Þjóðviljinn - 01.08.1971, Síða 4
I
^ SlÐA — I>JÖÐVII<JI'NN — Suimudagur 1. ágúst 1971.
— Málgagn sósíalisma, verklýðshreyfingar og þjóðfrelsis
Otgefandi:
Framkv.stjóri:
Ritstjórar:
Ritstj.fulitrúi:
Fréttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Otgáfufélag Þjóðviljans.
EiSur Bergmann.
tvar H. Jónsson, Sigurður Guðmundsson.
Svavar Gestsson (áb).
Sigurður V. Friðþjófsson.
Heimir Ingimarsson.
Ritstjórn, afgreiSsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500
(5 iínur). — Askriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00.
íslenzk atvinnumálastefna
gut alvaxlegasta ágreiningsefni íslenzkra stjóm-
mála síðustu árin er afs'taðan til atvinnumála.
Fráfarandi ríkisstjóm hafði þá meginstefnu að
treysta á erlent fjármagn til framkvæmda og fjár-
festingar í landinu. Þessa stefhu gaignrýndu stjóm-
arflokkamir núverandi og í samræmi við það er
einn mikilvægasti kafli málefnasamnings þeirra
tileinkaður stefnunni í atvinnuimálum. Nú þegar
ríkisstjórnin hefur hrint í framkvæmd mörgum
þeirra mála sem mest eru aðkallandi hlýtur að
hefjast undirbúningur að því að leggja grundvöll
hinnar nýju atvinnumálastefnu ríkisstjórnar-
innar.
j málefnasamningnum er ákveðið að stofnuð skuli
sérstök Framkvæmdastofnun ríkisins. Þessi
stbfnun á að hafa heildarstjórn fjárfestingarmála
og framkvæmdir í atvinnuimálum. Framkvæmda-
stofnun ríkisins á að gera áætlanir til langs tíma
um þróun þjóðarbúsins, auk framkvæmdaáætlana
til skemmri tíma. Þessi. stofnun á að fá í sína
vörzlu stjóm Framkvæmdasjóðs ríkisins og ann-
arra þeirra fjárfestingarsjóða sem eðlilegt má telj-
ast að falli undir stoínunina. í 'tengslum við Fram-
kvæmdastofnun ríkisins skal starfa sjóður undir
sérstakri stjóm seim veiti fjárstuðning til þess að
styrkja sem eðlilegasta þróun í byggð landsins.
Eítt af fyrsfu verkefnum Framkvæmdastofnunar
ríkisins verður að semja iðnþróunaráætlun þar
sem lögð verði höfuðáherzla á uppbyggingu fjöl-
breytts iðnaðar í eigu landsmanna sjálfra. Skal
einkum stefnt að því að gera stórátak til þess að
byggja upp fullvinnsluiðnað íslenzkra afurða, sjáv-
arútvegs og landbúnaðar. Stofnuninni er ennfrem-
ur ætlað að íryggja í iðnþróunaráætlun sinni að
beina auknu fjármagni til iðnaðarins í því skyni
að gera honum kleift að taka við sem mestum hluta
þess aukna vinnuafls sem kemur á vinnumarkað-
inn á næstu ámm.
j^Jörg fleiri ákvæði eru í málefnasamningi ríkis-
stjórnarinnar sem snerta atvinnumálin og mun
almenningur í landinu vafalaust fylgjast með því
af kostgæfni hvemig ríkisstjórnin stendur að því
að tryggja framkvæmd þeirra mikilvægu stefnu-
mála sem þar er getið um. Fullyrða má að mikill
meirihluti þjóðarinnar hafi skilning á nauðsyn
þess að efla íslenzka undirstöðu þjóðarbúsins, og
það verður bezt gert með því að taka upp stefnu
skipulags og félagshyggju í stað þeirra einkagróða-
og handahófssjónarmiða, sem fráfarandi ríkisstjórn
hafði að leiðarljósi. þar sem gróði fárra var aðal-
markmiðið. hvað sem leið kjörum hins almenna
manns. — sv.
írlendar bókafréttir
HISTORY OF MY LIFE.
Volume 7 and 8. Gia-
como Casanova. First
translated into English
in accordance with the
orginal French manu-
script by Willard R.
Trask. Longmans —
London,
Minningar Casanova hafa nú
kornið út víðs vegar um heim
síðan hið upprunalega handrit
þeirra fannst. Fyrri útgáfur
eru lítt nýtilegar, voru aðeins
úrdráttur. Longmans gefur út
ensku útgáfuna á smekklegan
hátt með samtíma koparstung-
um. I þessu bindi fjailar Casa-
nova um ferðir sínar og sevin-
týri á Frakklandi, í Sviss og
á Þýzkalandi og Itaiíu. Hér
segir frá ýmsum strákapörum
og plötuslætti þess fræga
hjartaknosara, svo ekki sé
minnzt á allt kvennafarið. Frá-
sögnin er skemmtileg eins og
í fyrri bindunum einkum lýs-
ingar á dulspektar tilburðum
og kuMarakúnstum höfundar,
í þeim efnum náði hann oft
ágætum árangri og notfærði
sér óspart áhuga auðugra
manna og kvenna á þv£ sem
kallað var „dulspeki og dul-
hyggja‘‘. og öllu andakuldi.
Briggs. Höfimdur ritsins er
prófessor í miðaldasögu við
háskólann í Suður-Wales og
Monmouthshire. Höfundur rek-
ur þróun engilsaxnesks land-
búnaðarsamfélags eftir lamdnám
Engilsaxa, uppkomu rikja í
landinu og samiuna þeirra í
stærri heildir og heild á 10.
og 11. öld. Síðan hefst þáttur
Normanna. Erlend áhrif á
þessa þróun voru mjög mikil,
og nægir að nefna áhrif danskra
víkinga og Knút mikla í því
samibandi. Höif. segir í formála,
að saga eins ríkis verði ekki
skilin nema með hliðsjón og
samanburði við önnur ríki og
því gæti rit þetta glöggvað
skilning á okkar eigin land-
námssögu og þróun hérlendis
í stjómarfarstegum efnum.
A CHOICE OF
WORDS WORTH'S VER-
SE. Selected with an
introduction by R. S.
Thomas. Faber and Fa-
ber 1971.
Skáldið R. S. Thomas ritar
ágætan inngang að ljóðum
Wordsworth's og velur þau, sem
hér birtast. Faber útgáfan gef-
ur út úrvöl helztu skálda Eng-
lendinga og fylgja þedm öllum
ágætir inngangar.
verð frá kr. 99,00 pr. m.
SÍÐDEGISKJÓLAEFNI
einlit — munstruð, verð frá kr. 199,00 pr. m.
PRJÓNASILKI
tvíbrei't, verð frá kr. 299,00 pr. m.
KÁPUEFNI
tvíbreið, ensk ullarefni, verð frá kr. 299,00 pr. m.
ULLARKJÓLAEFNI
tvíbreið, verð frá kr. 199,00 pr. m.
TERÝLENEEFNI
Unisex í buxur, í föt, verð frá kr. 299,00 pr. m.
Allt að 75% afsláttur — Geri aðrir betur.
Albert Camus: SEL-^
ECTED ESSAYS AND
NOTEBOOKS. Editcd
and translated by Phil-
ip Thody. Penguin
Books 1970.
Útgefandi segir í formála, að
úrvali þessu sé ætlað að „sýna
Camus sem rithöfund og gagn-
rýnanda auk þess að veita hug-
mynd um hann sem einstak-
ling“, minni áherzla er lögð á
pólitísk verk hans og heim-
spekileg. Skrif Camus eru allt-
af forvitnileg, einkanlega af
þeirri ástæðu, að hann gengur
út frá hinu absurda í mennskri
reynslu og tilveru í stað þess
að enda þar eins og hendir
svo marga.
ANGLO-SAXON ENG-
LAND AND THE NOR-
MAN CONQUEST. H.
R. Loyn. Longman
MUNID
RAUÐA
KROSSINN
MARKAÐURINN
HAFNARSTRÆTI I.
1970.
Áhugi manna á kóngaröðum
og ártölum, hirðslúðri og or-
ustulýsingum hefur vikið fyrir
áhuga á efnahagssögu og rann-
sóknum á samfélagsgerðinni
með öllu því sem því fylglr
í síðari tíma sagnfræði. Þetta
stafar öðrum þræði af efna-
hagsþróun tuttu-gustu aldar og
einnig af byltingu þeirri sem
orðið hefur í sagnfræði á sama
tíma. Þessu fylgir sérhæfni við
stórvíkkað rannsóknarsvið. Bók
þessi er sú fyrsta í ritsafninu
„Social and economic history
of England“ ritst jóp: Asa
Rotary hreyfing-
in stofnar styrkt-
arsjóð
Rotaryhreyfingin á Islandi
hefur stofnað sjóð. sem ætlað
er það hlutverk að styrkja Is-
lendinga til framJhaldsnáms er-
lendis í þeim greinum, sem
að dómi sjóðsstjómar skortir
fólk til að sinna hér á landi.
Frá þessu er skýrt í frétta-
tilkynningu um umdæmisþing
Rotary, sem haldið var fyrir
nokkru á Laugarvatni.
205 fulltrúar voru á þinginu
þar á meðal allir verðandi for-
setar íslenzku Rotaryklúbb-
anna, en þeir eru 22 á land-
inu.
Frátfarandi umdæmisstjóri er
Ásgeir Magnússon og etftirmað-
ur hans er Vilhjálmur Þ. Gísla-
son.
Dregið fimmtudaginn 5. ágúst
Aðeins þeir sem endurnýja eiga von á vinningi.
Síðustu forvöð tii hádegis á dráttardag.
HAPPDRÆTTI SÍBS 1971.
ívændum
llSllÍiiil
Cjý-5
L\v '
1
. %....-...................
Dagstofu-húsgögn
Borðsfofu-húsgögn
Svefnherbergishúsgögn
Góð greiSslukiör og
verð mjög hagstætt
húsgagnaverzlun,
HNOTAN
Þórsgötu 1. Sími 20820.
v