Þjóðviljinn - 16.07.1971, Qupperneq 8
3 SlÐA — WömVLSmK — pasttrðaaua? 1«. im t&tL
Jetta Carleton
*
I
MÁNA-
SILFRI
43
garðinum og Matthew sat þar á
legsteini ... — Hann þagnaði
skyndilega þegar sírópslclessa
lenti á kinninni á honum.
— Hver gerði þetta?
Matthew gaí honum laumu-
lega merki.
— Varst það þú sem kastaðir
í mig sírópi? spurði Johnny
blíðlega. Um leið lenti annar
klumpur á hnakkanum á hon-
um. — Hó, sagði hann og sneri
sér við.
— HvaS er að? sagði Virg.
— Ég gekk fram hjá kirkju-
— Er einhver að hrekkja þig?
Johnny togaði sírópsklessuna
úr hárinu. — Þeir ættu bara
að vara sig.
— Segðu þeim það sjálíur,
Johnny.
Johnny hlýddi og hækkaði
röddina. — Sá sem kastaði i mig
sírópi, ætti að vara sig. Með-
an hann sagði þetta fékk hann
klessu í eyrað. — Vara sig,
sagði ég.
— Komdu og náðu mér,
Johnny, kallaði rödd hinum meg-
in vi® bálið.
— Gerðu svo vei. Johnny,
fáðu þér bita!
Klumpum og karamellum fór
að rigna yfir hann úr öllum
áttum. — Hættið þessu, hrópaði
Johnny. — Hiustið þið á. Þið
ættuð að vara ykkur,
Matthew stóð áiengdar með
samvizkubit. Hann hafði byrjað
á þessu en bann hafði ekki ætl-
azt til að svona færi.
' Eltur af kvölurum sinum flýði
Johnny gegnum garðinn þar til
hann kom að reykhúsinu. Hann
stóð upp við vegginn, reyndi að
hlæja og bar hendumar fyrir
sig, meðan klistrugir klumparnir
skullu á honum. Allt í einu
heyrðist frá skökkum munnin-
um vælutónn eins og hann
veinaði af sárskauka. Johnny
var byrjaður að syngja:
Lát mig, Drottinn, Iofa
þiff og prísa —
Þetta var hið eina sem hon-
um datt í hug, að syngja og
bi’ðja Herrann um hjálp, því að
Herrann útdeilir refsingu og
umbun og hann sér alla hluti.
Sírópsklu-mpur á stærð við silf-
urdal hitti hann á munninn.
— Hættið þessu!
Unglingamir sneru sér undr-
andl við, þegar Matthew kall-
aði.
— Hættið að stríða Johnny
gamla, hrópaði hann. Hann
ruddi sér braut að reykhúsinu
og tók sér stöðu fyrir framan
Johnny til að vemda hann.
Sem snöggvast varð alger
þögn. Síðan kvá'ðu við faignaðar-
gól meðan byrjað var að miða
á nýja markið. Sírópið flaug Or
öllum áttum, það limdist við
andlit Matthews og hár. Og
fremst af öllum stóð Phoebe
Oeehen og hió út að eyrum,
of vitlaug tii að skilja að þetta
var ekki lengur neitt spaug.
Þau voru farin að kasta ýmsu
fleiru ipoldarköggium og
spýtum — þégar Cailie CÍráh-
court kom æðandi, hún kom með
svo miklum ofsa að Matthew
hélt að hún væri komin til að
berja hann niður. Hún greip í
höndina á honum og Johnny,
tók sér stöðu milli þeirra, bein
og hnakkakert og fór að syngja.
Rödd hennar var ekki sérlega
sterk. en hún tók á öHu sem
hún átti til og það dugði. Skot-
hríðin hætti snögglega eins og
haglskúr á sumardegi. Ungling-
amir sneru sér undan skömm-
ustulegir og enginn sagði neitt.
— Þið ættuð að skammast
ykkar, öll saman sagði Callie
rólegri röddu og það sem hún
sagði fór ekki framhjá neinum.
— Komdu nú, Johnny, við skul-
um þvo okkur i framan. Matt-
hew, þú kemur lika.
Þau stóðu öll í ganginum og
þurrkuðu sér um hendumar þeg-
ar Gallie tók aftur til máls Hún
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu- oe snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laagav. 18 Œ. hæð (lyfta)
Stml 24-6-16.
Perma
Hárgreiðsln- og snyrtlstofa
Garðsenda 21. Simi 33-9-68
horfði beint framan í hann og
sagði: — Heyrðu mig annars,
Matthew, fellur þér ekki við
mig? Hvað ertu að skipta þér
af þessari vitlausu Phoebe?
Og hún snerist á hæli og gekk
burt vingsandi bakhlutanum
eftir beztu getu. Þegar Matthew
náði andanum aftur, fannst hon-
um eins og hann hefði verið óra-
lengi í kafi.
Matthew íór ekki til Sedalia
með herra Kolb, hugsaði reynd-
ar ekki meira um það. Eftir
karamelluveizluna hugsaði hann
ekki um annað en Callie. And-
lit hennar stóð fyrir hugarsjón-
um hans dag og nótt. Það blind-
aði hann eins og sólarspeglun,
sem markar mynd sína svo skýrt
að hún sést þótt maður loki aug-
unum. Aldrei á ævinni hafði
nokkur tilfinning gagntekið hann
svo mjög. Hann var uppljómað-
ur, fannst hann á hæ® við heilt
fjall eða orðinn að lofti, svo
heillaður var hann af því að
vera hinn útvaldi.
Og hann var svo sannarlega
útvalinn. Callie Grancourt hafði
valið hann handa sér Þarna
um kvöldið þegar hún æddi út
úr unglingahópnum, hafði hún
fyrst og fremst fundið til reiði
og meðaumkunnar. Til þessa
hafði hún aðeins fundið til ó-
Ijósrar samúðar með Matthew.
En sá sem frelsar aðra mann-
veru, fer oft að elska hana. Að-
stæðumar hafa gert hann að
hetju. Á einni nóttu breyttist
samúð Calliar í ástarbál. Þegar
hún vaiknaði var hún altekin af
ást á Matthew. Hún var upp-
full af henni, og ekkert nema
hann komst að í huga hennar.
Hún hafði baft óljóst hug-
bo® um að hann liði bakvið fá-
lætið. Nú fór hún að gera sér
gyllimyndir um hann. Án þess
að gera sér það ljóst gaf hún
honum eiginleika hinna róm-
antísku skálda, sem voru altekn-
ir dapurlegri þrá og þunglyndi.
Hún hefði hugsað sér hann sem
Byron, etf hún hefði nokkum
tíma heyrt minnzt á Byron.
Þótt hún væri að eOIisfari nota-
leg. athafnasöm, hagnýt og
hugguleg eins og teketill. fór
hún að þjá’St með honum. hún
lét sig dreyma og hún andvarp-
aði meðan hún vi'ðraði sængum-
ar og veiddi bita upp úr sall-
pækli,
Þessi andvörp voru henni að
mestu hreinn unaður. Callie var
klók. Hún vissi mætavel að
Matthew Soames var engin róm-
antísik sögupersóna, heldur gáf-
aður og iðinn pillur sem átti
framtíð fyrir sér. Trúlega var
hann eigulegastur allra í sveit-
inni. Hún gladdist yfir því að
hafa séð i gegnum hann áður
en aðrir uppgötvuðu hann.
í ö®rum fjölskyldum voru
aðrir synir sem áttu meira fé,
meira land og bústofn. Jafnvel
Aaron. sem hún hafði i fyrstu
hugsað sér að giflast. var lag-
legri og flestir voru þeir þægi-
legri í viðmóti. En Matthew var
vitrari en nökkur þeirra. Og
hann hafði sett sér mark. Það
það var einmitt það sem Callie
þótti ómótstæðilegt, það sýndi
a® hann var öðmm fremri Hún
hafði aðeins óljóst hugboð um
hvert þetta markmið hans var;
vitneskja hennar um heiminn
var ekki sérlega mikil. En hún
efaðist ekki um að það var þess
virði að berjast fyrir því, og ef
hún fengi Matthew, þá næði
hún lífca þessu marki. Og hún
fór strax að vinna að því öll-
um árum.
Þetta varð ekki eins auSvelt
og ætla mætti. Matthew var orð-
inn svo vanur þvi að álíta
sjálfan sig óverðugan, að hann
gat varla vanið sig af því. Þótt
hann þyrsti í aðdáun. veigraði
hann sér við að þiggia bana
þegar hún bauðst. Það gat ekki
verið að svona falleg stúlka eins
og Callie svo eftirsóknarver® á
allan hátt. vildi hann.
Hann var fyrir löngu búinn
að gleyma göllum hennar. Ást
hans breytti þeim i kosti. Það
sem hann hafði áður álitið sjálf-
umgleði, áleit hann nú lífsfjör.
Hún var ekki ósvífin, heldur
greind. Og sjálfsálitið varð nú
að heilbrigðri sjálfsvirðingu í
augum hans. Jafnvel fáfræði
hennar gerði hann ennþá hrifn-
ari af henni Hún haf'ði gengið
í fjórða bekk í Thom skólanum
og það var öll sú menntun sem
hún hafði hlotið. En það var
ekki af heimsku að áhugaleysi.
Stúlkur voru nú einu sinni svona
gerðar. Mæður þeirra héldu þeim
að húsverkunum; þa® var ekki
að undra, þótt þær hefðu ekki
næði til að læra. Hann tók
sárt til þessarar fíngerðu stúlku.
Að þessu leyti var hann henni
fremri og því henni verðugur.
En allar dyggðir hennar fylltu
hann óttablandinni lotningu.
Callie gat ekki með nokkm
móti skilið, hvers vegna ekki
mátti ganga hreint til verks þeg-
ar maður elskiaði einhvem, og
segja það afdráttarlaust. En
Matthew hélt aftur af sér og
hljóp útundan sér, faldi sig og
þaut síðan fram úr fylgsni sínu,
og var samt allan tímann svo
vitlaus í henni að hann vissi
naumast hvort hann var að
spéhria hross eða kalkúna fyr-
ir vagninn.
Callie lokkaði hann með blið-
legri natni. sem hefði sæmt dýra-
tamningamanni. Á margvíslegan
og ísmeygilegan hótt og stund-
um afdráttarlaust. sagði hún
honum að hann myndi erfa jörð-
ina. Hann óskaði svo heitt a®
trúa . því, að hann þorði það
ekki. En þegar honum tókst loks
að sjá sjálfan sig með augum
hennar, varð hann heillaður af
þeirri sýn. Hann hefði ekki vilj-
að missa af henni fyrir nokkum
mun. Hann hugsaði ekki meira
um það að komast að heiman
og mennta sig. Nú þráði hann
það eitt að eignast nóga pen-
inga til að geta gengið að eiga
Callie, fá hús til að búa í og
landskika til að rækta. svo að
bann gæti séð fyrir henni.
kVörubifreida
stjórar
„ Afturmunstur
SOLU M; Frammunstur
Snjómunstur
BARÐINNHF.
ÁRMÚLA 7. REYKJAVÍK, SÍMI 30501.
KARPEX hrefnsar gólfteppin ú augabragói
indversk undraveröld
Mikið úrval aí sérke nnilegum austurlenzk-
um handunnum munum til tækiíæris-
gjafa. — Nýkomið Thal-silkl og Batik-
kjólaefnt á mjög hagstæðu verðl. — Ný
sending af mjög fallegum Bali-styttum
Einnig reykelsi og reykeisisker t miklu
úrvali. — Gjöfina sem veitir varanlega
ánægju fáið þér í JASMIN Snorrabr. 22.
Feröafólk
□ Tjöld, svenpokar, vindsængur, gastæki.
D Einnig fyllum við á gashylki.
D Ýmsar aðrar ferðavörur.
VERIÐ VELKOMIN.
Verzlunin BRÚ, Hrútafirði
FÉIAG ÍSLEH7KRA HLJÓMLISTAIiMAiA
#útvegar ydur hljóðfœraleikara
og hljómsveitir við hverskonar tækifæri
linsamlegast hringið i 20255 milli kl. 14-17
Húseigendur
Sköfum og endurnýjum hurðir og útiklæðningar.
Vinnum allt á staðnum.
Sími 23347.
BÍLASKOÐUN & STILUNG
Skúlagötu 32.
MOTORSTILLINGAR
■U 5STILLiHGAR LJÚSASTILLINGAR
Latiö stilla i tíma.
Fljöt og örugg þiónusta.
13-10 0
Byggingaplast
Þrjár breiddir.
Þrjár þykktir.
PLASTPRENT h.f. Grensásvegi 7.
Sími 85600.
Terylenebuxur
á börn. unglinga og fullorðna.
Gæði • Úrval • Athugið verðið.
Ó.L.
Laugavegj 71. Sími 20141.