Þjóðviljinn - 01.08.1971, Side 3
Sunnudagur 1. ágúst 1971 — Í>JÓÐVIL«TINN — SlÐA 3
L
OFTLEIDIfí
ICELANDIC A1RUNE8
Hver verða
viðbrögðin
nú?
Trálega er það enn ýmsum
i minni, þegar norsikur piltur
lét svo um mælt á norrænni
ungmennaráðstefnu, ekki alls
fyrir löngu, að velviljuð af-
staða Bandaríkjamanna til
Loftleiða væri afleiðing af her-
setunni hér. En hann hafði
varla sleppt orðinu þegar upp
hófst óp mikið á Islandi. Blaða-
fulltrúi Loftleiða lýsti því yfir
í fjölmiðlum, að þetta væri hin
argasta lygi og útvarpið sagði
frá því með auðheyrðri vel-
þóknun. að piltur sá 'hinn
norski, hefði verið að því
spurður, hvaðan hann hefði
upplýsingar sínar, og hefði
hann orðið að játa. að þetta
hefði enginn sagt sér. honum
hefði bara rétt sisona dottið
í hug að segja það. Þá þurfti
auðvitað ekki framar vitnanna
við. Þetta hlaut að vera upp-
spúni frá rótum.
En það ber ekki allt upp á
sama daginm. 1 móðursýkisskrif-
um frændþjóða vorra um hina
nýju ríkisstjóm á Islandi, var
því á einum stað haldið fram,
að Islendingar hefðu alls engin
efni á því að missa herinn úr
landi. Það væri t.d. enginn efi
á því, að velviljuð afstaöa
Bandaríkjamanna til Loftleiða
væri bein afleiðing af herset-
unni á Islandi. (Hér er stuðzt
við útvarpsfrétt sem var efnis-
lega alveg svona).
Og nú hlýtur fávís og sauð-
svartur almúginn að spyrja:
Hvað verður nú sagt á Islandi?
Ætlar ekki blaðafulltrúi Loft-
leiða að láta til sín heyra um
málið? Ætlar ekki ríkisútvarp-
1 ið að segja frá því með miklum
virðuleik, að það hafi sannazt.
eftir mörgum leiðum. að orð
hins sænska blaðs séu áróður
og öhróður?
Eða er það ef til vill svo, að
sama sagan geti verið sann-
leikur annan daginn en lygi
hinn dagin, eftir þvi, hvort sá
sem hana segir. er norskt ung-
menni eða sænskt íhaldsblað?
Gustur.
Innritun i
Parísarháskóla
Samkvæmt upplýsingum frá
sendiráði Isiands í París hafa
frönsk stjórnvöld ákveðið, að
innrituo erlendra stúdenta i
Parísarháskóla fari fram í julí-
mánuði og septemíbermánuði.
Innritun er óheimil á öðrum
timum, nema að fenginni sér-
stakri undanþágu fró rektorhá-
skólans.
Ennfremur er rétt að vekja
athygli stúdenta. sem hyggja á
nám við Parísarhóskóla næsta
háskólaár, á því að umsóknir
um garðvist þurfa að hafa bor-
izt stjóm stúdentagarðanna þar
i borg fyrír júlílok.
35.000 kr. styrkur
Hinn 14 ágúst n.k. verður út-
hlutað styrk úr Minningarsjóði
dr. Rögnvalds Péturssonar til
eflingar íslenzkum fræðum.
Það er tilgangur sjóðsins að
styrkja kandídata í ísilenzkum
fræðum frá Háskióla Islands,
sem reyndir eru að áhuga,
dugnaði og góðum hæfileikum.
til framhaldsnáms og undir-
búnings frekari vísindastarfs
Að þessu sinni nemur styrkur-
inn 35.000 krónum. Umsóknum
#m styrk úr sjóðnum skal skil-
að ó skrifstofu Hóskólans eigi
siðar en 10. ágúst n.k.
ÚRVAL, GÆÐI, ÞJÓNUSTA.
Vel rekin verzlun er grundvallar-
skilyrði þess, að þörfum hins
aimenna neytanda sé fullnægt.
Forsendur þess, að verzlun geti boðið
vöruúrval á hagkvæmu verði, eru
frjáls viðskipti, frjáls verðmyndun, vel
menntað og þjálfað verzlunarfólk,
og gagnkvæmt traust verzlunar og
neytenda.
RÉTTUR NEYTANDANS.
Hvers konar einokun er andstæð
hagsmunum þeirra, sem kaupa vörur
og þjónustu. Einokun afnemur heil-
brigða samkeppni fyrírtækjanna um
viðskipti neytenda, og um leið rétt
fólksins til að velja og hafna. Það er
nauðsynlegt að tryggja það, að
hérlendis ríki ekki einokunaraðstaða
á sviði verzlunar og viðskipta, hvorki
af hálfu einkaaðila, samvinnuhreyfing-
ar né opinberra aðila.
HEILBRIGÐ SAMKEPPNI.
Frjáls viðskipti stuðla að nauðsyn-
legri sérhæfingu í öllum atvinnu-
greinum þjóðarinnar. Iðnaður, sjávar-
útvegur og landbúnaður einbeita sér
að framleiðslu afurðanna, og
verzlunarfólk brúar bilið milli fram-
leiðenda og neytandans. Frjáls
samkeppni hvetur til hagkvæmrar
framleiðslu og hagkvæmrar verzlunar.
Þannig skapar heilbrigð samkeppni
fólkinu í landinu rétt til að velja réttar
vörur á hagkvæmu verði hvar sem er á
landinu.
Með lýðræðislegri uppbyggingu
viðskiptalífsins standa verzlunar-
samtökin vörð um heilbrigða sam-
keppni milli hvers konar fyrirtækja, —
og rétt neytandans til að velja vörur
án takmarkana.
Verzlunarsamtökin senda verzlunar-
fólki og landsmönnum kveðjur í
tilefni af frídegi verzlunarmanna 1971.
FÉLAG ÍSLENZKRA STÓRKAUPMANNA.
KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS.
ÉÉt