Þjóðviljinn - 24.02.1971, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.02.1971, Blaðsíða 10
10 SlÐA — ÞUÓöviteJŒNíN — BlliðivSkmSaigtsr-2Í. íeŒjwSanrJSŒli, Frederik Hetmann ÓÐUR TIL ARA 11 — Ég vissi satt að segja ekki, hvort ég ætti að leyfa honum að gera þetta, saigði Wacki. —En mér fannst þó rétt að leyfa hon- um að reyna. I>að væri rangt að bæla niður svo sterkan vi'lja. Ég hef gert það sem ég hef getað til að hjálpa honum. — Ég er þér sammála. Hann bjargar sér áreiðanlega. En við getum ekki gert miikið til að hjálpa honum. FIMMTI KAFÉI Hann geikk fyrst áleiðis til Luzem og síðan að þýzk-sviss- nesku landamærunum við Bas- el. Hann hefði nægan tíma til að hugsa. Áður en hann lagði af stað úr skólanum hafði hann einkum verið að velta fyrir sér hvort hann væri að gera það rétta, en hafði hugsað minna um sjálfa framkvæmd áætlunar- innar. Eitt var víst: hann varð að komast yfir landamærin. Hann hafði ekkert raunverulegt vegabréf og þótt hann hefði haft það, hefði það ekki komið að gagni, því að landamærin voru lokuð venjulegu ferðafólki. H#nn yrði að finna einhverj a ólöglega leið. Basel ætti að vera rétti staðurinn til þess. Ef hann kæmist inn í Þýzka- land, ætlaði hann að byrja leit- ina þar sem hann hafði glatað slóðinni. Hann ætlaði að reyna að komast til Múnahen og finna húsið, þar sem hann hafði skil- ið við móður sína. Éf það kæmi ekkd að gagni, þá yrði hann að fara í íbúðina þar sem þau höfðu síðast búið í Berlín. Fað- ir Jóhannes og herra Mugglin höfðu minnzt á að stofnuð hefði verið uppiýsingaskrifstofa í Ber- lín, þar sem hægt væri að fá að vita hvar fangar úr fanga- búðunum væru niðurkomnir. Þar gæti hann líka spurzt fyrir, þótt hann hefði djúpstætt van- traust á yfirvöldunum. Bf allt þetta mistækist hafði hann eng- ar áætlanir gert, en hann von- aði að hann fengi einhverjar hugmyndir meðan á leitinni stæði. Enda þótt hann væri vanur líkamlegri áreynslu eftir fjall- HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu. og snyrtístofa Steinu og Dódó Laugav 18 m hæð (lyfta) Sími 24-6-16 Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMl 33-9-68 göngurnar, þreyttist hann í fyrstu á því að ganga svona langt. Honum datt ekki í hug að reyna að fá far með bíium; honum fannst hann ekki hafa rétt til að kvabba á fólki sem hann þekkti ekki. Stöku sinnum hitti hann bændur á leið út á akrana í uxavögnum og þeir sögðu honum að setjast upp í. Ef hann var mjög þreyttur, þáði hann það. Hann var viku að komast til Basel. Hann kom um miðja nótt og rátfaði um götumar þangað til í dögun. í aftureldingunni sýndist borgin miðaldaleg og draugaleg. Hann stóð á mið- brúnni yfir Bhen. Þokubelti lágu yfir fljótinu. 1 fyrsta sinn síð- an hann lagði af stað, fannst honum hann einmana og hrædd- ur og máttvana og fann sárt til þess að hafa engan að tala við. Hann vafði sig inn í regnkáp- una og klifraði upp á stein- vegginn, setti bakpokann undir höfuðið og sofnaði samstundis. Hann vaknaði í kjaMaranum á lögreglustöð innan um hóp af skuggalegum náungum með timburmenn. — Hvaða furðugripur ert þú? urraði rauðskeggjaður maður. Maðurinn hét André og sagðist vera listamaður. Hann hafði sof- ið úr sér vímuna skammt frá staðnum þar sem Ari hafði lagt sig og hafði séð aðfarimar þeg-r ar lögreglan bar Ara burt. — Þeir reyndu að vekja þig, en þú svafst eins og steinn. Þeir voru búnir að hanka mig og ég var víst ekki sérlega með- færilegur við þá. Það var ein- hver sem kom með pemodflösku handa okkur í gær, skilurðu. Þeir tóku í handleggina á þér og fæturna og báru þig inn í bíl- inn. Ég mótmælti auðvitað; spurði hvað þeir hefðu við það að athuga að piltur svæfi í sól- skininu og angraði efcki nokk- um mann, en þeir hlustuðu auð- vitað ekki á mig og þú varst ekki beinlínis hressilégur. Þeir héldu víst að þeir hefðu fundið lík og ætluðu að veita þér sóma- samlega útför. Ég sagði að þú værir frískur eins og fiskur, bara dálítið þreyttur, en' hver trúir svo sem listamanni? Ari fann til ótta. Hann hugs- aði um hvað kæmi fyrir ef lög- reglan spyrði hann um skilríki. Þá myndi ferðalag hans taka skótan endi. Að vísu fannst hon- um margt af því, sem maður- inn sagðd býsna dularfullt og ekki sérlega trúlegt, en honum þótti maðurinn að minnsta kosti líta vingjamlega út. I — Getið þið ekki sagt að ég sé með ykkur? spurði hann. — Alf hverju segirðu það? — Verðum við ekki yfirheyrð- ir. — Nei, mikil ósköp. Hér ger- ist alltaf hið sama. Um tólf- leytið verður okibur hleypt út um babdyrnar. Þeir gera aldrei neitt veður út af okkur. Þeim finnst bara hneykslanlegt ef heiðarlegir borgarar rekast á þreyttar fýHibyttur í skemmti- görðum. Það eina sem mér gremst er að þeir hafa svipt mig frelsi í tvær stundir á þeim tíma dags þegar ég er einlægt bezt upplagður. Ef ég vakna af vímu um tíuleytið, þó fæ ég jhl'xx'rsbði: mmar Dezsa uu@usyvxE-* ir. — Eki etf lögpetglan spyr mág nú samt, getið þáð þá ekki sagt að óg sé í bedmsófcn hjó ykk- ur? — Ef það gaignar þér eitt- hvað. Ertu hræddur við eitt- hvað? — Ég er á ferðalagi og vil ekki láta tefja mig. — Hvert ætlarðu? — Til Þýzkalands. Maðurinn blistraðd. — Þá áittu noklkuð framund- an. Tii Þýzkalands af öllum stöðum! Þar eru trúlega æði margir sem myndu fagna því að vera staddir hér. — Það getur verið. En ég varð að minnsta kosti að fara þang- að. Þetta fór eins og Ara hafði grunað. Þegar mönnunum var sleppt út klutokan tólf, otaði lögreglulfulltrúinn fingri að hon- um: — Bíddu andartak, sagði fuM- trúinn. — Hvemig komst þú í slagtau með þessum náumgum? — Pilturinn er skólstæðingur minn, sagði mádarinn sem beið við dyrnar. Ari sýndi bráða- birgðavegabrðf sitt, þar sem í stóð að hann væri nemandi í Alþjóðlega skólanum í nánd við Bem. — Ég er í nofckurrá daga heimsókn hjá þessum herra, sagði hann. — Svo ungur og svo spilltur, tautaði lögreglumaðurinn. — Grútzner, ef þér takið oftar með yður böm í þessa drykkjutúra, þá skal ég finna yður í fjöru. — Ég var efcki drukkinn, sagði Ari. \ — Það er rétt, sagði annar lögregluiþjónn. — Það var efck- ert sem benti til þess að hann hefði drukkið. Hann virtist bara alveg örmagna þegar við fund- um hann. — Hypjið ykikuir þá burt, sagði fulíltrúinn. — Og munið það framvegis að skemmtigarð- amir í Basel em enginn svefn- staður. — Ég síkal muna það, sagði Ari og þar með var al'lt klapp- að og klórt. Málarirm bauð Ara- heim á vinnustofu sína svo að hann gæti jafnað sig. Vinnustofan var ó fjórðu hseð í gamalli korn- verksmiðju í hveiifi 'sem hafði lélegt orð á sér. Hún var stórt þakherbergi með stórum kvist- gluggum. Á veggjunum héngu æðislegar grímur. Það var eink- um með gerð þeirra sem A'ndré Grútzner hafði ofanaif fyrir sér. Hann gerði etoki aðeins grímur fyrir veizlur í borginni, heldur einnig handa útlendingum sem keyptu djöflagrímur og norna- grímur sem minjagripi. Hann útbjó í skyndi máltíð handa sér og Ara. Máltíðin samiamstóð af sandSoum, saStaðrf gtirfcu, brauðd ag lauövíni Með- an iþeir snæddu spurði hann Ana «m raðgerðir hans. Ari svaraðd Oum spurningum hans án þess að mdssa móðdnn. — Þú þarfit að hafa heppnina með þér, sagði málarinn, — ef þú æitlar að komast yör landa- mærin í alvöru. — Ég er hræddur úm það, sagði Ari. — Þessi landamæri eru hnein- asta brjólæði, sagði mólarinn og drakík stóran teyg úr rauð- vínsflöskunni. — Eiginlega setti maður að hunza þau eins oft og maður getur, jaifnvél þótt það sé eikiki hættulaust. Ari gerði sér vonir um að fá að vita hvort til væri hugs- anlegur staður til að komast yfir, þótt hann væri efcki hættu- laus, svaraði þvá til að hann væri óhrseddur við að synda eða k'lífa fjöll, ef hann aðeins kæm- ist yfir landamærin. — Leyfðu mér að hugsa mól- ið, saigði André. — Ég veit kannski um mögiu- leika. En þé verðuxðu að vera við því búinn að gera mér smá- greiða í staðinn, ef til vill ekfci alveg hættulausan. Ari éndurtók að hann væri þess albúinn að leggja í ein- hverja hættu. — Við leggjum ef til yilll ekki sama skilning í orðið hættu- legt, sagði málarinn. Ari mátti nú efcki hailda að hann væri slæmur maður. Á þessum tím- um var ekki hægt að vera of smósmugulegur. Gait hann ekki sagt honum hvað hann átti við, svaraði Ari sem var farinn að gerast óþol- inmóður. Honum leiddust þessar málalengingar málarans. — Jæja þá, sagði hann. Hafði Ari nofckuð á móti því að ha,fa með sér tuttugu úr ylfiir til Þýzkalands, ef hann kæmist fyrir bragðið yfir landamærin. Handan við landamærin þyrfti hann ekki að gera annað en skila úrunum til manns, sem myndi bíða eftir honum á veit- ingahúsi. Ef allt færi að skil- um, gæti hann átt von á smó- þófcnun. Ari velti fyrir sér hvað yrði síðan um úrin í Þýzkalandi. Þau yrðu seld fyrir hæsta verð til hernámsliða á banda- ríska hemámssvæðinu, sagði málarinn. Hagnaðurinn var all- veruiegur. Allir fengu eitthvað. Ef ekki .væri fyrir þetta bann- sett stríð og öll þessi andstyggi- legu landamæri, hefði verið ó- þarfi að fara allar þessar erf- iðu krókaleiðir. Eins og sakir stóðu lenti þriðjungur úranna í höndum yfirvaldanna, hann vildi ekki draga dul á það. En slíka áhættu varð að taka í málum sem þessum. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. MOTORSTILLINGAR HJÚLASTILLINGAR L J Ú S A STIL LIN G #« Láliö stilla i tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0 GLERTÆKNI H.F. /ngólfsstræti 4 Framleiðum tvöfalt einangrunargler og sjáum um ísetningu á öllu gleri. Höfum einnig allar þykktir af gleri. — LEITIÐ TILBOÐA. Símar: 26395 og 38569 h. HAZE AIROSOL hreinsar andrúmslofHð si svipstnndn FÉLAG \Mim HLJÖMLISTARMAIA útvegar ybur hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hieiskonar tækifœri Vinsamlcgast hringið i 20255 milli kl. 14-17 Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi BRETTI — HTJRÐIR — VÉLALOB og GEYMSLULOK á Volkswagen I allflestum litum. — Skiptum á einum degi með dagsfyrixvaira fyrir ákveðið verð — REYNIÐ VIÐSKIPTIN. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25 — Simi 19099 og 20988. íslenzk frímerki til sölu Upplýsingar í síma 19394 á kvöldin kl. 6-10, laug- ardaga kl. 2-10 og sunnudaga kl. 2-10. LÆKKIÐ ÚTSVÖRIN! -i . I PLAST5EKKIR ( grindum ryðja sorptunnum og poppírspokum hvarvetna úr vegi, vegna þess ctð PLASTSEKKIR ua , gera sama gagn og eru ÓDÝRARI. Sorphreinsun kostar sveitarfélög og útsvarsgreiðendur stórfé. r. / Hvers vegna ekki að iækka þó upphæð? PLASTPRENTh.f. GRENSÁSVEGI 7 Útsala! - Útsala! Gerið kjarakaup á útsölunni hjá okkur! ÓF VfeU* Laugavegi 71. Sími 20141. Tökum að okkur breytingar, viðgerðir og húsbyggingar. Vönduð vinna Upplýsingar i síma 1-3692.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.