Þjóðviljinn - 13.06.1971, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.06.1971, Blaðsíða 12
Góður hugur hefur verið meðal Alþýðubandalagsmanna um allt land í kosningabaráttunni. Hafa verið haldnir margir fjölmennir fundir og er myndin hér að ofan af þeim stuðningsmannafundi G-Iistans, sem fjölmennastur hefur verið; kosningafundi í Neskaupstað, en hann sóttu 400 manns. Þá má nefna mjög fjölmenna fundi á Akurcyri —síðast í fyrrakvöid þar sem voru hátt í 300 manns. □ Þjóðviljinn hafði í gær og fyrradag tal af starfsmönnum kosn- ingaskrjfstofa Alþýðu- bandalagsins utan R- víkur. Er góður hugur í mönnum hvarvetna — úrslit að vísu tvísýn, en stuðningsmenn G-list- ans eru alls staðar stað- ráðnir í að ná árangri í þessum kosningum. • Vesturland c.----------------------—. Engilbert Guðmundsson varð fyrir svörum á kosningaskrifstofu Alþýðubandaiagsins í Rein á Akranesi. Engilbert sagði að kosningaskrifstofa hafi verið opin að Rein í þrjár vikur, en auk þess hefði G-listinn umboðsmenn í ölium byggðarlögum og á kjör-’ dag skrifstofu í öllum kauptún- unum. — Við höfum gefið út blaðið Vestlending, sagði Engilbert, þrjú tölublöð, auk þess höfum við dreift bæklingum Alþýðu- bandalagsins um kjördæmið. Hér hafa verið haldnir margir þingmálafundir og hafa gengið mjög vel. Ég held niér sé óhætt að segja að ræðumenn Alþýðu- bandalagsins hafi yfirleitt fengið frábærar undirtektir — og það liefur verið athyglisvert að það hafa verið talsmenn Framsóknar sem hafa kveinkað sér mest. Þau Jónas Árnason, Skúli Alexanders- son og Bjamfríður Leósdóttir hafa talað á flestum fundunum, auk frambjóðenda frá því byggð- arlagi þar sem fundir hafa verið haldnir. Nú, úrslitin.hér em ákaflega tvísýn, en við gerum okkur góð- ar vonir um að Jónas nái kjöri. • Vestfirðir Heimir Ingimarsson varð fyrir svörum á kosningaskrifstofu G- listans á Vestfjörðum, sem stað- sett er á ísafirði. Heimir var ný- kominn af vesturf jörðunum þegár blaðamaður Þjóðviljans ræddi við hann. Sagði Heimir að stuðnings- menn G-listans á Vestfjörðum væm staðráðnir í að standa sig í kosningunum, þótt víða sé veg- ið að Alþýðubandalaginu á Vest- fjörðum. Sagði Heimir að árásir hannibalista á Vestfjörðum á stjórnmálaandstæðinga Hannibáls væru með því lúalegasta sem sézt hefði í kosningabaráttu. Þar væri ekki skirrzt við að beita lágkúru- legustu slúðuraðferðum, rógi og níði um andstæðinga. Kosningaskrifstofa liefur verið opin hér á ísafirði nokkrar vikur, sagði Heimir, en annars staðar höfum við haft umboðsmenn. Við höftun gefið út blaðið Vest- firðing, auk dreifimiða. Hér í kjördæminu hafa verið 14 framboðsfundir og hafa þau Sféirigfímúr, Aage, Guðmundur Friðgeir, Gestur Kristinsson, Guðrún og Ásgeir Svanbergsson talað á fundunum. Auk þessara almennu framboðs- funda höfum við efnt til fundar á ísafirði, sem var fjölsóttur eins og komið hefur fram í Þjóðvilj- anum. Starfið hefur gengið vel þrátt fyrir ýmsa erfiðleika eins og gengur. Við teljum góðar horfur á því að Steingrímur Pálsson geti náð því að verða landkjörinn. • Reykjanes Úlfar Þormóðsson á kosninga- skrifstofu Alþýðubandalagsins á Suðurnesjum varð fyrir svörum um kosningastarf og horfur á Reykjanesinu. — Starfið hefur gengið vel, sagði Úlfar. Við höfum haft kosningaskrifstofur í Kópavogi,^ Hafnarfirði og hér fyrir Suður- - nesin. Hefur verið mikil umferð fólks hér á kosningaskrifstofun- um síðustu dagana. Þá höfum við öpnar skrifstofur í öllum sveitar- félögum á kjördag, en skrifstofan í Keflavík er fyrir öll Suðurnesin sunnan Hafnarfjarðar. Við höfum gefið út 4 tölublöð af málgagni Alþýðubandalagsins í kjördæminu, Keili, auk þess dreifðiun við 2. tbl. Alþýðubanda- lagsblaðsins úr Reykjavík, þá var dreift landhelgisbæklingi Lúðvíks • Jósepssonar, bæklingi til nýrra , kjósenda og bæklingi um Alþýðu- bandalágið. Sú nýbreytni var tekin upp í jx;ssari kosningabaráttu, að haldn- ir voru fimm sameiginlegir þing- málafundir. Voru fimm fundir af ■ j)cssu tagi og gengu allir vel. Fimm efstu menn listans hafa komið fram á þessum fundum fyrir G-Iistann. Horfur eru góðar hér, sagði Úlfar að lokum, — við eigum tæpast að verða undir 3000 at- kvasðum. • Norðvesturland Hinrik Aðalsteinsson varð fyr- ir svörum á kosn ingaskrifstofu Alþýðubandalagsins á Siglufirði. Hann sagði að haldnir hefðu ver- ið sjö þingmálafundir í kjördæm- inu, sá síðasti á Siglufitði á fimmtudagskvöld og sóttu þann fund yfir 200 manns. Efstu menn G-listans, þeir Ragnar Arnalds, Hannes Baldvinsson og Haukur Hafstað töluðu á fundinum auk efstu manna á listum annarra flokka. — Á fundinum hér á Siglu- firði vakti kannski mesta athygli framkoma þeirra Gunnars Gísla- sonar, efsta manns íhaldsins og Björns Pálssonar, annars manns Framóknar og er bezt að fara ekki mörgum orðum um frarnmi- stöðu þeirra — jreirra sjálfra vegna. Það hefur komið fram í þessari kosningabaráttu, að fylgi Alþýðuflokksins er að dala og Pétur Pétursson talinn ólíklegur til þess að komast nálægt því sem Jón Þorsteinsson komst í síðustu' kosningum. Alþýðubandalagið í Norður- landi vestra er með kosninga- skrifstofur í kaupstöðunum, Siglufirði og Sauðárkróki, og hefur auk þess trúnaðarmenn í öllum byggðarlögum. Við höfum gefið út Mjölni og»dreift um allt kjördæmið, og blaðið Skagfirð- ingur hefur komið út einu sinni. Við álítum að ef vel er unnið til loka kjördags eigi að vera unnt að ná góðum árangri hér í kjör- dæminu. Markmið okkar er að tryggja, að Ragnar Arnalds verði kjördæmakjörinn. • Norðausturland Helgi Guðmundsson varð fyrir svörum í Norðurlandi eystra, á kosningaskrifstofunni á Akureyri. — Við höfum haldið opinni kosningaskrifstofu hér nyrðra frá því í aprílbyrjun, þ.e. á Akureyri. Síðustu tvær vikurnar höfum við opnað kosningaskrifstofur á Húsavík, Raufarhöfn og síðar á Ólafsfirði og Dalvík. Síðan höf- um við umboðsmenn á hverjum stað. Við höfum gefið út Alþýðu- bandalagsblað vikulega og tvö blöð í Jtessari viku og áætlum að gefa út blað strax í næstu viku, en við höfum Iagt grundvöll að því að hér verði haldið áfram reglulegri blaðaútgáfu fyrir Al- þýðubandalagið í Norðurlands- kjördæmi eystra. G-listinn hefur haldið marga fundi — fyrst á Raufarhöfn, þá Ólafsfirði, Dalvík, í Hrísey, Húsa- vík og Akureyri og í gærkvöld var efnt til baráttufundar með gleðilegu ívafi hér á Akureyri. Annars vil ég geta þess um fundarhöld að frambjóðendur Al- þýðubandalagsins buðu fulltrúum flokkanna að efna til sameigin- legra stjórnmálafunda allra fram- boðslista líkt og gerist í öðrum kjördæmum utan Reykjavíkur. En þessu höfnuðu fulltrúar hinna flokanna allir. Við teljum kosningahorfur góðar, sagði Helgi að síðustu; það góðar að við ættum að hafa möguleika á því að fá Stefán Jónsson kjörinn. • Austurland Hjörleifur Guttormsson varð fyrir svörum á kosningaskrifstofu Alþýðubandalagsins í Austfjarða- kjördæmi, en hún er í Neskaup- stað. Skrifstofan í Neskaupstað hefur verið opin í fimm vikur og umboðsmenn G-listans hafa starf- að í öllum byggðarlögum. — Við höfum gefið Austur- land út tvisvar í viku hverri og auk J>ess sérstakt aukablað í til- efni sjómartnadagsins, en því var dreift í 1700 eintökum um allt kjördæmið. Þá höfum við sent dreifibréf til ungra kjósenda auk bæklinga af ýmsu tagi. Framboðsfundir hafa verið haldnir 14 talsins í öllu kjördæm- inu — frá Hofi í Öræfum norður að Skeggjastöðum á Langanes- strönd. Lúðvík Jósepsson hefur verið á öllum fundunum og þeir Helgj Seljn og Sigurður Blöndal, ýmist báðir eða til skiptis. Auk þessara framboðsfunda hefur AI- þýðubandalagið í Austurlands- kjördæmi efnt til fjögurra al- mennra funda en þá hafa sótt um 1000 manns alls. • Suðurland Valur Valsson varð fyrir svör- um á kosningaskrifstofu G-list- ans á Suðurlandi, en skrifstofan er á Selfossi og hefur verið starf- rækt í mánuð. — Á skrifstofunni hefur verið unnið gey9Ímikið starf og áhugi verið mikill meðal stuðnings- manna G-listans. Auk skrifstof- unnar á Selfossi höfum við skrif- stofu í Vestmannaeyjum og í HveragerðL Við höfum gefið út sex tölu- blöð af Jötni, málgagni okkar, auk Eyjablaðsins sem kemur út í Vestmannaeyjum. Kosningafundir hafa verið fimm talsins, að Kirkjubæjar- klaustri, Hvoli, á Selfossi, í Vík og í Vestmannaeyjum. Þessir fundir hafa yfirleitt verið mikið sóttir og málflutningur frambjóð- enda G-listans hefur alls staðar hlotið hinar beztu undirtektir. Við gerum okkur grein fyrir því hér í Súðurlandskjördæmi að baráttan er tvísýn og munurinn á 3ja manni Framsóknar og efsta manni G-listans getur orðið eitt atkvatði. Það veltur því á hverju einasta atkvæði í kosningunum hér á Suðurlandi — og ég held mér sé óhætt að segja að staða Alþýðubandalagsins í kjördæm- inu hafi farið dagbatnandi síð- ustu vikurnar. -<5> Einstætt námsafrek: 10 á landsprófi Þau tíðindi gerðust í Iands- prófi í Réttarholtsskólanum i vor, að einn nemandi, Kjarlan Ottósson. hlaut tíu í aðaleink- unn, en slíkt námsafrek hefur ekki verið unnið sðan til lands- prófs var stofnað. Arangur var mjög góður í landsprófsibekikjum Réttarlhalts- skóla. 76 nemendur gengust und- ir prófið og fengu allir yfir 5 í aðaleinkunn og 64 hlutu framhaldseinkunn í landsprófs- greinum, 6 og Þar yfir. Með öðrum orðum: 84,2% nemenda náði framhaldseinkiunn, en með- altal á Reykj avíkursvæðinu í ár var 63%. Sex nemendur hlutu ágætis- einkunn — Kjartan Ottósson, sem fékk tíu í öUuim lands- prófsgreinum sem fyrr segir, Auður- Andrésdóttir og Laufey Jónsdóttir fengu 9,4, Arnmumdur Jónasson og Bjami Guðmunds- son fengu 9,3 og Ragnar Bald- ursson 9,1. Kjartan Ottósson, sem vann hið einstæða námsafrek er ári yngri en bekkjarfélaigar hans. Foreldrar hans eru Ottó Mich- elsen verkfrreðingur og Gyða Jónsdóttir Kjartan sagði, að vissulega fyndist sér landsprófið erfitt, og þó hefði hann átt í mesturn erfiðleikum með eðlisifræði. Eftir- lætisgrein sína kvað hann vera etærðfraeði. Kjartan hefur sótt Kjartan Ottósson um silcólavist við MenntaskóiK ann við Tjörnina næsta vetur. Ástróður Sigursteindórsson skólastjóri ámaði nemendum heilla og afhenti bólcaverðiaun. Þess má geta, að nýtt ein- kunnakerfi gildir, ,nú á lands- prófi, og er gefið aðeins í heilum tölum fyrir hverja grein. Þetta gerir árangiur eins og þann sem Kjartan nóði liMegri en áður, en vitaskcdd dregur það ekki úr ágæti hans. NÝJAR SENDINGAR af fallegum kvenskóm og sumarsandölum kvenna í miklu og fallegu úrvali SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.