Þjóðviljinn - 03.06.1971, Side 4

Þjóðviljinn - 03.06.1971, Side 4
4 SfÐA — ÞiJÓÐVTLJTNN — Fimimtiudiagur 3. Júní 1971, — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgafandl: Utgáfufélag Þjóðvlljans. Framkv.8tjóri: ElSur Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Slgurður GuSmundsson. BItst|.fulltrúl: Svavar Gestsson. Fréttastjórt: Slgurður V Frlðþlófsson. Augiýslngastjórl: Helmlr Inglmarssoa Rltstjóm, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: SkólavörðusL 19. Siml 17500 (5 linur). — Askrlftarverð kr. 195.00 á mánuðL — Lausasöluverð kr. 12.00. Reikmngsskil við Framsókn Jginn af stofnendum Framsóknarflökksins, Ketill Indriðason bóndi á Fjalli, birti í gær grein í Þjóðviljanum, þar sem hann gerir upp reikning- ana við núverandi forustu Framsóknarflokksins fyrir svik við upphaflegar hugsjónir flokksins og óheilindi í flestum málum. „Hvers höfuim við að vænta af slíkum mönnum,“ spyr hann, „ef við látum eins og ekkert sé, kjósum þá hópum saman, staðfestum að okkur sé allt bjóðandi?” Það hefur ekki verið Katli sársaukalausf að skrifa þessa grein, eftir að hann hefur í meira en hálfa öld starfað í þágu Framsóknarflokksins og Tímans, en þeim mun cmeiri er karlmennska hans og heilindi. Fróðlegt er að bera dæmi hans saman við atferli sumra ungra Framsóknarmanna. Þannig hefur Baldur Óskarsson, sem hefur mjög hátt í orði um róttækar þjóðfélagsskoðanir sínar, sætt sig við það ömurlega hlu'tskipti að reyna að safna vlnstri a'tkvæðum í þágu þéirra fjárplógsroanna sem öllu ráða 1 Framsóknarflokknum og stefna að hægri saimvinnu eftir kosningar. Hugsjónirnar eru hon- um greinlega ekki jafn mikið alvörumál og Katli I^íjjÖðasyni á Fjalli...^ : >.. Að segja ósat i E’kki lét Ingólfur Jónsson sér bregða við að fara með blygðunarlaus ósannindi í sjónvarpsum- ræðunum í fýrradag. Hann sagði án þess að depla auga að stjómarandstaðan hefði verið andvíg Búr- fellsvirkjun og kísilgúrverksmiðju, enda þótt stað- reyndin sé sú að hvort tveggja var einróma sam- þykkt á þingi. Alþýðubandalagið var hins vegar andvígt því að orkan frá Búrfellsvirkjun væri af- hent erlendum auðhring ásamt meðgjöf frá ís- lenzku þjóðinni sem nemur yfir 100 miljónum króna á þessu ári. Alþýðubandalagið var einnig andvígt því að framleiðsla kísilgúrverksmiðjunn- ar væri afhent bandaríska auðhringnum Johns Manville, enda safnar hann gróða á sama tíma og verksmiðjan er rekin með tápi. Ágreining- urinn er um það hvort íslendingar eiga sjálfir að nýta auðlindir landsins í sína þágu eða afhenda þær útlendingum og gefa þeim um leið tækifæri til að skattleggja þjóðina. Gamalkunn íþrótt JJalldór Sigurðsson lýsti yfir því 1 sjónvarpinu í fyrrakvöld að Framsóknarflakkurinn hafnaði gengislækkun sem lausn á hrollvekjunni í haust. Þetta hefur Framsóknarflokkurinn gert fyrr. Árið 1950 flutti minnihlutastjóm Sjálfstæðsflokksins frumvarp um gengislækkun. Framsóknarflokkur- inn snerist gegn gengislækkuninni og ríkisstjófn- in féll. Nokkrum vikum síðar var búið að mynda nýja helmingsskiptastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, og fyrsta verk hennar var að fram- kvæma þá sömu gengislækkun sem Alþingi var ný- búið að fella. Á að leika sama leik í haúst? — m. Minningarorð r v> ''i. J ' x •: . Sigríður Sigurðardóttir listmálari I>ann 22. fyrra mánaðar lézt hér í bæ frú Sigríður Sigurðar- dóttir listmálari, eftir langa og einatt stranga sjúkdómslegu, á 67. aldursári. Sigríður var upprunnin nyrðra, en kom ung hingað suður, ilentist hér og giftist, og ól mestallan aldur sinn í Reykjavík. Ættir hennar kann ég lítt að rekja, en ég tel eng- an vafa á því, að hún bafi átt til listrænna að telja, svo ágæt- lega sem hún sýndi það í eig- in verkum og var reyndar list- rænum hæfileikum búin í fleiri en einni grein; hún var — auk þeirrar listar sem hún lagði mesta rækt við —- vel bagmælt, sikrifaði gott mál og góðan stíl — og bera því einkum vitni sendibréf hennar erlendis frá -—, lék nokkuð á píanó, og var mikið gefin fyrir söng og aðra tónligt; má þá vel geta þess, að faðir hennar var á sinni tíð kunnur söngmaður víða um sveitir og beinlínis kenndur við söag. Einhverrar tilsagnar mun Sigríður hafa notið ung í mál- aralistinni, m.a. hjá Guðmundi Thorsteinsson (Mugg), En lít- ill tími gafet henni fram eft- ir ævi til náms eða ástundun- ar, því að störf húsmóður og móður tóku tíma hennar, svo sem lengstum befúr verið hlut- skipti íslenzkra kvenna. Ung giftist hún fyrsta manni sín- um af þrem Tryggva Magn- ússyni, þeim þjóðkunna teikn- ara og málara, sem um ára- tugi var einstæður í íslenzku menningarlífi sökum þess hve verk bans voru grundvölluð á víðtækri þekkingu ísienzks arfs á öllum sviðum, auk hins listræna handbragðs. í>að hefur stundum bvarflað að mér, að hæpið muni hafa verið fyrir. -Sigriði sem lista- konu að standa framan af í skugga svo viðurkennds lista- manns. þar sem hún að auki var hlédræg að eðlisfari, þekkti vel takmörk sín og hafði öðr- um hnöppum að hneppa en helga sig list einvörðungu. Samt mun hún aldrei hafa lagt málverkið algjörlega á hilluna þessi árin, heldur beðið jafn- framt betri tíma. Bömin þeirra tvö, Þórdís teiknari og listmál- ari, og St.urla fiðluleikari, hafa og sýnt svo ekki verður um villzt hver uppruni þeirra er; þau bafa bæði erft frá foreldr- unum þá skörpu sjón og nærnu heym á list, sem er þeirra ættarfylgja og vöggugjöf. Þeir munu sjálfsagt margir, sem aldrei heyrðu Sigríði Sig- urðardóttur nefndia í tölu lista- manna, svo hljótt vaf um hana í fjölmiðlum, og einkasýningu hélt bún aldrei; mun þó hafa tekið þátt í örfáum samsýn- ingum. Úthlutunamefndir lista- mannafjár heyrðu hennar að sjálfsögðu aldrei getið. En eft- ir a® bömin komust á legg, og á meðan heilsa entist, helgaði Sigriður sig æ meira list sinni, og þegar á allt er litið liggur meira eftir hana en ætla mætti miðað við aðstæður allar bæði fyrr og síðar. í opinberri eigu ber fyrst að nefna þrjár mynd- ir bennar: málverkið „Vinjar á Kaldadal“, í eigu Listasafns ríkisins, andlitsmynd af pater Jóni Sveinssyni, í Nonna-hús- inu á Akureyri, og svo mál- verk það hið stóra við inn- ganginn að Kristalssal Þjóð- leikhússins af Soffíu Guðlaugs- dóttur leikkonu. En þar með er þó ekki allt upp talið, þvi að um langt árabil vann hún að því að mála portrait-mynd- ir á vegum Þjóðminjasafnsins, að tilstuðlan þáverandi þjóð- minjavarðar Matthíasar Þórð- arsonar. og munu það aðaliega hafa verið biskupamyndir. gierðar eftir eldri teikningu?*. og ljósmyndum; málaði hún þann- ig myndir svo til allra Reykja- víkurbiskupanna, en nokkurra Hólabistoupa að auki. Varð henni þetta ómetanlegur styrk- ur fjárhagslega, er hún að lok- um brauzt í þvi — komin hátt á fimmtugsaldur — að halda utan til náms. Síðasttöldu mál- verkin munu sum í vörzlu biskupsakrifstofu og önnur í Þjóðminjasafni, að þvi ég bezt veit. Nokkru eftir að þau Tryggvi slitu samvistum, að börnum þeirna komnum vel á legg, giít- ist SigriOur öðru sinni, Sigurði Haralz rithöfundi. Þeim varð ekki bama auðið; en á_ þessu tímabili ævinnar mun hún aft- ur hafa farið að hugsa um það í alvöru að leggja list sína fyrir sig að ráði, þar sem dagleg ■ önn varð minni. Sigurður bar fullan skilning ’ á hæfileika hennar og löngun og ferðaðist með hana í bíl sinum á marga þá staði landsing sem tóku hana hugfangna sem lista- mann. Var hún bonum ævin- lega þakklát fyrir aila elsku- semi í sinn garð fyrr og síðar. endaþótt örlögin hög- uðu því svo til, að einnig þau hlutu að skilja, og varð sá skilnaður í fiullri sátt. Bæði var það, að Sigríður hafði full- an hug á að komast til útlanda og læra eitthvað í listgrein sinni, þótt smálega væri búin að veraldlegum auði, og svo hitt jafnframt að um saima leyti missti Sigurður mikið til heilsuna — og vildi sízt verða konu sinni fjötur um fót sem öryrki eða svo gott sem. Urðu þá enn þáttaskil í lífi hennar. Með góðra manna hjálp og ■ af eigin dugnaði og næsta dæmafárri bjartsýni brauzt hún í því að koma sér til Kaupmannahafnar. vorið 1953, innritaðist í Konunglega akademíið og var þar við nám í rösk tvö ár. Jafnframt nám- inu varð hún þó að taka að sér verkefni í heimahúsum. aðahega andlitsmyndir, til að drýgja f j árbaginn. En ekki fer á milli mála, að Hafnardvölin varð henni til mikils góðs. Hún bafði aidrei farið utan áðúr, og útlendir staðir voru henni sem öpinberun. Hún var næm á allt, horfði opnum sjónum á allt, fersk fyrir umheimin- um sem ung væri; og þaS var ánægja að fá á þessum árum tækifæri til að fara með henni í söfn eða á tónieifca, ellegar á þá staði sem að meira eða minna leyti eru eða hafa verið tengdir íslenzkri sögu, jafnt þjóðarinnar eða vissra einstak- linga hennar í þessari fomu höfuðborg okkar. Henni var það allt sem endurfæðing og hún kunni að meta það á sinn persónulegan hátt, því hún var kona vel lesin. Ég efia það ekki, að hún hefði kosið miklu lengri dvöl erlendis, og reyndar. víðar en á Hafnarslóð einvörðungu. En sá sem ollu ræður í heimi hér, peningurinn í buddu þinni, sagði: Það er komið nóg. Hún hlaut að snúa heim aftur — og fann þá kannski sárar fyr- ir því en nokkru sinni áður um ævina, hversu þungt það er að þurfa að sætta sig við að vilja en mega ekki. Þegar heim kom var hún reiðubúin .til starfs eftir þvi sem tækifæri og geta leyfði; en sfcömmu eftir beimkomuna hófst það skeið ævi hennar, sem varð henni hvað dapur- legast og þungbærast, enda- þótt hún yrði þá jafnframt meiri gæíu aðnjótandi en endranær, á vissan hátt. Hún giftist nú í þriðj a sinn, Jó- hanni Sveinssyni magister frá Flögu, eftirlifandi manni sín- um. Hann bjó henni prýðisgott heimili og gerði allt .hvað hann mátti til að veita henni sem bezta vinnuaðstöðu En þá var það 1 annað sem brást. Hún bafði um margra ára skeið ekki gengið með öllu heil til skógar, endaþótt hún harkaði af sér. lokaði sig inni við nám og starf og reyndi að gleyma áhyggjum af því sem öðru. En aldur og þreyta 'geta sagt til , sín fyrr en varir, og þegar hér var komið fór sífellt ball- andi undan fæti fyrir Sigríði hvað heilsuna snerti. Einmitt þegar aðstaða hennar og fram- tíð voru sem bezt tryggð, brást þetta sem enginn má án vera: starfeorfcan; og um leið hvarf henni að miklu leyti öll lífs- gleði jöfnum höndum. Þann- ig voru mörg síðustu ár henn- ar lítið annað en vonarsnauð barátta við fLeiri en einn sjúk- dóm, lengri og skemmri dval- ir á sjúkrahúsum og stopul fótavist heimafyrir. Það var dapurlegt að fylgjast með því, hvemig þessi fallega, lífeglaða, félagslynda og starfisama kona, sem fiannst hún eiga svo margt óunnið, hlaut að beygja sig fyrir örlögum sánum og draga sig í hlé bæði frá starfi og fé- lagslegu samneyti. — En þeim mun meiri ástæða er til að minnast þess og þakfca, hvi- líka ábyrgðartilfinningu, elsfcu- semi og fómfýsi Jóhann mað- ur hennar þá auðsýndi henni í ödlum hennar bágindum og raun. Því verður vart með orð- um lýst hversu stórmannlega hann hefur reynzt faenni og stundað hana sjúfca, sjálfur kominn á efri ár, og um langt skeið jöfnum höndum í fiullu starfi utan heimilisins. Það var ómetanleg gœfa Sigríðar að eiga hanri að, og fyrir þetta hlýtur Jóhann nú virðingu og þökk og mun lengi verða í minni geymt allna þeirra sem til þekkjia. Sigríður Sigurðardóttir var kona fögur á yngri árum og reyndar alla tíð þangað til heilsuleysdð markaði bana. Hún var skapfestumanneskja og trygglynd, átti til jöfnum hönd- um mikið af listamannlegu stolti og þafcklátsamri hóg- vær'ð. Hún fann vel hvað að sér sneri og gleymdi aldrei velgjörðum. Hún var mikill dýravinur, gekk jafnvel í Dýrarvemdunarfélagið því til áréttingar, og mátti ekkert aumt sjá. Hún var að mörgu leyti fom í viðhorfum, en mér fannst það fara henni vel. í list sinni var hún að mestu af gömlum skóla og tileinfcaði sér hefðbundin viðhorf' að'^ÉtóStu leyti, og má þó sjá í ýmsum verkum hennar, einkum lands- lagsmálverkunum, tilhneigmgu sem var eins fjarri náttúru- stælingu og nokfcuð gat verið. Ef henni hefði enzt aldur og heilsa, og ef, hún hefði getað notið þess tækifæris að starfa án fjárhagslegrar áhyggju, er ekfci Ótíklegt að verk hennar hefði tekið umtalsverðum breytingum og listrænni þróun í ríkara mæli en varð. En hversu svo sem viðhorf henn- ar kunna lengstum að hafa verið fjarri afstöðu yngri list- kynslóðar, þá er eitt athyglis- vert; Ég minnist þess ekki að hafa heyrt hana nokkru sinni hallmæla þeim sem máluðu samkvæmt nútímalegri form- úlum en hún gerði sjálf vegna þess eins að þeir gerðu svo. Hún bar einlæga og óskoraða virðingu fyrir allri list og öll- urn þeim, yngri sem eldri, sem henni fannst vinna verk sín af innri þörf til að tjá sig í einlægni og með virðingu fyrir listinni. Sjálf var hún vandvirk með aíbrigðum og fannst hún aldrei hafa fulllokið neinu. Má vérá, að sum verka hennar hafirgold- ið þessarar afstöðu, um það skal ég ekki dæma að sinni. Siðasta bisfcupsmynd hennar mun hafa verið af Ásmundi Guðmundssyni, sem hún vann að fársjúk og lauk víst aldrei við. Ég sagði við Sigríði eitthvað á þá leið að spursmál væri, hvort myndin yrfii ekki verri, ef gert væri meira. Hún hafði gaman al athugasemdinni held ég, en svaraði því til, að þann- ig gæti hún ekki látið hana frá sér fara, því að þá stingi hún í stúf við allar hinar biskupamyndimar. Þetta var út af fyrir sig mjög heiðar- legt viðhorf og Sigrlði líkt. Ég er Sigríði Sigurðardóttur innilega þafcklátur fyrir löng og góð kynni. Við fráfall henn- ar sendi ég öllum aðstandend- um innilegustu samúðarkveðj- ur. Elías Mar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.