Þjóðviljinn - 27.03.1971, Qupperneq 3
mae* WW— SððXWœaRm — SÍBA 3
j
! SJONVARPSRYNI:
jHNEIT ÞAR
BkJci verður því neitað. að
í heild var miargt vel una þátt
I>orleifs Eirtarssona, Forn-
minjar í Reykjavík. Jarð-
fræði ísLandis og sú menn-
ingarsaga sem henni fylgir,
er vissu'lega heiBandi íræði-
grein. Samt voru hér á agnú-
ar, sem sj álfsagt er að tánu
til, ef einbverjum þykir mark
að. í fyrsta lagi er Þorleifur
ærið óáheyrilegur og minnir
á eina herjians vanræksiu í
íslen zkuikennslu á öllum
skólastigum, semsé æfingar-
leysi í framsögn. Þótt fyrst
af öllu beri að varast, að
þeir sem fram koma í sjón-
varpi, steypist a'Bir í sarna
mót, þá verða þó orð þeirra
og meiningar að ná eyrum
manna vafningalítið. í öðru
lagi kom efagirni vísinda-
mannsins lítt í ljós, þegar
sagt var frá og lesið úr ein-
hverri Landnámugerð, en þar
|| getur einmitt reynzt öBu erf-
iðara að greina milli laga en
í jarðveginum. Hvað sem Þör-
leifur meinar sjálfur, þá
komu orð Landnámugerðar-
. - inhar úr munni hans svo sem
I óbrigðuB sannleiknr. ABt
0 varð skilmerkilegra, þegar
■ kom að Reykjavíkurkortun-
um fró 18. öjd, en þó voru
þau ekki útskýrð nógu vel
og lengi. Við verðum að gera
k ráð fyrir, að um 90% áhorf-
I enda séu allsendis ófróðir um
0 þessi efni og það er nauð-
synlegra að sinna þeim meira
en bisa við að koma sem
flestum atriðum að. Sama
mátti segja um fleiri myndir.
Axarförin í viðarbútnum
voru t.d. lítt greinanleg frá
öðrum skorum af náttúrunn-
ar völdum. Svona vankanta
fauðvitað laga með
J endurtekningu upptöku, en
þessi eini upptökusalur er
. svo. Jsettur að slíkt er sjald-
an geríegt, og starfsmenn
sjónvarpsins af þeim sökum
undir tímapressu, sem festir
þá upp á þráð, og aHt þetta
óþol verkar óþægilega á flytj-
andann sjálfan. Ástæða hefði
líka verið til að útskýra ögn
stöku orð. Hversu margir
vita, hvað er hylkisbor? Og
!
I
I
hvað merkir orðið lýsiskoia
í eyrutn ungs fólks? — En
að þessum þætti loknum
vaiknaði sú spurning: hvað
kæmi í ljós, ef samiskontar
könnun yrði gerð á öHum
gömlum bæjiarstæðum í
Reykjiavík.
tívað er í blýhólknum? —
Þetta leikrit Svövu Jakobs-
dóttur er með eindasmum
sterkt, svo sterkt, að sá að-
ili má. hafa ærið þykkan
skráp, sem ekki bregzt öðru
hverju við með því að hugsa:
þetta er nú of mikið sagt,
eða: þetta er ekki sanngjarnt.
En slík viðbrögð' eru einmitt
vottur um innvortis bletti á
samvizkunni, sem enginn veit
venjulega af- Svava hefur lag
á því að hitta sínum hár-
beittu örvum beint í mark,
svo að flestir geta tekið und-
ir með Vésteini Vésteinssyni:
Hneit þar. Vandamál konunn-
ar voru glennt framan í okk-
ur skýrum og einföidum
dráttum og svoköBuð pers-
ónusköpun blessunarlega lát-
in sitja á hakanum enda
vandséð þörf á að bæta nýj-
um persónum inní tilveruna.
Að vísu varð ekki alveg siglt
framhjá þessu óviðfeldna
glamri sjálfsvorkunnseminn-
ar, eins og að hún hefði
„þrælað“ fyrir hinu og þessu,
þar sem veikari orð hefðu
orðið sterkari. En annars kom
móðirin venjulega til bjarg-
ar og svaraði fýrir áhorfand-
ann, svo að hann gekik ekki
út sármóðgaður. Mjög gott
er, að skuldinni er efcki skellt
á neinn einstakling eða hóp,
heldur kerfið í heild. Þess-
vegna sættir maður sig við,
að ekki var vegið sérstak-
lega að höfuðóvini kvenfólks
í þessum málum, kellingun-
um par exceilence. Eimhver
þessara keBinga kann a’ð
segja, að efni leikritsins sé
útþvælt. Þá hefur það tví-
mæla'laust verið betur fram
sett en venja er. Einhverjir
hafa við orð, að þetta sé of
langt fyrir sjónvarp, en ég
hef aldrei skilið það sjónar-
mið að eitthvað sé of langt,
ef það heldur athyglinni vak-
andi. Qg sjiáifsagt hefði ver-
ið hiægBa ort en gjiwt aS
stytta án þess að miasa mifc-
ilvægan hlekk. •— Leikstjóri
Maria Kristjánsdóttir og leik-
endur eiga ÖB þakkir skild-
ar. Sjónvarpsgerðin varð
skemmtilegia frábruigðin svið- .
setningunni, þrátt fyrir jafna 1
lengd, og tókst að nýta sjón- •
varpstæknina í þónokkrum
mæU.
Bríet stóðst meginraiunina
með prýði, þótt nærmyndir
svipbrigðanna væru henni
fullnærgönguilar.
Á mánudagskvöldið átti að
freista þess, seœ er víst með
því bráðnauósynlegasta, en
jafnframt alerfiðasta í sam-
félaginu: að koma ljó’ðum
Hrafns nokkurs Gunnlaugs-
sonar út til fól'ksins. Og gætu
þá jafnvel önnur nútímaljóð
komið í kjölfarið. Myndefnið
var bráðskemmtilegt og má
klappa fyrir þeim samsetn-
ingi, en efcki var með öMju
ljóst, hvort bann var að öllu
verk Si.gmundar Arthú.rsson-
ar. Tónlist Atla Heimis var
notalegt og snyrtilegt hand-
verk. Hann kann sitt fag.
Flytjendur voru misjafnir,
frá snilldarmönnum eins og
Sigurði Rúnari niður í lélega
og flóttalega söngvara eins og
þennan Pétur Kristjánsson.
En verst var, að hryggsúlan,
sem aUt átti að bera uppi,
Ástarljóð til litlu reiðu sólar-
innar minnar, var svo himpi-
gimpislegt frauð að ekkert
hald var í. Sem betur fór
týndist þetta innanum ágæt-
ar myndir og músík, svo að
ekkert orð af því er minnis-
stætt, nema eitthvað í sam-
bandi við gapandi andlit. Það
er þessi skortur á einlægni,
sem er hvimleiðastur við
ljóðasmiði eins og Hrafn. Það
verður ekki séð, að þeim
liggi neitt á hjarta utan að
koma einhverju frá sér út
til veslings fólksins; hvað þá
þeir hafi nokkru sinni ort tB
að bjiarga lífi sínu. Þetta er
í mesta lagi líkt og snotur
kvæði eftir mann, sem við
gætum kaUað Matthías J.
Hjálmarsson — En svipuð
aðferð við Ijó'ðaflutning hlýt-
ur að ver.a athugunar verð,
sé einhver bjór í þeim. Mér
kernur Steflán Hörður Gríms-
son í bug. Og þá má þafcka
Hrafni fyrir alit, ef hann
ryður til ágætisverka með
þessu frumhlaupi sinu.
Á. Bj.
I
Samsíeypustjórn
gegn „pélitísku
ofstæki“ í Tyrkl.
ANKARA 26/3 — Hinn nýi for-
sætisráðherra Tyrklands, Nihat
Erim, útnefndi í dag samsteypu-
stjórn með 24 ráðherrunj í stað
stjórnar Suleymans Demirels,
sem neydd var til að láta af völd-
um.
Gevdet Sunay forseti bað Erim,
sem er '51 'árs gamailll pirófessor,
að reyna • við stjómarmyndun
oftir að herinn hafði neytt Dem-
irel til að segja af sér. Er stjórn
Erims samsett emibættisimönnum
og stjómmálamönnum þriggja
•flokka og vill komia til móts við
kröfur hersins um styrika stjóm,
sem geti „tryggt þróun landsins
og haft hem.il á péQitískum of-
stækismönnum". Kona tekur í
fyrste sinn í sögu Tyrklands
sæti ríkisstjóm, sem heiibrigð-
ismálaráðherra.
Utanrikisráðherra er Osmar
Olcay. sem fram að þessu hetfur
gegnt stöðu varatforseta aðal-
stöðva NATO í Belgíu. Níu ráð-
herranna eru sérfræðingar á
ýmsum sviðum og ekki þing-
menn, en a£ 11 þingmönnum í
stjórn eru 5 úr Réttlætisflokki
Demirils, 3 úr Lýðveldisalþýðu-
flokknum, einn úr þjóðemis-
fiokknum og tveir óháðir. Fjórir
ráðherrar eru fynrverandi her-
foringjar og er sagt að einn
þeirra, Sadic Kocas, varaiforsæt-
isráðherra án ráðuneytis sé róð-
andi í stjóminni og eigi að verða
mBliliður hennar, þingsdns og
hersins naastu vikumar.
Hvað gera stúdentar?
Þegar Erim lagði fram ráð-
herralistann tBkynn'tu vinstri-
sinnaðir stúdentar að þeir mundu
efna ’ tiil f jöldafundar til áð láta
nýju stjórnina heyra álit fjöld-
ffns. Frá hatfnairborginni Izmir
bárust þær fréttir, að stúdentar
hefðu safnazt til mótmælaflundar
vegna „vinát.tuheimsóknar“ skipa
úr 6. (fllota Bandaríkjanna. 1 gær
kom til átaka mdllllii stúdenta og
lcgreglu: við tvo háskóla í Istan-
bul með beim atfleiðingum að
einn maður lézt og 3 særðust
Hörð átök jórdanskra her-
sveita og skæruliða í gær
Verða að flytja
inn
AMMAN 26/3 — Til átaka kom
í dag milli jórdanskra her-
sveita og Palestínuskæruliða fyr-
ir norðan Amman og varð bar-
daginn að sögn sá harðasti sem
orðið hefur í Jórdaníu í sex
vikur. Segir Jórdaníustjórn í
fréttatilkynningu um atburð-
ina, að skæruliðar hafi kveikt
i sjúkrahúsi og simstöð og ráð-
izt á margar lögreglustöðvar.
Til átakanna, sem stóðu í a.
m.k. fimm tíma, kom eftir að
öryggissveitir höfðu fundið vopn
©g s'kotfæri í kirkjugarði. að
því er fulltrúi innanríkisráðu-
neytisins sagði. E.kki kyaðst
ihiann vita hve mörg m.annslíf
bardaginn hefði kokað, en hann
væri sá barðasti sem orðið hefði
6Íðan um miðjan febrúar þegar
öryggissveitir og skæruliðar
börðust í Amman sjálfri í marga
daga
Það var i miðr iborginni Ir-
bid, um 75 km norðan Amman,
' sem barizt var i dag og sagði
Báðuneytisfylltrúinn að öryggis-
sveitimar hetfðu umkringt svæð-
íð kl. 6 i morgun, en þá bafi
frétzt um vopnabirgðir skæru-
liðaxuia i kirkjugarði í nánd1 bornar fram.
við flóttamannabúðir í Irbid,
þar sem búa um 13 þúsund
Palestínar.
Tveim tímum eftir að jórd-
önskiu sveitirnar höfðu laigt bald
á vopnin róðust sikæruliðasveit-
ir á lögreglustö'ðvamar í Irbid
og brenndu Prinsessu Basman-
spítalann. Skipzt var á skotum
víða annarsstaðar í borginni,
m.a. í hverfum. þar sem skæru-
liðar áttu að hafa afvopnazt
samkvæmt samningi þeirr,a við
jórdönsku ríkisstjómina snemma
á þessu ári. Að nokkrum tímum
liðnum lögðu skæruliðar á flótta
og sfcildu byssur sínar etftir, en
kl 13 heyrðist enn vélbyssuskot-
hríð í borginni. Sendinefnd meö
fulltrúum bæði skæruliða og
Jórdaniuhers lagði síðdegis af
stað frá Amman til Irbid til að
kynna sér málavöxtu.
Síðan um miðjan febrúar
hefur annars verið tiltölulega
rólegt í Jórdaníu. í siðustu viku
sakaði þó fulltrúi sfcæmliða her-
inn um að hafa skotið að skrif-
stotfu palestínsku frelsishreyf-
ingarinnar í Amman og tvisvar
áður hiafa likar ásakanir verið
BERGEN 26/3 —— Norðmenn hafa
í vetur orðið að tflytja inn brisi-
ing og síld sem bráefni fyrir nið-
ursuðuverksmiðjur sínar til að
koma í veg fyrir vinnslustöðvun.
Hafa á þessu ári fram að mdðj-
um tnarz verið tflutt inn 490 þús.
skippund smásildar og brislings,
aðaililega- frá Skotlandi og Eystra-
saltslöndunuim. Hefur aflazt mjög
illa við Notreg bæði si. haust og
í vetur.
Siðar í dag tilkynnti stjóm-
in, að lögregluþjónn hefði ver-
ið drepinn við sjúkrahúsið.
Frelsissamtök Palestína sökuðu
jórdönsk yfirvöl'd um að hatfa
látið umikrin.gja flóttamannaibúð-
irnar í Irbid og skjóta að þeim
úr öllum áttum. Sagði talsmað-
ur þeirra. að skothríðin heíði
enn staði'ð síðla dags í dag. Að-
alstöðvar skæruliða í borginni
voru gjöreyðilagðar og skotið
var á skrifstofu miðstjórnar
samtakanna. Samkvæmt óstað-
festum fregnum létust þrir og 15
særðust. Palestínskur rauða-
kross bill var eyðilagður við
flutning.a á særðum frá flótta-
mannabú'ðunum og skotið á ann-
an.
Miðstjórn samtakanna sneri
sér strax og skothríðin byrjaði
til ríkisstjórnarinnar og bað um
að henni yrði hætt. sagði full-
trúi frelsissamtafcanna. Var því
lofað hvað eftir annað, en lof-
orðið ekki haldið. Reiknaðist
honum til að um 500 jórdansk-
ir hermenn hefðu tekið þátt í
árásinni og verið vppnaðir 12
vélbysisum og 10 litlum faU-
byssum.
Verðstöðvun
áfram í Svíþjéð
STOKKHÓLMI 26/8 — Sænsfca
rílkásstjiórnin áfcvað í dag að
framlengja verðstöðvunina til 1.
október, að því er viðskiptamóla-
ráðherrann, Kjell-Olof Feldt,
skýrði fró á þingi í dag. Engar
aðrar breytinigair veirða gerðar á
reglum verðstöðvunarlaganna.
a iLr-a-aite:
H.Q ANDERSEN
í Norræna húsinu sunnudaginn
28. marz 1971 kl. 16.
PIA RENNER ANDRESEN
les: Prinsessen pá aarten
Hyrdinden og Skorstensfejeren
Den standhaftige Tinsoldat
HANNE JUUL
syngur H. C. Andersen-söngva.
Konunglega danska bókasafnið:
H. C. ANDERSEN-SÝNING.
Aðgangur ökeypis. — Allir hjartarilega vel-
komnir 'meðan húsrúm leyfir.
NORR€NA HÖSIÐ
POHJOLAN TAIO
NORDENS HUS
N.LF.-búðin auglýsir
Höfum opnað nýja verzlun að Sólhehnum
35. — Sömu góðu vörumar. — Stærri búð,
betri þjónusta. — Næg bílastæðL
N.L.F.-búðin
Sólheimum 35, sími 34310.
AUGL ÝSING
Ný Vöruheitastafrófsskrá við tollskrá er
komin út og verður seld hjá ríkisféhirði í
Amarhvoli. — Verð kr. 500.
Fjármálaráðuneytið, 26. marz 1971.
REVUE
URIN
svissnesku eru nýtízkuleg að gerð, en þau eru
fyrst og fremst traust og nákvæm, enda hefur
verksmiðjan 118 ára reynslu í framleiðslu
þeirra.
Munið að vélaöld krefst ósvikulla tíimamæla.
REVUE-úr fást hjá
Sigurði Tómassyni, úrsmið,
á Skólavörðustíg 21.