Þjóðviljinn - 12.09.1971, Síða 5

Þjóðviljinn - 12.09.1971, Síða 5
SammKJaear ¥2. septewiírer 1071 •— KRSÐV’HíJ'ENOT — SÍÐA g Einar Árnason skipstjóri: Þeir gera sér skömmb til... LANDHELGISÚTFÆRSLAN GÆTI BJARGAÐ MIKLU EFVIÐ EYÐILEGGJUM EKKIALLT SJÁLFIR Úr Keflavíkurhöfn — Bátar og skip aí öllum stæröum og geröum eiga lægi í höfninni. Þeir verða sér til skammar Bæjarstjórnin á Akranesi er að láta lagfaera hafnarmann- virkin þar á staðnuim Steypt hafa verið nokkur ker, sem nota á til að breikika eina bryggjuna og í gerð frekari hafnargarðs. Þá hefur verið slegið upp steypumótum með- fram einni bryggjunni sem á að lagfæra. Á bryggjunum var því margt um manninn. Þarna aegði saman veiikamönnum, iðnaðarmönnum og sjómönnum, sem gerði erfitt að sjá hver var hvað. En andrúmsloftið var með ágætu-m, eins og reyndar alltaf er í slfku umhverfi Ekki þurftum við lengi að gánga þar til við rákumst á mann. sem eldd fór á milli mála að væri skipstjóri. Þeir bera nefnilega nókfcuð sérstæð- an svip sumir hverjir síldar- skipstjórarnir. Þetta var Einar Árnason s'kipstjóri á m.s. Ólafi Sigurðssyni AK, ,.Við vorum nú að koma heim úr Norður.sjónuin‘7 sagði Einar, „svo að ég hef nú ekki getað fylgzt svo með gangi mála hér heima. Hafa þeir ekiki hverjir um aðra hótað okkur öllu illu? Það þarf að tala við þassar þjóðir fyrst. Ef ekkert kemur út úr því. þá verðum við bara að færa út upp á okkar eindæmi. Ég hef ekki trú á öðru en full samstaða náist innanlands." „Heldurðu að Bretamir sendi herskip á miðin?“ „Bfcki trúi ég þ\n. Þeir verða sér til skammar ef þeir beita sér gegn okkur. Við ráðum áreiðanlega við þá, ef allir standa saman.“ Rezt að hafa þær 100 Með þetta vegarnesti héldum við á fund mannsins á Skaganum láugs Böðvarssonar. „Það orkar ekki tvímælis að við verðum að færa út land- helgina. Það er lífsspursmál fyrir okkur. En ég er nú ekki alveg búinn að gera mér grein fyrir þvi hvernig við eigum að íara að því. eða hvaða leið er réttust í því“, sagði Sturlaugur. „Helzt vildi ég nú að við gæt- um fært út í 100 mílur. Þetta gera þeir í S-Ameríku. Þeir út en það og brúka svo bara kjaft við Kanann þegar hann hefur verið að setja út á við þá. En þetta er svo sem ágætur áfangi.“ „Verður útfæi’slan til að auka fiskveiðar okkar?“ „Vafalaust. En við verðum að gæta að okkur að klára ekki þorskinn, eða ganga svo hart að honum að við hrekjum hann brott. Ég held nefnilega að sQid- in sé ekki búin, heldur að við ! höi'um flæmt hana buj-t með ' þeim veiðiaðferðum, sem við brúkuðum. Það náði ekki nokk- urri átt, að setja ekkd reglugerö um hversu mikið mætti veiða. Nú erum við búnir að því, og vittu til að elcki líður á löngu þar til síldin kemur hingað aft- ur. Þá verðum við að haga okkur s-kynsamlegar. Við þurfum að kaupa mikið meira af vélum til að ná fisk- inum af beinunum, þvi þegar síldin fer að veiðast þá þurfurn við að nýta hana til fulls og verka hana til manneldis eins og reyndar allan okkár fisk.“ „Voru einhverjir af þínum bátum í Norðursjónum?‘‘ „Nei, þeir vo-ru á grálúðu, handfærum og humar. Aflinn hefur verid sæmilegur í sumar. Annars hefur víðast hvar í heiminum dregið úr fiskveiðum og við það vei-ða þjóðirnar vilj- ugri til að kaupa fisik og borga hærra verð fyrir. Þetta verðum við að hafa í huga og nota okk- ur þannig að komi sjómönnum og útvegsmönnum til góða. Við þurfum að búa mikið betur að þeim en gert hefur verið hing- að til. Menn þurfa að bera meira úr býtum á sjó en landi, því sjávarútvegurinn er undir- staðan undir velgengni þjóðar- búsins. Við gætum veitt þeim skattfríðindi eða á annan hátt komið til móts við þá, því sjó- mannastéttin verður að vera skipuð harðfengum og dugleg- um mönnum, þeim, bezt.u sem völ er á. Annars brestur allt annað.“ Áttum að færa út fyrr Við kvöddum Sturiaug og héldum niður á höfn aftur. Þar var enn allt á ferð og flugi. Það er yfirleitt ekki slórað á þeim stað. Um borð í Fram AK rákumst við þó á einn, sem ekki var að, rétt þá stundina. Hann var að bíða eftir skipsfélögum sinum. svo hægt væri að leggja í róð- ur Hann sagðist heita Valgeir Magnússon og varð fúslega við beiðni okkar um að svara spurningum um útfærsiu fisk- veiðilögsögunnar. „Við hefðum bara átt að færa út mikið fyrr. Þegar við erum - búnir að færa út eykst afflinn á heimamiðuim við það að meira verður skrapað á djúpmiðum, því fiskiurinn leitar undan og upp á grunnið. Það getur vel verið að Bret- arnir og þeir þýzfcu verði erfið- Sturlaugur Böðvarsson: Bezt væri að hafa þær 100 Valgeir Maguússon: Áttum að færa út fyrr ir, en vonandi getum við varizt þeim Við þurium að sjálfsögðu að auka landhelgisgæzluna til þess að það megi takast. En það er alveg víst að það er full samstaða með sjómönnum í málinu og ég held jafnvel að þeim h'tist flestum vel á nýju ríkisstjórnina. Fyrir mitt leyti finnst mér að hún hefði mátt koma fyrr, en hún verður kannski lengur í staðinn. 1 þessu komu íélagar Valgeirs og við fórum að bisa við að taka mynd. Eitthvað þótti þeim það hjá- kátlegt, því þéir hlógu að okkur og fullyrtu að við værum að af-* mynda Valgeir. En þar mis- fórst þeim heldur betur. Þeir hafa tekið allt frá öðrum Hinum megin við bryggjuna lá Grótta AK. Þar var annar vélstjórinn, Hlini Eyjólfsson, að huga að togvírum. Við sættum lagi að trufla hann, þótt ékki sé það gott til afspurnar. „Auðvitað eru allir sjómenn hlynntir útfærslu. Þett.a er okkar lífshagsmunamál Ég er nú búinn að vera á sjó síðan 1958 og veit það. að útfærslan á éftir að gefa okkur meiri afla á heimamiðum En það er ekki seinna vænna að færa út. Hing- að til hafa ekki verið svo tiltölulega mörg erlend veiði- skip á miðunum. En jieim fer fjölgandi. Fleiri og fleiri þ.ióðir eru farnar að senda hingað veiðiskip. Það sást til þeirra út af Jökli í sumar.“ „Verður landhelgisstríð?" „Ég hef nú ekki trú á þvi að vopnuni verði beitt. En hverju má maður ekki búast við af Bretum til dæmis, sem vanir eru að taka alltaf allt frá öðrum, án þess að láta nokkuð í staðinn". Allt í einu uppgötvum við það, að Akraborgin er rétt a.ð fara til Reykjavíkur og rjúkum af stað. ,.Frá hvaða blaði eruð þið“ kallar Hlini. „Fré Þjóðviljanum", svörum við um öxl á hlaupunum „Það \-ar fínt“, sagði Hlini. „Reynið þið bara að spjara ykk- ur“. Það vantar fiskveiðimenningn Og við reyndum það. Strax og við komum til Reykjavíkur renndum við suður til Kefla- víkur Þar var bræla og margir bátar í höfninni. Noklírir menn. Framhald á 15. síðu. Spjallað á bryggju í Keflavíkurliöfu. Talið frá vinstri: Auders Guðmundsson, Ogmundur Jóluinn- esson og Örn Kristinsson. helzta útgerðar- færa landhelgina jafnvel lengra Stur-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.