Þjóðviljinn - 28.07.1971, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.07.1971, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓBVTLJINN — Miöváfcudaigur 28. júlí 1871. — Málgagn sósíalisma, verklýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Utgefandi: Útgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Sigurður Guðmundsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson (áb). Fréttastjóri: Slgurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja; Skólavðrðust. 19. Siml 17500 (5 linur). — Áskriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00. Blikkbeljan og fjármagnið síðustu misserum hafa umræður farið mjög vaxandi um skipulagsmál borga og hafa þessar umræður náð til íslands fyrir tilstuðlan ungra arkitekta ýmissa. Þessi umræða beinist ekki sízt að þeirri staðreynd að manneskjan hefur iðulega farið mjög halloka í skipulaginu, en umhverfið hef- ur verið skipulagt í þágu bifreiðarinnar — blikk- beljunnar. Grænum svæðum er unnvörpum breytt í bílastæði, hús eru rifin til grunna til þess að koma fyrir bílastæðum, stjórnarráðsbletturinn er eyðilagður með því að færa til styttur og skerða blettinn að mun til þess eins að unnt verði að koima bifreiðum greiðar gegnum miðbæínn. En ef vel er skoðað kemur í ljós að það andmanneskjulega skipulag sem þannig haslar sér völl er ekki ein- vörðungu í þágu bifreiða, það er framar öðru í þágu fjármagnsins. Bifreiðastæðum fjölgar á mið- bæjarsvæðinu vegna þess að þar fjölgar verzlun- um, þar hækka lóðir í verði og þar er fjármagnið geymt. Gömul hús eru rifin vegna þess að yer^- unin, útþenslan í fjármagninu, heimtar stærra athafnairými. Gömul hús eru eyðilögð með því að byggja við þau, ofan á þau eða umhverfis þau kumbalda sem hafa stærra gólfrými og greiðari möguleika til þess að þjóna undir fjármagnið. Það er líka í þágu hagsmuna fjármagnsins þegar sú stefna er tekin upp í skipulagi að byggja og reisa geymslustaði utan borgarinnar fyrir þreytt vinnuafl. Fjármagnið er oniðpunktur þess skipu- lags sem höfð hefur verið hliðsjón af við bygg- ingu borga — blikkbeljan er tákn fjármagnsins. íþróttir J^ú er háannatími íþróttafólks. Þúsundir og aftur þúsundir íslendinga leggja nótt við dag til að undirbúa og skipuleggja íþróttamót sem eru um hverja helgi allt sumarið. Þúsundir íslendinga keppa á íþróttamótum heima og erlendis, og það er til marks um fórnfýsi þessa fólks þegar árang- ur næst svo umtalsvert sé á keppnismóltum. Árangur á slíkum mótum verður þó ekki aðeins mældur í sekúndum, sekúndubrotum, metrum eða sentimetrum. Hann ber líka að mæla í öðr- um mælieiningum sem hvorki eru til á mól eða vog. Það er þýðingarmesti mælikvarðinn í íþrótt- um sem öðru félagslífi hvert gildi þær hafa sem menningarstarf, þroskandi athafnasemi. Engu að síður er ástæða til þess að samgleðjast íþrót'tafólki þegar það nær umtalsverðum árangri mældum í einingum máls og vogar. Því skal sundfólki óskað til hamingju með góðan árangur sundmeistara- mótsins um helgina. — sv. — lífinu stjómað í smáatriðum á elli- heimilum — vantar feðralaun, ekklabæt- ur og ekklalífeyri — skólafólki ofviða að greiða 11.330 kr. í opinber gjöld — ort á móti þeim á Leifsstöðum — f í Bæjarpóstinum í dag er fj allað um aðbúnað fólks á elliheimiluan, bent er á að enn er hlutur karlmanna fyrir borð borinn í endurbót- um á tryggingakerfinu og lagt er til a’ð bætur með einu barni verði felldar niður. G.H. bendir á bað að skóia- fólk sé varla aflöguíært um 11.330 kr. 1 opinber gjöld og með slíkum álögum sé jafnvel verið að hrekja það fólk úr skólum, sem ekki á sér fjár- sterka aðstandendur. Þá yrkir Þ S. út af vísu og Ijósmynd sem birtust í Morg- unblaðinu fyrir skömmu. Reykjavík, 22. júlí 1971. Bæjarpóstur. Hrafn Sæmundsson skrifaði þér í gær um aðbúnað aldr- aðra. Hann nefndi þar ýmis- legt, sem betur mætti fara, svo sem fríar fertlir með strætisvögnum og öðrum far- artækjum, fría miða í leikhús o. fl. í sambandi við aukna hamingju gamla fólksins datt mér í hug, hvemig búið er að því á elliheimilum. Þar er hugsað um allar líkamlegar þarfir þess af mikilli hugul- semi, en aftur á móti er lítill gaumur gefinn að andlegu þörfunum. Hægt er að ímynda sér hvemig fólki. sem hefur að miklu leyti ráðið sér sjálft, myndað sér venjur og sérvizku og tekið ákvarðanir, finnst að koma á elliheimili, þar sem þarfir þess eru fyrir- fram ákveðnar og lífi þess næstum stjómað í smáatrið- um. Enginn spyr það. hvort þetta eða hitt eigi að vera svona eða hinsegin, það verð- ur algerir þiggjendur og miss- ir_ þá hamingju, sejn fólgin, er i athöfnum og töku á- kvarðana. Ég er viss um, að með svolitlum vil j a og til- hliðrjnarsemi mætti gera margt af þvi fólki, sem situr á elliheimilum, meiri þátttak- emdur í starfj þeirra. Sjálfsagt er t.d. að gamalmennin eigi fulltrúa í stjóm elliheimila. Eitt er enn athugavert við elliheimilin. Aldrað fólk, sem hefur engar aðrar tekjur en ellilífeyri. verður að láta hann allan til heimilisins nema 333 krónur á mánuði. sem það fær í vasapeninga — ég segi og skrifa 333 krónur á mánuði. Hægt er að hugsa sér, hvað það hefur að segja t.d. fyrir reykingamann. Ef hann ætlar að veita sér þá ánægju að reykja, sem tæp- lega er hægt að taka af göml- um mamni, verður hann að auðmýkja sig með sníkjum og ölmusu. Við verðum ávallt að minnast þess, að gamalt fólk er ekki ölmusufólk, Það hefur um langan starfsaldur fært samfélagi okkar skerf sinn og á Þvi rétt á mannúð- legri og mannsæmandi um- önnun í ellinni Tryggingamálaráðherra hef- ur nú flvtt gildistöku laga um alm. tryggingar nr. 67, 2n. apríl 1971. Þessi lög bæta að nokkru leyti fyrir þá lítils- virðingu, sem við höfum sýnt gömlu fólki og öryrkjum, en betur má, ef duga skal, og auðvitað ber að stefna að því, að ellilífeyrir og örorku- bætur nægi fyrir brýnustu nauðsynjum. f þessum lögum sakna ég þó margs t.d. eru mæðralaun mjög lág og furðulegt, að þau skuli ekki hækka nema með þrem fyrstu bömum, Þá er,, hlutur karl-' manna enn fyrir borð borinn og ekkert til, sam heitir feðra- laun, ekklabætur eða ekkla- lífeyri. Þetta verður vonandi athugað í áframbaldandi end- urbótum kerfisins. Á meðan tryggingarnar veita framangreindum aðilum sultarkjör, er furðuiegt, að fjölskyldubætur eru greiddar hvemig sem éstatt er hjá for- eldrunum. Eftir minni hyggju mætti fella niður allar „bæt- ur“ með einu bami og greiða „bætur‘‘ með fleiri börnum eftir efnum og ástæðum for- eldra Ég hygg, að foreldrar i góðum efnum muni varla taka eftir því. þó að „bæt- urnar“ með bömum þeirra væru felldar niður. Þeir pen- ingar, sem þannig fengjust dygðu e. t. v. fyrir almenni- legri aðstoð við bammargar fjölskyldur, og væri það spor í átt til efnahags-legs jafnað- ar. Virðingarfyllst, Þuríður E. Pétursdóttir. Ágæti Bæjarpóstur. Mig langar til að koma á framfæri nokkrum athuga- semdum varðandi álagning-j opinberra gjalda. Þannig er málið vaxið að skólafólk jafnt sem aðrir þarf að borga á yfirstandandi ári kr. 11.330 i opinber gjö'.d til ríkisins Skólafólk á að lifa á þeim tekjum siesn það getur aflað sér : sumarfríum og ekki er hægt að ætlast til með nokkurri sanngirni að þær séu meir en £C- -50 þús. kr. Hver reiknar dæmið þannig að þetta fólk sé af- lögnfært um 11.330 kr. til op- irberra gjaldi? Er ekki með þessu verið að hrekja það fólk ir skólum serr á sér ekki íjársterka .aðstandendur? Eg veit að reikningsmcist- ar.’r fráfaranii ríkisstiórnar eiga heiðurinn af þessum á- Icgum og viss er ég um að það em fleir* 1 en ég sem búa jlir þeirri frómu ósck að sti'ifskröftum þessara manna verði beint inn á önnur svið í framtíðinni. Um leið og ég óska núver- andi valdhöfum gæfu og gifturíkrar setu vil ég minna á að líta til þessa vanda um leið og þeir renna augunum yfir brunarústir 12 ára borg- aralegs afturhalds í leit að ráðum til úrbóta. — G.H. Á úrklippu úr Morgunblað- inu frá 1971 má sjá gamian- sama ljósmynd af „rússnesk- um þimi“ eftir Auðun Leifs- son og birtist þar með visa eftir Leif Auðunsson, sem hann kallar Rauðu hættuna. Þ.S. sendi okkur þessa úr- klippu og lét fylgja með tvær váisur. Auðunn Leifsson: Glámskyggn á glapráða tröðum gengur við Markarfljóts ála lafhræddur Leifs á stoðum Ijósmynda götuna hála. Leifur Auðunsson: Glatast glæstar dyggðir glamrar hátt í kvömum. Leifur Auðung lygðir lepur Moggans bömum. Þ. S. Og hér er að lotoum ein framúrstefnuvísa í bundnu máli: Styrmir héma, strákurinn, ^ stríðiö vill og berjast.' Og skást að hafa skúta sinn skofcrmark til að verja, t A thugasemd frá Ingálfi A. Þorkelssyni Þjióðviljamum hefur boirizt , eftirfarandi frá Ingólfi A. Þor- kelssjmi og fer erindi hans hér á eftir og er fyrirsöign hans þannig: „Yfirlýsing að gefnu tilefnl. Ósannindi Þjóðviljans og Morg- unblaðsins hrakin.” I>egar ég kom til bargarinnar fyrir nokkmm dögum úr sum- arleyfisferð, sá ég í Þjéðvilj- anuffl og Morgunblaðinu furðu- leg ummaali varðandi félags- fund, sem haldinn var í SFV í Reykjavík 7, júlí. Fundur^. þessi fjallaði um væntanlega stjómarmyndun vinstri flokik- anna þriggja og sameiniingar- viðræðumar. Þjóðviljinn segir 1. júlí s. 1. að á þessum fiundi hafi verið samiþykkt að víta framkvæmda- stjóm Samtakanna fyrir að bjóða ekki Alþýðubandalaginu aðild að svonefndu „sameining- arráðd“. Styrmir Gunnarsson, aðstoð- arritstjóri Morgunblaðsins end- urtetour þessi ósannindi í þvi blaði 14. júlí með eftirfarandi orðum: „Hannibal Valdimarsison er ekiki sjálfs síns henra í þessum samtökum. Hann ræður engu i Saimitötoum frjálsljmdra ( Reykjavík. Á félagsfundi í þess- um samtötoum voru samþyktotar vítur á hann og aðra fyrir að vilja ekki bjóða kommúnista þátttöku í sameiningarráðinu svoneifnda". Þessi ummæli Styrmis eru þeim mun furðulegri, þegarsú staðhæfdng er höfð í huga, að fólk honum nákomið var áum- ræddum fundi og hefur eflaust sagt honum sannleitoann um, hvað þar gerðist. Staðreyndimar eru þessar: Tvær tillögur um sameining- armálin komu fram á fundin- um. önnur tillagan var notok- uð harðorð og bar keim afvít- um. Hún var kolfelld á fund- inum. Hin tillagan, samin og filutt af mér á þessum fundi, var samþykkt af yfirgmæfandi meirihluta fundarmanna. í þess- ari tillögu er etotoi minnsti vott- ur af vítum. Og til þess aðtaka af öll tvímæli í þessu efni birti ég tillöguna, Hún hljóðar svo: „Samtöto frjálslyndra og vinstri manna hafa svaraðbréfi Alþýðufflokksins til stjómar- andstöðuifiloikikanna þriggja og lagt til, að komdð verði á fót sérstöku sameiningiairráði Al- þýðufloikks, Fnamsióiknarflolkks og Samtaka frjálsllyndira og vinsitri manna serni hafi það hlutverk að vinma að undir- búningi að stofnun nýs sam- einaðs flokks jaifinaðar- og sam- vinnumanna. Þessu ber að fagna. Hins vegar hefiur Al- þýðohandalaginu ekki verið boöin þátttaka í sameiningar- viðræðumum. Vitað er að Ál- þýðufilokkuirdnn er hlynntur að- ild Alþýðubandalagsins. 1 AI- þýðubandalaginu er fjöldi jafnaðairmanna, sem á hvergi heima nema í sósialdemótorát- ískum flotoki. Það er órökrétt að ætla sér að mynda stjórn með Alþýðubandalaginu, en bægja því samtímis frá sam- einingerviðræðunum. Sameiginlegur fundur filokks- stjómanmanna SBV í Reyfcja- vík og nágrenni, haldinn í Framhald á 8. síðu. Sunnlendingar Feröafólk Munið sumarhátíð Héraðssambandsins Skarphéðins að Laugarvatni um verzlunarmannahelgina. FJÖLBREYTT SKEMMTIDAGSKRÁ ÍÞRÓTTAKEPPNI FIMLEIKAR FLUGELDASÝNING DANS Á TVEIM PÖLLUM STRANGT ÁFENGISBANN Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar, Selfossi og Logar frá Vest- mannaeyjum. H. S. K. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.