Þjóðviljinn - 09.01.1971, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJTNN — Laugardagur 9. janúar 1971.
Kveðjuorð
— Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis —
Otgefandi: Otgáfufélag ÞjóSviljans.
Framkv.stjóri: EiSur Bergmann.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson,
Sigurður GuSmundsson.
Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson.
Fréttastjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarssoa
Ritstjórn, afgreiSsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500
(5 linur). — Askriftarverð kr. 195.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00.
r
— og Island
j£ínverska alþýðuríkið er að vinna mikla dipló-
matíska sigra um þessar mundir. Þeir einangr-
unarmúrar sem Bandaríkin reyndu að hlaða um-
hverfis fjölmennasta ríki heims eru að hrynja í
Norður- og Suður-Ameríku, Evópu, Afríku og
Asíu, þar sem ein þjóð af annarri keppist við að
viðurkenna ríkisstjórnina í Peking. Einnig inn-
an hins þrönga sviðs Atlanzhafsbandalagsins eru
Bandaríkin óðum að einangrast í þessu máli; senn
eiga þau trúlega engin fylgiríki nema Grikkland,
Tyrkland — og ísland.
Krafizt svars
þjóðviljinn hefur nokkmm sinnum vakið athygli
á afar einkennilegum ummælum sem sérfræð-
ingur ríkisstjórnarinnar í landhelgismálum, Hans
G. Andersen, lét sér um munn fara í fullveldis-
ræðu á vegum stúdenta. Þar mótmælti hann þeirri
staðreynd að engin alþjóðalög eru til um víðáttu
landhelginnar og sagði: „Enginn vafi er á því, að
eins og er, er hámark víðáttu landhelgi og fisk-
veiðilögsögu miðað við 12 mílur.“ Og í annan stað
komst hann svo að orði um núgildandi fiskveiði-
takmörk íslendinga: „Má óhikað fullyrða, að nú-
gildandi reglur íslenzkar á þessu sviði gangi eins
langt og nokkur möguleiki var fyrir þegar þær
voru settar, og stendur enn við það.“
^amkvæmt þessari kenningu ge'ta íslendingar
ekki framkvæmt neinskonar stækkun á land-
helgi sinni án þess að brjöta alþjóðalög. Þetta eru
svo alvarleg ummæli að Þjóðviljinn krefst þess
enn einu sinni að ríkisstjómin greini opinberlega
frá því hvort þau séu í samræmi við afstöðu henn-
ar eða ekki.
Allt hækkar
JJvern dag á hinu nýja ári hafa menn verið minn't-
ir á það hver heilindi felast í hinni svoköll-
uðu verðstöðvun ríkisstjórnarinnar. Bensínverðið
hefur hækkað um kr. 2,70 samkvæmt ákvörðun
ríkisstjómarinnar og meirihluta alþingis. Verð á
neyzlufiski hefur hækkað um allt að því f jórðung.
Eins og sagt var frá í blaðinu í gær leyfa hús-
eigendur sér að hækka leigu eins og engin verð-
stöðvunarlög hafi verið sett. Verið er að ákveða
hækkun á akstri með leigubílum og langferða-
bílum. Þar við bætast svo smágerari hækkanir sem
kaupsýslumenn framkvæma dag hvem í skjóli
þess að ekkert raunhæft eftirlit er með fram-
kvæmd hinna svokölluðu verðstöðvunarlaga. — m.
Benedikt Magnússon
frá Vallá
„Lífdagur, hólmganga leikin
við dauða,
frá ljóssins boðun varir
til rökkva."
E. Ben.
Bensi, vinur minn. Af hverju
varsit þú að fara á undan mér?
Jú. eirðarleysi þitt var svo
óskaplegt. Auðvitað bafðir þú
enga þolinmæði til að hdnkra
eftir hæggengum varfaarnis-
silakepp. Þessvegna bauðst þú,
þegar í stað, til að borga þitt
gjald, og brauzt saman anda
þíns ferðatjald.
Ofurkappið var þinn aðall.
Atorkan birtist á aila vegu —
jafnt í ofurkappi unglingsins
við erfiðan malarmokstur í
fjörunni við Vallá — á meðan
þú varst að koma undir þig
fótunum — sem í óttalausum
„víkingaferðum“ þínum vítt
um lönd og álfur hvenær sem
þig vantaði viðhlítandi tæki til
atvinnureksiturs þíns
Og þá ekki síður í einkalífi
þínu. Þar nægði þér ekki held-
ur neitt meðalhóf.
„Ein veig, einn dropi
af bikari Braga
má brimsjói reisa af
hjartnanna grunni"
sagðj frændi þinn. t þeim
brimsjóum — jafnt Bakkusar
sem Braga — lékst þú listir
þínar af sama ofurkappj og
annarstaðar.
Það var ósköp auðvelt fyrir
„siðprúðar sálir“ að hneyksla.st
á sumum þeim tilþrifum þín-
um. En það léztu þér í léttu
rúmi liggja — þvi
„Hvað vita þeir menn
um sælu oe sorg,
er supu’ aldrei Iífsins
veig í dreggjar?"
Hvað varðað; þig um áfellis-
dóm þeirra, sem köstuðu frá
sér skálum heilum, hálfum og
helltu niður sælu daga og
nátta?
Enda galzt þú sjálfur og
einn að fullu þína sælu —
með tilheyrandi sorgum og
söknuði á mörgum andvöku-
stundum.
„Ofsinn og mildin búa þér
undir bránni“
sagði frændi þinn um hinn
mikla útsæ.
Þetta á alveg heima um
meginþætti skapgerðar þinnar.
Jafnhliða ofurkappinu til allra
athafna bjó þér ríkast í huga
það. sem þú lærðir í móður-
ranni — óskin um að gera
öðrum gireiða — og þá eink-
um þeim. sem orðið höfðu oln-
bogaböm líðandi stundar. Ófá-
ir glöddust við öriæti þitt —
þó kannske enginn meira en
þú sjálfur — öriætið var þitt
hjartans yndi.
Bensi minn. Hólmgöngu þinni
við dauðann er lokið. Um það
tjáir ekki að fást — þótt að
þér sé sjónarsviptir. En minn-
ingin um góðan dreng mun
lifa. og þá ekki sízt með nán-
ustu samstarfsmönnum þín-
um
og
..Nú ertu af beim borinn
hin allra síðstu sporin,
sem með bér unnu
og mlnnast þín.“
Hvil þú í friði.
Steingr. Aðalsteinsson.
☆
f endurminningunni lifa lengi
dýrlegir dagar unglingsáranna
að starfi og leik. þar sem
áhyggiuleysi æskunnar setur
sviomót sitt á lífið ot? fram-
t'ðin bíðuT á næsta leiti með
fögur fyrirheit. Hugrenningar
f þessa veru. kenndair við
rómantík. sækja að mér nú.
er é<? mrnnist starfsfélava mfns
frá þessum árum. sem nú er
látinn langt urn aldur fram
og til grafar borinn i dag,
Bénedikts Magnússonar . frá
Vallá.
Þegar ég læt hugann reika
tvo áratugi aftur í tímann,
birtist fyrir hugskotssjónum
mínum myndin glæst, sem
hann fellur svo vel inn í: Kyrr
sumarmorgunn árla, svo sem
hann getur fegurstur verið á
landi hér. Sól skín í heiði,
stafalogn, döggvott gras og ilm-
ur úr kjairri, lóa og spói rjúfa
þögnina, — fjallahringurinn
blasir við sjónum í alveldi
sínu, Skjaldbreiður, Ármanns-
fell, Hrafnabjörg og „djúpið
mæta, mest á Fróni“ hvílir þar
án minnstu gáru, — náttúran
skartar skrautklæðum sínum á
þessum júlímorgni. Út úr lág-
vöxnum tjöldunum á heiðinni
eru nokkrir vinnufélagar ung-
ir og aldnir risnix úr rekkju
og hverfa að loknum árbít til
verka sinna þennan dýrðardag,
sem virðist hafa í sér fólgið
brot eilífðar, þótt með öðrum
hætti væri en við ungir dreng-
ir þá höfðum á tilfinningunni.
Hinir rosknari og reyndari
menn, Hermann í Eyrarkoti,
Magnús á Vallá, Njáll úr Gerð-
um, Magnús í Garði, eiga flestir
fyrir höndum það eftirsóknar-
verða hlutskipti í augum ungra
pilta að stjóma farartækjum
sínum slíka vinnudaga meðan
við hinir göngum til annarra
verka, hver á sinn stað, hlaða
kant, moka úr á „tipp“.
En einn vegavinnupiltanna
skar sig þó úr hópnum, bjart-
ur yfirlitum, fríður sýnum,
snar í hreyfingum og fasi öllu. ^
Hann á sjálfur sitt eigið far-
artæki, þótt æði ungur sé að
árum. Þessi piltur var Bensi á
Vallá; og þama ók bann eins
og höfðingj allan daginn möl-
inni út á veginn til okkar
tipparanna, og það var áreið-
anlega talsvert liti’ð upp til
þessa forframaða ökumanns.
En það var ekki einungis þessi
staðreynd, sem fékk okkur til
að líta í aðdáun til Bensa á
Vallá, — þessi röski piltur var
félagi, sem öllum kom í goit
skap með sérstakri glaðværð
sinni og kímni, stundum bland-
ið græskulausri striðni, en ó-
sviknum áhuga á öllu því, sem
gerði tilveruna litríkari ásamt
ákveðnum skoðunum á marg-
breytilegum efnum, sem hann
flutti með festu tæpitungulaust.
Málefni líðandi stundar voru
honum einatt umræðuefni, —
og kvæði góðskálda vom hon-
um töm á tungu. bæði í þann
tíð og síðar. Við slíkan félaga
var gott að blanda geði á
þroskatíma unglingsára. Þeg-
ar að auki kom til sá dugnað-
ur er með Benedikt bjó, auð-
sær röskleikí og rfk sjálfsbjarg-
arhvöt, hlaut öllum að vera
ljóst, að þar fór mikið manns-
efni, ötuU framkvæmdamaður,
sem átti eftir að sýna enn
betur hvers hann var megnug-
ur þegar honum yxi fislkur um
hrygg. Það íór og ekk; fram
hjá neinum, að verkstjóri okk-
ar ógleymanlegur, Jónas í Star-
dal, kunni vel að meta hinn
unga bUstjóra, enda ríkti þar
á milli ævinlega gagnkvæm
vinátta meðan báðir lifðu.
dýrmætur tími, þá er ungir
piltar tóku út þroska sinn og
efndu til gagnkvæmra kynna,
er aldrei mundu fyrnast hvað
sem á dyndi.
Benedikt Magnússon frá
VaUá fæddist 16. maí 1929 að
Vallá á Kjalarnesd. Hann var
sonur hjónanna Magnúsar
Benediktssonar bónda þar^ Og
bifreiðarstjóra og Guðrúnar
Bjamadóttur; hún var kennari
að mennt og hafði á yngri ár-
um stundað kennslustörf á
Kjalarnesi og víðar, ættuð úr
RangárvaUasýsIu. Þau hjón eru
bæði látin fyrir nokkrum ár-
um. Ólst Benedikt upp a'S VaUá
ásamt þremur sysitrum sán-
um.
Það kom mér ekki á óvairt,
að Benedikt á Vallá skyldi að
nokkrum árum liðnum eftir
happasæl vegavinnustörf hjá
Jónasi í Stardal, hefja sjálf-
stæðan atvinnurekstur og ger-
ast umsvifamikill framkvæmda-
stjóri, þá er hann setti á stofn
og stóð fyrir fyrirtæki í
Reykjavík. Steypustöðinni, sem
hann kenndi við æskuheimili
sitt Vallá Og það var allt
stórt í sniðum, sem Benedikt á
Vallá kom nærri, því að hann
bar í sér reisn og meðfædda
höfðingslund. sem krafðist at-
hafnarýmis og víðáttu. Vin-
sældir hans voru miklar; á
merkisdegi í lífi bans fyrir
tæpum tveimur árum kom það
glöggt í ljós, er hann bauð til
sín fjölmennum hópi vina,
sveitunga, starfsfélaga fomra
og nýrra, — manna úr hinum
Þessa æskudaga, er ég hef
leyft mór að leiða hugann að
f eilítið rómaintfslkri stemmn-
ingsmynd, hefur engan fölskva
slegið á í minningunnj gegnum
árin og svo er þvi einnig var-
ið um minninguna um Bensa
á Vallá. í þessu Ijósi er mér
tamast að sjá hann fyrir mér.
Hinn heiði sumardagur sumr-
anna sælu er samslunginn
minningunni um þenna látna
félaiga mdnn, og ég þóttist
merkia á hinum stopulu fund-
um okkar síðustu árin. að þeir
dagar væru honum. einnia mik-
ilsverðir og eftirminnilegir sem
ólíkustu þjóðfélagsstéttum eða
af ólíkusitu stjómmálaskoðun-
um, sem hann veitti af rausn
sinni og vjldi gleðjast með eina
kvöldstund, — máski boðið í
grun, að þá væri einmitt rétta
stúndin runnin upp til að halda
gleðj hátt á loft. Mér var það
persónulega óblandin ánægja
að njóta samvista við þennan
glaða dreng enn einu sinni og
sannfærast frekar en orðið var
um vináttu hans og tryggð og
löngun til að njóta þess sem
við áttum sameiginleigt frá
fyrri tíð.
Minningin um Bensa á Vallá
er einatt fersk í huga mínum,
órjúfanlega tengd björtum dög-
um æskunnar, sumri og sól,
starfi og leik. Hann var borinn
til mikilla athafna sakix gjörvi-
leika síns, þó að oft vilji því
miður rætast hið fomkveðna,
sem mælt var til Grettis forð-
um: „Sitt er hvort, gsefa dða
gjörvileikur."
Benedikt Magnússon andað-
ist 31. desember s.l. aðeins 41
árs að aldri. Ég votta tveimur
eftiriifandi sonum hans og öðr-
um ástvinum ejnlæga hluttekn-
ingu mína.
\ Einar Eaxness.
FWA FMr.UGJFE.LJ\GINMJ
Skrifstofustarf í Osló
Stúlka óskast til starfa á skrifstofu Fkugfélags
íslands í Osló.
Þarf að geta hafið starf þann 1. marz.
Kunnátta í ensku, einhverju Norðurlandavnál-
anna svo og vélritun nauðsynleg.
Umsóknir, merktar starfsmannahaldi félagsins.
sendist í síðasta lagi þann 20. janúar.
FLUGFELACISLANDS
Hjúkrunarkonur óskast
Hjúkrunarkonur vantar nú þegar í Kleppsspítal-
ann, einnig á kvöld- og næturvaktir. Hálfs dags
starf kemur til greina. — Upplýsingar hjá for-
stöðukonu, sími 38160.
Reykjavík, 8. janúar 1971
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Aðstoðarmaður (kona)
Kleppsspítalinn óskar eftir að ráða aðstoðarmann
eða konu til starfa hjá félagsráðgjafa.
Upplýsingar gefur félagsráðgjafi Kleppsspítalans
í síma 38160.
Reykjavík, 7. fjanúar 1971
Skrifstofa ríkisspítalanna.