Þjóðviljinn - 01.08.1971, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.08.1971, Blaðsíða 6
§ SÍÐA — í>JÓÐVILJINN — Sumnudagur 1. ágúst 1971, □ Niðursuðuiðnaður á landinu virðist í mikilli ládeyðu. Stórar og fullkomnar verk- smiðjur standa lítt eða ekkert nýttar, og orsökin er einkum markaðsskortur, en einnig s'taðbundinn skortur á hráefni. | | Fyrir nokkrum árum hugðust 5 niðursuðu- verksmiðjur á landinu stofna með sér víðtæk sölusamtök og fengu í því skyni vilyrði fyrir láni hjá Alþjóðabankanum að upphæð 1 miljón dollara. Það var hinsvegar sett að skilyrði, að bankatrygging fengist fyrir láninu. Að sögn Mikaels Jónssonar framkvæmdastjóra Niðursuðu K. Jónssonar á Akureyri hefur umsókn um tryggingu legið í hagdeild Landsbankans í hálft annað ár. | [ Ástandið er þannig, að verksmiðjurnar reyna hver fyrir sig að koma afurðum sínum á erlendan markað, en hafa ekki bolmagn til að standa undir miklum auglýsingakostnaði eða standa straum af rekstri söluskrifstofu erlendis. „Við vonum, að nýja ríkisstjórnin verði skilningsríkari á mikilvægi niðusuðuiðnaðarins en sú gamla, og höfum raunar ekki ástæðu til að ætla annað“, sagði Mikael ennfremur í viðtali við blaðið. Hér er framleiðslunni hlaðið upp — en ef stórar pantanir berast geta hinar fáu og smáu niðursuðuverksmiðjur ekki annað þeim — í núverandi skipulagsleysL Niðursuðuiðnaðurínn í mikilli ládeyð Átti að senda mánaðar- framleiðsluna vikulega Auk annarra erfiðleika sem niðursuðuiðnaðurinn á við að etja hefur það komíð fyrir, að svo stórár pantanir hafa borizt að ekki hefur verið viðlit að afgreiða þaer. Þannig mun t.d. nýðursuðuverksmiðjunni Ora hafa borizt pöntun frá útlöndum á smjörsíld og átti verksmiðjan samkvaemt henni að senda vikulega magn — sem svaraði til mánað- arframleiðslu. Niðursuðuverksmfájan Ora er lofeuð þessa dagana vegna sumarfría, en þar er alla jafna framleiddur fiskbúðingur og fiskbollur. Rækja, svið, kavíar og grænmeti er soðið niður og fleiri afurðir. Misjafnlega gengur að affla hréefnis en þó var frekar gott með fisk í vetur, en fyrirsjá- anlegur er skortur á grænmeti í haust. í verksmiðjunni starfa 40 til 50 manns að jafnaði, en starfsfólkið kemst allt upp i 80 manns, þegarmesteraðgera. Hin margvíslega framleiðsla útheimtir misjafnlega mikið vinnuafl — t. d. er einna mest handavinna við niðursuðu á murtu úr Þingvallavatni, en hún er unnin u.þ.b. hálfs mán- aðar skeið á haustin. Þingvallamurtan er seld til Vestur-Þýzkalands og pökkuð fyrir stórfyrirtækið Appel, og einnig er hún seld undir merki Ora í Bandaríkjunum. Meirihluti af framleiðslu verksmiðjunnar er seldur hér innanlands, en útflutningur hefúr farið smávaxandi. Yerksmiðjan hefur ekki verið hálfnýtt í sumar Vinna hefur að langmestu legið niðri í sumar við Niður- suðuverksmiðjuna H.f. Torfu- nesi við Isafjörð. Veldur því bæði í senn hráefnisskortur og markaðsleysi. Vinnsla við rækju hefst ekiki fyrr en með haust- inu, smásíld hefur ekki sézt þar vestra í sumar, og ekki er ráðlagt að kaupa hráefni annars staðar frá, þegar mark- aðina vantar. Þegar bezt lætur starfa við verksmiðjuna um 30 manns. og er afkastageta 6—700 kg. af pill- aðri rækju á dag. en verfc- smiðjan hefur einkum feng- izt við rækjuvinnslu undanfar- in ár. Hins vegar framleiðir hún einungis fyrir innanlands- markað og hann er íljótur að mettast, þannig að nýting nið- ursuðutækjanna er mjög óveru- leg, en vinnan er eintoum fólg- in í piilun og frystingu á rækj- um. Verksmiðjan var stofnuð árið 1955 og að sögn Böðvars Sveinbjamarsonar framkvæmda- stjóra er hún sæmilega búin að tækjum, sem afleitt er að láta standa ónotuð mánuðum saman. Endurbœtur niðursuöuverk- smiðjunnar á Akranesi Hjá Niðursuðu Haraldar Böóvarssonar á Akranesi starfa nú um 10—12 konur að pökkun svakallaðra vinnslulhroigna á Englandsmarkað í 600 gramma dósir, en frágangi og pökkun 1. ffl. hrogna í 200 gramma dósir er lokið. Uppfrá þessu fer að hægjast um í verk- smiðjunni, en með haustinu hefst niðursuða á grænmeti, og þegar Imuveiðamar byrja verð- ur háannatíminn við niðursuðu á lifur. Hún fer eintoum á markaði í Sovétríkjunum og Tékkóslóvakiu. Við það starfa að jafnaði 20—30 manns. Dauði tíminn að áliðnu sumri verður notaður til að ráðast í ýmiss konar endurbætur í vérksmiðj- unni, að sögn verksmiðjustjór- ans í viðtali við Þjóðviljann. Tœkin standa ónotuð mánuðum saman Niðursuðuverksmiöja K. Jóns- sonar á Akuireyri hefiur ekki verið íháilfnýtt í sumar eða írá því að gengið var frá stórri pöntun af galfifalbitum fyrir Rússlandsmarkað í júní. Að undanförnu hafa um 45 manns starfiað í verfcsmiðjunni og þá aðallega við niðursuðu á fisk- bollum og grænmeti fyrir inn- anlandsmarkað. Verksmiðjan liggur nú með talsvert hrá- efnismagn, sem ekki hefur ver- ið unnið úr vegna markaðts- skorts, en nú er reynt að semja um viðbótarsölu til Sovétríkjanna, sem er lang- stærsti markaðurinn, að sögn Kristjáns Jónssonar verksmiðju- stjóra. en heldur ótryggur. Um aðra maricaði er ekki að ræða, svo að teljandi sé, og taldi Kristján brýna nauðsyn bera til, að ráðizt yrði í náikivæma markaðskönnun fyrir íslenzkar niðursuðuvörur, en verksmiðj- urnar sem slíkar hefðu ekki bolmagn til þess. I verksmiðj- unni, sem er mjög fullfcotmin að tækjaútbúnaði starfa þegar bezt lætur nokkuð á annað hundrað rnanns, og nýtingin er því aðeins um 40%, og ekki eru horfiur á að úr rætíst nema skjótt takist að semja um nýj- ar sölur á erlenda markaði. Hráefnfsskortur jafnan yfirvofandi Að sögn Kristjáns Guðmunds- sonar verksmiðjustjóra hjá Norðurstjömunni í Hafnarfirði hefur vinna í venksmiðjunni verið svo til samtfelld frá því í júní. en hráefnisskartur er jafnan yfirvofandi. Staxfa nú um 50—60 manns að niður- suðu á síld í kippers og íer framleiðslan að langmestu leyti til útflutnings. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.