Þjóðviljinn - 21.01.1971, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 21.01.1971, Qupperneq 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVFÉJ1WIN — Fiirumbuídaigua: 21. jianúajr 1951, — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Utgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. iónsson (ðb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Rítstj.fulitrúi: Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 195.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00. Verkföll eru lögleg jtyjorgunblaðið heíur löngum verið málgagn og málsvari verkíallsbrjóta og það hefur hamazt gegn verkalýðsfélögum og öðrum stéttarfélögum þegar þau hafa beitt lagalegum verkfallsrétti til að bæta kjör sín. Morgunblaðið bregður ekki vana sínum fremur nú en endranær. Þess á milli þykist blaðið svo málgagn allra stétta, eins og Sjálfstæð- isflokkurinn þykist líka flokkur allra stétta, og biðl- ar ákaflega til atkvæða þess fólks sem blaðið og flokkurinn berjast á móti milli kosninga. þjóðviljinn hefur margoft minnt á, að á valdaferli Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins nú í meira en áratug hefur verkalýðshreyfingin í átök- um orðið að reikna með algerri samstöðu þess auð- valds sem hópar sig í Vinnuveitendasambandinu svonefndu og ríkisstjórnarinnar gegn verkalýðs- hreyfingunni. Öll alþýða manna hefur fengið að kenna á þessu. Þó hefur verið sérstaklega ráðizt að sjómannastéttinni á ósvífinn hátt og svívirðilegan, ef til vilb í einhverju samhengi við að stjómar- flokkamenn hafa hreiðrað um sig í samtökum sjó- manna. Á þessu sviði atvinnulífsins, svo mikilvægu sem það er fyrir þjóðina alla, hefur auðbröskurum í hópi útgerðarmanna ekki nægt að standa eins og nátttröll gegn hverri einustu kauphækkun og rétt- arbót, heldur hafa samtök þeirra hvað eftir annað heimtað skerðingu á sjómannshlutnum, og jafnvel fengið því að nokkru framgengt í samningum. En mikið vill meira, og samtök auðbraskaranna í út- gerðarmannastétt hafa beitt fyrir sig Sjálfstæðis- flokknum og Alþýðuflokknum, öllu þingliði beggja þessara flokka, til beinna árása á samninga sjó- mannafélaganna og skerðingu sjómannshlutarins með löggjöf. Þess er enn minnzt af sjómönnum hve hastarlega Emil Jónsson og félagar hans í ríkisstjóm fóru með síldveiðisjómenn með bráðabirgðalögun- um um gerðardóminn alræmda. En lengst og ó- svífnast gengu þeir með þvingunarlögunum frá des- ember 1968, þegar sjómannshluturinn var stórskert- ur með löggjöf og hundruðum miljóna stolið af samningsbundnum hlut sjómanna og afhent útgerð- armönnum. Ráðherra upplýsti á Alþingi að á þenn- an hátt hefði verið haft af sjómönnum um 400 milj- ónir á fyrsta heila árinu, 1969, og sjálfsagt hefur ekki minna tapazt sjómönnum 1970 vegna þessara ósvífnu þvingunarlaga Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins, sem ómerktu ákvæði allra samninga sjómannafélaga. gjómenn una því ekki að þessi þvingunarlög standi áfram, og þykir það að vonum hart að þurfa að beita sér og samtökum sínum árum saman til að fá aftur sama sjómannshlut og búið var að ná fyrir 1968. En því marki verður náð, þrátt fyrir baráttu Morgunblaðsins, Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins gegn hagsmunum sjómanna. Og haldið verður lengra á þeirri braut að auka hlut sjómanns- ins af þeim óhemju verðmætum sem hann dregur í þjóðarbúið. Sjómenn og vandamenn þeirra vita hvar þeir hafa bingmenn stjórnarflokkanna og Mornunblaðið — og er ekki óliklegt að þeir lati það sér að kenningu verða. — s. ízzet-hanúm Orugzjeva, farstjóri efnafrasóistofnunar Vísindaakademíu Azerbaidsjan, í einni af rannsóknarstofum stofnunarinnar, á- samt nokkrum samstarfsmönnu m sínum. LEIKLIST OG RA UNVlSINDI Það er eikiki á toverjum degi, sem kvikmyndastjömur fá verð1- laiun fyrir aifrek á siviðd efna- fræði. Þaö gerdist fyrir skömmu, aö ein firemsba kvikmyndaleik- kona Azerbaídjan, izzet-hanúm, fékk Lemnorðu fyrir etfnafræði- rannsóknir. Blaðamaöur frá APN-fréttastafunni sovézku brá sér inn á rannsóknarstafu henn- ar í Bakú og spjallaði við hana stundarkom um kivikmyndir og efnafræði. Fer viðtalið hér á eftir. Konur með blæjur fyrir andliti — Ég ólst upp við vanaliega götu í gamla bæjarhlutanum í Bakú, segir Izzet-hanúm. Gatan sem bjuggum við hét af til- viljun sama naiCni og faðir minn. Ekki vegna þess, að hann væri svo meriulegur maður, að götur væru nefndar eftir hon- um. Hann var giarðyrfcjumaður, einn af þessum hæglátu, greindu mönnum, og honum þótti vænt um blóm og böm. Aldrei man ég efitir að föður mínum félli verk úr hendi. Við vorum fimm bömin. £g var eizt. Við systumar vorum fyrstar til að taka ofan andlits- blæjuna við okkar götu. Ég var sibrax í barnaskóla á- kveðdn í að verða efnafræðing- ur. En þó var einn hængur á — konur fengu ekki aðgang að efnafræðideildinni. Ég varð að gera mér að góðu að innritast í aðra dedld, en beið færls. Já, í þá daga var ekki eins einfalt að lifa fyrir okkur stúlkurnar og nú er, a.m.k. ekki hér syðra. Ég varð að hjálpa foreldrum mínum að vinna fyrir fjöliskyld- unni og gat því ekkf stundað námið ósiitið. En einmitt þetta áetti eftir að vaida þáttaskil- um í h'fi minu. ,,Uppgötvuð“ við ritvélina Ég fékk starf sem vélritun- arstúlka hjá fyrirtækinu „Asm- eft“, olíufélagi. sem þá var frægt um öll Sovétríkin. Fyrst og fremst réð ég mig til þess að vinna mér inn peninga til heiimilisins, en ég hafði líka á- huga á öllu sam olíu viðkom. En það er ómðguiegt að vita upp á hverju tilveran tekur. Dzjafar Dzjabarlí var þá með efnilegustu kvikmyndaleikstjór- um okkar í Azerbaídjan. Hann var að leita að stúlku í aðal- hlutverk 1 kvikmyndina „Sev- ille“ og rakst á mig af tilvilj- un á skrifstofunni, þar sem ég var að vinma. Hann færði það í tal við mig, hvort ég vildi taka að mér hllutverkið. Ég ték því í fyrstu eins og hverri annarri • fjarstæðu. Ég haröneitaði að tala um þetta við hainin og vildi ekki heyra á það minnzt. Ég vissi líka sem var, að pabbi mundi ej»ki taka það í mál. En Dzjabarlí gafst ekki upp. Hann heimsótti okkur og talaði við pabba. Honum tókst aö fá okkur til þess að lesa kvik- handaihandritið yíir. Hann vissi sem var, að öriög ,,SeviMe“ hlytu að snerta viðkvæman streng í brjósti hvers Azer- baídsjana. Og daginn eftir kcm ég í kvikmyndajverið til reynsiu. Erfitt að þjóna tveimur herrum Ég gat ekki hugsað mér að leggja námið á hiliuna. Mér hafði nú loksins tekizt að fá inngöngu í efnafræðideildina og ég var ákveðin að ijúka námi á tilsetbum tíma. Áminningarn- ar dundu á mér úr báðum átt- um. I kvíkmyndaverinu var mér sagt, að ég yrði að hætta að lesa, annars iegðist ég í rúmið. Kennaramir mínir reyndu að sammfiæra mig um að ég yrði að velja á milli kvikmyndanna og efnafræðinnar. Ég man, að einn þeirra sagði mér, að það væri ekki góð aðferð hjá veáðimönn- um að eltast við tvo héria í einu. Tóku ofan blæjuna hver á fætur annarri „Seville" hafði djúpstæð áhrif á hugsanagang flóllks hér heima. Sérstaklega var það kvenfólkið, sem skildi flljótt boðsikap mynd- arinnar. >að var algeng sjón að sjá konur takia ofan blæjur sín- ar og skiija þær eftir í anddyri kvikmyndahúsanna. En ef til vill • breytti hún þó engum meira en mér. Ég 2ék í annarri kvikmynd skömmu seinna. Þessi mynd hét ,,Demanturinn“ og eftir fyrstu sýninguna var mér spáð frama á listabrautinni. En ég fann, að nú varð ég að fara að taka á- kvörðun. Allir í kringum mdg fundu, að ég átti 1 stríði við sjálfa mig og létu mig í friði. Fjödskylda mín skildi, að ég vildi taka þessa ákvörðun sjálf og þau voru öll mjög góð við mig, án þess að leggja nedtt til málanna. Bn sennilega hef ég alltaf gert mér grein fyrir því sjálf, að mér væri ómögulegt að leggja vísindin á hllduna. Baráttan við ólæsið Ég sneri mér nú aftur að náminu og fór að vinna til þess aö hafa ofan a£ fyrir fjödskyld- unni. Yngsti bróðdr minn var 16 árum yngri en ég og hann átti líka að £á að ganga mennta- veginn Á hverjum morgni för ég að heiman klukkan rúmlega sjö og strætisvagninn mjakað- ist með mág í geginum gamla bæinn. Efnafræðisitafnunin var í hinum enda bæjarins. Bftir skófiatíma tók við önnur öku- ferð gegnum bæinn þveran 1 skólann sem ég kenndi við. I>að var skiólli fyrir fuliorðna, en þá var baráttan við óiæsið í al- gleymingi. Velflestir nemendur mínir voru miHu efdri en ég, en ég held ekki að það hafi truflað okkur neitt. Ég varð að leggja hart að mér, sérstalega eftir að ég gifti mig oig eignað- ist son. En ég tók það aldrei neitt nærri mér. Nú eru það ryðvarnirnar Við göngum með Izzet-hanúm um stofnunina, sem hún lengi hefur veitt forstöðu. Þetta er nýtt húsnæði og auðséð, að starfsliðið er í óða önn að koma sér fyrir. Það er enn sterk málningarllykt á göngunum. ízzet-hanúm býður mér inn í rannsókn^rstafuna til sín og ég sé, að á borðinu hjá henni eru himinháir hlaöar af paippírum. Hún sér, að mér verður starsýnt á þó og segir hJæjandi: „Ég er vön að taka þeitta með mér heim og h'ta í það meðan ég sit hjá bamalbörnunum“. Við sipjöUium sivo dáglóða stund um starfið, seih nú á'húg hennar allain. Ég hefi fengizt mfkið við endiurbætur á olíu, sem notuð er í mikllu frosti. Þessar odíurannsóknir okkar hafa borið mikdnn árangur. En upp á síðkastið he£ ég snúið mér að öðrum verkéfn- uom. Versti óvinur iðnaðarins er ryðið. Kyðvamarefni eru nú aðailega í mínum verkaihring. Ég er viss um að enginn getur ímyndað sér hverju við tökum upp á við þessar tilnaunir. Og það er ekki adlt jafn heilsusam- legt. Við reynum að skapa Kk- ar aðsitæður og þiær, sem mest áhrif hafia á málminn. Vatn, sýrur; sölt og loft . . adlt er þetta notað óspart. Þetta mjak- ast allt fram á við, ogl það skipt- ir mestu mádi. Vanda Bélétskaja. NÝJA SfMANÚMERIÐ OKKAR ER i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.