Þjóðviljinn - 03.01.1971, Side 8
2 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Sunmiöaeoi' 3. Jantów WŒL
Harper Lee:
Að granda
söngfugli
55
Tayíor dómari hélt áfram með
sömu hátíðlegu röddinni:
— Er þetta ekíki í fyrsta skipti
sem þér eruð hér fyrir rétti?
Ég minnist þess að minnsta
kösti ekki að hafa séð yður
hér fyrr . . Og þegar vitnið
kinkaði kolli, hélt hann átfram:
— Það er rétt að við fáum þetta
á hreint undir eins: ég kæri mig
ekki um að heyra fleiri ósmekk-
legar athugasemdr í sambandi
við eitt eða neitt, meðan ég sit
hér í dómarasæti. Þér skiljið mig
væntanleiga?
Herra Ewell kinfcaði kolli, en
ég held hann hafí ails eklki
skilið það sem sagt var. Taylor
dómari andvarpaði og sagði:
— Allt í lagi, herra Giimer.
— Þökk fyrir, herra dómari.
Og nú, herra Ewell. langar mig
að biðja yður að segja með eigin
orðum frá því sem gerðist hinn
21. nóvember?
Jemmi brosti hæðnislega og
færði sig ögn til í sætinu. „Með
eigin orðum“ var orðtæki hjá
herra Giimer. Við höffðum oft
verið að velta því fyrir okkur
hvaða orð herra Gilmer var
hræddur um að vitnið notaði.
— Jú, sjáið þið til, að kvöldi
hins 21. nóvemþer var ég á
heimieið úr skóginum með
brenniknippi, og þegar ég kom
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðsln. og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav 18 m. hæð (lyfta)
Simi 24-6-16.
Perma
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðastræti 21. SÍMl 33-9-68
VIPPU - BflSKÚRSHURÐIN
Lagerstærðir miðaS við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
- 210 - x - 270 sm
Aðrar stærðir. smíðaðar eftir beiðni.
GLUGGAS MIÐJAN
Síðvmúja 12 - Sími 38220
■
að gerðinu heyrði ég Mayellu
góla eins og stunginn grís inni
í húsinu.. .
Taylor dómari leit hvasst á
vitnið, en virðist hafa komizt að
þeirri niðurstöðu að orðin væru
ekki sögð í illum tilgangi, því
að hann seig aftur saman í sæti
sínu.
— Já, herra Ewell?
— Þetta var rétt fyrir sólar-
lag og sem ég er lifandi: May-
ella orgaði allt hvað af tók, svo
að ég fleygði brenninu Dg tók á
rás en festist í gaddavírnum og
þegar ég gat loks losað mig,
hljóp ég að glugganum og þá sá
ég... Andlitið á herra Ewell
varð dumbrautt; hann reis á
fætur og benti með titrandi
fingri á Tom Robinson: — Ég
sá þennan svarta niggara uppá
henni Mayellu minni!
Yfirleitt ríkti svo fullkomin
ró og regla í réttarsalnum hjá
Taylor. dómara að hann fékk
aðeins örsjaldan tilefni til að
nota hamarinn með fílabeins-
hausnum, en nú barði hann með
honum í fimm mínútur sam-
fleytt. Atticus var sprottinn á
fætur, stóð rétt fyrir neðan
dómarasætið og var að segja
eitthvað við hann. Herra Heck
Tate sem bar ábyrgð á reglu í
salnum, stóð í miðjum gangi
miTli áheyrenda Dg reyndi að
þagga niður i þeim. Bakvið okk-
ur heyrðum við lágan klið berast
um bekki svertingjanna.
Séra Sykes laut yfir Dill og
mig og tók í handlegginn á
Jemma:
— Ungi herra Jemmi, sagði
hann. — Ætli þú ættir ekki að
fara heim með ungfrú Jean
Louise? Heyrðirðu ekki hvað ég
sagði, herra Jemmi?
Jenimi hreyfði höfuðið vitund-
arögn og hvæsti útum annað
munnvikið:
— Farðu heim, Skjáta. DiTl,
þú og Skjáta eigið að fara heim.
— Þá verðurðu fyrst að fá
mig til þess, sagði ég og minnt-
ist bTessaðra orða Attiousar.
Jemmi gaut augunum illiiega
tiT mín og sagði síðan við séra
— Það er víst ailt í Tagi þótt
hún sé kyrr, herra prestur; hún
botnar ekkert í þessu hvort sem
Ég vað hræðiTega móðguð;
— Víst geri ég það — ég skil
þetta alveg eins vel og þú.
__ Æ, vertu ekki að þessu,
hvæsti hann og við séra Syfces
sagði hann: — Hún getur alls
ekfci íylgzt með þessu, herra
prestur. Hún er ekfci einu sinni
orðin níu ára.
En það var áhyggjusvipur 1
dökfcum augum séra Sykes þegar
hann sagði. — Ætli herra Finch
viti ein>u sinni að þið eruð hér?
Það er varla viðeigandi að ungfrú
Jean Louise og þið drengirnir
,séuð að hlusta á þetta.
Jemmi hristi höfuðið Dg sagði;
— Hann sér ekki aHiTa Teið-
ina hingað u.pp. Þetta er allt í
Tagi, herra prestur.
Ég vissi að Jemmi fengi sitt
fram og það gætu ekki tíu ólmir
hestar dregið hann út úr réttar-
salnum á þessu stigi málsins. Og
við DiII vorum bvl á grænni
grein — í svipinn að minnsta
kosti; þvi að auðvitað gat það
viljað til að Attious kæmi auga
.fTi ..... .........—
á ofclkur, ef hai*n Etí í þá áitt.
Meðan Taylor dómari bárði af
alefli í púltið sitt, sat herra'
Ewell, í vitnastúfcunni og virtist
ánægður með það uppistand sem
hann hafði valdið. Með . einni
einustu setningu hafði hann
breytt þessum glöðu, ánægðu
skemmtiferðagestum 1 þungbúið,
urrandi mannfjötlda, sem lét illa
að stjóm þrátt fyrir hamarshögg-
in, sem urðu laagrd smátt og
srnátt. Loks var eins og dómar-
inn væri að dangla í púltið sitt
með blýantinum.
Þegar ró var kornin á aíftur,
haílaði Taylor dómari sér aftur
á bak í stólnum. Allt í einu
sýndist hann þreyttur. Það var
auðséð að hann var gamall mað-
ur og það rifjaðist upp fyrir
mér sem Atticus hafði sagt: að
hann og frú Taylor kysstust
sennilega ekká oft. Hann hlaut
að vera nær sjötugu.
— Farið hefur verið fram á
að áheyrendum verði vísað burt
úr réttarsalnum, sagði Taylor
dómari. — Að minnsta kösti
konum og bömum, en fyrst um
sinn verður ekki farið eftir þeim
tilmælum. Fólk finnur oft það
sem það leitar að, sér það sem
það vill sjá, heyrir það sem
það vill heyra og hefur fullan
rétt til að láta börn sín fylgjast
með því sem það vill. En eitt
vil ég segja ykkur: allt sem
þið heyrið og sjáið hér í réttin-
um ber yktour að hlýða á þegj-
andi, án þess að láta í ljós
ánægju eða vanþóknun — að
öðrum kosti verður ykfcur vísað
út úr salnum að undangengnum
tilmælum um að mæta hér síðar
vegna ákæm um fyrirlitningu á
réttinum. Og þér herra Ewell
eigið að viðhafa siðlegt tungu-
tak, ef þér emð fær um það!
Nú getið þér haldið áfram, herra
Gilmer.
Herra Ewell minnti mig á
daufdumban mann. Ég er sann-
færð um að hann skildi ekkert
af því sem Taylor dómari sagði,
en samt sem áður hlýtur radd-
hreimurinn að hafa verið þannig,
að hann skildi innihaldið. Sjálfs-
ánægja hans hvarf eins og dögg
fyrir sólu og í staðinn kom upp-
gerðarhreinskilnissvipur, sem
blekkti bó ekki Taylor dómara:
meðan herra Ewell sat í vitna-
stúkunni hafði dómarinn vak-
andi auga á honum.
Herra Gilmer og Atticus litu
hvor á annan. Atticus var setzt-
ur aftur og studdi hönd undir
höku, svo að við sáum ekki
framan í fram Herra Gilmer
sýndist örvílnaður, unz spurning
frá Taylor dómara gerði honum
ögn hughægra.
— Herra Ewell. sáuð þér
ákærða hafa kynmök við dóttur
yðar þetta kvöld?
— Já, herra dómari.
Áheyrendur voru rólegir en
hinn ákærði sagði eitthvað sem
ektoi heyrðist. Atticus hvíslaði
einhverju að honum og Tom
Rbbinson þagnaði.
— Þér sögðust halfa staðið við
giluggann? spurði herra Gilmer.
— Jamm. .
— Hve hátt er glugginn frá
jörðu?
— Svona þrjú fet eða svo.
— Og þaðan sjáið þér vel yíir
stofuna?
— Jamm.
— Hvemig var umhbrfs þar
inni?
— AHt var á ringulreið eins
og slagsmál hefðu átt sér stað.
— Og hvað gerðuð þér þegar
þér komuð auga á ákærða?
— Jú, ég æddi kringum húsið
til að toomast inn, en svo hljóp
hann útum aðaldymax fyrir
framan nefið á mér. Ég sá vel
hver það var. En ég hafðd alltof
miklar áhyggjur af Mayellu til
að hlaupa á eftir honum. Ég
fór inn í húsið og þama lá hún
og engdist á gólfinu ...
— Og hvað gerðuð þér þá?
— Ég hljóp af staö eins og
fætur toguðu að sækja Tate. Ég
vissi hver drjólinn var, hann
átti heima í þessu niggara-bæli
óg gekk framhjá húsinu á hverj-
um degi. Nú hef ég í ömmtán
ár verið að biðja hið opinbera
um að moka út úr þessu nigg-
ara-hreiðri; það er hættulegt að
eiga heima nálægt þessu patoki
og auk þess læfcka eignir manns
í verði við svona nábýli...
— Þökik 'fyrir, við höfum víst
heyrt nóg, herra Ewell, g-reip
herra Gilmer fram í i skyndi.
Vitnið álpaðist ringlað niður
úr sæti sínu og rakst á Atticus
sem var risinn á fætur til að
yfirheyra það. Taylor dómari lét
óátalið þótt áheyrendur hlægju.
— Andartak, herra minn, sagði
Atticus alúðlega. — Vilduð þér
gera svo vel að svara einni eða
tveimur spurningum í viðbót?
Herra Ewell hörfaði aftur upp
í vitnastúkuna, settist í stólinn
og, gaut augunum tortryggnislega
á Atticus og svipur hans varð
eins og á öllum vitnum í May-
comb-sýslu þegar þau standa
andspænis lögfræðingi andstæð-
ingsins.
— Sjáið þér til, herra Ewell,
byrjaði Atticus, — okfcur er ljóst
að fólfc hefur verið á mikium
hlaupum þetta kvöld; við skul-
um rifja það upp. Þér segizt
hafa hlaupið inn í húsið, þér
hlupuð að glugganum, þér hlup-
uð inn í stofuna, þér hlupuð að
Mayellu, þér hlupuð eftir herra
Tate — en datt yður aldrei í hug
að þér hefðuð ef til vill átt að
hlaupa eftir lækni?
— Það var sko engin þörf á
því — ég hafði séð það sem
gerðist.
— En samt er eitt sem ég
skil ekiki vel, sagði Atticus. —
Höfðu þér engar áhyggjur af
ástandi Mayellu?
— Jú, vitaskuld, sagði herra
Ewell. — Ég hafði séð drjólann.
— Nei, ég á við likamlegt
ástand hennar. Álituð þér ekki
að meðferðin á henni hefði verið
þess eðlis, að hún þyrfti sem
fyrst að komast undir læknis-
hendur?
— Ha?
— Álituð þér ekki að hún
hefði þörf fyrir læknishjálp og
það sem fyrst.
Vitnið sagði að honum hefði
svei mér ekki dottið það í hug
og honum hefði sko svei mér
aldrei á ævinni dottið í hug að
sækja lækni og hefði hann gert
það. hefði það kostað hann út-
gjöld.
— Var það nokkuð fleira?
spurði hann og -reis upp til
hálfs.
— Já, það er dálítið enn, sagði
Atticus kæruleysislega. — Þér
heyrðuð vitnisburð lögreglustjór-
ans, var ekki svo, herra Ewell?
— Ha?
— Þér voruð hér í réttarsaln-
um þegar herra Heck Tate stóð
2500 klukkusíunda lýsing
við eðlilegar aðstæður
(Einu venjulegu perurnar
framleiddar fyrir svo
langan lýsingartíma)
NORSK ÚRVALS
HÖNNUN
Heildsala Smásala
Einar Farestveit & Co Hf
Bergstaðastr. 10A Sími 16995
VARAN,
SEM
VERÐBÖLGAN
GLEYMDI
Allir þekkja ÓÐAVERÐBÓLGUNA.
Hún þekkir einnig alla, nema okkur
Fró drinu 1963 hefur HEIMILIS-P
HEIMILIS-PLASTPOKIMM
hækkað um tæp 10% ó sama tíma, sem vísitala
vöru og þjónustu hefur hækkað um 163%.
PLASTPRENT h.f.
GRENSÁSVEGl 7
Erum fluttir með starfsemi okkar í Brautarholt
18 II. h. Höfum eins og áður eitt mesta úrval
landsins af gluggatjaldabrautum og stöngum ásamt
fylgihlutum. Allt v.-þýzk úrvals vara.
Fljót og góð þjónusta. Aðeins að hringja^í^OýlS
og við sendum mann heim með sýnishom.
GARDÍNUBRAUTIR H.F.,
Brautarholti 18, II. h. Sími 20745.
Skyrtur
í miklu og fallegu úrvali.
PÓSTSENDUM.
Laugavegi 71. Sími 20141.
GLERTÆKNI H.F.
/ngó/fsstræti 4
Framleiðum tvöfalt einangrunargler og sjáum um
ísetningu á öllu gleri.
Höfum einnig allar þykktir af gleri. -- LEITIÐ
TILBOÐA.
Símar: 26395 og 38569 h.
Volkswageneigendur
(löfum fyrirliggjandi BRETTl — HURÐIR — VÉLALOK
ng GEYMSLULOK á Volkswagen t allflestum litum -
Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið
verð. — REYNIÐ VIÐSKIPTIN.
HAZE AIISOSOL. hreinsar andrúitisloftið á svipstnndn
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar,
Skipholti 25 — Simi 19099 og 20988