákoma á Italíureisu þýzkrar mennta- mannafjölskyldu. Með sjaldgæfum gáfum sín- um og hugviti kemur Thomas Mann fyrir innan ramma þessa kvölds, þessarar stuttu sögu, furðulega mifclu af þvi, sem var |að gerast um þær mundir í Evrópu, af hinni pólitísku dá- leiðslu, sjónhverfingum, lodd- araleik 1 bland við grímulausan ruddaskap, sem fasistar af öll- um gráðum notuðu um mikinn hluta Evrópu með góðum ár- angri. Hér skipta liflu máli ytri vísbendingar edns og að Cipolla heilsar með fasista- kveðju og heifur á hraðbergi op-‘f>' inbera „rómverska“ bjóðrembu þess tíma. Nei, öll athöfn hans og óstöðvandi orðaflaumur um að vilji og skipun og undirgefni séu órjúfanleg heild, samhverf hugtök, eins og þjóð og leiðtogi, en frumkvæðið sé hjá viljanum, foringjanum; viðbrögð hins al- menna áhtrfanda, sem lætur skynsemi sfna lönd og leið andspænis sefjunirmi, vonleysi þedrrar andstöðu, sem ekki þyggir á öðru en þrjózkri neit- un (pilturinn sem þrjózkaðist við að fylgja með f hópdans- inum hjá Cipolla) — allt staakk- ar þetta söguna, Ijær henni nýjar víddir og staðfestu. Og þar eð múgsefjun með kald- rifjaða spekúlasjón er ekkert einkamál Hitlers, Mússolínis og þeirra karla, þá er þessí saga ný og fersk sem fyrr. Maður er ekki alveg edns sátt- ur við val þýðarans, Ing- ólfs Pálmasonar, sem stendur annars menningarlega að sínu verki, á þeim sögum, sem fylla síðari hluta bókarinnar, jafnvel þótt það sé ekki nema rétt, að flest var gott sem gerði Thomaas Mann. Þarna eru smámunir, haglega gerðir, sem eins og loka sig niöur í eínni setn- ingu: „hvað er hugsjón sem maður væri dús við“ (Sögukom — um fagurt og heillandi kven- skass) eða „jöfnuður gagnvart drottinvaldí slyssins" (Jám- Thomas Mann brautarslys). Veigamest þessara sagna er Tristan. Hún er frá þeim dögum, þegar það var útbreitt riðhorf að ékki fynd- ust nákomnari ættingjar en sjúkleiki, dauði og fegurð — og gott ef sönn vizka var ekki með 1 því kompaníi. En þar er listamaðurinn sem rís gegn hinu „sljóa, grimma og skilningsvana lífi“, sem hinn sjálfumglaði og hressi kaiupmaður Klöterjahn, er helztur fulltrúi fyrir. sýndur í heldur en ekki skoplegu ljósi, sviptur geislabaugi. Þetta er hin fróðlegasta saga, sögð skyld Tóníó Kióger, þó með nokkuð öðrum formerkjum sé, en sú saga mun víst það eina sem komið hefur út á bók eflir Thomas Mann á íslenzku og var Mál og menning reyndar einn- ig að verki bar. Þótt l>að hefði verið skyn- samlegt að velja í seinnj hluta þessarar bófcar einhverja sögu, sem færi vel út úr samanburði við Maríó og töframanninn, skal samt sem áður skilað þakklæti fyrir, að nú er aftur minnt á Thomas Mann. Það er sjaldan gert hér, því miður. Þvi Thomas Mann er reyndar einn þeirra höfunda sem gera lesendur (um tíma a. m. k.) heidur gredndar- legri innan um sig en þeir eiga að sér Hann tekur mið af mjög sterkri skynsemi í ýmiskonar dularfullum völundarhúsum — án þess þó að blóðhiti hans dofni fyrir bragðið, svo sem verða vfll hjá öðrum miklum gálfúmanni, Anatole France. Ami Bergmann. Fyrsta ljóðabók ungs höfundar Ólafur Gunnarsson. Kamin er í bófcabúðir ljóða- bófc etftir ungan höÆund, Ólaf Gunnarsson. Þetta er fyirsta bók höfundar, on hann hefiur áður birt fáetn Ijóð í blöðum og tímarituím. 1 bóikinni eru tíú ljóð og sldptist Iuin í tvæir helít- ir, samtals 24 bls. að stærð. Bók um sjálfsblekkingu og sjálfsstjórn í einkamálum Bófcaútgáfan Lindir hefix sent á markað bókina SJÁLFS- STJÓRN í STORMVIÐRUM LÍFSINS eftir Norman Vincent Peale, hötfund bókanna „Vörðuð leið til lífshamingju" og „Ltfðu lífinu lifandi“, en áflar eru þessar bæfcur þýddar af Bald- vin Þ. Kristjánssyni. 1 bófcinni er gerð tilraiun iál að lýsa því, hvemig öðlast má sjálfsþekldngu og sjálfsstjóm, og lifa glöðu, öguðu og auðugu lífi,til að gefa svör við áleitnum spumingum fcvíðafuiUrar kyn- slóðar, sem vfil umbreyta lífs- háttum sínum. Efni bókarinnar skiptist í niu kafla, sem nefnast: Siðferð- ískreppa líðandi stundar, Grá- mygla heiðarleikans, Hristu rykið af gunnfána þímrm, Stormviðri kynlífsins, Kynlíf og sjáifsstjóm, Hjónabandið; StjÓm eða öngþvciti, Fjölsfcyldan; Hellubjarg eða kviksyndi, Út- boð okkar innra manns, Leitin að sjállfsvaldi. Þýðandi bóbarinnar segir í formálsorðum, að etfni hennar spanni yflr víðara mannlífssvið en nafn bókarinnar á frummál- inu gefi fll kynna. Hins vegar sé það svo, - ð kynláfs-, hjú- skapar- og fjölskyldumál skapi hinn rauða þráð bókarinnar. Varðandi boðskap höfundar, sogir þýðandi, að það eiffl sjálf- sagt bezt við að ,Jiver og einn gái að sjnni sekt“. Mtmi þá vart hjá því fara, að athugulum les- anda opnist að einhverju leyti ný og fersk innsýn í eigið líf og annarra, og að sú skynjun leiði til endurmats á fyrra lífs- viðhorfí. PETER HAILBERG Hið mikla rit Peters Hallberg um skáld- feril Halldórs Laxness frá því um 1930 til 1952 kemur nú út á íslenzku, — fyrri hluf- inn á þessu ári, síðari hluti í byrjun næsta árs. Ekki aðeins er sköpunarsaga hinna miklu skáldverka þessaona ára rakin með stuðningi fjölda heimilda sem hvergi ann- arssitaðar eru til á prenti, heldur er sam- skiptum skáldsins við þjóð sína og sam- tíma lýst af mikilli nserfæmi og þekk- ingu á íslenzkum högum. f>essi bók er ómisisandi öllum þeim sem vilja njóta verka Halldórs Laxness af skilningi, en jafnframt er hún undirstöðurit um al- menna íslenzka menningarsögu þessarar aldar. FYRRA BINDI 295 bls. Verð ób. kr. 480,00 — ib. kr. 630,00 + söluskattur. Mál og mennmg 4

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.