Þjóðviljinn - 03.01.1971, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.01.1971, Blaðsíða 10
Sunnudagur 3. janúar 1971 — 36. óngangur — 1. tölutoiaö. Aðeins veggirnir standa uppi afHótel Húsavík eftir bruna Námskeið í stjórnun fyrír- tækja hefst 18. janúar nk. Stjórnunarfræðslan, (Kynning- amámskeið um stjórnun fyrir- tækja) — byrjar námskeiðahald á vegum iðnaðarráðuneytisins 18. janúar n.k. Markmið námskeiðs- ins er að veita þeim, sem fást við stjórnunarstörf og fyrir- tækjarekstur haldgóða þekkingu, sem komi að beinum noturn í starfi þeirra og auðveldi ákvörð- unartöku á ýmsum sviðum fyr- irtækjarekstrar. I samræmi við það fjallar hver námskeiðshluti um ákveðið svið, en þcir eru innbyrðis tengdir og mynda eina lieild. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Tækniskóla Is- lands á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum frá kl. 15,30 til 19,00. Hinir einsitöku námskeiðsihlut- ar veröa sem hér segir: Stjómun og starfsmannamáL — Höröur Sigurgestsson, rekstr- arhagfirasðingur, hetflur umsjón með þeim hluta. Þar verður fjallað um eðli og hlutverk stjórnunar, setningu markm.iöa, stjórnun og sikipulagningu fyrirtækja, 'hegðuin einstaik- linga, hegðun hlópa í ákvörð- unartöku, ýmis ný gireining- ar- og hjálpartæiki o. fl. Frumatriði rekstrarhagfræði, sem Brynjólfur Sigurðsson, lekitor, sér um. Þar verðuir m.a: fjall- Framlhald á 7. síðu. Fjórir hlutu styrk úr Rithöfundasjóðnum Á myndinni eru taldir frá vinstri: Gunnar M. Magnúss, Jón Helgason, Jóhann Hjálmarsson og Sig- fús Ðaðason. — (L.jósm. I»jóðv. A.K.). • A gamlár.sdag fór fram út- ^ hlutun úr Rithöfundasjóði rík- isútvarpsins og er það í -15. sinn, sem styrkjum er úthlutað úr sjóðnum til skálda og rithöfunda. Vorn forseti Islands og mennta- málaráðherra meðal gesta við athöfnina. • Stedngrímiur J. Þorsteinssón formaður sjóðsstjórnar afhenti styrkina og skýrði harm svo frá i ræðu sinni, að í þaiu fjórtán skipti, er úthluitað hefði verið úr sjóðnum áður hefðu samitals 28 skáld og rithöfundar hlotið styrki eða að meðalitali tveir á ári. Að þessu sinni yrði úthlutað styrkjum til fleiri manna en nokkru sinni áður eða fjögurra, þeirra Gunnars M. Magnúss, Jóhanns Hjálmarssonar, Jóns Heigasonar og Sigfúsar Daðason- ar. Hlaut hver þeirra kr. 50 þús- und í styrk og er það sama upp- hæð og styrkþegar hlutu í fyrra. Þakkaði Gunnar M Magnúss fyrir hönd þeirra félaga þann heiður sem þeim væri sýndur með þessari styrkveitingu. 100 vestur-þýzkum vísað frá Guineu vegna innrásarinnar BONtN — KON’AKRY J/l — Sekou Tourc Guineuforscti hefur vísað úr landi 100 Vcstur-Þjóð- verjum vegna þátttöku þeirra í innrásmni í Guineu. Vestur- Þjóðverjar hafa hafnað öllum ásökunum Guineu-forseta, en þeir halda fast við þær. Sagði útvarpið í Konakry á föstudag að Vestur-Þjóðverjar hefðu tek- ið þátt í samsæri scm hafði þann tilgang að myrða Sekou Toure, forseta. Þá er sagt í vcst- ur-þýzka utanrikisráðuneytinu að tvcir Vestur-Þjóðverjar sitji nú í fangelsi í Giiineu. Það kom fram á blaðamanna- fundi í Bonn að Sekou Toure höfiur farið þess á leit við Gustav Heinemann, fbrseta Vestur- Þýzkalands,. að hann kalii vest- mvjjýzka ambassadorinn í Kona- kry heim, þar sem hann njóiti ekki lengur trausts Toures. Austur-Þjóðverjar hafa frá í sept. s. L stjórnmálasamband við Guineu. Segir austur-þýzka fréttastofan ADN, að vestur- þýzkir haifi aðstoðað við portú- göllsku innriásina í Guineu á tvennan hátt: I fyrsta lagi með pólitískum þrýstinigi, gegnum starfslið þróunarhj'álparinnar og í öðru laigi með beinni hernaðar- aðstoð í gegnum NATO. Þá er haft eftir ADN, að vestur-þýzkir borgarar í Konakry hafi gefið portúgölskum hei'skipum ljós- merki frá húsum sínum auk þess sem vestur-þýzkir hernaðarséi fræðingar hafi verið beinir þátt takendur í innnásmni í nóv. Fjölmennt var við áramóta- brennurnar Það viðraði vel til þess að brenna út gamla árið, enda var mikið fjölmenni við áramótabrennurnar í borg- inni sem voru eitthvað milli 35 og 40 talsins. Þessi mynd var tekin af brenn- unni er var á mótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs og sést Hótei Esja í baksýn. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Af Hótel Húsavík standa nú aðeins uppi naktir veggimir eft- ir bmna sem þar varð aðfara- nótt gamlársdags og því sem næst engu tókst að bjarga út úr húsinu af innanstokksmunum, að sögn lögreglunnar. Eldurinn kom upp skömmu eftir miðnætti og breiddist mjög fljótt út, enda húsið gamalt timburhús, hæð, ris og kjolllari. Kom slökkviliðið strax á staðinn, en vegna eldhafsins varð fáu bjargað úr húsinu og stóð slökkvistarfið fram á sjötta tím- ann um morguninn, en þá var húsið allt brunnið innan. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp, en hótelstjór- inn og kona hans voru nýgengin þaðan. Eldsupptök eru ekki fuil- könnuð. Á Húsavík var logn og mjög gott veður þessa nótt. Ekkert annað hótel er á Húsa- vík, en í húsinu sem brann, Garðarsbraut 8, voru aðeins gistiherbergi og hefur hótelið haft veitingaaðstöðu í félags- heimili bæjarins. I fyrrinótt kom aftur upp eld- ur í bi'unarústunum, en hann varð fljótlega slökktur. Áramótin á Húsavík voru annars róleg og fóru hið bezta fram. HÞ 1970: Síðustu forvöð zi gera skil ★ Nú fara að verða síð- ustu forvöð að gera skil í Happdrætti Þjóðviljans 1970, en enn eru ókomin skil frá nokkrum aðilum, sérstaklega utan af landi. Vonum við að bau berist fljótlega svo ekki dragist mikið úr þessu að birta vinningsnúmerin. ★ Hér í Reykjavík er tekið á móti skilum á af- greiðslu Þjóðviljans áð Skólavörðustíg 19, sími 17500, opið kl. 9—12 og 1—6 daglega, og á Skrif- stofu Alþýðubandalagsins að Laugavegi 11, sími sími 18081, opið kl. 10—12 og 1—6. tái^ *m/ Hver áfanqi í baráttu SÍBS er ávinningur okkar allra VinnuheimiliS að Reykjalundi á nú 25 ára starfstímabil a3 baki. Um 150 vistmenn geta nú átt þar heimili, stundað vinnu og notið endurhæfingar og hjúkrunar. Happ- drætti S.i.B.S. hefur greitt 83 milljónir króna til uppbyggingar á staðnum. En margir bíða eftir vist og vinnu. Auka þarf húsrými og vélakost í vinnustofunum Múlalundi í Reykjavík, þar sem 50 öryrkjar vinná 'nú við þjóðnýt framleiðslustörf. Markmiðið er að allir sem fara halloka í viðureign við sjúkdóma, fái starf og um- önnun við sitt hæfi. Þess vegna leggur Happdrætti S.Í.B.S. í nýjan áfanga og væntir þess að enn fleiri verði með. Hinn frægi sígur, sem vannst í baráttunni við berklaveikina, hefur aukið þrótt og sóknarmátt S.Í.B.S. svo að nú geta sam- tökin aðstoðað hvers konar öryrkja. *— hvaðanæva af landinu. Qllum ágóða af happdrættinu er varið til þess starfs. Því er ávinningur í hverjum miða, sem keyptur er í Happdrætti S.f.B.S., og meira en fjórði hver miði hlýtur vinning. að vera með

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.