Þjóðviljinn - 16.07.1971, Síða 2

Þjóðviljinn - 16.07.1971, Síða 2
2 SlÐA — ÞJOÐVILJINN — Föstudagur 16. júM 1871. I ! Er það markvarzlan frekar en annað er veldur hinu mikla markaregni í 1. deild í soimar? Um fátt er nú meira talað meðal knattspýrnuáhuga- manna hér - á landi en hið furðulega markaregn er ver- 45 markskoruð í 10 leikjum Hvað veldur markaregninu er verið hefur í síðustu 1. deildarleikjum? ið hefur í 1. deildarleikjun- um að undanförnu. Og það er ekkert smáræði er gengið hefur þar á. Ef við tökum 10 síðustu Ieiki mótsins, þá hafa verið skoruð i þeim hvorki meira né minna en 45 mörk. eða rúm fjögur mörk í leik að meðaltali. En hvað er það þá sem veldur þessu? Nú hefur verið viðurkennt af flestum, að betri helming- ur landsliðsins okkar hafi verið vörnin undanfarin tvö ár, eða það tímabil, er við hölfum náð betri árangri á knattspymusviðinu, þ.e.a.s. i landsleikjum en nokkru sinni fyrr. og eins mun það viður- kennt af flestum að við eig- um það marga góða vamar- menn, sér í lagi miðverði, að erfitt sé að gera upp á milli þeirra þegar valið er í lands- liðið hverju sinni. Samt eru skoruð meira en fjögur mörk í leik að meðaltali þar sem þessir sömu menn leiká með sínurn félagsliðum. Eru þá framlínurnar orðnar svona góðar? Varla verða allir sam- mála um það én þó verður ekki á móti mælt. að við éig- um nú betri framiherja en oft áður, alla vega eru fleiri góð- ir framherjar komnir fram á sjónarsviðið en verið haifa á liðnum árum. En það eitt get- ur tæplega verið svarið við spurningunni um markaregn- ið. Þá er aðeins ein spum- ing eftir og það er um mark- verðina okkar. Án þess að ég vilji kasta neinni rýrð á markverði 1. deildarliðanna er það mitt á- lit að stsersta þáttinn í hinu mikla markaregni eigi slök markvarzla. Sannleikurinn er sá, að flestir ef ekki allir markverðir 1. deildarliðanna virðast ekki vita hvað úthlaup eru hvað þá að nokkur þeirra stjórni vörninni eins og mark- vérði ber að gera. Hinsvegar geta þeir allir varið á milli stanganna og það sennilega betur en gengur og gerist hjá markvörðum til að mynda á Norðurlöndum — og sumir hverjir eru hreinir snillingar í því, eins og til dæmis Sig- urður Dagsson. Ég hika ekki við að fullyrða að kunnáttu- leysi íslcnzkra markvarða í útihlaupum og að stjórna vöm stafi af því að þjálfarar lið- a.n.nia eru ekki hæfir til nð kenna þetta atriði, kunna það hreinlega ekki sjálfir. Það er algerlciga óþekkt fyrirbrigði hér á landi að markverðir fái þá sérþjálfun, sem þeir þurtfa. Bæði vantar til þess aðstoðar- þjálfara og þó ef til vill sér í lagi þjálfara með sérþekk- ingu á þessu sviði. Þeir ör- fáu markverðir, sem við höf- um átt, er kunnað hafa þessi atriði eins og til að mynda Helgi Daníelsson, hafa lært þetta erlendis eða þá að þetta var einhver „náttúrugáfa" ef svo má komast að orði. En svo stórt vandamál er þetta að verða fyrir okkur að nauð- syn er á stórátaki til breyt- inga, sérstaklega með lands- liðið í huga. Hinsvegar má segja sem svo, að fyrir áhortfendur sé þetta óvænt og kærkomin skemmtun að sjá skoruð 4 og uppí 8 mörk í leik enda eru áhorfendur komnir til að sjá mörk skoruð. En áhorfendur vilja sjá falleg mork skoruð en ekki klaufamörk. Yfirþeim ergjast flestir. Það vékur svo aftur nokkra furðu, að þegar svo mörg mörk em skoa-uð leik eftir leik, skuli aðsókn- in að leikjunum ekkert auk- ast, þvi sammaist sagna mun hún sjaldan hafa verið jafn léleg og í sumar. Aðsóknin hefur verið þetta 1000 og uppí 1300 mamns að leik hér í Reykjavfk og hljóta allir að sjá að við svo búið má ekki sitanda, ef félögin, sem byggja afkomu sína á því er inn kemur á 1. deildarleikina að mestu leyti. eiga ekid að verða hreinlega gjaldþrota. Kostnaður þeirra eykst ár frá ári en það sem inn kemur minnkar eða í bezta falli stendur í stað, því aðgöngu- miðaverð hefur hækkað nofekuð síðustu tvö árin. En sú kenning. að áhorfendur fælist knattspyrnuleiki fyrir þá sök að um tóman vamar- leik sé að rasða og að mörk séu ekki skoruð, er fallin á íslandi og því ætti efckert að vera því til fyrirstöðu að að- sófcnin taki að aukast, eins líka vegna þess að knatt- spyman, sem leikin er hjá okkur í dag er betri en hún hefur verið síðasta áratug, ef markvarzlan er undanskilin. — S.dór. Enn magnast deilur milli KSÍ og KRR vegna smámuna einna Hætt við leik Faxaflóaúrvalsins og ÍBV ■ i ■ v- Rétt einu sirmi hafa blossað upp deilur milli KSÍ og KRR og má segja að sivo sé komið að þesst tvö stærstu samböönd knattspymunnar í landinu géti ekki unnið saman að nókkru tnáli og skal látið ósagt hvorum þetta er að kénha, en að sjálfsögðu gildir hér sem áður, að það véldur aldrei einn þegar tvéir deila. Hitt er annað, éh þó aðalatriðið, að þessar sífélldu deilur eru knatt- sþymumálunum til tjóns og mál að þeim linni. Fýrirhugað var að í fevöld feeri fram knattspyrnukappleik- ur milli Faxaflóaúrvalsins svo- kallaða, er vann sér frægð í Skotlandi á dögunum með því að sigra þar í unglingamóti, og Islandsmeistaranna í 2. aldurs- flokki IBV. Var þessi fyrirhug- aði leikur settur á til að afla piltunuim, er fóru til Skotlands með Faxaflóaúrvalirm. tekna til að greiða niður kostnað af för- inni. sem þeir urðu að bera sjálfir. Manni fannst einhvem- veginn að ekki væri nema sjálísagt að leikurinn færi fram og að létta þannig undir með piltumum fjárhagslega og eins að eflaust hdföu margir haft gaman af að sjá þetta fræga lið leika. Þá bregður svo við, að KRR, er hefur ummáð yfir Laugar- dalsvellinum, krefst þess að 30% alf því, sem inn komi í að- gangseyri, renni til KRR, 20% tekur völlurinn, siðan færu 20% til fþróttafréttaritara (ný®* og ófeunn tekjulind það) en síð- an færi afgamgurinn 30°/n„ ’ til KSÍ, þ.e.a.s. til piltanna sjálfra. Að þessu gátu forráðamenn liðsins að sjálfsögðu ekki geng- Lið fráþýzka sundfélaginu DS Wtii ísiands í boði SRR í næstu viku er væntanlegt hingað til Iands lið Sund- fólks frá DSW sundfélaginu í Darmst. í V-Þýzka!.. Verður þetta milli 20 og 30 manna hdpur. Það eru Reykjavíkur- félögin sem standa að þessu boði, eða réttara sagt sund- deildir þeirra. Ákveðið er að halda hér sérstakt sundmót með þátttöku þessa fólks og eins er í athugun að það fái að keppa sem gestir á sundmeistaramóti íslands 23. til 25. júlí n.k. í þessum hópi er hingað kemur er margt af bezta sundfólki V-Þýzkalands, og verður mjög gaman að sjá hið unga og stórefnilega sundfólk okkar í keppni gegn Þjóðverjunum og vissulega myndi það lífga mikið uppá sundmeistaramótið ef því vaeri heimiluð þátt- taka. — S.dór. ið. enda var þá éftir að greíða kostnað af ferð Véstmannaey- inga til lands, hvo heldur lítið hefði orðið eftir handa þeim, ef ekki tap á öllu saman. Ofan á þetta bætist svo að ýms knattspyrnuráð á Faxaflóa- svæðinu hafa verið að finna að því, að ekiki var leitað til þeirra þegar Faxaflóaúrvalið var valið og gefið þetta nafn og enda mun það hafa farizt fyrir að fá leylfi hjá þeim til þess, sem er þó aðeins förmsatriði, aðal- atriðið var að liðið stæði sig vel i förinni og það gerði það og raunar miklu betur en nofck- ur þorði að vona. Þetta dæmi er gott sýnishorn af því hvemig smámunir einir FramhaJd á 7. síðu. LEIÐRÉTTING Við sögðum fná því að dóm- axinn á leik Þróttaj- (N) og ísfirðinga hefði kostað liðin 13 þús. kr. Þetta er efeki alis- kostar rétt. 1 fyrsta lagi var það leiikur Þróttar (N) og Vík- ings er átt var við og í öðru lagi varð kostnaðurinn við leigufktgið rúmar 8 þúsund kr. og það vonu línuverðin, sem fara þurlftu til Neskaupstaðar svo skyndilega, þar eð aust- firzku líniuiverðirnir boðuðu for- föll eftir að áætlunarflugvél til Egilsstaða var fiarin frá Akur- eyri svo taka varð leiguflug- vél með Mnoverði frá Akureyri, svo leikurinn gæti farið fram. Ralfn Hjaltalín fonmaður dóm- arafélags Afeureyrar, en það félag sér um niðurröðun dóm- ara fyrir norðan og austan, sagði að reikningurinn sem get- ið var um að dóma-rinn hefði lagt fram vegna vinnutaps, hefði verið á misskilningi byggður og hefði Rafn séð svo um að hann yrði ekki lagður fram aítur. Einn efnilegasti tugþrnutarmaður heims Þetta er a-þýzki tugþrautarmaðurinn .Toachim K \rst sem talinn er einn efnilegasti tugþrautar- maður heims í dag. Hann er aðeins 23ja ára og ha m náði 8206 stigum í tugþraut í fyrra sem mun vera þriðji bezti árangur í heimi. A-Þjóðverjar búast við miklu af Kirst og því er jafnvel spáð að hann setji nýtt heimsmet í sumar. Skozkt úrvaisiið iknattspyrnu kemur til íslands í boði FH Á sunnudaginn kemur hingað til lands skozkt úrvalslið í knattspyrnu skipað leikmönn- um 21 árs og yngri, í boði FH í Hafnarfirði. Þetta lið er úr- valslið Glasgow-borgar og ,er talið mjög gott enda Qestir leik- mennirnir komnir í snertingu við atvinnumennsku í knatt- spyrnu hjá hinum sterku at- vinnumannaliðum Glasgowborg- ar. Nöfn þeirra leikmanna sem hingað koma fara hér á eftir: Edward Atherton miðvörður Liam Rionnie miðherji Alan Logan bakvöröur Alex Gordon innhérji Arthur Clark innhérji Neil Gibson framvörður Steve Conway bakvörður Francie Lynoh útherji Allan Ritchie framvörður Ronald Tracey maricvörður Thomas Sermani, miðvörður James Jenkins útherji Hugh McQuire bakvörður Ohris McWilliams markvörður George Gillanders bakvörður, Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.