Þjóðviljinn - 22.08.1971, Side 9

Þjóðviljinn - 22.08.1971, Side 9
\ Sunnudatg'ur 22. ágiúst 1971 — MÖÐVIOINN — SlÐA í) uft ó ferð um Vestfirði anlci Élllj Trilluflotinn á Patreksfirði BLÓMLEGUR STADUR, EN ÞÓ FÆKKAR FÓLKI Nýlegt búsahverfi á Patreksfirði Þessi staöur Wýtur að koma mörgum á óvart, hann ber vitni um velmegun, og þess sjást varla merki að íbúarnir lifi af fiskveiðum og fiskverk- un. Innfædd snyrtimennska Við færum þetta í tal við Rögnvald Haraldsson, sjómann á Patreksfirði. — Þetta er innfædd snyrti- mennska og svona hefur þetta verið frá því að ég kom hing- að fyrst. Rögnvaldur hafði sótt sjóinn stíft að undanförnu, og við þriðja mann hafi hann innbyrt 16 tonn af handfærafiski vik- una áður en ætlaði að hvíla sig um stund og skreppa suð- ur um Verzlunarmannahelgina ásamt eiginkonu og syni, sem stundar sjó með föður sínum, Uppffangur, lægð, uppgangur . . . Eitt sinn voru gerðir út frá Patreksfirði tveir togarar, Rögnvaldur Ilaraldsson Þegar Barðaströnd sleppir og byrjað er að þræðia Vestfirðina á leið til ísafjarðar, þá er fyrst komið að Vatnseyri, eða Patreksfirði, eins og þorpið er kallað í daglegu tali. Árið 1967 eru íbúar í fyrsta skipti komnir yfir þúsund og árið eftir eru þeir orðnir 1031, — en í fyrra eru þeir ekki nema 988. Vörður og Gylfi, og þá var næg atvinna. Gylfi er enn of- ansjávar — gerður út frá Hafn- arfirði og heitir Haukanes. Lægð var í atvinnulífinu á ár- unum 1952 til 1956. en eftir það fer að birta til á ný. Árið 1955 tók Bogi Þórðarson við Hraðfrystihúsi Patreks- fjarðar, og um líkt leyti var fjölgað fiskibátum, þannig að upp frá því var atvinnulifið iiokkuð tryggt. Þorbjöm heit- inn Áskelsson keypti Vatnseyr- arfrystihúsið í kringum 1960, en sá rekstur gekk eikki og fyrir þreniur árum slógu ndkkrir út- gerðarmenn sig saman og keyptu frystihúsið, og er það í fullum rekstri í dag. Nú eru gerð út frá Patreks- firði skipin Þrymur, sem hef- ur stundað grálúðuveiðar, Dofri og María Júlía, sem hafa ver- ið á trolU, Vestri, sem hefur verið skólaskip í sumar og far- ið á hákarlaveiðar. Þá er Helga Guðmundsdóttir gerð út frá Patreksfirði, en sést þar sjaldan — hefur verið á veiðum í Norð- ursjó og eru víst engir Pat- reksfirðingar þar um borð. Héð- inn Jónsson, útgerðarmaður, er að festa kaup á 250 tonna skipi. Höfnin á Patreksfirði er sann- kölluð lífhöfn og þar er trillki- flotinn í öruggu lægi. I þorpunum á Vestfjörðum stendur allt og fellur með út- gerðinni, eins og vfðar á land- inu. Vestfirðingar eru þvi ó- myrkir í máli þegar landhelg- ina ber á góma, og sýndu hug sinn í verki með því að félla ríkisstjómina til að undirstrika kröfu sína um stærri landhelgi. Á Patreksifirði er sjúkrahús, með rúm fyrir 19 sjúklinga og þar em nú starfandi tveir læikn- ar. Nýlegur barna- og unglinga- skóli er á staðnum, en sam- komuhúsið, Skjaldborg þar sem Patreksfjarðarbíó er til húsa, er að verða úr sér gengið. Pat- reksfirðingar virðast hafa góða bankaþjónustu, þar er Eyrar- sparisjóður gömul og gróin stofnun og útibú Samvinnu- bankans í ömm vexti. Góð þjónusta við ferðafólk Það er gott fyrir ferðafólk að koma til Patreksfjarðar —. tveir staðir sjá um gistingu, og á öðmm staðnum, Hótel Sól- bergi, er hægt að fá mat hvenær sem er. Verzlanir em Framhald á 11. síðu. y.'.v.v.v.v.;. •AW.WAV v.v.v.v.y. •IvXvXvXíX.XvXvX' ,:::;:::;::::i::iv‘' X;x' xiiiiiiiíiii' éSSiiSiiÍÍiÍiiS? Pantanir i sima 94-2177 Matvælaidjan h.f. Bildudal — A V.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.